Morgunblaðið - 28.08.1964, Side 14
14
MORG UN BLAÐIÐ
Föstudagtrr 28. ágúslrl964
Guðrún Stefánsdóttir
Minniitg
GUÐRÚN andaðist þann 21.
ágúst síðastliðinn, eftir stutta
legu. Hún verður jarðsungin þ.a.
28. þ.m. að Reynivöllum, þar sem
maður hennar hvílir. Guðrún var
1 16. sept. 1876 og því tæplega
88 ára er hún lézt.
Foreldrar hennar voru, Guð-
björg Guðmundsdóttir frá Hvíta
nesi í Kjós, og Stefán Stefánsson
í Blönduholti, einnig í Kjós. Guð-
rún giftist Gesti Bjarnasyni 16.
maí 1903. En foreldrar Gests
voru, Þórdís Gestsdóttir og
Bjarni Jónsson frá Neðra-Hálsi
í Kjós. Hófu þau búskap að Mið-
dalskoti vorið 1903 og bjuggu
þar í tæp 20 ár. Fluttust þaðan
að Hjarðarholti í Kjós, sem er
afbýli frá Meðalfelli og bjuggu
þar til ársins 1954, er Gestur
andaðist. Eftir það bjó Guðrún
í Hjarðarholti með börnum sín-
um, þó aðallega Bjarna, syni
þeirra hjóna, þar til hann tók
við búi, og býr hann þar enn.
Þau eignuðust 8 börn, 3 dætur og
5 sonu, sem ÖH eru á lífi. En þau
eru þessi:
Stefanía Guðbjörg, Þórdís og
Ásbjörg, allar í Reykjavík.
Grímur, bóndi á Grímsstöðum
í Kjós, Bjarni bóndi í Hjarðar-
holti, Guðmundur og Stefán
búsettir í Reykjavík, og Gísli í
Kópavogi. En hjá honum dvaldi
Guðrún, og konu hans Stefaníu,
hin síðustu árin. Öllum þessum
börnum komu þau vel til manns.
Á þeim árum, sem börn þeirra
voru að alast upp var lítt eða
ekkert um el.lilaun eða barnalíf-
eyri. Það er því næsta óskiljan-
legt hvernig þessi hjón komu
upp svo stórum barnahóp án
hjálpar annarra. En því aðeins
var það hægt með því að leggja
hart að sér, og viðhafa sérstaka
sparsemi. Og þó gjörðu þau mörg
um gott af sínum litlu efnum.
Gestur var einstakur þrifamað-
ur, og hef ég fáa séð ganga eins
vel um hey að vetrarlagi sem
hann, og svo var um handbragð
hans allt, og má segja að það
hafi gengið í ættir til eftirkom-
endanna. Voru þau hjón mjög
samhent um uppeldi barna sinna.
Þeir sem muna Hjarðarholts-
býlið þegar Guðrún og Gestur
komu þangað fyrst, sem var að-
eins litið kotbýli. Þá er munur-
inn svo mikil'l nú, að vart er hæ>gt
að lýsa því, svo hefur það um-
skapast á þessum árum bæði af
byggingum og ræktun. Og á
Bjarni sérstaklega sinn óskipta
hlut í þessum umbótum.
Með Guðrúnu er góð kona geng
in, sem öllum vildi vel, er hún
til náði. Var hún sérstakléga
glaðlynd hversdagslega, þó að
ekki virtist lífið alltaf brosa við
henni, hvað við kom efnahagnum
á stundum. Nú er hún kvödd með
einlægri þökk frá nánustu ætt-
mönnum og sveitungum öllum.
„Þín hin mörgu æfiár
okkur ber að muna og þakka,
launin veitir Herrann hár,
heyrir bæn og skilur þrár.
Þitt hins vei'ka þeirrar tár,
því til ferðar máttu hlakka.
Þín hin mörgu æfiár,
okkur ber að muna og þakka.*‘
St. G.
Þakka hjartanlega auðsýnda vináttu, gjafir og góðar
óskir á 80 ára afmæli mínu 5. ágúst síðastHðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Vilhelmína Guðmundsdóttir,
Kirkjuvegi 88, Vestmannaeyjum.
Hjartanlega þakka ég vinum mínum og vandamönn-
um góðar gjafir, heimsóknir og ástúðlegar kveðjur á
70 ára afmæli mínu 24. ágúst s.l.
Haraldur Sigurðsson, Hrísateig 4.
