Morgunblaðið - 11.07.1964, Page 17

Morgunblaðið - 11.07.1964, Page 17
^ Laugardagur 11. júlí 1964 MORGU N BLAÐIÐ 17 — 9°jo afsláttur HARÐUR árekstur varS í gaer klukkan rúmlega eitt, á mót- um Klifvegar og Bústaðaveg- ar. Skodabifreið var á leið upp Klifveg og ætlaði að beygja inn á Bústaðaveg, þeg ar jeppabifreið kom á mikilli ferð niður Klifveginn norðan Bústaðavegar og ætlaði suður úr. Skall hún á Skodabifreið- inni, sem hafði verið stöðvuð i beyjunni, og þeytti henni um tvo metra. (Ljósm. Sv. þ.). TSHOMBE SVER EMBÆTTISEID Fyrrv. innanríkisráðherra Katanga og „konungur“ S-Kasai, einu þekktu ráð- herrarnir í stjórn hans t' B'ramhald aí bls. 1. hækkun á framlagi borgarráðs til Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sem nemur 5,9 millj. kr„ ,þ:e. úr kr. 19,175,000 í kr. 25,075,000. Leiðir ■þetta af því, að mánaðariðgjald einstaklinga til Sjúkrasamlags Reykjavíkur hækkaði frá 1. janú ar 1964 úr kr. 65 í kr. 85, eða um 20 krónur, en skv. almannatrygg ingalögunum ber borgarsjóði að greiða helming af tryggingarið- giöldunum, svo að þessi breyting veldur 10 kr. hækkun á fram- lagi borgarsjóðs á hvern iðgjalda mánuð, en þeir Voru í fjárhags- áætlun 1964 áætlaðir 590 þús. • 1.35 millj. kr. hækkun vegna launaskatts og 15 millj. kr. vegna launahækkana. 1 þriðja lagi er um að ræða i nýjan gjaldalið, sem leiðir af . launahækkunum og launaskatti þeim, sem lagður var á launa- greiðslur með bráðabirgðalögum í júní s.l. og leiddi af samkomu- lagi því, sem ríkisstjórninni tókst að koma á milli Alþýðusambands íslands og vinnuveitenda til tryggingar vinnufriði. Nemur | útgjaldaaukningin vegna launa- skattsins 1 millj. 350 þús. kr„ en útgjaldaaukningin vegna launa- hækkana skv. kjarasamningum stéttárfélaga 15 millj. kr. En samkvæmt bráðabirgðalög- unura skal leggja á launagreið- endur almennan launaskatt, 1% 9f greiddum vinnulaunum og hvers konar atvinnutækjum, öðr- um en tekjum af landbúnaði. Athugun á launagreiðslum borg arsjóðs á yfirstandandi ári sýnir þessar niðurstöður: Laun borgarstarfsmanna nema sem næst 12,1 millj. kr. á mánuði hverjum á árinu 1964, eða sam- tals kr. 145 millj, á ári. Frá þeirri upphæð dragast laun, sem greidd eru vegna borgarfyrirtækja, svo eem hitaveitu, innkaupastofnun- ar og vatnsveitu, sem með eru á launaskrám borgairsjóðs 900 þús. á mánuði, eða 11 millj. á árinu. iLaunagreiðslur borgarsjóðs fyrir árið 1964 munu þá nema sem næst 134 millj. kr. Laun starfsmanna, sem skráð ir eru í vinnubækur, að mestu viku- og tímakaupsmenn, hafa numið 70,2 millj. kr. fyrra miss eri ársins, þar af 2,6 millj. kr. vegna borgarfyrirtækja. Laun samtals kr. 67,6 millj. hálft ár- ið. Gert er ráð fyrir sömu út- gjöldum síðara misseri ársins, en það er lágt áætlað, verða vinnulaun þessara starfsmanna 135,2 millj. kr. Kaupgreiðslur síðara miss- eri ársins 1964 nema samkvæmit ofansögðu kr. 67 millj. + 67,6 milij. kr. Launaskatturinn