Morgunblaðið - 28.08.1964, Side 1
24 siður
51 árgangur
200. tbl. — Föstudagur 28. ágúst 1964
Prentsmiðia Morgunblaðsins
Krúsjeff í Prag
Vecfair errn að Kinverjum
Prag, 27. ágúst (AP—NTB).
NIKITA Krúsjeff, • forsætisráð-
herra Sovétríkjanha, kom í dag
í opinbera heimsókn til Prag í
boði stjórnar ■ Tékkóslóvakíu.
Þúsundir borgarbúa fögnuðU ráð
herranum er hann ók um götur
höfuðborgarinnar. Mun Kúsjeff
dveljast í Tékkóslóvakíu í tíu
daga, en tilefni heimsóknarinn-
ar er að 20 ár eru liðin frá því
að landið losnaði undan oki naz-
ista. «Kom Krúsjeff raeð fríðu
föruneyti, og meðal annarra er
Andrei Gromyko, utanrikisráð-
herra í fylgd með honum.
Krúsjeff kom með flugvél frá
Moskvu, og tök Antonin Novotny,
forseti, á móti gestinum á flug-
vellinum. Óku leiðtogarnir síð-
an saman inn í borgina og er
talið að um 100 þúsund manns
hafi verið saman komnir með-
fram götunum, sem ekið var um,
til að fagna gestinum.
Á aðaltorgi Prag var mikill
mannfjöldi saman kominn, * en
þar steig Krúsjeff í ræðustól
og flutti ávarp. Og í ávarpi þessu
réðist Krúsjeff harkalega á Kín-
verja, sem hann sagði 'að vildu
kljúfa kommúnistahreyfinguna
og eyðileggja eininguna, sem
ríkt hefði innan kommúnista-
flokka heims.
I Peking reyna þeir nú að nota
sérhvert alþjóða vandamál til að
skapa glundroða í heimi komm-
únismans og til að vekja van-
traust milii flokkanna. Kín-
versku kommúnistaleiðtogarnir
gera allt til að eyðileggja efna-
hags- og stjórnmálastarf okkar,
jafnhliða því sem þeir hafa
ekkert á móti beinum samning-
um við heimsvaldasinnana, ef
þeir þjóna þjóðarhagsmunum
þeirra“, sagði Krúsjeff. Taldi
hann að þessi stefna Kinverja
væri mjög þóknanleg heimsvalda
sinnum og auðvaldi Vesturveld-
anna.
Þessi símamynd frá AP var tekin í Atlantic City í fyrrinótt þegar ákveðið var að Lyndon B.
Johnson og Hubert Humphrey yrðu í kjöri fyrir demókrataflokkinn við forsetakosningar í haust.
Johnson og Humphrey gegn
Goldwater og Miller
Hiobert Humphrey varaforsetaefni
demókrata
LANDSÞING bandaríska
Demókrataflokksins sam-
þykkti í nótt (eftir ísl. tíma)
með lófataki að Lyndon B.
Johnson skyldi vera fram-
bjóðandi flokksins við for-
setakosningarnar í haust. —
í»egar samþykkt þessi hafði
verið gerð gekk forsetinn í
þingsal og tilkynnti að hann
hefði kosið sér Hubert
Humphrey, öldungadeildar-
þingmann frá Minnesota, sem
varaforsetaefni. Var þessari
yfirlýsingu forsetans fagnað
með hrópum og langvinnu
lófataki þingfulltrúa.
Johnson forseti, sem verður
56 ára í dag, mun flytja þing-
inu ávarp í kvöld eftir að
minnzt hefur verið Kennedys
fyrrum forseta. Verður það
sennilega um kl. 1,30 í nótt
(isl. tími).
Johnson og Humphrey
komu saman til landsþingsins
frá Washington, og vissu þing-
fulltrúar ekki fyrirfram hvern
Johnson kýsi sem varaforseta-
efni þótt líklegast hafi verið
talið að Humphrey yrði fyrir
valinu.
