Morgunblaðið - 13.08.1964, Side 11

Morgunblaðið - 13.08.1964, Side 11
Firom&tudágwr 13- ájfúst 19<!4 n MöRGU N BLAÐIÐ Brúaröræfum Það gengur erfiðlega aðSauðá, sem undanfarin 30 ár hefur verið smáspræna, er nú orðin jökuifljót. Ferðafólkið ferjar sig yfir hana á gumbáti finna mæiingastengur Austan-með streng. skoða Brúarjökulinn, sem hef ur skriðið fram í vetur um marga kílómetra, finna mæl- ingastengur, sem þrír Austfirð ingar settu upp 4. janúar og xnæla hreyfingu jökulrandar- innar eftir það. Brúarjökuil gengur norður úr Vatnajékli og hefur oft verið ókyrr, en evo virðist sem 80—100 ár séu jwilii stórkippa hans, segir Jón Eyþórsson í Jökli. Síðasta stóra framskriðið varð 1890, þegar þetta flykki sem Brúar- jökull er, hijóp fram um 10 km. og rudcii á undan sér jarð veginum, sem hann lagði í fell iærgar, rétt eins og ef maður ýtir með tánni við ferún gólf- teppisins á göngu um stofuna fejá sér. Síðan hefur jökul- sporðurinn stöðugt þynnzt og fcörfað aftur, svo að hann sást varla orðið af Hraukum, sem mynduðust við jökuiröndina 1890, þar til hann lagði aftur land undir fót sl. haust með tilhevrandi bramli, sem heyrð ist alla leið niður í sveit, og ferlegum sprungum upp fyrir feábungu Vatnajökuls. Nú felasti hann þarna við ©kkur, hrikalega sprunginn manna, en þær vestustu eiga að vera í nánd við Kverká, sem kemur undan jöklinum vestariega og rennur í Kreppu. Við höldum því eftir nokkra leif austur með röndinni og verður þá næst fyrir okkur Sauðá. Allar ár eru mikið upp bólgnar. Og þarna kemur í Ijós að á sem undanfarin 3 ár hefur aðeins verið smáspræna er nú beljandi jökulfljót. Það er næsta á undan jöklinum, Kringilsá, líka, en við höfum spurnir af því að upptök Jök- ulsár á Brú séu miklu vatns- minni en áður var, svo þetta kemur allt út á eitt þegar niður í byggð kemur, því Jök- uisá er þá búin að innlima bæði Sauðá og Kringilsá. Aft- ur á móti er það allt annað en þægilegt að hafa allt í einu ófært jökulflj'ót eins og Sauðá íyrir framan bílana. Það er slæmur farartálmi, en ekki þó óyfirstíganlegur. Á þaki Rauðs er lítill gúmmíbátur, og á honum rær Carl Eiríks- son yfir ána, þar sem hún slær sér út og hefur meðferð- ir streng. Síðan er bíllinn lát- inn. blása upp 20 manna Bóndinn »g húsfreyjan á Brú, fremsta bæ í Jökuldai, Halidór Sigvarðsson og Unnur Stefánsdóttír og tvö af börnum þeirra. hár jökulkambur, sv® langt sem augað eygir í austurátt, líklega um 45 kílómetra langur kantur írá Kverk- fjöllununa út á móts við Snæfell, svartur í sárið af sandfokinu og ofar uppriðlað- ir jakar. Og breiðan inn á jökulinn eins og hvítt úfið apalhraun. Magnús Hallgríms- som, verkfræðingur, hafði gengið við annan mann þvert yfir Vatnajökul haustið 1961, lagt upp nákvæmlega þarna og komið niður á Breiðamerk- ursand. Hann rifjar upp að þá var enn langt barna í jök- ulröndiina, sem var lág og af- liðandi og slétt undir fótinn. Það er erfitt að draga upp þá mynd meðan við augum blasir þessí kolsprungni og umbylti feflekkur, sem nú væri ekki fær nema fuglinum fljúgandL Annars hefur skrið Brúarjök- uls í þetta sinn verið miklu iminna í sniðum en 1890, þó hrikalegt sé. gúmmíbát og mannskapurinn selfluttur með strengnum yfir á honum. Þarna við Sauðána húkir lítið tjald undir barði. Þar hittum við dr. Toitman, þýzk- an kvenjarðfræðing, sem hef- ur síðan 1929 oft verið við at- huganir við íslenzka jökla, m.a. 6 sumur á ýmsum stöð- um við Vatnajökul* og hefur skrifað bók um landssvæði Vatnajökuls. — Mér er mein- illa við þetta jökulhlaup Brú- arjökuls, segir hún. Það hef- ur alveg eyðilagt jarðmyndan- irnar sem ég skoðaði þegar ég var hér 1955 og 1956. Nú eru þær horfnar undir jökul- inn. Hún hefur í sumar verið þarna i 11 daga, en lítið komizt um vegna þess hve mikið er í ánum og þennan dag er Páll í Hjarðaraga á Jökuldal kominn á jeppa til að sækja hana. Dr. Toitman er ekki ein á ferð. Hún hefur fengið með sér unga þýzka stúlku, Michele Steiensand, sem kom til íslands í sumar