reikn ast þannig af 135 millj, kr. og áætlast kr. 1,350,000,00. Etfir að fjárhagsáætlunin 1964 var samin í október- des- ember 1963 gengu í giidi kjarasamningar er höfðu í för með sér 15% haekkun á vinnulaunum þeirra starfs- manna borgarinnar, sem laun taka skv. kjarasamningum stétt- erfélaga. Bvo sem að framan greinir eru vinnulaun, skv. kjarasamningi stéttarfélaga tal- in verða 135.2 millj kr. árið 1964, en sambærileg tala árið 1963 var 107.9 millj. kr. Með tilfiti til eukninga er því 15% hækkunin reiknuð á 100 millj, kr. vinnu- íaunagreiðslur érið 1964, skv. kjarasamningum stéttarfélaga. ★ .15 millj. kr. til BÚR í fjórða lagi er svo nýr gjalda- liður, þar sem er framlag til iFramkvæmdasjóðs vegna Bæjar- úlgerðar Reykjavíkur, 15 millj. kr., og greindi borgarstjóri frá því, að samkvæmt upplýsingum tforstjóra BÚR sé hag útgerðar- innar nú þannig varið, að gjald- tfallnar lausaskuldir hennar nemi 12.5 millj. kr. og gjaldfallnar efborganir og vextir 2.5 millj. kr. Taldi borgarstjóri, að fyrir- •jáanlegt væri, að þessar skuldir mundu lenda á borgarsjóði, enda ber borgarsjóður ábyrgð á þeim •llum. Einnig þessi tillaga var •amþykkt með atkvæðum borgar fultrúa allra flokka, annarra en tveggja borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, en um 'hana og málefni Bæjarútgerðarinnar yfirleitt urðu nokkrar umræður á fundinum, sem greint verður frá í blaðinU á morgun. ★ 9% afsláttur veittur frá útsvarsstiganum Hækkunartillögur þær á fjár- hagsáætlun Reykjaví'kurborgar fyrir árið 1964, sem greint hefur verið frá hér að framan, nema kr. 41.830.000.00 og var jafn- framt gerð tillaga um hækkun útsvara um sömu upphæð þ.e. úi kr. 357.517.000.00 í kr. 399. 347.000.00, en borgarstjóri greindi frá því, að samkvæmt upplýs- ingum framtalsnefndar mundu áiögð útsvör gildandi útsvars- stiga nema á þessu ári tæpum 460 millj kr„ en með hækkun þeirri, sem um er r*tt hér á undan, verður unnt að gefa á þessu ári 9% afslátt frá hinum lögbundna útsvarsstiga. Þessu næst gerði borgarstjóri nokkurn samanburð á útsvars- byrði gjaldenda miðað við álagn- ingu skv. gamla útsvarsstigan- um m,eð 17% afslætti, sem í giidi var á s.l. ári og núgildandi útsvarsstiga, annars vegar ó- breyttum og hins vegar með 9% afslætti, eins og búizt er við, að gefinn verði nú. Sem dæmi má nefna, að hjón með 2 börn oig allt að 120 þús kr. tekjur, greiða lægra eða jafnhátt útsvar eftir nýja stiganum en eftir gamla miðað við nýja stigann og 9% stiganum og 17% afslætti. — En hjón með allt að 190 þús, kr. árs- tekjur greiða nú lægra eða jafn- hátt útsvar en skv. eldri stiga og 17% afslætti. Eftir ræðu borgarstjóra urðu noikkrar umræður um ti'Uögu þessa, en að niestu leyti fjölluðu þær um framlagið vegna skulda Bæjarútgerðar Reyikjavíkur. Al- ger samstaða var með fulltrúuim allra flokka :. borgarstjórn um að nauðsyn bæri til að endur- skoða nokkra gjalda'liði fjárhags áætlunarinnar og