Morgunblaðið - 28.08.1964, Síða 12

Morgunblaðið - 28.08.1964, Síða 12
12 MORGUN BLADIÐ r FöstudagUT 28. ágúst 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Augtýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald'kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. FRAMBOÐ DEMÓKRATA T|emókrataflokkurinn þ Bandaríkjunum hefur nú endanlega ákveðið fram- boð sitt við forsetakosning- arnar á komandi hausti. Má raunar segja, að framboð Lýndon B. Johnsóns, núver- andi forseta, hafi fyrir löngu verið ákveðið. Um hann ríkti enginn ágreiningur sem for- setaefni fiokksins í þessum kosningum. Þegar ákveðið var að hann yrði varaforseta- efni flokksins við síðustu for- setakosningar með John F. Kennedy var það fyrst og fremst haft í huga að John- son er suðurríkjamaður og þótti líklegur til þess að tryggja demókrötum áfram- haldandi fylgi suðurríkja- manna. En repúblikanar hafa á undanförnum árum aukið mjög fylgi sitt í Suðurríkj- unum. Til dæmis hlaut Eisen- hower kjörmenn margra Suð- urríkja og Nixon átti þar einnig allmiklu fylgi að fagna í síðustu kosningum. Eins og kosningahorfur eru nú taldar vera í Bandaríkjun- um, eru Suðurríkin talin sá landshluti, þar sem Barry Goldwater er einna sterkast- ur. Samkvæmt síðustu Gall- up-skoðanakönnun var talið að yfir 50% kjósenda í Suður- ríkjunum aðhylltist stefnu Barry Goldwaters en aðeins rúmlega 40% stefnu Johns- sons forseta. Er hér auðvit að fyrst og fremst um að ræða afstöðuna til kynþáttavanda- málanna. Eins og við var búizt var Humphrey öldungadeildar- þingmaður frá Minnisota fyr- ir valinu sem varaforsetaefni Demókrataflokksins. Með til- nefningu hans stefna demó- kratar greinilega að því að skapa jafnvægi í framboð sitt. Humphrey er sem kunn- ugt er Norðurríkjamaður og nýtur mikilla vinsælda í heimaríki sínu og nágrenni þess. Hann er fyrir löngu þjóðkunnur stjórnmálamaður í Bandaríkjunum. Var hann einn þeirra manna sem hugði á forsetaframboð í síðustu kosningum, en varð að lúta í lægra haldi fyrir John Kennedy. Humphrey er tal- inn frjálslyndur og víðsýnn stjórnmálamaður. Hann hefur Iagt áherzlu á að kynna sér viðhorf í álþjóðamálum og m,a. ferðast allmikið um Ev- rópu. í lýðræðislöndum Ev- fopu mun almennt litið á Humphrey sem traustan og víðsýnan stjórnmálamann, andvígan all»i einangrunar- stefnu. MIKILVÆGT FOR- YSTUHLUTVERK ITinir tveir stóru flokkar Bandaríkjanna hafa nú báðir ákveðið framboð sín. Framundan er nú löng og hörð barátta, sem reynir ekki aðeins á andlegt og Iíkamlegt atgervi frambjóðendanna, heldur og á pólitískan þroska og staðfestu bandarískra kjós- enda. Það veltur á miklu, ekki aðeins fyrir Bandaríkja- menn sjálfa, heldur og fyrir allan hinn frjálsa heim, að góðgjarn og mikilhæfur mað- ur veljist til forystu í þrótt- mesta lýðræðisríki heimsins. Allur heimur var harmi sleg- inn við fráfall John F. Kenn- edys, hins unga og glæsilega Bandaríkjaforseta á sl. ári. Mikill vandi og ábyrgð var lagður á herðar Lyndon B. Johnsons, varaforseta hans, sem tók þá við forseta- embæ'ti. En það mun al- menn skoðun meðal lýð- ræðisþjóða að hann hafi reynzt þeim vanda vaxinn. Hann hefur komið fram af festu og ábyrgðartilfinningu, og vekur það vonir um að hinn frjálsi heimur geti treyst því, að Bandaríkin ræki á- fram hið mikilvæga forystu- hlutverk sitt meðal þjóða hins frjálsa heims, ef hann verður kjörinn forseti Banda- ríkjanna í kosningunum í haust. Um Barry Goldwater, stefnu hans og hæfileika til þess að fara með völd, er enn margt á huldu. Margar yfir- lýsingar hans, bæði í innan- ríkis- og utanríkismálum hafa vakið tortryggni