í heimsókn til frænku sinn- ar í Grímsnesinu. Michele un- ir sér sýnilega vel þarha á öræfunum og nýtur þess að hafa fengið tækifæri til að komast þangað með dr. Toit- man. Fyrst eftir að dr. Toit- man fór að vera hér, dvaldist hún jafnan ein á öræfum. — Þetta er mesta kempa og fylgd hefur henni þótt óþörf. Kann auk þess sjálfsagt með fé að fara eins og margir landar hennar. Fyrst þegar hún var talin á að hafa einhvem með sér á fjallaferðum sínum, kom hún með dverg, að því er sag- an segir. Nú beið Páll í Hjarð arhaga eftir gömlu konunni fram á kvöld, svo hún gæti fengið tækifæri til að fylgjast með okkur á bátnum inn yfir Kringilsá. Þarna í tungunni milli Sauð- ór og Kringilsár fundum við vestustu mælingastengurnar, Þegar þeir Austanmenn brut- ust í hríð og ófærð upp að jökli í vetur, hafa þeir komið að stórri jökulsá og eðlilega talið það vera Kverká, en ekki varað sig á að Sauðó var orð- in svo mikið fljót. Við fyrstu mælingu sást að 250 m. voru frá stönginni næst jökulrönd- inni óg mun jökullinn því hafa verið um það bil að stöðv ast, aðeins gengið um 250 m. fram á þessum stað eftir það. Þarna eru orðnir áberandi hin ir sérkennilegu Hraukar frá 1890, sem að vísu gætir nokk- urs fram með öllum Brúarjökli Hefur jökulbrúnin ekið jarð- veginum saman og síðan hafa hraukarnir rotnað og gróið og eru margir þeirra þaktir kafgrasi. Þarna una hreindýr- in sér sýnilega, því allt var útsparkað af hreindýraspor- um. f þetta sinn hefur Brúar- jökull ekki gengið fram að hraukunum frá 1890. enda Loks fundust mælingastengurnar frá í vetur. Úfin jökulröndin i haksýn. Þeir Kjartan Jóhannsson, Magnús Jóhannsson og Magnús Haligrimsson við að mæla framskriðið á hennL Vatnajökull ekki eins þykk- ur og þá var. Hafði Brúar- jökull reyndar þá ekki hlaup- ið lengra fram um aldaraðir. í þetta sinn hefur hann aðeins gengið niður í efstu haga og óverulegir gróðurtoppar farið undix hann, þó svæðið sem hann hefur nú tekið sé æði stórt. í fyrrasumar sást til dæmis ekki til jökuls úr hrauk unum þarna, en nú blasir við þaðan hrikalegur, hrannaður jökulveggur í austur og vest- ur. Líklega hefur Brúarjökull gengið 8 km. fram þarna aust- an megin, en 2—5 vestast. Nóg landrými, — hreindýrunum veitt grið Fáir munu þeir landeigend- ur, sem þykir gott er land þeirra minnkar. En eiganda þessa landsvæðis, Halldóri Sigvarðssyni, bónda á Brú í Jökuldal, er ekkert sérlega sárt um þetta landflæmi, enda talsvert landrými hjá honum. Brú á þarna landið frá bæn- um og upp að jökli, sem mun vera um 60 km. leið og spilld- an nær milli Jökulsár á Brú og Kreppu, sennilega 25 km á breidd. — Við hugðumst stækka túnið, þegar við héldum að smalamennskurnar færu að minnka, sagði húsfreyjan á Brú, Unnur Stefónsdóttir og hló við, þegar við komum bangað og ég hafði orð á bví að mikil nýrækt væri á tún- inu á Brú. En það tekur ©íit 4—5 daga hjá þeim Brúar- mönnum að smala á haustin land sitL Við áttum erindi að Brú, höfðum snúið við hjá Kring- ilsá, sem vall fram kolmórauð með ísjökum og alls ófær, og haldið til baka í Fagradal og norður í Möðrudal, en þaðan áfram austur þjóðveginn, yfir Jökuldalsheiði £ Jökuldalinn til að komast yfir Jökulsána á brúnni við Brú, sem er fremsti bærinn í Jökuldal. En senur bóndans þar, Sigvarður Halldórsson, hafði ásamt þeim Ingimar Þórðarsyni á Egils- stöðum og Hrafni Sveinbjarn- arsyni á Hallormsstað brotizt fram að Brúarjökli og sett upp mælingastengurnar við röndina sl. vetur og vildu þeir Jón og Sigurður hafa tal af honum. En önnur og þriðja röð mælingastanga var austan við Kringilsá og Jökulsána. Sigvarður sagði, að aðkoman hefið verið hrikaleg í vetur er þeir félagar komu upp að jökl- jnum. Þar voru á ferðinni jak- ar eins og stærðar hús og jök- ullinn ók snjónum á undan sér, svo að þeir félagar fundu hreyfinguna á snjóbreiðunnj, sem þeir stóðu á. Hinar þungu drunur í jöklinum, sem var að springa, mynduðu voldugt undirspil. Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.