Morgunblaðið - 13.08.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.08.1964, Blaðsíða 12
12 Útgefandi: lTramkvæmdast j óri: Ritstjorar: Auglýsingar: Ú tbreiðslus t j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. „ Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ANDSTAÐA VIÐ FRJÁLSA HUGSUN U'f litið er á blöð stjórnar- andstöðunnar um þessar mundir dettur manni helzt í hug, að skriffinnar þeirra séu þeirrar ' skoðunar, að þroski íslenzks almennings hafi ekki þokazt lengra inn í nútímann en gömlu fjallvegirnir, sem farnir voru fyrir þúsund ár- um. Þessir menn virðast telja, að unnt sé að segja íslending- um næstum því hvaða firru sem er, ef stjórnmál eru ann- ars vegar, og því miður verður að viðurkenna að enn eru of margir íslendingar fórnardýr þess blekkingarvefs, sem köngurlær kommúnista og Framsóknar spinna í öllum hornum íslenzks þjóðfélags í dag. Aldrei eða a.m.k. sjaldan, dettur þessum skriffinnum í hug að nálgast sannleikann, ef annað mætti vera flokki þeirra eða hentistefnu til nokkurs framdráttar. Ef firr- urnar og blekkingarnar eru saman settar á eina bók myndu íslendingar ef til vill geta, þegar fram líða stundir, eignazt eitthvað sambærilegt við öfvgmælavísurnar fornu eða Múnchhausens ævintýr. Eitt er athugavert við bæði málgögn stjórnarandstöðunn- ar, Tímann og Þjóðviljann. Annað er leppblað erlendrar ofbeldisstefnu, hitt er ritað í rétttrúnaðarstíl 16. aldar fyr- ir stefnu, sem einu sinni átti glóð hugsjónarinnar, en er nú útbrunnið skar á altari brasks og valdagræðgi for- ystumanna flokksins. Þetta eru dapiyjlegar staðreyndir, en því nuður allt of sannar og birtast frá degi til dags í blöðum þessara flokka. Það skyldi því engan undra að skriffinnar þessir og pólitísk- ir pokaprestar sjái ofsjónum yfir því, að nokkur maður fái að setja á prent aðra hugsun eða aðra skoðun en þeir sjálf- ir hafa. Engum skal liðið að stíga fæti út af öræfaslóð þess gamla þrönglyndis, sem allt of lengi hefir þjakað íslenzka blaðamennsku. En nýr tími er að renna upp. Tími frjálsr- ar blaðamennsku á íslandi, eins og hún hefir lengi tíðkazt í nágrannalöndum okkar, sem lengst og bezt hafa búið við lýðræði og frjálsa skoðana- myndun. Sá tími er kominn að íslenzk blöð verði opinn vetivangur en ekki kalkaðar grafir þrönglyndra skoðana, eins og tíðkast í löndum kommúnismans. Vafalaust má telja að marg- ur góður Framsóknarmaður undrist þá öfugþróun, þegar blað flokks hans, sem krefst þess að vera kallaður lýðræðis flokkur, vinnur í flestum mál- um sem gengilbeina kommún- ista. En nýr tími hlýtur einnig að verða að ná inn fyrir þrösk uld ritstjórnar Tímans, ef blaðið á ekki að grotna nið- ur og farast úr andlegum ein- stefnuakstri formanns Fram- sóknarflokksins og ritstjóra Tímans. Þessir menn skilja ekki fyrstu boðorð frjálsrar blaðamennsku. Þó að hvorki Þjóðviljinn né Tíminn telji sig geta risið undir því að leyfa frjálsa hugsun á síðum sínum og vegi að Morgun- blaðinu fyrir jafn sjálfsagðan hlut og .ástundun frjálsrar blaðamennsku, þá hljóta þeir að verða fyrir vonbrigðum. Ástæðan er éinfaldlega sú að þroski íslendinga er meiri en þessir herrar gera ráð fyrir. íslendingar vita hvenær blöð eru skrifuð með forsendur lýðræðisins að leiðarljósi eða hvort þau eru rituð með horni nashyrningsins sem lok ar augunum og setur undir sig höfuðið. Lítið dæmi má að lokum nefna. Fyrir skömmu birti Morgunblaðið grein eftir Ed- ward Crankshaw, sérfræðing brezka blaðsins Observer í Rússlandsmálum. Daginn eft- ir tekur Þjóðviljinn upp úr greininni og segir það sem þar stendur vera skoðun Morgun- blaðsins. En það er ekki von að þessir þröngsýnu