Morgunblaðið - 13.08.1964, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.08.1964, Qupperneq 13
1 Fimmtudagur 13. ágúst 1964 MORCUNBLAÐID 13 Á fimmta tímanum á þriðjudag valt fólksbíll uppi á Sandskeiði. Lögreglubíll og sjúkrabíll fóru á vettvang, en mættu bílnum á leiðinni í bæinn. Sneru þeir þá við, óku fram fyrir hann við Geitháls og stöðvuðu. Bíllinn laskaðist allmikil á þakinu. — (Ljósm.: Mbl. Sv. 1».). Fréttabréf um: Alþjdðaskák- mót stúdenta Kraków 28. 7. EFTIR undanrásirnar var frí og keppendum var boðið að sjá Auschwitz eða Oswiecim eins og Pólverjar nefna borgina. Aus- chwitz er um það bil 60 km frá Kraków. Lagt var af stað í heið- skíru veðri og brennandi sólar- þi'a. í fangabúðunum í Auschwitz er nú allt umhorfs eins og þegar þær voru leystar undan ánauð nazista í, lok síðari heimsstyrj- aldarinnar, og hafa Pólverjar lagt áherzlu á að varðveita þar allt sem bezt. Þarna myrtu naz- ístar um 4 milljónir manna af ýmsu þjóðerni, en langflest voru fórnardýrin af Gyðingakyni. — Staðurinn geymir minningar um hræðilegustu hörmungar, sem yíir manninn hafa dunið. Við sáum heil fjöll af illa með- förnum skóm, stóra hauga af gleraugum, tannburstum og öðru slíku, sem voru jarðneskar eigur þeirra, er þarna *létu lífið. Átak- anlegt var að sjá stóra hauga af litlum barnaskóm. Börnin gátu ekki unnið og voru drepin strax í gasklefum, nema þau væru tví- burar. Læknar nazista gerðu til- raunir á tvíburum. í einu her- bergi sáum við nokkur tonn af mannahári. Fangarnir voru krúnurakaðir og hárið sent til þýzkra verksmiðja, sem spunnu úr því voðir. Og þarna sáum við voðir úr mannahári. Það var undarleg tilfinning að horfa á þessa stóru hrúgu af mannahári og hugleiða örlög þeirra, sem einu sinni báru það. Á einum stað í hrúgunni voru litlar telpu- fléttur með laglega hnýttri hvítri slaufu, sem nú var aðeins farin að gulna. I gasklefunum gátu nazistar drepið um 30 þús. fanga á sólar- hring. Líkin voru brennd í ofn- um, sem gátu á 20 mínútum gert þrjá mannslíkama að duftinu einu. Askan var að mestu grafin, en sumt var sent til Þýzkalands og notað til áburðar. Markmið nazista virtist ekki aðeins hafa verið að útrýma Gyð- ingum, heldur beittu þeir og hin- um ótrúlegustu pyntingaraðferð- um „í tilraunaskyni". í gasklef- unum notuðu þeir eiturgasið Cyclon B. Fanginn deyr af súr- efnisskorti, en þessi eiturgasteg- und hefur þann eiginleika, að hún vekur hjá fórnardýrinu ógur lega angist meðan á dauðastríð- inu stendur. Eitt kg af Cyclon B gat deytt 1000 fanga á 5 mínút- um. En nazistar minnkuðu magn- ið af eiturgasinu, þar til dauða- stríðið tók 20 mínútur til 1 klst., „í tilraunaskyni". Þarna eru klef- ar, þar sem menn voru sveltir í hel, og fangarnir vitskertir af hungri átu hver annan. Einnig eru þarna klefar, þar sem fang- arnir urðu að standa vegna þrengsla, „Stehcelle“. Þeir eru tæpur fermetri að flatarmáli, gluggalausir og án loftræstingar. Þar létu nazistar í hverjum klefa fimm fanga standa um nætur, og síðan urðu fangarnir að vinna á daginn. Þegar þeir loks gátu ekki meira blasti dauðinn við. Þannig mætti lengi telja án þess þó að geta til nokkurrar hlítar lýst, hversu hræðilegir at- burðir hafa þarna gerzt. í 1. umferð í úrslitum tefldum við gegn Kúbu. Stefán hafði svart á móti Rodriguez og tefldi byrjunina veikt. Kúbumaðurinn fórnaði peði fyrir sterka sókn, en Stefán fórnaði skiptamun á móti til að ná uppskiptum. Eftir það var staðan jafnteflisleg. Óviljandi þrálék Kúbumaðurinn, þannig að sama staðan kom upp þrisvar og Stefán krafðist jafnteflis. Guð- mundur Lárusson fékk þegar í byrjun gott tafl gegn Rabassa og vann örugglega. Bragi tefldi Pirc-vörn gegn Garcia. Hann fékk þröngt tafl í byrjun, lék ó- nákvæmum leik og fékk ekki við neitt ráðið eftir það. Guðmundur Þórarinsson fékk snemma gott tafl gegn Fernandez og vann lag- lega. 2. UMFERB, UNDANRÁSIR Hvítt: A. Kapengut, Sovétríkin. Svart: Bragi Björnsson, ísland. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g« 4. Be2 Bg7 5. h4 0—0 6. h5 c5 7. d5 b5 8. Bxb5 Rxe4 9. Rxe4 Daðf 10. Rc3 Bxc3t 11. bxc3 Dxb5 12. Re2 Dc4 13. Dd2 Ba6 14. hxg6 fxg6 15. De3 Dxd5 16. Rf4 Df7 17. Re6 Rc6 18. f4 Hfc8 19. Rg5 Dc4 20. Rxh7 Hf8 21. Rxf8 Hx 22. g3 Hf6 23. Df3 Re5 24. Da8f Kg7 .................................... i | Einkafrásögn peninga- ] falsara Hitlers - | hann hefur nú skýrt fréttamanni frá | mestu peningafölsun sögunnar Stuttgart, 11. ágúst — AP FYRIR tuttugu árum létu 1 nazistar frá sér fara mill- 1 jónir falskra pundsseðla. 1 Þeir voru svo vel gerðir, að H Englandsbanki varð að 1 grípa til sérstakra ráðstaf- § ana. Meðal ráðamanna í s Þýzkalandi gekk peninga- §j framleiðslan undir nafn- 1 inu „Operation Bernhard“, s nefnd eftir manninum, sem 3 stóð að baki þessum að- 1 gerðum, tilnefndur, sakir 1 sérþekkingar sinnar. Hann 1 heitir Bernhard Krúger. 1 Hann var ofursti í þýzka 3 hernum, og stjórnaði tækni 3 deild öryggisþjónustunnar. 1 Honum var falið að stjórna i framleiðslu 140 milljón Í sterlingspunda. 3 Kriiger, sem aldrei var 3 dæmdur fyrir þátt sinn í þess 3 ari stórfelldu fölsun, býr nú 3 í Stuttgart, og stjórnar launa 3 greiðslum í rafmagnsfyrir- 3 tæki. Hann segir sjálfur, a𠧧 yfirboðarar siínir hafi ekki = einu sinni hugmynd um for- 3 tíð sína. 3 Nafn hans hefur lengi legið 3 í gleymsku, en komst þó aftur 3 í fréttirnar nýlega, er a-þýzkt 3 blað hélt því fram, að hann H hefði borið ábyrgð á dauða 3 fjöigurra manna, sem unnu 3 með honum að peningafram- 3 leiðslunni. 3* Saksóknari í V-Þýzkalandi, 3 sem hefur haft það mál til at- 3 hugunar, segir, að ekkert sé 3 hæft í þeim áburði. Fréttamað ur, sem leit'aði til Krúgers, fékk hann nú — eftir miklar efasemdir — til að segja sög- una af peningaframleiðslu naz ista. Krúger er af miðstéttarfólki kominn, og lagði Stund á verk fræði. „Ég gekk í nazistaflokkinn á kreppuárunum. Þegar stríð- ið brauzt út. þá var ég yfir- maður þeirrar deildar, senj bjó til fölsk skilríki handa njósnurum þriðja ríkisins.“ Vegna þessarar reynslu hans, kom Walter Schellen- berg, yfirstormsveitarforingi, til hans einn góðan veðurdag, og tilkynnti, að framvegis yrði Krúger að stjórna framleiðslu á fölskum pundseðlum. „Þú hefur verið valinn til að gera falska pundseðla," sagði Schellenberg. „Við óskum eft- ir því, að aðeins Gyðingar verði látnir starfa með þér.“ Krúger lét boð út ganga til allra fangabúða, þar sem Gyð ingar voru, að nann óskaði eftir að fá til sín sérfræðinga í leturgreftri, prentlist og lík- um fögum. Síðan var „verk- smiðjan" sett á stofn við fanga búðirnar í Sachsenhausen, nokkrum mílum fyrir norðan Berlín. „Þeir, sem að þessu unnu með mér“, segir Krúger, „fengu betra fæði og aðbúnað, en gerðist í fangabúðunum." Það tók þá um eitt ár að fullgera „klysjurnar“, pappír- inn og blekið, sem til þurfti. Erfiðast var að ná réttum pappír, en hann er gerður sér- staklega úr hráefnum frá Asíu. Hann fékkst þó um síð- ir, Oig þá frá Svíþjóð. „Eftir að við höfðum unnið sleitulaust í eitt ár, þá tókst okkur að framleiða seðla, sem voru nákvæmlega eins og brezku seðlarnir .Við notuð- um aðeins einu sinni hvert seðilnúmer, og haldin var ná- kvæm skrá yfir þau.