Morgunblaðið - 22.07.1964, Page 15

Morgunblaðið - 22.07.1964, Page 15
f Miðvikudagur 22. júlí 1964 MORCU N BLAÐIÐ 15 FRETTAM YNDIK 1 Richard Nixon, forsetaefni repúblikana 1960, ræðir við Barry Goldwater, forsetaefni flokksins nú. Myndin var tekin daginn áður en Goldwater varð fyrir valinu. Nixon hafði þá lýst fullum stuðn- ingi við öldungadeildarþingmanninn. IIIIII Jomo Kenyatta gengur af síðasta fundi samveldisráðstefnunnar brezku. Fyrr um daginn hafði ver- ið ráðizt á hann. Sir Alec Douglas Home, forsætisráðherra Breta, baðst oninberlega afsökunar á at- burðinum. Lögreglan greip árásarmennina. — Útlend borg Framh. af bls. 8 tveir á því að halda um stjórn völinn. Mangar töflur eru þarna á veggjum. Kveikna ljós á þeim, ef hringt er bruna 'boðum einhversstaðar í skip- inu og sést þá strax hvar eld- tir er laus. Má þá, með því að þrýsta á hnapp í brúnni, fylla viðeigandi herbergi kolsýringi , og kæfa þannig eldinn. Þarna | er einnig hægt að hafa sam- | band við talstöð hvers og eins hinna 22 björgunanbáta, sem utan á skipinu eru. Hver bát- ur ber 772 menn. í Hanseatic er 34 þúsund hestafla vél, sem drífur 2 skrúfur .Gengur skip ið 19,5 sjómílur. J Á þilförunum fyrir neðan er margt að skoða. Sumsstað- ar eru sólbaðsstólar eftir endi löngu, annarsstaðar kaffisalir j ©g margt fleira. Tvær sund- j laugar eru á skipinu, önnur ! undir beru lofti, hin neðar- j lega i skipinu. Þar eru ýmis 1 tæki tjl íþróttaiðkana. Tveir j borðsalir eru um borð, annar ! fyrir 1. farrými, en hinn fyrir 2. farými. Þá eru 4 danssalir ©g 4 vínstúkur, næturklúbbur, sem einnig er hægt að breyta í kvikmyndasal, svo að nokk- uð sé talið. Búðir, pósthús og upplýsingaskrifstofur eru dreifðar um sfkipið. Að síðustu heimsóttum við eldhúsið, sem ekki er nein smásmíði, eins og gera má sér í hugarlund, þegar matreiða þarf með fullri nýtingu skips ins fyrir 1700 til 1800 manns. Þar hittum við fyrir yfirmat- sveininn, Riéhard Becker, sem hefur í sinni þjónustu 75 manns, þar af 25 sprenglærða kokka. Er stór og mjög fall- egur matseðill, eins og á fín- ustu veitingahúsum erlendis, prentaður fyrir hvern dag og hverja máltíð, meira að segja morgunmat. Fjöldi kræsilegra rétta var á þeim seðlum sem Becker sýndi okkur. „Fáið þið ekki stundum end ursendar steikurnar með kvörtunum framan úr matsöl unum frá erfiðum farþegum?“ spurðum vig yfirmatsveininn. Hann hló við og sagði: „Það kemur aldrei fyrir. Kokkarnir hérna um borð í Hanseatic eru svo pottþéttir. Það er ekki bara ég, sem er snillingur, og aðstoðaryfirmatsveinarnir 2 (gætið þess að kalla þá aðstoð aryfirmatsveina, því að þeir mundu flýja til Suður-Ame- ríku, ef þeir yrðu kallaðir að stoðarmatsveinar), heldur er hér einvalalið. Nei, það kvart ar enginn undan matnum okk- ar.“ „Á meðan Becker átti þess- ar samræður við okkur gaf hann að minnsta kosti 20 fyrir skipanir, sem hann gaf hárri raustu, svo að heyrðist um allt eldhúsið. Er hann greini- lega eins og konungur i ríki sínu þarna í eldhúsinu og ekki fer fram hjá neinum, að hann nýtur óblandinnar virðingar, því að kokkarnir hlupu til um leið og hann ávarpaði þá og flýttu sér að gera það sem fyr ir þá var lagt. Eftir að við vorum komnir í land, rákumst við á hljómlist- arfólk, sem hér var á ferð með Hanseatic, fyrir utan veitinga húsið Naust. Voru þau Josef Dúnwald, hljómsveitarstjóri við Óperuna í Stuttgart, Sonja Schöner, söngkona við Óper- una í Berlín, Frankfurt og Vín, Walter Dicks, söngvari við Óperuna í Suttgart, Sonja Bay, söngvari við útvarpið og sjónvarpið í Berlín, Grete Kelling oig Achim Dúnnwald ásamt Sigurði Björnssyni, söngvara. Sögðu þau, að sér fyndist ísland mjög fallegt og sérlega aðlaðandi land, en veðrið held ur leiðinlegt. Vildu þau gjarna koma aftur hingað til að fara á laxveiðar. Þau höfðu séð Gullfoss og Geysi og kváðu það stórkostlega sjón. Einnig voru þau mjög hrifin af ís- lenzkum hestum og sögðust vilja eignast einn eða tvo slíka. Þau höfðu kyrmzt ís- lenzkum hestum áður bæði í Hamborg og Berlín. Mjög hafði þeim þótt einkennilegt að sjá tré hér á landi. Að síð- ustu létu þau í ljós löngun sína til að koma til íslands síðar og syngja hér Jomo Kenyatta, forsætisráðherra Kenya, varð fyrir árás í London í fyrri viku, en þar sótti hann ráðstefnu forsætisráð- herra samveldislandanna brezku. Myndin var tekin af Kenyáttá, skömmu eftir árásina, sem virtist ekki fá mikið á hann, enda slapp hann algerlega ómeiddur. Fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna, er Barry Goldwater var kjörinn forsetaefni repúblikana í Kýrhöll i San Francisco 15. þ. m. Myndin sýnir spjöld stuðningsmanna hans, og bréfdríf- una, sem þeytt var á loft. Fjölmennt hérnðsmót Sjólf- stæðismnnnn ó Ströndum HÉRAÐSMÓT Sj álf stæðis- manna í Strandasýslu var hald- ið í Árnesi, Árnesihreppi s. 1. laugardag. Samkomuna setti Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði en Vígþór Jörunds- son, skólastjóri, Hólmavik for- maður Fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Strandasýslu stjórn- aði síðan mótinu. Dagskráin hófst á einsöng Guðmundar Guðjónssonar, óperusöngvara, undirleik annað- ist Skúli Halldórsson, tónskáld. Þá flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ræðu. Síð- an söng Sigurveig Hjaltested, óperusöngkona einsöng, því næst flutti Ingólfúr Jónsson, landbúnaðarráðherra ræðu. Að lokinni ræðu ráðherrans skemmti Ævar Kvaran, leifcari og að lokum sungu þau Sigur- veig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson tvísöngva. Ræðumönnum og listafólkinu var mjöig vel tekið af áheyrend- um. Samkomunni lauk svo með dansleik. Mótið var hið ánægjulegasta og mjög fjölsótt, kom fólk um laniga vegu að úr sýslunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.