Eiginmaður minn
EVVINDUR ÞÓRARINSSON
andaðist á sjúkrahúsi Véstmannaeyja þann 25. ágúst
síðastliðinn.
Lilja SigurSardóttir...
Konan min elskuleg
MARGRÉT ERLENDSDÓTTIR
andaðist að sjúkrahúsi Akraness 27. ágúst 1964.
Halldór Arnason.
Faðir okkar og tengdafaðir
ARI JÓNSSON
Patreksfirði,
sem andaðist mánudaginn 24. ágúst verður jarðsettur
frá Eyrakirkju Patreksfirði laugardaginn 29. ágúst
kl. 1,30.
Júlíana Aradóttir, Þórhallur Arason,
Una Aradóttir, Ingólfur Arason,
Erna Aradóttir, Steingrímur Arason,
Jón Arason og tengdabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
INGIBJÖRG BRANDSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði laug-
ardaginn 29. ágúst kl. 10,30 f.h., en ekki kl. 2 eins og
áður var auglýst.
Fyrir mína hönd, barna hennar og tengdabarna
Erla Pálsdóttir.
Jarðarför móður okkar
SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR
Sólhlið 3, Vestmannaeyjum,
Sjötug í dag
Ölafía Einarsdóttir
FORRÁÐAMENN Dómkirkju-
safnaðarins hefðu fegnir viljað
heiðra formann sinn, frú Ólafíu
Einarsdóttur, á sjötugsafmæli
hennar. En þess er lítill kostur,
því að afmælisdaginn heldur hún
á sjúkrabeði.
Gaman hefði verið að sækja
hana heim, hina glaðlyndu, hug-
sterku konu, njóta sem marg-
sinnis fyrr mikillar rausnar
hennar og sjá hana sjálfa njóta
þess að vera umvafin vinarhug
og þakklæti margra. En nú verð-
ur hún að láta sér nægja að
finna ylinn af ótal hlýjum óskum
og bænum, og við vinir hennar
verðum að láta vinarhug tjá
henni það, sem handtak og orð
hefðu ella átt að votta henni.
Ólafía fæddist Reykvíkingur
þennan dag fyrir 70 árum af góð-
um foreldrum, Guðleifu Erlends-
dóttur og Einari Ketilssyni skip-
stjóra. Starfsárin öll hefur hún
lifað í Reykjavík. Og þótt hugur
hennar geymi minningar um
glaða æskudaga vestur á Mýrum
og kyrrlátar stundir við víðsýni
Álftaness, er hún Reykvíkingur
fyrst og fremst, hefur unnið þar,
unnað og starfað.
Hún lauk stúdentsprófi órið
1915 og vinsælda mikilla hefur
hún notið bekkjarsystkina sinna
og skólafélaga. Þeir mannkostir
hafa snemma komið í ljós, sem
mikilla vinsælda hafa aflað henni.
Hún giftist ung Pétri Lárus-
syni, fulltrúa í skrifstofu Alþingis
og tónlistarunnanda og tónlistar-
iðkanda miklum, eins og hann
átti kyn til. Það bjarmar enn af
svip hennar og róðurinn verður
bjartari, hlýrri, þegar hún minn-
ist Péturs. Hún varð honum
mikil kona og góð og börnum
sínum á sama hátt mikil móðir
og góð.
Frú Ólafía hefur starfað mikið
utan heimilis. Með vinkonu sinni
og bekkjarsystur í Menntaskól-
anum, Ástu, fyrrum sendiherra-
frú í Ósló, rak hún um alllangt
skeið verzlunina „Blóm og
ávexti1*, og bæði þá og síðar átti
hún mikið samstarf við gróður-
húsa- og garðyrkjumenn.
Hjartalag og trúarviðhorf frú
Ólafíu hafa gert hana að sálufé-
laga og sálgæzluvini margra, sem
f raunir höfðu ratað. Þeir fundu
hve hjarta hennar sló. Við þá gat
hún þrásinnis sagt hið rétta orð á
réttri stundu og liðsinnt á þann
hátt, sem reyndist beztur.
Og trúarviðhorfin leiddu hana
til starfs fyrir Dómkirkjusöfnuð-
inn. í kvennanefnd hans hefur
hún starfað áratugi, í sóknar-
nefndinni hefur hún verið sl. 8
ár, og formennska safnaðarina
var henni falin fyrir 5 árum.
Trausti hefur hún ekki brugðizt.