gagnvart. honum, ekki sízt meðal þjóða Evrópu en einnig meðal hans eigin þjóðar. Þess er þó ekki að dyljast, að Goldwater hef- ur á síðustu vikum dregið mjög í land frá ýmsum fyrri yfirlýsingum sínum og m.a. lýst því yfir, að ef hann yrði kosinn mundi hann stjórna í samræmi við stefnu Eisen- howers forseta á árunum 1952—1960. AÐALFUNDUR SKÖGRÆKTAR- FÉLAGSINS A ðalfundur Skógræktarfé- lags íslands hefst í dag að Laugaryatni í Árnessýslu. Sækja hann fulltrúar frá 30 ( Vangaveltur um ( j eftirmann Segnis 1 | • Veikindi forseta ttaliu, 3 Antonio Segni, hafa sem = vænta má gefið tilefni til = bollalegginga um hver verða H muni eftirmaður hans á for- 1 setastóli. Því enda þótt hann = kunni að ná sér sæmilega = eftir veikindin, sem enn er | óséð út um, er talið harla S vafasamt, að hann verði fær 3 um að gegna forsetaembætti 5 öllu lengur. = Forseti Ítalíu er jafnan S kjörinn af sameinuðu þingi 3 landsins og eru kosningarnar 3 leynilegar. Til þess að ná 3 kosningu þarf frambjóðandi að S hljóta stuðning tveggja þriðju H hluta þingmanna fulltrúa — = og öldungadeildarinnar — það = er að segja við þrjár fyrstu 3 atkvæðagreiðslur. Hafi þá ekki = tekizt að velja forseta, nægir = einfaldur meirihluti — og þess 5 eru ófá dæmi að treglega = gangi forsetakjörið. S Þegar Segni var kjörinn = þurfti t.d. níu atkvæðagreiðsl 3 ur. í framboði var þá auk 3 hans, núverandi utanríkisráð- = herra landsins sósíaldemó- 3 kratinn Giuseppe Saragat. í 3 fyrstu höfðu báðir flokkanna 3 yzt til hægri og vinstri á móti = sér — en svo fór að lokum, = að kommúnistar studdu Sara- 3 gat, og nýfasistar Segni. = Nú herma fréttamenn, að j§ búast megi við harðri rimmu 3 um forsetaembættið. Áður H en Segni veiktist hinn 7. j§ ágúst s. 1. höfðu menn lítt 3 velt vöngum yfir því, hver 3 yrði eftirmaður hans, enda er 3 hann aðeins á þriðja ári kjör- = tímabilsins. En nú eru margir '3 sagðir koma til greina — og = verða hér á eftir taldir = nokkrir þeirra. 3 Úr flokki kristilegra demo- S krata eru líklegastir taldir: = 0 Giovanni Leone ,fyrrver- S andi fofrseti fulltrúadeildar- S innar, sem er 55 ára að aldri. jjjj Hann ávann sér mikla virð- 3 ingu þingmanna þau áfta ár, = sem hann var forseti deildar- = innar og jókst hún enn er = hann lét af þeirri stöðu til að taka að sér viðskiptamála- ráðuneytið. Þykir margt benda til þess, að hann verði frambjóðandi kristilegra. 0 Attilio Piccioni, fyrrum utanríkisráðherra, 72 ára að aldri. Hann er einn af elztu framámönnum flokksins, mikilsvirtur meðal pólitískra samstarfsmanna -• sinna, en ekki sagður vinsæll með þjóð- inni. • Paolo Emilio Cviani, inn- anríkisráðherra, hefur aðeins einn um fimmtugt. Ekki er hann saf'ður hafa. mikið fylgi Segni ag Togliatti hinn bóginn talinn sá, er Segn£ kysi helzt að tæki við embættinu. # Brunetta Bucciarelli Ducci, sem stendur á fimmtugu er eftirmaður Leonoes sem deild- arforseti á þingi. Hann er til- tölulega lítt þekktur, en þykir þó koma til greina. • Giuseppe Saragat, utan- ríkisráðherra, er sá sem einna helzt þykir koma til greina úr ‘ flokki sósíaldemó- krata. Hann er 65 ára að = aldri, eindreginn andstæðing- 3 ur kommúnista — en þó = minna menn á, að hann naut = stuðning þeirra í forseta- = kosningunum 1962. • Cesare Merzagore, forseti = öldungadeildar þingsins þyk- = ir flestum liklegri forseti. 3 Hann er 65 ára að aldri, 3 óháður, og hefur farið með 3 forsetaembættið í veikinda- 3 forföllum Segnis. Merzagore 3 á við verulega andstöðu að 3 etja, einkum vegna harðrar = gagnrýni hans á flokkspóli- 3 tískt vald. Hefur hann varað 3 harðlega við þeirri tilhneig- 3 ingu að draga vald úr hönd- 3 um þingsins. Hann hefur áð- 3 ur verið í framboði til for- = setaembættisins — árið 1955, 3 þegar Giovanni Gronchi var 3 kjörinn. 