Morgunblaðið - 13.08.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. ágúst 1964 MORGUNBLAÐIÐ — KNATTSPYRNA er þjóðaríþróttin á Bermuda- eyjum, en þar eru íþróttir mjög í hávegum hafðar. — Vinsælar íþróttagreinar eru líka krikket, golf og siglingar á litlum bátum. Því miður er knattspyrnu- völlurinn okkar í Hamilton, höfuðborginni, mjög lítil- fjörlegur, en það stendur til bóta. Laugardalsvöllur- inn ykkar er mjög glæsi- iegur og það kom okkur á óvart, hve mikill fjöldi kom til þess að horfa á leikinn. Liðsmenn Bermúda spila „rommí“ og hvíla sig undir átökin við KR. „Við leikum aldrei berfættir" segja knattspymukapparnir Svo mælti Vivian R. Siddle, markvörður landsliðsins, sem hingað er komið alla leið frá Bermudaeyjum. Þegar við hittum knattspyrnukappana að máli að Nýja-Garði í gær, höfðu nokkrir þeirra komið sér notalega fyrir í setustof- unni og voru að spila „rommí“, aðrir voru á stjái út um bæ. Vivian, sem er að atvirtnu aðal gjaldkeri í Bermudabanka, hafði tekið sér frí frá spila- mennskunni, og við báðum hann að segja okkur frá heima landi sínu. Hann sagði: — Bermudaeyjar eru 360 kóraleyjar í Atlantshafi um 700 mílur suðaustur af New York. 20 eyjar eru byggðar og er fólksfjöldinn um 45 þúsund. Höfuðborgin heitir Hamilton. Ef þú lítur á landakortið muntu sjá, að eyjaklasinn er eins og öngull í laginu! — Atvinnuvegir? — Þeir byggjast að lang- mestu leyti á hinum mikla ferðamannastraumi til eyj- anna. Það má segja, að við lifum á ferðamönnum. Mestur hluti ferðamanna kemur frá Bandaríkjunuml Það er á mikl um misskilningi byggt, að þessir ferðamenn séu að mestu leyti milljónerar og gleði- menn, sem lifa fyrir líðandi stund. Okkur sækir heim fólk úr öllum áttum. — Og þið mælið á enska tungu? — Já, enska er töluð alls staðar á eyjunum. Það er ekki til nein Bermúdíska! Segja má, að framburðurinn sé nær hinum ameríska. Við spyrjum að því, hver hafi verið tildrög Islandsferð- ar þeirra. — Við höfðum aldrei leikið landsleik áður, sagði Vivian, — og þess vegna þótti okkur tími til kominn, að við færum að líta í kringum okkur. Við sendum í því skyni bréf til forráðamanna knattspyrnu- mála í allmörgum löndum og þar á meðal til íslands. Mála- leitan okkar var mjög vel tek- ið af íslenzkum knattspyrnu- yfirvöldum og að athuguðu máli ákváðum við að leggja upp í þessa ferð. Sérhver leikmaður greiðir úr eigin vasa sinn kostnað, sem nemur 127 pundum. — Vissuð þið mikið um fs- land, áður en þið komuð hing- að? — Það var nú heldur lítið — aðeins það, sem við höfðum lært í skólanum. Við vissum, að þetta var fiskveiðiþjóð — að höfuðborgin hét Reykjavík frá Bermuda Vivian R. Siddle — aðalgjald- keri í Bermúdabanka og markvör'ur landsliðs Berm- úda í knattspyrnu. — og að hér væru heitir hver- ir. — Hvernig lízt ykkur svo á að vera komnir til íslands? Þeir áttu ekki til nógu sterk orð. — Yndislegt, sögðu þeir ein- um rómi. Við fórum í gær til Þingvalla, þar sem alþingið ykkar var í fyrndinni — og við sáum Geysi. Sá dagur gleymist aldrei. Hér er allt svo hreint og loftið svo dásamlega tært. Húsin í Reykjavík eru óvenjulega falleg, en það kom okkur spánskt fyrir sjónir að sjá allt þetta litaskrúð á hús- þökunum. Hjá okkur eru öll húsaþök hvit að lit. JEkki má gleyma að minnast á vatnið. Það höfum við hvergi fengið betra. Á Bermuda er miklum vandkvæðum bundið að fá vatn, og við verðum að grípa til þess ráðs að safna rigning- arvatni í stóra tanka. — Ætlið þið til Akureyrar líka? — Já, þangað förum við á föstudaginn og leikum þá um kvöldið. Að leik loknum för- um við strax til Reykjavíkur og höldum strax heim á leið á laugardagsmorgun. — Einhver sagði, að þið væruð vanir að leika berfætt- ir. Hvað er hæft í því máli? — Það er ekki rétt. Við leik um alltaf í knattspyrnuskóm, eins og vera ber. Annars