Morgunblaðið - 13.08.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1964, Blaðsíða 1
24 sitiur Flutningaflugvélar frá USA til Kongó Uppreisnaxmenn krefjast lokunar bandarísku ræðismannsskrifstofunnar í Stanleyville . Washington, Leopoldville, 12. ágúst AP-NTB. 0 Óttazt er nú, að til frekari tíðinda dragi í Kongó. Upp- reisnarmenn í Stanleyville hafa krafizt þess, að ræðismannsskrif- Btofu Bandaríkjanna í borginni verði þegar lokað og starfslið hennar flutt á brott. Jafnframt hafa þeir lýst því yfir, að þeir geti ekki öllu lengur ábyrgzt ör- yggi belgískra og bandarískra borgara, þar sem stjórnirnar í Washington og Brússel hafi auk- ið aðstoð við Moise Tshombe, for sætisráðherra landsins. • Af hálfu bandaríska land- varnaráðuneytisins var tilkynnt í dag, að sendar hafi verið fjórar stórar flutningaflugvélar af gerð inni C-130 til Leopoldville og fái stjórnin þar vélarnar til umráða. Með þeim fylgir 56 manna áhöfn og jafnframt 50 fallhlífahermenn, er véra eiga þeim til varnar. Að sögn AP-fréttastofunnar er það sett í vald sendiherra Banda ríkjanna í Leopoldville og aðstoð armanna hans á hvern hátt flug- vélar þessar verða notaðar. Hef- ur fréttastofan eftir blaðafull- trúa landvarnarráðuneytisins, — Arthur Sylvester, að hermennirn ir fimmtíu hafi strangar fyrirskip anir um að taka ekki þátt í nein- um hernaðaraðgerðum og sjá að- eins um að verja og vernda flug- vélarnar og líf og limi þeirra sjálfra og áhafnanna. Þá skýrði vararáðherrann Av- erell Harrimann fréttamönnuro svo frá í dag, að ráðstöfun þessi væri gerð til að auðvelda stjórn- inni í Leopoldville að bæla niður uppreisnir. Harrimann sem er ný kóminn frá Brússel, sagði að stjórnir Bandaríkjanna og Belgíu væru á einu máli um að auka aðstoð við stjórnina í Leopold- ville. Kvað hann aðstoð Banda- ríkjastjórnar mundu felast í því fyrst Og fremst að láta í té fiutn- ingatæki, svo sem vörubifreiðir, jeppa og nokkrar flugvélar. — Bandarískir herfræðingar munu kenna Kongómönnum að nota þessi tæki. Krefjast lokunar Þá var tilkynnt í dag, af hálfu utanríkisráðuneytisins í Washing ton, að uppreisnarmenn í Stan- leyville, sem hafa borgina að mestu. á sínu valdi, hafi krafizt þess, að ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna þar verði lokað og starfsliði.ð flutt á brott. Verð- ur Michael Hoyt, ræðismaður og Framhald á bls. 23. Lenshino hefnr gefizt npp Lusaka, N-Rhodesíu, 12. ágúst AP. • K'ENNETH Kaunda, forsætis ráðherra N-Bhodesíu skýrði frá því á þingfundi í dag, að spá- konan Alice Lenshina hefði ásamt eiginmanni sínum og nokkrum börnum gengið lög- reglu stjórnarinnar á hönd. Hefði hún skírskotað til fylgis- manna sinna að hætta allri and- stöðu gegn stjórninni. • Þessum upplýsingum Kanuda var tekið með dynjandi lófa- klappi af þingheimi og þegar tið indin bárust til eyma almenn- ings, var sem þungu fargi væri af mönnum létt. Þarna er finnska ljósmyndafyrirsætan Pirrko í Surtsey, klædd hvítum poplin-stormjakka með hettu frá tízkuhúsi Diors. Þessa mynd tók Gunnar Larsen, sem skrifar tízkufréttir fyrir Mbl. frá París, er hann kom hingað í þeim tilgangi að mynda sýningarstúlku í nýjasta tízkufatnaði með íslenzkan bakgrunn og fór meira að segja út í Surtsey í þeim tilgangi Sjá -fleiri myndir á bls. 8. Sendo Rússnr menn út í geim- inn ú næstunni? Belsingfors, 12. ágúst NTB HLUSTUNABSTÖÐVAR víða um heim hafa í dag heyrt merki og samtöl er bent geta til þess, að fyrir dyrum standi ný til- raun Sovétmanna með að senda menn út í geiminn. Hefur orð- rómur þar um verið á kreiki síðustu daga, einkum í Moskvu. í Finnlandi heyrðu tvær stöð- var, er tilheyra finnska útvarp- inu, þessi merki hvað eftir annað á bylgjulengdinni 19.996.5 kilórið, sem sovgzku geimskipin hafa jafnan notað í sendingum sínum. Jafnframt heyrðust orðaskipti virtist, sem tveir kanlmenn og edn kona töluðust við. Einnig tilkynntu tveir bræður Aohille og Giovanni Battista Judica- Cordiglia, sem hala einka hlustunarstöð skammt frá Torino, að þeir hefðu heyrt slík merki. Virtist þeim þau koma frá stöð á jörðu niðri einhvers staðar í grend við Aral-vatn. Kváðust þeir hafa beyrt merkin bæði í gær og í dag og ekki fengið bet ur skilið en verið væri að reyna ýmisis konar geimvísindatæki. Frá ráðherrafundi í gærdag: Endurskoðum skatta og útsvarslaga í und- irbúningi vegna aimennra tekjuhækkana " innheimtufrestur útsvara framlengdur í 6 mánuði og verði frádráttarhæft - stefnt að því að gjöldin verði innheimt jafnóðum RÍKISSTJÓRNIN gerði í gærdag á ráðherrafundi ályktun um skattamál. Helztu atriði ályktunarinnar eru þessi: — Upplýst er, að ríkisskattstjóra hefur þegar verið falið að undirbúa nauðsynlegar breytingar á skatta- og út- svarslögum, vegna þeirrar miklu tekjuaukningar, sem orðin er á árinu 1963 eða fyrirsjáanleg á árinu 1964. — Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að innheimtufrestur gjalda af launatekjum verði fram- lengdur í sex mánuði eða til 1. marz nk., en útsvörin verði engu að síður frádráttarbæf við álagningu næsta ár. — Upplýst er, að unnið hefur verið að því, að opinher gjöld verði innheimt jafnóðum af launum og ríkis- stjórnin vilji koma því greiðslufyrirkomulagi á svo fljótt, sem auðið er. Unnið verði að því að tryggja rétt framtöl og þeir, sem gerist sekir um skattsvik, verði látnir sæta ábyrgð skv. lagabreytingu á Alþingi í vetur. I þessu skyni hefur verið stofnuð sérstök rannsóknardeild við embætti ríkisskattstjóra. Vegna krafna um endurskoðun gjaldanna og frestun innheimtu segir í ályktuninni, að ekkert hafi komið fram, sem bendi til þess, að álagning opinberra gjalda á þessu ári hafi ekki farið fram lögum samkvæmt. Því séu ráðstafanir til almennrar endurskoðunar og endur- mats tilefnislausar. Almenn frestun á innheimtu gjald- anna sé óframkvæmanleg, þar sem hón myndi lama opinbera starfsemi og stöðva framkvæmdir, einkum hjá sveitarfélögum. Framhald á bls. 2, r * %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.