hækka útsvör- in. Aðeins fulltrúar Framsóknar- flokksins töldu, að ekki væri tímabært að ákveða nú framlag til þess að standa við skuld- bindingar BÚR, en tóku fram, að ekki mundi standa á þeim að samþykkja slfkt framlag síðar. — Borgarstjóri fagnaði þeirri á- byrgðartilfinningu, sem allir borgarfulltrúar höfðu sýnt með afstöðu sinni til tillögunnar og taldi nauðsynlegt að horfast í augu við orðinn hlut. Skuldbind- ingar BÚR væru þegar fallnar á borgarsjóð. Hins vegar hlyti borg arstjórn að taka rekstur og fyrir komulag BÚR rækilega til end- urskoðunar, enda væri ekki til framibúðar, að togaraútgerð væri rekinn með útsvörum borgar- búa. — Verðuv skýrt nánar frá ræðu borgarstjóra um þetta etfni í blaðinu á morgun. Að loknum þessum umræðum var 1.—3. liður tillögunnar sam- þykktur með 15 samhljóða at- kvæðum allra borgarfulltrúa og 4. liður hennar samþykktur með 13 atkvæðum gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Framsóknarflokks ins. Hækkun útsvarsupphæðar- innar í samræmi við hækkun gjaldaliðanna var einnig sam- þykkt með 13 atkvæðum gegn 2. Slys í gær í GÆRKVÖLD kl. 19,20 var sjúkrabifreið kvödd upp í Svína- hraun, en þar hafði Moskwitch bíll farið út af veginum og lent á barði fyrir ofan Litlu kaffistof una. Tvær stúlkur, sem í bifreið inni voru slösuðust eitthvað og voru fluttar í Slysavarðstofuna. Um miðjan dag í gær var sjúkra- bifreið kvödd að m.a. Dranga- jökli, sem liggur við Ægisgarð. Höfðu tveir menn verið að tusk- ast á, í mesta bróðerni þó, en annar datt illilega og fótbrotn- aði. Var hann fluttúr í Slyst varðstofuna. Leopoldville, 10. júlí (NTB). MOISE Tshombe, fyrrv. forseti Katangafylkis, sór í dag embættis eið sem forsætisiráðherra Kongó, en nú eru um það bil fjögur ár liðin frá því að Tshombe lýsti yfir sjálfstæði Katanga í fyrsta sinn. Eftir að Kasavubu, forseti Kongó, hafði samþykkt ráðherra lista Tshombes, unnu ráðherrar hinnar nýju stjórnar embættis- eiða. Aðeins tveir ráðherranna í stjórninni, fyrir utan Tshombe, eru þekktir opinberlega í Kongó. Annar er Munongo, sem var inn- anríkisráðherra Katanga meðan Tshombe stjórnaði fylkinu. Gegn ir hann nú sama embætti í Kongó stjórn. Hinn er Albert Kalonji, sem lét krýna sig I S-Kasai og ríkti sem konungur yfir fylkinu. Eins og skýrt hefur verið frá, mun Tshombe sjálfur gegna fjór um ráðherraembættum: forsætis- utanríkis-, upplýsinga- og verzl- unarmálaráðherra. Auk hans eru 10 menn í stjórninni. Fjármála- ráðherrann heitir Domingue Ndinga; dómsmálaráðherra Leon Mambuleo; unglinga- og ílþrótta- rálaráðherra Joseph Ndanu; — námu- og orkumálaráðherra Ad- olphe Kishwe; félagsmálaráðh. Andre Lubaya *g samgöngumála ráðherra Jean Jules Kidisho. — Tveir ráðherranna voru ekki við- staddir er stjórnin vann eið í dag. Þei eru- efnahagsmálaráðherrann, Jeum Evosiri og menntamálaráð- herrann Krederic Balonji. í stjórninni eiga sæti fulltrúar helztu flokka í Kongó. Þessi 