3 • Gronchi, sem nú er 76 ára 3 og einnig óháður, er talinn = meðal líklegra. Hann var áður 3 í flokki sósíaldemokrata. • Donato. Menichella, fyrr- 3 verandi forstjóri þjóðbankans = er hinn eini þeirra manna, H sem líklegir eru taldir til að M hreppa hnossið, sem ekki 3 situr á þingi. Er bent á, að 3 hann væri með líklegustu 5 mönnum til að draga úr ótta = kaupsýslumanna landsins við H vinstristefnu stjórnarinnar. = Fyrrgreindir menn eru, 3 eins og áður segir, allir taldir 3 koma. til greina. En margir 3 aðrir eru einnig nefndir og = má búast við að fleiri nöfn 3 bætist við þann lista. Antognio Segni, forseti ftalíu 3 og aðalritari ítalska kommún 3 istaflokksins, Palmiro Togli- 3 atti, veiktust með nokkurra- 3 daga millibili, Segni 7. ágúst 3 sl. Togliatti 13. ágúst. Veik- 3 indi Togliattis drógu hann til 3 bana en fregnir af Segni 3 herma, að hann sé heldur á | batavegi. Meðfylgjandi mynd 3 af 'þeim Segni og Togliatti 3 var tekin fyrir nokkrum vik- 3 um. Var það I síðasta sinn, = sem þeir hittust á opinberum 3 vettvangL = ilillllllllllllllllllllllllitlllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll illllllllllllllllllllllllllHIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiii skógræktarfélögum og ýmsir aðrir áhugamenn um skóg- rækt og ræktunarmál. Skóg- ræktarfélögin hafa unnið mikið og merkilegt starf í landinu. Þau hafa glætt stór- lega áhuga og skilning á nauð syn skógræktar og möguleik- um íslendinga til þess að fegra og bæta land sitt með gróðursetningu nýrra skóga. Um það blandast nú engum íslendingi hugur, að hér er hægt að rækta skóg. Vantrú- in á landið er á undanhaldi. Víðs vegar um land eru að vaxa upp nýir skógar og rök hafa verið færð að því að innan næstu 100 ára geti ís- lendingar fullnægt timbur- þörf sinni að mestu af afurð- um eigin skóga. Þetta er svo merkilegt mál, að enginn ís- lendingur sem vill bæta og fegra land sitt og stuðla að batnandi lífsskilyrðum þjóð-. ar sinnar má láta það af- skiptalaust. Það er nauðsynlegt að efla starfsemi skógræktarinnar að miklum mun. Skógrækt ríkis- ins og skógræktarfélögin hafa að vísu á undanförnum árum gróðursett á 2. hundrað trjá- plantna árlega. En fjárskort- ur hefur samt mjög hamlað skógræktarstarfinu. Skortur á vinnuafli í hinum ýmsu at- vinnugreinum veldur því m.a. að miklu færra fólk en áður fæst nú til sjálfboðastarfa við trjáplöntun. Brýna nauðsyn ber því til þess að aukið fjár- magn fáist til skógræktarinn- ar. Æskilegast væri að það kæmi í sem ríkustum mæli með frjálsum framlögum frá fólkinu sjálfu. En hið opin- bera verður einnig að leggja drýgri skerf af mörkum í þessu skyni. Því fé sem varið er til þess að gróðursetja nýja skóga, bæta og fegra landið, er vel varið. Það mun skila margföldum arði er tímar líða. — Hugleiðingar Framhald af bls. 14 Mér líkaði mjöig vel við hann og fí-nnst ég ekki hafa greitt mér fyrr en ég hafði notað hann. Því miður tapaði ég honum eitt sina í ferðalagi. Maður gæti nú látið sér detta í hug að allt svínahár sé eins. En síðan ég glataði mínum uppá- haldsbursta hefi ég komist að því að það er hinn ótrúlegasti mismunur á svínahári og öðru svínahári. «•; >■ ■ t Ég hefi ekki enmþá fundið það, sem ég leita að og því finnst mér nú, eins og síðastliðin nokkur ár, að ég sé alveg ógreiddur, enda þótt greiðan mín hafi enzt mér svo lengi og ekki verið ónotuð. G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.