Morgunblaðið - 13.08.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1964, Blaðsíða 20
20 MOQGUNBLAÐID F!mmtú(5agtir 1S. Sgfist 19C4 HERMINA BLACK: Eitur og ást bún tróð sér inn í það, eins , langt og hún gat — í von um að þessi ærslalýður sæi hana ekki. Gatan var orðin troðfull af öskrandi spellvirkjalýð. Corinna reyndi að stappa í sig stálinu og sagði við sjálfa sig: Þeir koma ekki auga á mig. Þá opnaðist þung hurð bak við hana og brún hönd kom fram í gættina og tók um handlegginn á henni og dró hana inn. Og rödd sagði, á hinni undarlegu arabisku mállýzku, sem faðir hennar hafði kennt henni: Lítið þér á! Hann dró loku frá smáglugga í hurðinni sem þau stóðu við og á milli járnriml- anna í glugganum gat Corinna séð múginn, sem fyllt hafði göt- una. Það var helst að sjá sem þetta hefði átt að verða einskon- 4 ar kröfuganga, en allt lent í upp- námi eftir að komið var þarna inn í þrönga götuna. Einhver maður hafði klifrað uppá glugga svalir hússins beint á móti og talaði til múgsins á götunni. Corinna dró lokuna fyrir gluggann og maðurinn sagði ró- lega: — Hann segir: Niður með Breta! Dauðinn er laun kúgar- anna! Það væri ekki heppilegt fyrir yður að vera þarna á göt- unni núna. Hún þóttist fara nær um það sjálf, en samt. . . . — Nú hefur húsbóndi minn beðið nógu lengi, sagði maðurinn óþolinmóður. — Komið þér nú inn með mér. Hann sneri sér í áttina að hús- inu, og eftir nokkra umhugsun fór Corinna á eftir honum. Hún hafði ekki hugmynd um hver „hans hágöfgi, Seyid Ibra- min“ var eða hverskonar hættu hún hafði stofnað sér í. En þó hún væri hrædd var hún staðráðin í að láta það ekki sjást! Tveir menn stóðu við háan, mjóan glugga í steingarðinum og horfðu á öskrandi og patandi lýð inn á götunni. Annar þeirra var hávaxinn Arabi með hvítan vefjarhött ofan á útsaumaðri hettu, sem náði niður á axlir. Hann var fríður maður með arnarnef. Milli stuttklippta yfirskeggsins og skegglubbans á hökunni sá í þykkar varirnar, en augun hurfu að kalla mátti undir hnykluðum brúnunum, því að maðurinn var reiður. Honum gramdist uppþotið sem blasti við honum niðri á götunni. Maður- inn sem hjá honum stóð var Breti. Hann var í hvítum hita- beltisfötum og hallaði sér fram í gluggakistkuna. Það var erfitt að sjá hvernig honum var innan- brjósts. — Lagleg sýning þetta, taut- aði hann. — Vafalaust mjög ánægjuleg sumum, sem við þekkjum. — Frú, þetta er hættulegt. Komið. . . . Áður en hún vissi af var hún komin inn fyrir, og dyrnar lok- uðust. Slagbrandi var skotið fyrir. Nú var Corinnu óhætt fyrir uppivöðsluseggjunum, en hún stóð augliti til auglitis við mann sem líklega var enn hættu legri en þeir. Hvítklæddi Arabinn sem hafði fangelsað hana henni að óvörum, heiisaði henni með lotningu. — Frúin fyrirgefur mér þetta, sagði hann á ensku. — Fyrirgefið ósvífnina, en það þoldi enga bið. Gerið svo vel að koma með mér. ... En Corinna hreyfði sig ekki úr sporunum. Hún leit kringum sig. Hún var stödd inni í þröngu porti. Steingarðurinn sem hún hafði tekið eftir, umlukti það á þrjá .vegu. Hún gat séð inn í annað port — það var með súl- um og undir þaki, og í því miðju var gosbrunnur með þremur bunum, og tiglagólf í kring. Fagr ar klifurrósir vöfðust upp með súlunum. Og bak við