postular skílji, að Morgunblaðið telur sig ekki þurfa að beita ritskoð unarkerfi stjórnarandstöðu- blaðanna. Þetta er aðeins lítið dæmi um skilningsleysi skriffinna stjórnarandstöðublaðanna á því, hvernig reka beri frjálsa blaðamennsku. í góðu blaði eiga að koma saman straum- ar margra hugsana og mis- munandi skoðana, blöð eiga að vera fyrir lesendurna, þau eiga ekki að vera svínastía fyrir þá bramboltsmenn, sem ekkert geta metið annað en eigin hagnað af hverju máli. SKRIF UM SKATTA Fhtt átakanlegasta dæmið ^ um ófrelsið á ritstjórnar- skrifstofutn stjórnarandsöðu- blaðanna eru skrifin um skattamálin. Eins og allir vita er það ein ófrumlegasta hvöt mannsins að vera óánægður með skatta sína, ekki sízt ef þeir hafa hækkað, eins og nú mun nokkuð almennt. Slíkt MORGUNBLAÐIÐ 1 Fimmtudagur 13. ágúst 1964 Ríkisstyrkur til handa stjórnmálaflokkunum - áhyggjur stjórnmálamanna á Norðurlöndum, vegna langsetu sósíaldemokrata í Noregi og Svíþjóð - eru þeir orðnir að ríkisflokkum? S Æ N S K U R sósíaldemó- krati hefur borið fram kröfu um, að ríkið greiði stjórnmálaflokkunum 10 sænskar krónur fyrir hvert atkvæði, sem þeir tryggja sér í þingkosningum. Hér er ekki um gaman- semi að ræða. Hér er um að ræða síðustu tillöguna, sem fram hefur komið, vegna óróa, sem gætt hefur í hópi sænskra stjórnmála- manna, ekki sízt innan ríkisst j órnarinnar. Margir ráðamenn í Sví- þjóð óttast, að áhugi manna á stjórnmálum fari nú dvínandi, og þingræðið sé í hættu. Því þurfi að grípa til róttækra aðgerða til að endurvekja áhuga almenn- ings. Helzta orsök þess, að nú er svo málum komið í Svíþjóð, telja menn, að sé langt valdatímabil sósíal- demókrata, sem hafa nú verið ráðamestir í 28 ár, og verða það sennilega næstu 20 árin. Segja má, að kringumstæð- ur og stefnur í sænskum stjórnmálum hafi ráðið því, að góð lífskjör og orlof hafi orðið aðalmálin hverju sinni, sem stjórnmálaumræður komast á hástig. — Andstöðuflokkarnir hafa ekki mátt sín mikils, og hafa að nokkru leyti misst trúna á sjálfa sig. Þá hafa þeir ekki laðað til sín mikið af fylgi unga fólksins, vegna . þess, hve illa þeir hafa staðið sig undanfarin ár. Þess hefur því gætt í hugum sósialdemókrata, að flokkur þeirra sé nokkurs konar „ríkis flokkur“. Þó að ríkisstjórnin sé ánægð með trygga aðstöðu sína, þá hafa margir ráðherr- anna nokkrar áhyggjur. Að frá töldum sósíaldemókrötum, eru fjórir flokkar í Svíþjóð, þ.á.m. kommúnistaflokkur, sem á tvo menn á þingi. Stjórn arandstaðan eru íhaldsmenn, frjálslyndir og miðflokkar. .Undanfarin ár hefur þeim orðið æ erfiðara að afla sér fjár, til að standa undir kostn- aði, vegna kosningabaráttu. Því er fram komin hugmynd- in um ríkiss’tyrk til stjórnmála flokkanna. Hugmyndin hefur þegar valdið allmiklum umræðum. Þannig hefur sósíaldemókröt- um verið borið á brýn, að þeir vilji afla flokknum fjár á ríkis ins kostnað. Svipaðar umræður eiga sér stað í Noregi þessa dagana. Vísindamaðurinn Dr. Seip, sem að vísu er kunnur fyrir sósíalískar skoðanir sínar, hef- ur nýlega gefið út bók, þar sem hann heldur því fram, að Noregur sé orðinn að nokkurs konar „eins-flokks ríki“. Lýð- ræði sé að vísu í heiðri haft, og lög nái fram að ganga, því að kerfið hafi ekki enn, a.m.k. haft í för með sér einræði og harðstjórn. Sósíaldemókratar hafa farið með völd í Noregi í 30 ár. Dr. Seip heldur því fram, að þeir hafi þannig smám saman tekið á sig mynd ríkisflokks, og að þeir hafi búið svo vel um sig í opinberu lífi, að þeir geti haft mikilvæg áhrif á kosningar framvegis. Hann heldur því sama fram um aðra flokka í Noregi, og sagt hefur verið um stjórnarandstöðuna í Svíþjóð. Meðan þessar