“ Fyrirskipanir Krúgers voru að framleiða eina milljón seðla af ýmsum upphæðum á mánuði, en vegna hráefnis- skorts — pappír vantaði — varð framleiðslan „aðeins“ um 400.000 seðlar á mánuði. „Allt, sem ég gerði var að framleiða þá. Dreifingin heyrði öðrum til,“ segir Krúg- er. „Eftir því, sem ég veit, þá munu um 10-25% seðlanna hafa komizt í umferð erlendis. „Eftir þeim var hins vegar tekið, og þannig varð komið í veg fyrir efnahagshrun í Englandi." Er Krúger var að því spurð- ur, hvort það væri rétt, að allir Gyðingarnir, sem að seðlagerðinni unnu, hefðu ver ið teknir af lífi, þá sagði hann: „Vitleysa“. Engum þeirra var gert mein. Er þriðja ríkið var að falli komið, þá fór hópur- inn frá einum felustað til ann ars, unz þeir lentu í höndum Bandaríkjamanna við Ebensee, í Austurríki.“ Sjálfur gaf Krúger sig fram við Bandaríkjamenn 5. maí 1045. Þá var hann hafður í 8 vikur í fangelsi í Rastatt í Austurríki. Þaðan fékk hann síðan að halda í bíl sínum, og síðar gaf hann sig fram við brezk yfirvöld. „Leynilögreglumenn frá Scotland Yard yfirheyrðu mig í marga daga“, segir Krúger, „en mér var aldrei stefnt fyrir rétt, ag ég var aldrei dærndur." Bretarnir afhentu mig Frökkum — hvers vegna hef ég aldrei fengið að vita — og þeir slepptu mér lausum eftir tvö ár.“ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiibiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiii; 25. Dg2 Dxc3t 26. Kdl Rc4 27. Hel Dd4t 28. Bd2 Dxat 29. Bcl Dd4t 30. Bd2 Dxd2t 31. Dxd2 Rxd2 32. Kxd2 Kf7 33. He3 Bc4 34. Ha3 Hvítur gefst upp. 2. UMFERÐ UNDANRÁSIR Hvítt: L. Mjagmarsuren, Mongolía Svart: Stefán Briem, ísland. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. d4 exd4 5. Rxd4 Bb4 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8. exd5 cxd5 9. 0—0 O 0 10. Bg5 c6 11. Re2 h6 12. Bh4 Be7 13. Rd4 Db6 14. Hel Bd8 15. c4 Bg4 16. Dd2 Re4 17. Bxe4 Bxh4 18. cxd5 cxd5 19. Bf3 Bg5 20. Dd3 Bf6 21. Rf5 Bxf3 22. Dxf3 Dxb2 23. Dxd5 Had8 24. Df3 Hfe8 25. g3 Hxelt 26. Hxel Dxa2 27. Rxh6t Kf8 28. Rf5 a5 29. Dc6 Dd2 30. Dc5t Kg8 31. He4 Dd3 32. Dc6 Kh7 33. Re3 Hd6 34. De8 Dblt 35. Kg2 Db7 36. f3 Hd8 37. Da4 Hd2t 38. Kh3 Dc8t 39. Rg4 Df5 Hvítur féll á tíma. 2. UMFERÐ ÚRSLITAKEPPNI Hvítt: Stefán Briem, Island. Svart: H. Westerinen, Finnland. 1. e4 e5 2. Re2 Rf6 3. f4 exf4 4. Rxf4 d5 5. Rxd5 Rxd5 6. exd5 Bc5 7. De2t Be7 8. Df3 0—0 9. Be2 c6 10. d4 Dxd5 11. Dxd5 cxd5 12. Bf3 Rc6 13. c3 Be6 14. Bf4 a5 15. a4 g5 16. Bg3 f5 17. 0—0 f4 18. Hel Kf7 19. Bf2 g4 20. Bdl h5 21. Ra3 h4 22. Hxe6 Kxe6 23. Bxg4t Kf7 24. Rb5 Hg8 25. Bf3 Had8 26. Rc7 h3 27. Khl Hd7 28. Rxd5 hxg2t 29. Kgl Bd6 30. Rb6 Hd8 31. Bd5t Kf6 32. Bh4t Kf5 33. Bxd8 Hxd8 34. Bxg2 He8 35. Kf2 Re5 36. Bh3t Kg5 37. dxe5 Bcðj 38. Kf3 Bxb6 39. e6 Hh8 40. Bg4 Kf6 41. h3 Hd8 42. Kxf4 Hd2 43. Hfl Bc5 44. Ke4t Kg6 45. Hf7 Hxb2 46. h4 Gefið. . UMFERÐ ÚRSLITAKEPPNl Hvítt: P. Jongsma, Holland. Svart: F . Georghiu, Rúmeníuu 1 d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 0—0 5. Bg5 c5 6. d5 h6 7. Bh4 d6 8. f4 b5 9. cxb5 aö 10. bxa6 Da5 11. Dd2 Bxa6 12. Bxa6 Rxa6 13. Rf3 c4 14. 0—0 Rb4 15. Khl Rd3 16. Habl Hfb8 17. Rel Rxb2 18. e5 Rxb5 19. Dxd5 Dxc3 20. exd6 exd6 21. Dxd6 He8 22. Í5 g5 23. Bg3 Df6 24. Dc5 c3 25. Rc2 He2 26. Rb4 Dd4 27. Db5 De4 28. Hgl Hxg2 29. Dd5 Hxglt Gefið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.