sá í græna flöt. En Corinna var í því skapi, að hún kunni ekki að meta þessa fegurð þá stundina. Það sem henni var einkum í huga, var að hún var lokuð fyrir innan sterka hurð og beðin um að koma inn í hús, þar sem hún gat búist við öllu illu. Það yrðu fáir til frásagna þó að ensk ein- stæðingsstúlka hyrfi í Cairo. Hún var í rauninni dauðhrædd, en ætlaði ekki að láta bera á því. — Hver á þetta hús? spurði hún kæruleysislega. — Húsið við gosbrunnana er eign hans hágöfgi Seyyid Ibra- min, og ég er í þjónustu hans, svaraði maðurinn. — Ef þér vilj ið koma með mér. . . . — Ég vil heldur að þér hleyp- ið mér út aftur, sagði hún ein- beitt. — Það er ekki hægt, sagði maðurinn og pataði mikið. — Þýzkaland. Skömmu eftir að Kerensky var sigraður í Tsar- skoe Selo, sendu þeir boð til Dukhonins hershöfðingja, sem hafði yfirstjórn hersins við Mogi- lev, og skipuðu honum að taka tafarlaust upp friðarsamninga við Þjóðverja. Dukhonin hikaði. Hann hafði engin bréf fyrir því, að bolsjevíkarnir væru lögleg stjórn Rússlands — en ef ekki bolsjevíkarnir voru það, hver þá? Kerensky var horfinn. Þrír aðalhershöfðingjarnir, Kaledin, Alexiev og Krasnov, voru farn- ir til Novocherkassk við Don og gátu ekki orðið honum að neinu gagni, og hans eigin her, þessi her, sem var meira en hundrað deildir, var í upplausn, allt kring um hann. Ekki bætti það úr skák, að hermálaráðunautar Banda- manna voru komnir til Mogilev, og þeir vöruðu hann við afleið- ingunum, sem það gæti haft, ef hann færi að gera sérfrið við Þýzkaland. Eftir tveggja daga umhugsun — undir skæðadrifu reiðilegra skeyta frá Lenin — ákvað Dukh- onin að bjóða bolsjevíkunum byrgin. Svar Smolny við þessu var orðsending um, að hershöfð- ingjanum væri vikið úr embætti, og 23. nóvember lagði Krylenko undirlautinant, einn hinna nýju hermálakommissara, af stað tli vigstöðvanna, til að taka við stjórn þar. Hinn 25. nóvember kom hann til Dvinsk, ásamt 50 rauðliða lífverði sínum, og er hann hafði rekið burt hershöfð- ingja á norðurvígstöðvunum, skipaði hann hersveitunum á allri víglínunni að sýna her- mönnunum vinahót og koma á vopnahléi hvar sem þeir gætu. Hinn 26. nóvember fór rúss- nesk sendinefnd, með lúðurblás- ara og hvítan fána á undan sér, yfir víglínu Þjóðverja, móts við Dvinsk, með formlega beiðni um vopnahlé. Þessir menn komu aftur næsta dag með jákvætt svar: Þjóðvexjar væru fúsir til að hefja friðarsamninga í pólsku borginni Brest-Litovsk, 2. des- ember, kl. 5. Krylenko skipaði ( þá að hætta allri skothríð tafar- laust. En svo bætti hann við — líklega samkvæmt ábendingu frá Þjóðverjum — að hætt skyldi I öllum vinalátum yfir víglínuna, meðan á samningum stæði. En Dukhonin var enn ekki af baki dottinn. Frá Mogilev hafði hann sent hersveitunum ávarp, og skipanir höfðu verið gefnar að stöðva lífvörð Krylenkos áður en hann kæmist til Mogilev. Þetta var gamli skrípaleikurinn, þegar tveir yfirmenn gefa sama liðinu andstæðar skipanir, en munurinn var nú bara sá, að þetta lið var þegar í upplausn, og þar eð það var í upplausn, kom það skipulagslaust og af handahófi yfir til bolsjevíkanna. Pólitískar bolsjevíkanefndir spruttu upp í hverri herdeild, smárri og stórri, í foi'ingjastöðv- unum og jafnvel í sjálfum aðal- stöðvum