Starfshugurinn hefur verið ein-
lægur, fórnarlundin mikil og
starfshæfni á marga lund. En síð-
astliðið ár hefur heilsubilun verið
henni mikill fjötur og bannað
henni að lyfta átökum, sem hún
ætlaði, einkum að breytingum á
gamla kirkjuhúsinu til bóta og
nýrra möguleika fyrir safnaðar-
starfið.
Ég vejt, að nú saknar frú Ólafía
þess, að hafa verið hindruð frá
að leysa viðfangsefni, sem hún
hafði einsett sér að ljúka á þessu
ári. Hún hefur á margan hátt fag-
urlega sýnt kærleika sinn til
gömlu Dómkirkjunnár.
Hún er trúkona og ann jafn-
framt víðsýni og frjálslyndi í trú-
málum, fastheldin á gamlan, dýr-
mætan trúararf, en gætir þess þó
um leið, að gömul arfleifð verði
ekki steinn í götu sannleikans.
Yfir 70 ára dag með skuggum og
skini horfir hún heiðri, glaðri
sjón, og heiðri sjón horfir hún
fram á veginn, sátt við Guð og
menn, sátt við lífið og sátt við
dauðann, engillinn sem leiðir inn
í ljós annars dags.
Við öll, sem að safnaðarmálum
Dómkirkjunnar vinnum, erura
þér þakklát, elskulega frú Ólafía,
fyrir störfin og biðjum þér bless-
unar. í sjúkrastofunni þinni I
Landakoti verður hlýtt og bjart
af bænum og óskum til þín í dag.
Jón Auðuns.
fer fram frá Lándakirkju laugardaginn 29. ágúst kl. 2
eftír h-
Börnin.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
JÚNÍUSAR KR. JÓNSSONAR
frá Rútsstöðum.
Börn, tengdabörn og barnaböm.
Þökkum af alhug þeim er auðsýndu okkur samúð við
andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengda-
föður og afa
HELGA PÁLSSONAR
forstjóra,
Spítalaveg 8, Akureyri.
Sérstaklega þökkum við Bæjarstjórn Akureyrar þá
miklu vinsemd og virðingu er hún auðsýndi hinum
látna. — Guð blessi ykkur öll.
Kristín Pétursdóttir,
börn, tengdaböra og barnaböra.
ÞVÍ er almennt ómótmælt að
'harið sé konunnar mesta prýði,
en að það hafi einnig mikla þýð-
ingu fyrir karlmennina hefur
framtakssemi forstjóra eins trygg
ingafélagsins í Chicago sýnt.
Forstjóranum datt í hug að
hárprúðir karlmenn ættu auð-
veldara með að selja tryggingar
en þeir sköllóttu. Og eins og hjá
sönnum amerískum verzlunar-
manni var ekki langt á milli hu^-
aettu og framkvæmda.
Hann kallaði til sín alla þunn-
hærðu Oig sköllótta sölumenn fyr-
irtækisins g tilkynnti þeim ein-
faldlega að þeir værú reknir frá
starfi, nema því aðeins að þeir
útveguðu sér hárkollur. Félagið
greiddi þær og auk þess 50 doll-
ara bónus ef fólk sæi að þeir
gengju með hárkollu.
Sölumennirnir streymdu til
'hárkollumeistaranna. Og forstjór
inn hafði á réttu að standa. Sölu
mennirnir tvöfölduðu afköst sín
cg allir urðu ánægðir með betri
afkomu. Tími skallans hjá hin-
um amerísku fyrirtækjum er lið-
inn, og hárkollumeistararnir núa
bendur sínar í ákafa yfir gróða-
voninni, enda virðist biðlistinn
efckert minnka.
Ég sé það í blaðinu nú, að
sænsku greiðurnar eru fram-
leiddar hérna rétt hjá eða í litla
bænum Femása hér í austur
Götalandi. Verksmiðjan segir, að
Svíarnir slíti hárið atf séx með
þrem milljónum greiða á ári eða
tveim per kjaft, þ.e.a.s. ef ég lea
greinina bókstaflega. Engin verk
smiðjuforstjóri getur sagt slíkt
um framleiðslu sína. Hér hlýtur
a2 vera tun prentvillu að ræða
enda eru Svíar nú því sem næst
7 milljónir að töiú.
Og þar að auki er þetta ekki
rétt sagt heldur. Mín greiða hef-
ur enzt mér örugglega í 10 ár, en
máski er ég undantekningin sera
staðfestir regluna.
— • —
Annars er manneskjan vana*
dýr.
Einu sinni átti ég hánbursta,
svínahárs hárbursta, hin ágæt-
asta af mjög einkennilegri gerð.
Framhald á blá. 1>