11 manna stjórn er sú fámennasta, sem setið hefur í Kongó. Enginn ráðherra fer með varnarmál, en um þau fjallar sér stöð nefnd með Kasavubu í for- sæti. Ekki er enn ljóst, hvort Cyrille Adoula, fyrrv. forsætisráðherra, hefur samþykkt stjórnarmyndun Tshombes, en í gær hermdu fregn ir, að undirskrift hans væri iþað eina sem vantaði til þess að nýja stjórnin gæti unnið eið. Sam- kvæmt stjórnarskrá Kongó verð ur fráfarandi forsætisráðherra að undirrita skipun nýrrar stjórn ar ásamt forsetanum, en þó geta varaforsætisráðherra eða aðrir ráðherrar undirritað í hans stað. í gærkvöldi skoraði Kasavubu á Adoula, að samþykkja stjórn Tshombes, en sem fyrr segir, er ekki vitað hvort hann hefur gert það. Tshombe hefur lýst því yfir, að fyrsta verk stjórnar sinnar væri að sætta hin stríðandi öfl í land- inu og þá fyrst og fremst að semja við uppreisnarmenn í Kivu, Kwilu og N-Katanga. Tshombe er fjórði forsætisráð- herra Kongó. Fyrstur var Patrice Lumumba, þá Joseph Ileó og svo Cyrille Adoula. — Heildarskipulag Framhald af 10. síðu. svæðinu og einnig útivistarsvæði allstórt í nágrenni Klepps. Útivistarsvæði utan Seltjarnarness Utan Seltjarnarness er unnt að útvega land til rúmfrekari úti- vistarstarfsemi. Má t.d. nefna, að Golfklúbbur Reykjavíkur hefur nú þegar fengið land við Grafar- holt. Mikil skóggræðsla í Heið- mörk verður mjög þýðingarmikil fyrir íbúana til útivistar, þegar tímar líða. Opinberar byggingar Bæði fulltrúar ríkis og borgar við skipulagsstarfið hafa bent á nauðsyn þess, að gert sé ráð fyrir nokkrum stjórnarbyggingum við Lækjargötu og ráðhúsbyggingu. Að öðru leyti hefur það verið talið rétt, að stjórnsýslustofnanir, aðrar en ráðuneytin og skrifstof- ur borgarstjóra, verði staðsettar utan gamla Miðbæjarins. Þá er það líka einmæli allra, að ekki beri að dreifa þessum stofnunum handahófslega um borgina, held- ur eigi að stuðla að myndun stj órnsýsluhverfis. Sjúkrahús Þróun sjúkrahúsmálefna bend- ir í átt að tveim aðalstöðvum. Annars vegar er Landsspítalinn við Hringbraut, sem fullgerður var 1930, en mun aukast mjög að rými vegna viðbygginga, sem nú eru í smíðum. Hins vegar er Borg arsjúkrahúsið, sem nú er í bygg- ingu, en með tilkomu þess er ætlunin, að niður verði lögð ýmis minni sjúkrahús og heilbrigðis- stofnanir. Lóðamörk Borgar- sjúkrahússins eru meðal þeirra atriða, sem máli skipta um skipu- lagningu nýs miðbæjar við Kringlumýrarbraut og útivistar- svæða í Fossvogi. Háskólinn í heildarskipulaginu er víðáttu- mikið svæði ætlað til stækkunar háskólanum. Þau mörk, sem sett eru, eru gerð með hliðsjón af til- löguuppdrætti frá háskólanum, þar sem fjallað er um byggingu háskólahverfisins. Hópferð úr Hafnarfirði Valdastöðum, 6. júlí. SL. sunnudag, var farin hóp- ferð á vegum Sjálfsitæðisfélags Hafnarfj arðar. Ekið var um Þingvöll, sem leið liggur upp 1 Borgarfjörð og til baka fyrir Hvalfjörð og var síðasti áfanga staðurinn í ferðinni