£>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
£= jr =
I Ihaldsmönnum (
spáð sigri
London, 27. ágúst (AP)
VEGNA þingkosninganna í
Bretlandi í haust er stöðugt
verið að kanna hugi kjósenda
þar og reyna að spá fyrir um
úrslitin. Skoðanakannanir
fara fram vikulega, og úrslit
þeirrar síðustu voru birt í
dag. Sýnir sú könnun að
mjótt er á mununum og vafa-
samt hvor flokkurinn hlýtur
meirihluta.
Skoðanakönnun þessi var
gerð á vegum dagblaðsins
Daily Mail, og segir blaðið
að ef kosningar yrðu haldnar
í dag væru mestar líkur fyr-
ir því að íhaldsflokkur sir
Alec Douglas-Home, forsæti-
isráðherra, hlyti um 50—60
þingsæti meirihluta. Segir
blaðið að frá 1061 hafi allar
skoðanakannanir sýnt meiri-
hlutafylgi við stjórnarand-
stöðuna, verkamannaflokk-
inn, þar til nú að dæmið sé
að snúast við.
Niðurstöður Daily Mail eru
þær að íhaldsflokkurinn muni
fá 48,8% atkvæða, verka-
mannaflokkurinn 44,9% og
frjálslyndir 5,5%.
Kosningar eiga að fara
fram í Bretlandi fyrir 5. nóv-
ember n.k. en talið er að
stjórnin muni efna til þeirra
í október.
UllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllbilitillliPtiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu
Þótt þingfulltrúar hafi fagnað
vali Johnsons, voru ekki allir
flokksmenn á sama máli. George
Wallace, ríkisstjéri í Alabama og
eindreginn andstæðingur John-
son í kynþáttamálum, var stadd-
ur í Cleveland, Ohio, þegar fregn
in um að Humphrey yrði vara-
forsetaefni barst út. Sagði
Wallace þá við fréttamenn að
þetta val Johnsons ætti ef.tir að
skaða flokkinn og hafa mikil
áhrif í Suðurríkjunum. Aðspurð-
ur hvernig hann hyggðist greiða
atkvæði í kosningunum í haust
svaraði Wallace: „Ég veit það
ekki. Ég ætla að bíða og sjá til
eins og aðrir íbúar Alabama."
Johnson sjálfur segir um þetta
val sitt: „Þetta er ekki gert til
að skapa jafnvægi. Humphrey er
bfezti maðurinn í Bandaríkjun-
um í þetta embætti.“
Eftir að tilkynn-t hafði verið
á flokksþinginu um framboð
Jóhnsons og Humphreys urðu
þar mikil fagnaðarlæti. Uþphaf-
lega var ætlunin að þingfulltrú-
Framhald á bls. 23.
Fellibylurinn „Cleo“ hefur gengið yfir Karibíska hafið undaH-
farna dag og valdið miklum spjöllum. Þessi mynd var tekin í
Ponce, á eyjunni Puerto Rico á þriðjudag, og sýnir þegar björg
unarmaður var að bera ungbarn í var áður en ofviðrið skall á.
Þriggja manna herforingjaráö
tekur við völdum í S-Vietnam
Khanh, fyrrum forseti, á sæti í ráðinu
Saigon, 27. ágúst (AP-NTB)
HERSTJÓRNIN í Suður Viet
nam hefur nú skipað þriggja
manna herforingjaráð til að
fara með vcM í landinu fyrst
um sinn, eða þar til kosning-
ar hafa farið fram í landinu,
en kosningar fara fram innan
tveggja mánaða. í herfor-
ingjaráðinu eiga sæti Nguyen
Khanh, fráfarandi forseti
landsins, Tran Thien Khiem,
hershöfðingi og fyrrum varn
armálaráðherra, og Duong
Van Minh, hershöfðingi, sem
eitt sinn var forseti landsins.
Götubardagar yoru háðir í
Saigon daglangt í dag og er
vitað að sex manns létu lífið
en 30 særðust.
Óeirðirnar í Saigon hófust
þegar fjöldi stúdenta og Búdda-
trúarmanna gerði aðsúg að að-
Framh. á bls. 23