hershöfðingjans. Hinn 3. desember kom Krylenko með sína 50 sjóliða til Mogilev og öll hervélin þar hrundi saman á svipstundu, bardagalaust. Dukh- onin var gripinn af sínum eigin liðsmönnum, og enda þótt Kry- lenko þættist síðar hafa reynt að bjarga honum, var hann drep- inn án dóms og laga. Á þessum tíma var afstaða bol- sjevíkanna enn sú, að þeL. vildu ekki undirrita sérfrið. Trot- sky, utanríkismála-kommissar- inn, var ofsareiður hinum er- lendu sendiráðum fyrir að hafa stílað orðsendingar sínar á Dukhonin — afsettan hershöfð- ingja — og kvað þetta vera sví- virðileg afskipti af innanríkis- málum Rússa — en jafnframt lét hann þess getið, að bolsjevíkarn ir væru reiðubúnir til að taka móti sendinefnd Bandamanna í Brest: þar mundi samningafund- urinn ræða algeran frið fyrir alla ófriðaraðila. Við þessu fékk Totsky það svar, að Bandamenn létu sér ekki detta í hug að fara til Brest, og bolsjevíkarnir voru aðvaraðir um, að vesturríkin mundu yfirgefa þá fyrir fullt og allt, ef þeir héldu áfram samn- ingum. Rússneska sendinefndin kom 3. desember til aðalstöðva Þjóð- verja í Brest og var undri for- ustu Adolfs Joffe, sem var gam- all félagi Trotskys frá Vínarár- unum, og 1 för með honum var Kamenev, Sokolnkov og nokkrir fleiri. Fyrir Þýzkaland (og einnig Austurríki, Búlgaríu og Tyrkland, sem tók þátt í ráð- KALLI KUREKI ->f iK— -K" ■*- Teiknari; J. MORA — Nú fer ég fótgangandi. Ég ætla að binda þig svo að þú farir þér ekki á voða, klárinn góður. — Það er víst heppilegra að losa sig við sporana. Þeir vilja heyra í stórgrýinu. Waco Kid er við öllu búinn. — Engin hreyfing. En ég sé eitt- hvað. Ég ætti að nota tímann til að binda fyrir munninn á löggunni. stefnunni) var aðalmálsvarinn Max Hoffmann, hershöfðingi, for seti herforingjaráðs Þjóðverja á austurvígstöðvunum. Hoffmann virðist hafa ráðið mestu á fundin um, og engin furða. Hann hafn- aði tillögu Rússa um tafarlaust vopnahlé til sex, mánaða, og neitaði að fjarlægja þýzkar her- sveitir frá hinum þrem hernað- arlega mikilvægu eyjum, sem þeir höfðu tekið í mynni Kirjála botns. Hinsvegar samþykkti hann hlé á vopnaviðskiptum til 17. desember, og að leyfa báðum aðilum að undirbúa friðarskil- yrðin sín og þar með sleit hann fundinum 5. desember. Nú var allt á tjá og tundri að baki víglínanna, en enginn botn- aði neitt í neinu. Meðal Banda- manna var sú skoðun ríkjandi, að einhvernveginn yrði að halda Rússlandi áfram í styrjöldinni, til þess að afstýra því, að Þjóð- verjar flyttu liðsveitir sínar frá austri til vesturvígstöðvanna, og helzta ráðið til að fá þessu fram gengt var að velta bolsjevíkun- um úr völdum. Brestfundinn varð að skáganga, og liðsauka varð að senda andbolsjevísku herjunum í Rússlandi, einkum þó sjálfboðasveitum Kaledins við Don. Snemma í desember komu Bretar því í kring að senda Reyðarfiörbur KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunbiaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Á öllum helzfu áningastöðum---------j FERÐAFÓLKI skal á það bent, að Morgunblaðið er til sölu á öllum helztu áninga- stöðum á hinum venjulegu ferðamannaslóðum, hvort heldur er sunnan lands, á vesturleiðum, norðan lands eða austan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.