Morgunblaðið - 11.07.1964, Blaðsíða 20
20
MORGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 11. júlí 1964
[ JOSEPHINE EDGÁR7
liti, og skrautbúin í hreysikattar
feld. Ilmvatnið hennar virtist
fylla alla ruslalegu stofuna
Hún snerti bæklinginn með
hanzkaklæddri hendinni: — Þær
eru vongóðar, þessar konur, sagði
hún. — Skyldu þær virkilega
halda, ák karlmennirnir gefi þeim
kosningarrétt og allt hitt? Þær' það, sem rangt var. Þessvegna
verða svei mér að taka til hendi,
áður en það verður.
— Til þess eru þær líka reiðu-
búnar. Eg gekk alveg að henni
og hallaði mér upp að skrifborð-
inu. — Hvernig komstú hingað
inn, Soffía?
— Ungfrú Morrison hleypti
mér inn. Hún var að fara út, en
sagði að ég mætti bíða hérna.
Þakka þér fyrir í gærkvöldi,
Kósa.
•— O, það var ekkert.
— Það var einmitt mikið. Þú
skalt ekki halda, að ég viti það
ekki. Hún greip dagblaðið, sem
lá á skrifborði Flóru. — Svo að
Hugh litla langar enn að eiga
þig? Þá hefur hann meiri bein í
nefinu en ég hefði haldið Og
þessi fína móðir hans viðurkenn
ir þig iíka? Þér er ekki fisjað
saman, Rósa litla. Það lítur helzt
út fyrir, að þú sért ~ tilvoriandi
frú Woodbourne.
— Já, nema hvað ég hef ekki
tekið honum enn, sagði ég.
Hún leit á mig og ég sagði: —
Brendan kom til mín í ieikhúsið
í dag, til að segja mér, að hann
væri á förum til Ástralíu í iok
næsta mánaðar. En sagðist ætla
að taka Dan með sér en ekki þig.
Hún starði á mig og liturinn
hvarf smám saman úr kinnum
hennar. Hún fálmaði út með hend
inni, eins og til að styðja sig við
eitthvað, og ég hjálpaði henni
niður á stól. Hún skalf öll og
nötraði.
— Segðu þetta aftur, Rósa!
— Brendan sagðist ætla að taka
Dan með sér til Ástralíu. Þess-
vegna keypti hann tvo farmiða.
Ekki handa þér heldur handa
Dan. Hann ætiar að taka hann
héðan burt þegar hann sleppur
út, svo að hann geti byrjað nýtt
líf, langt í burtu frá þér.
— Auðvitað, sagði hún, — auð-
vitað ... auðvitað var þetta
handa Dan. Hvað kvenfólkið get
ur verið vitlaust, þegar það er
ástfangið!
Svo fór hún að hágráta. Eg
lagði arminn um hana og hún
grét og skalf. Eg hafði aldrei séð
hana gráta áðUr. Hún virtist vera
að gráta burtu öll tárin, sem hún
átti ófelld frá allri umliðinni ævi
sinni. Eftir nokkra stund tók ég
af henni hattinn og náði i te
handa henni og loks stöðvaði hún
grátinn og varð þögul.
— Eg byggði þetta upp, sagði
hún. — Eins og spilahús. Lygi
á lygi ofan til þess að trúa því
sjálf. Eg reyndi að halda honum
frá þér^ Rósa, af því að ég var
afbrýðissöm. Já, auðvitað fannst
mér Hugh betra gjaforð. En það
var aldrei allur sannleikurinn.
Sannleikurinn var sá, að ég vildi
ná í Brendan, frá þeirri stundu,
sem ég sá hann fyrst.
Það fór hrollur um hana. —
Hefði ég haft meiri bein i nefinu
og haldið áfram að syngja og
ekki gifzt Dan, þá hefði Brendan
kannski litið við mér. Hann
kunni vel við mig þá, veit ég.
En ég hafði alltaf til að bera
ranga tegund af hugrekki, eða
réttara sagt hugrekki til að gera
dreymdi mig Brendan, allan tím
ann, sem ég var með Dan, og
gerði hann vitlausan af afbrýði-
semi, veslinginn . . . alltaf með
Woodbourne, . . . þangað til
þetta var orðið mér ofviða.
Hún sneri sér að mér. — Þetta
kvöld, Rósa, þegar Dan fann okk-
ur saman, kom Brendan að-
eins vegna þess, að hann vissi, að
enda þótt Dan gæti vel myrt
Woodbourne, myndi hann aldrei
snerta sig. Hann gerði þetta ekki
til að bjarga mér heldur til þess
að bjarga Dan frá að fremja
morð. Hann vissi, að ég var svik-
ul og kaldlynd kona og kannski
hefur það verið svo, enda þótt
ég viti, að hefði hann svo mikið
sem snert hönd mína, hefði ég
sýnt honum það gagnstæða. En
svo hélt ég, að ef þú giftist
Hugh Travers, myndi hann gefa
þig frá sér og ’snúa sér að mér
117
Eins og vant var við svona
framkvæmdir í Rússlandi bylt
ingarinnar, tilkynnti Kornilov
fyrirætlanir sínar fyrirfram.