höf- um við látið breyta skónum okkar núna. Okkur gekk illa að fóta okkur í landsleiknum. Takkarnir voru ekki nógu stór ir fyrir grasið, sem er mýkra og öðruvísi en við eigum að venjast. Við hefðum líka þurft að fá meiri tíma til þess að jafna okkur fyrir átökin í landsleiknum. — Hafið þið eiginkonurnar n.eð ykkur? Þeir hrista höfuðin. — Hvernig lízt ykkur á ís- lenzku stúlkurnar? — Þær eru mjög fallegar. Skrýtið er að sjá, hvernig þær láta hárið rísa upp í loftið! Svoleiðis nokkuð höfum við aldi i séð fyrr. Já, sinn er sið- ur í landi hverju! a.ind. Fjölbragðaglíma eða knatt- spyrna? Markvörður Bermúda manna ætlaði að hafa hendur á knettinum en greip í þess stað um höfuðið á Þórólfi Beck! STAKSTEIVAÍÍ Talnablekkingar enn Margt undarlegt gefur að lita í „Þjóðviljanum“ í gær. Á bak- síðunni er fjallað um opinber gjöld og gerður samanburður á opinberum gjöldum t.d. fjögurra manna, sem heita Daniel að for- nafni. Er einn þeirra kaupmaður, en hinir véistjóri, verkamaður og, sjómaður. Hafa gjöld kaup- mannsins hækkað um á annað hundrað krónur, en hinna um rúmlega 11,9 og 8 þúsund kr. Með þessu hyggst blaðið sanna ívilnanir til manna úr f' 'ÍJ~ kaupmannsins! 1 samanburði þessum er nins vegar engar skýringar að fá á tekjuaukningu þessara mauna á árinu, um f jölskyldustærð þeirra, um það, hvort þeir hafi síðast greitt útsvar að fullu fyrir áramót og þannig fengið frádrátt o.m.fl. Öll þessi atriði skipta miklu um hækkun eða lækkun opinberra gjalda, eins og blaðið á að vita. Það kýs þó heldur enn sem fyrr að nota flókið kerfi op- inberra gjalda til blekkingartil- rauna með villandi talna- skýrslum. Ef „Þjóðviljinn" vill að þessum talnagöldrum sé trúað, þá á blaðið að birta öll þau gögn, sem áhrif hafa nú og áður á gjaldahæð þessara manna. Þess treystir blaðið sér hins vegar ekki til af eðlilegum ástæðum. Aukin hagræðing Nýtt hefti af Iðnaðarmálum, tímariti Iðnaðarmálastofnunar Is- lands, er komið út. Þar er m.a. skýrt frá hagræðingaráðstefnu Stjórnunarfélags íslands, sem haldin var í sumarbyrjun. Þar flutti forseti Alþýðusambandsins ávarp og er það birt í tímaritinu. í ávarpinu er m.a. fjallað um skort á hagræðingu í íslenzku at- vinnulífi og talin nokkur dæmi. Síðan segir: „Mundi þarna ekki þörf hag- ræðingar í vinnubrögðum? Einhver mundi segja, að þetta kæmi atvinnurekandanum einum við. En svo er ekki. Þetta hefur áhrif á þjóðarafköst. Þau á þjóð- arhag. Þetta hefur áhrif á greiðslugetu atvinnuveganna og hún aftur á kaupið. En launin eru brú verkamannsins til framtíð- arinnar. Já, margt er rannsóknarefnið, segi ég enn. Eitt viðfangsefnið er það að velja það launakerfi, sem bezt hentar framkvæmd verks og skil- ar beztum starfsárangri, án auk- ins erfiðis. En fyrst og síðast ber að rann- saka starfshæfni og eiginleika ungs fólks og leiðbeina þvi nm val þess ævistarfs, sem bezt nýt- ir meðfædda getu og hæfileika.M Samstarf launþega og atvinnurekenda „Það hlýtur að vera eitt æðsta takmark þjóðar, að hver maður njóti sín — Iendi á réttri hillu — vinni þau verk, sem hann er hæf- astur til. — Ekki er þetta sízt mikilsvert hjá smáþjóð, eins og íslendingum, þar sem hver mað- ur þarf að fylla sitt rúm, engir kraftar megi fara til spillis. Hjá slíkri þjóð er það alvarlegt af- brot — nánast glæpur — að sóa sinni dýrmætustu eign, andleg- um og líkamlegum hæfileikum og starfsþrótti sona sinna og dætra. En því miður verður að játa, að í þessu efni eru íslendingar e. t. v. einna sekastir allra þjóða. Verkefnin eru vissulega mik- U, sem bíða Iðnaðarmálastofnun- ar íslands, Stjórnunarfélags fs- lands, íslenzkra fræðimanna í verkvísindum, atvinnurekenda og fólksins á vinnumarkaðnum og heildarsamtaka þess. En miklu má líka orka, ef allir leggjast á eitt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.