deilur standa, þá hefur athygli beinzt að því, að Svíar virðast ekki telja per- sónufrelsi það dýrmætasta, sem þeim getur hlotnazt. Skoð anakönnun hefur leitt í ljós, að ýmis önnur atriði standa ofar á listanum: efnahagslegt ör- yggi, hátt kaup, aukið orlof. Þetta er ekki talið benda til þess, að nýjum anda verði í bráðina blásið í andstöðuflokk ana, sem leggja áherzlu á grundvallaratriði eins og frelsi einstaklingsins. Því eru stjórn- málamenn á Norðurlöndum byrjaðir að gera sér grein fyr- ir því, að breytinga er þörf. Fáir munu þó vilja taka undir með manninum, sem fram kom með hugmyndina um ríkisstyrk til handa stjórn- málaflokkunum. Margir telja, að slíkt fyrir- komulag yrði dauðadómur yf- ir smærri flokkunum, aðeins algert bann á flokkana gæti orðið þeim hættulegra. (OFNS — öll réttindi áskilin) hefur ekki hingað til þótt tíð- indum sæta og enginn verður mikill rithöfundur af því að láta þá skoðun sína í ljós að honum sé illa við skattheimtu menn. Mismunandi skrif um þau efni hljóta að tíðkast í lýð- frjálsu landi, þannig að sitt sýnist hverjum. Morgunblað- inu hefir ekki dottið í hug að stjórnarandstaðan myndi sýna meira siðferðisþrek í skrifum sínum um skattamál en önnur þau mál, sem þau hafa fjallað um, t.d. landhelg- ismálið. í skrifum sínum hef- ir hún t.d. ekki haft við að vega að ríkisstjórnarflokkun- um og málgögnum þeirra vegna hækkaðra skatta og út- svara en aldrei hafa þessi blöð þorað að ympra á því, að þingmenn stjórnarandstöð- unnar greiddu allir atkvæði með hinum nýju skattalögum og skattalagabreytingunum í vetur, eins og áður hefir ver- ið skýrt frá. Þetta eru öll heil- indin. Þetta er allt hugrekk- ið. Þá hefir Þjóðviljinn lagt hverja síðuna á fætur annarri undir blekkingar um útsvör i fyrirtækja og einstaklinga, á þann hátt að reikna með veltu útsvari 1958 en sleppa að- stöðugjaldinu nú, sem er al- gjörlega hliðstæður skattur. Þetta eru einungis tvö dæmi um þau heilindi sem þarna eru á ferðinni. Af þessum dæmum og fleirum má glöggt sjá að skrif stjórnarandstöðu- blaðanna, þessara fyrrum fulltrúa skattpíningar á ís- landi, eru ekki sprottin af um- hyggju fyrir almenningi, né til þess að stuðla að lagfær- ingum, heldur eiga þau ein- ungis rætur að rekja til gömlu freistingarinnar, að nú sé tími til að kría út eitt og eitt atkvæði í skjóli óánægju ýmissa aðila með opinber gjöld. Þessi- menn ættu í stað þess að hvetja til æsinga að stuðla að jafnvægi í efna- hagslífinu, í kaupgjaldsmál- um, verðlagsmálum og skatta- málum. Og einu mættu þessi blöð t.d. fara að skýra lesend- um sínum frá, þ. e. að dýrtíð- in er ekki það gósenland sera predikararnir vilja vera láta. Aukinni dýrtíð fylgja að vísu ihækkuð laun, en þeim fylgja aftur auknir skattar, eins og nú hefir svo berlega komið í ljós. Aukinni dýrtíð fylgja auk þess óþægindi og sveifl- ur í þjóðfélaginu, sem eru erfiðar og valda margvísleg- um truflunum. Viðreisnar- stjórninni hefur þó tekizt að ná langt í sókninni til jafn- vægis, þrátt fyrir tilraunir stjórnarandstöðunnar til að tefja þá göngu. Að lokum mætti benda á eitt atriði enn, sem þessir skriffinnar stjórnarandstöðu- blaðanna og þá ekki sízt Tím- ans ættu að vega og meta: Hvort ekki sé kominn tími til að draga úr afskiptum hins opinbera af öllum málum hér á landi, en slík afskipti hafa auðvitað í för með sér aukn- ar álögur á almenning í land- inu. Það er vinstri stefna ríkis- afskipta, sem er stefna óhóf- legra álagna. Það er verð- bólgu- og þenslustefna Fram- sóknarmanna og kommúnista, sem fyrst og fremst leiðir til ranglætis í skatta- og útsvars- málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.