Nokkra fyrstu daga september
mánaðar, voru sendiboðar á eilíf-
um þeytingi milli hershöfðingj-
ans við Mogilev og forsætisráð-
herrans í Vetrarhöllinni, og hvor
um sig lézt vera ákafur að gæta
hagsmuna hins. „Komdu til Mogi
lev“, sagði Kornilov blíðlega, „og
ég skal vernda þig fyrir bolsje-
víkunum. Síðan getum við kram
ið þá í sameiningu“. Alveg sjálf-
sagt“, segir Kerensky, „en haltu
fyrst herfylkjunum þínum á sín-
um stað, og segðu mér hvað þú
ætlast fyrir“. Jafnvel geta hafa
verið einhver samtök milli þess
ara tveggja manna. Vist er um
það, að þessa daga hélt hvor um
sig, að hann gæti haft gagn af
hinum, báðir stefndu að völdum,
og hvor um sig hélt sig geta
komizt til valda, á einhvern hátt,
með samþykki hins.
En bersýnilegt var, að þetta
ástand gat ekki lengi staðið, og
8. september, þegar Kornilov
hafði þegar skipað mönnum sín-
um að vera reiðubúnum til að
sækja að borginni, flýtti Ker-
ensky fyrir aðgerðunum. Það
gerði hann með þvi að setja upp
gildru, sem var í nákvæmlega
sama óperettustíl og tiltækið i
heild. Vladimir nokkur Lvov,
„prókúrator hinna heilögu jiýn-
... og þegar frú Vestry sagði
mér frá þessum tveimur farmið-
um til Ástraliu, datt mér ekki
Dan í hug . . . en lét mig dreyma
um . . .
— Enhversvegna sagði Brend
an mér ekki frá þessu strax?
sagði ég. — Hversvegna kom
hann ekki að finna mig? Eg er
enginn krakki og hefði skilið
þetta allt.
— f guðs bænum, Rósa- sagði
hún og var nú jafnhvöss og áður
fyrr. — Notaðu vitið, sem guð
hefur gefið þér! Brendan átti
ekkert nema blásnauðan bróður
og tvo farmiða til Ástralíu. Þú
varst nýbúinn að segja honum,
að þú ætlaðir að fara a'ð ganga
að eiga einhvern ríkasta unga
manninn í landinu. Hvern fjand
ann hafði hann svo sem að bjóða
þér á móti?
— Eg hefði aldrei litið á Hugh,
hefði ég vitað, að Brendan vildi
mig, sagði ég lágt.
Soffía tók fallega hattinn sinn
og setti hann upp fyrir framan
spegil, og stakk ósýnilegri hár-
nál í hárið til að festa óstýfilát-
an lokk niður, og þerraði af sér
tárin með vasaklút.
— Jæja, þér væri nú betra að
segja honum af þessu, finnst þér
ekki? sagði hún. — Honum
Brendan; á ég við. Eg hef alltaf
haldið því fram, að líf konu sé
undir því komið, hvernig mann
hún nær sér í. Jæja, Brendan
Brady er þinn maður, Rósa. Eg
hugsaði bara ekki um þetta
þannig áður fyrr. Eg var öll í
auðæfum, stöðu og þessháttar.
3W0
— Geturðu ekki tekið stærri skref?
En Brendan hefur alltaf viljað
eiga þig síðan þú varðst orðin
uppkomin. Ef þú vilt fá hann,
þá slepptu honum ekki.
Hú,n fór að setja upp hanzk-
ana.
— Brendan eða Hugh Travers,
sagði ég léttilega, — hvort sem
heldur verður, þá skiljast okkar
leiðir, Rósa. Þeim finnst báðum
ég vera ómöguleg manneskja, og
það er ekki nema satt. Svo að
hvort sem þú ákveður að verða
frú Hugh eða frú Brendan, þá
lítur ekki út fyrir að okkar leið-
ir eigi að liggja saman.
Hún sneri sér snöggt að mér
og tók fast utan um mig. — Það
gerir ekkert til, sagði hún. —
En mundu eftir því, að við er-
um systur og mér þykir vænt
um þig, Rósa. Það er allt og
sumt.
— Hvað ætlar þú að taka fyr-
ir?
— Ja, nú ætla ég að fara heirn
og skrifa Woodbourne, að ég
þiggi hans göfugmannlega boð að
sjá mér farborða.
BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917
ALAN MOOBEHkAD
óðu“ (ekki að rugla saman við
Lvov fursta, fyrrum forsætisráð
herra), skyldi vera milligöngu-
maður, og Kerensky fékk hann
til að rita niður hinar árásar-
kenndu tillögur Kornilovs. Lvov
var síðan látinn fara, og Keren-
sky náði beinu símasambandi við
Kornilov. Fyrst lézt hann vera
Lvov og bað Kornilov að stað-
festa tillögur sínar, og gaf síðan
í skyn, að hann (Kerensky) væri
þeim samþykkur. Kvaðst mundu
koma til Mogilev daginn eftir.
Þegar hann hafði þannig þaggað
niður allar grunsemdir hershöfð-
ingjans ( og vissulega háttaði
Kornilov vel ánægður það
kvöld), tók hann til óspilltra
málanna. Hann faldi herforingja
einn sem vitni bak við tjald í
íbúð sinni í Vetrarhöllinni og
kallaði síðan aftur á Lvov. Lvov
var nú beðinn að endurtaka til-
lögur Kornilovs, en jafnskjótt
sem því var lokið, kom foringinn
úr felum og handtók hann.
Veslings Lvov var leiddur burt
og læstur inni í herbergi þar
skammt frá. Á þessu stigi máls-
ins virðist Kerensky hafa alveg
verið búinn að sleppa sér; Lvov
mundi seinna, hvernig forsætis-
ráðherrann stikaði fram og aftur
um gólfið og söng glefsur úr ít-
alskri óperu.
Ríkisstjórnín var nú kölluð
saman og henni tilkynnt, hvern
ig ástatt væri. Það var sam-
þykkt, að allir ráðherrarnir
skyldu segja af sér, eða að
minnsta kosti afhenda embættis
skilríki sín í bili, til þess að gefa
Kerensky frjálsar hendur. For-
sætisráðherrann hófst þegar
handa með því að síma til Korni
lovs og skipa honum að afhenda
völdin í hendur varamanni sín-
um, Lukomsky hershöfðingja, og
koma til Petrograd. Kornilov
svaraði þessu með því að skipa
sveitum sínum að sækja til höf-
uðborgarinnar.
Það er ábyrgðarleysið, sem
verður mest áberandi í því, sem
gerðist næstu klukkustundirnar.
Riga hafði fallið í hendur Þjóð-
verjum, 3. september, alveg eins
og Kornilov hafði sagt fyrir, og
trúlega var Petrograd einnig í
hættu stödd. En nú gat enginn
hugsað um annað en innanlands
ófriðinn, og sá ófriður var sleip-
ur viðureignar. í hvorumtveggja
andstæðingaherbúðunum féngust
menn við sjónhverfingar. Korni
lov hagaði sér eins og hann væri
foringi einhverskonar krossferð-
ar, með tryggan her að baki sér,
en það var langt frá því að vera
staðreynd. Hann hafði hina hers
höfðingjana og flesta foringjana
sín megin, en kósakkarnir voru
ekki líkt því eins trúir og hann
hélt. Jafnvel þótt fyrirskipanir
hans hefðu komizt boðleið — en
oft voru þær stöðvaðar viljandi
— var óhugsandi fyrir undir-
KALLI KÚREKI
—>f— —-K-
-K'
"K—
Teiknari; J. MORA
Bn þegar þeir áræða að líta hand- an við húsohrnið.
— Það er hann.
menn hans að framkvæma þær,
sökum hinnar hræðilegu ónot-
hæfni allrar hervélarinnar. Flutn
ingatæki biluðu, eða létu blátt
áfram ekki sjá sig. Vopna af öll
um tegundum var saknað, og
margar fylkingarnar, sem verið
var að koma á fót, höfðu ekki
nema hálfan mátt. Þetta var ein
hver óhermannlegasti hernaðar-
rekstur, sem hægt var að hugsa
sér.
Kerensky, fyrir sitt leyti.t
hræbðist einnig í ímynduðum
heimi. Hann bandaði frá sér til
rauninni, sem hans eigin fylgis
menn gerðu á síðustu stundu til
að fá hann til að sættast við
Kornilov, og tók að senda út skip
anir frá Vetrarhöllinni, rétt eins
og hann hefði sjálfur mikinn her
styrk á sínu valdi. Þessar skipan
ir voru í sjálfu sér af viti gerðar:
allir herflutningar í áttina til
Petrograd voru bannaðir, og her
lög voru sett í sjálfri borginni.
Tilkynning var birt þar sem
Húsav'ik
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðins í Húsavík er Stefán
Þórarinsson, Höfðabrekku
15. Hefur hann með höndum
þjónustu blaðsins við fasta
kaupendur blaðsins. — í
bókaverzlun Þórarins Stef-
ánssonar er blaðið í lausa-
sölu.
Seyðisfjörður
UMBOÐ Morgunblaðsins í
Seyðisfjarðarbæ er í Verzl.
Dvergasteinn. Blaðið er þar
einnig í lausasölu fram til
kl. 11,30 á kvöldin. „Bar-
inn“, veitingastofa, hefur
blaðið í lausasölu.