í Félags- garði í Kjós, þar sem dvalizt var um klukkutíma og þeginn kaffisopi. Aðalfararstjórinn var Matthías Á. Matthiesen, alþing ismaður, en leiðsögumaður, Árni Óla, rithöfundur. Gisli Andi-ésson, hreppstjóri á Neðra-Hálsi ávarpaði gesti og bauð þá vekomna. Matthías þakkaði vinsamleg orð og góðar viðtökur. Því næst tók til máls, hinn vinsæli læknir, Bjarni Snaebjörnsson. Lýsti hann fyrst veru sinni í sveit, þegar hann var aðeins 10 ára gamall var sendur sem smali, öllum ókunn ur, að Kolsstöðum í Hvítár- síðu. Lýsti hann ýmsu í sam- bandi við veru sína þar, sem of lanigt yrði upp að telja hér. En til gamans gat hann þess, að þrátt fyrir erilsamt starf og annríiki þyngdist hgnn um 7 pund yfir sumarið. Þá var köiluð fram frú Sól- veig Eyjólfsdóttir, sem hafði í fórum sínum harmónikku, sem hún lék prýðilega á bæði dans- og sönglög, og var óspart tekið undir. Að lokum endurtók Matt- hías þakklæti sitt. Virtust allir ánægðir, þrátt fyrir heldur ó- hagstætt ferðaveður. — St. G. Útsvör á ísafirði ÍSAFIRÐI 10. júlí. — Lokið er niðurjöfnun útsvara á ísafirði, og voru lagðar á 11 millj. 270 þús. kr. Er þetta 14% lækkun frá lög boðnum útsvarsstiga. Skólar Það er ekki lítið svæði, sem skólum borgai’innar er ætlað, enda eru þá hafðar í huga þarfir skólanna fyrir velli til boltaleikja o. fl. Vegna þessa er eðlilegt, að skólalóðirnar séu taldar með úti- vistarsvæðum borgarinnar. Ef skólarnir eru staðsettir sam- kvæmt þessum sjónarmiðum, njóta þeir góðs af væntanlegu kerfi gang- og hjólreiðabrauta. Fræðsluskrifstofan hefur gert vandlega áætlun um sennilegan barnafjölda í borgarhverfum og samið tillögur, þar sem gert er ráð fyrir 8—10 nýjum skólum og staðsetningu þeirra. Kirkjugarðar Innan fárra ára mun nauðsyn- legt að fá nýtt kirkjugarðssvæði í Reykjavík. Rætt hefur verið um svæði í Fossvogsdal og Mosfells- sveit, en flestir munu nú telja vel ráðið að ákveða lágt og slétt svæði vestan Breiðholtshvarfs til þeirra þarfa. Ef líkbrennsla yrði framvegis jafn almenn og i Norðurlöndum, mundi landþörf kirkjugarðanna minnka svo, að Breiðholtssvæði gæti annað þörf- um um mjög langa framtíð. Flugvöllurinn Tillagan að heildarskipulagi er við það miðuð, að flugvöllur verði áfram í Reykjavík. Utan- landsflugið verði allt flutt til Keflavíkur, og settar verði reglur um, að einungis minni flugvélar megi lenda á Reykjavíkurflug- velli. Af þessu leiðir það að skerða má flugvallarsvæðið nokkuð og draga úr þeim kvöðum á bygg- ingum, sem nú eru vegna að- flugs að flugvellinum. • Athugasemd Eins og að framan segir, er mjög miklu sleppt í þessum út- drætti Mbl. af greinargerðinnL Má þar t.d. nefna athuganir á landþörf og íbúafjölgun, á endur- byggingu í borginni. á hafnar- svæði, fyrirkomulagi byggðar, gatnakerfi og umferðarmálum. — Einnig hefur orðið að gera þeim málum mjög lausleg skil, sem drepið hefur verið á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.