Morgunblaðið - 28.08.1964, Page 23
FSstudagur 28. ágúst 1964
M O RC UN B LAÐIÐ
23
Thomas Dodd
dómsmálaráðherra
ef Kennedy hættir
Washington, 27. ágúst
(AP-NTB).
TILKYNNT var í Washington í
dag að Lyndon B. Johnson, for-
seti, hefði skipað Thomas
Dodd, öldunadeildarþingmann
frá Cownecticut, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna þegar Rob-
ert Kennedy lætur af störfum
til að hefja kosningabaráttu sína
i New York, þar sem hann verð-
ur í framboði við kosningamar
í haust til Öldungadeildar Banda
ríkjaþings.
Kennedy hefur áður tilkynnt
eð ef flokksþing demókrata í
New York, sejn hefst nk. þriðju-
dag, samþykkir framboð hans,
muni hann segja af sér ráðherra-
embætti.
Framboð Kennedys er talið ör-
Uggt, þótt óánægjuraddir hafi
heyrzt meðal flokksmaxma í New
— Demokratar
Frahald af bls. 1
ar greiddu atkvæði með handa-
uppréttingu, en fulltrúar frá
Florida lögðu til að framboðið
yrði samþykkt með lófataki, og
varð það úr. Komst Johnson
þannig hjá því að heyra óánægju
raddir frá fulltrúum Suðurríkj-
anna, sem eru sumir andvígir
mannréttindalögunum nýju. Eft-
ir miklar umræður og deilur
hafði sendinefndum Alabama og
Missisippi tekizt að fá sæti á
þinginu, þrátt fyrir andstöðu við
Johnson, en með tillögu fulltrúa
Florida var atkvæði þeirra að
engu gert við tilnefninguna.
John McCormac, sem er fund-
arstjóri á flokksþinginu, lýsti
því yfir að Johnson væri kjörinn
frambjóðandi flokksins með til-
skyldum meirihluta atkvæða, en
til þarf tvo þriðjuhluta atkvæða.
Sendinefnd Alabama reyndi að
koma í veg fyrir að Humphrey
yrði kjörinn varaforsetaefni með
því að stinga upp á Carl Sand-
ers, ríkisstjóra í Georgia, en
þegar Sanders baðst undan kjori
var Humphrey kjörinn einróma
með lófataki.
Almenht er litið svo á i
Atlantic City að val Johnsons á
varaforsetaefni hafi vérið vitur-
legt. Humphrey hefur mikla
reynslu í utanríkismálum, þar
sem hann hefur átt sæti í utan-
ríkismálanefnd öldungadeildar
innar um árabil, og hann er
mjög frjálslyndur í skoðunum.
Er talið að þetta frjálslyndi hans
komi flokknum að miklum not-
um í Norðurríkjunum. En í Suð-
urríkjunum mun tilnefning
Humphreys ekki vekja sérstak-
an fögnuð þar sem vitað er að
hann barðlst fyrir því að fá
mannréttindalögin samþykkt á
eíðasta þingi.
Barry Goldwater, frambjóð-
endi repúblikana, sagði í dag að
með tilnefningu Humphreys
hefði Johnson afsannað þann
orðróm að hann mundi taka upp
íhaldssamari stefnu að kosning-
um loknum, ef hann yrði kjör-
inn forseti. Sagði Goldwater að
Humphrey kæmi til með að berj
est fyrir si-auknum afskiptum
ríkisvaldsins af öllum fram-
Jcvaemdum ef hann fengi tæki-
færi til að gegna embætti vara-
^orseta.
Fru J acqueline Kennedy,
ekkja Kennedys forseta, kom í
dag flugleiðis til Atlantic City,
bg höfðu þingfulltrúar móttöku-
veizlu fyrir frúna í dag. Vegna
fjölda veizlugesla, sem voru
6-600, varð að skipta þeim niður
í þrjá hópa. Hófst móttakan
klukkan 12,30 eftir staðartíma,
iog lauk ekki fyrr en klukkan
17,30. I kvöld átti svo. að sýna
íkvikmynd um Kennedy á flokks
þinginu, en frú Jacqueline var
ekki viðstödd. 1
York. Aðallega hefur verið fund-
ið að því að Kennedy er ekki bú-
settux í New York. Fyrir nokkru
til kynnti Samuel Stratton, Full-
trúadeildarþingmaður frá New
York, að hann mundi keppa við
Kennedy um framboðið. í dag
kvaðst Stratton helzt vera að
hugsa um að hætta við þetta á-
form sitt, en hinsvegar ekki
hætta við gagnrýni á framboð
Kennedys.
Næst síðasta helg-
in í Arbæ
ÁRBÆJARSAFNI verður lokað
sunnudaginn 6. september og er
það hálfum mánuði fyrr en
venjulega. Hefur safnið verið
opið í 12 vikur Og hafa 9000 gest-
ir heimsótt það, en til samanburð
ar má geta þess, að um 12000
manns skoðuðu það í fyrrasum-
ar. Útlendingar og aðrir ferða-
menn hafa einkum komið þar í
heimsókn, en minna hefur borið
á ferðum bæjarbúa þangað í
sumar. Strætisvagnar ganga að
safninu á sunnudögum kl. 2, 3, 4
og 5. Veitingar verða fram bom
ar í Diilonshúsi.
- /Jb róffir
Framhald á bls. 23.
Þá kennslu annast Einar Ólafs-
son iþróttakennari og James
Gödger körfuknattleiksþjálfari
frá Vestur Caroline, sem hér
dvelur á vegum Upplýsingamála
þjónustu Bandaríkjanna og ann-
ast kennslu hjá Körfuknattleiks-
sambandi Islands.
Frá kl. 17.00 til 18.30 verður
leiðbeint um dómarastörf í
körfuknattleik.
Á kvöldin kl. 20.00 til kl. 22.00
fer fram kennsla og þjálfun í
körfuknattleik fyrir iðkendur
körfuknáttleiks á vegum Körfu-
knattleikssambands íslands.
Öllum íþróttakennurum, kon-
um sem körlum, er heimil þátt-
taka.
Þátttaka tilkynnist fræðslu-
málaskrifstofunni, Borgartúni 7,
Reykjavík (sími 18340).
(Frétt frá
f ræðslumálaskrif stof unni).
— Ævintýrið
Framhald af bls. 22.
ars vorum við allir skjálfandi
á beinunum og riðuðum. Þegar
við komum heim, vorum við
allir dúðaðir í sængur og ull-
arteppi og færðir í ullarnær-
föt. í>á fór okkur að líða betur.
— Eruð þið búnir að sækja
bátinn?
— Já, við sóttum hann í
dag, segir Finnur. Það er bara
verst, að mótorinn er allur í
lamasessi. Sjórinn fór inn um
púströrið á stimplana — kert-
in blotnuðu og allt rafmagns-
kerfið, svo að þetta er allt í
. pati, maður.
— Að lokum, strákar mínir,
um hvað hugsuðuð þið, þegar
þið voruð einir og yfirgefnir í
hrakingum úti á sjó og engin
hjálp sjáanleg?
— Ja, ég minntist kínverska
olíuskipsins, sem strandaði við
Reykjanes fyrir nokki:um ár-
um, segir Finnur. Þar greip
, skelfingin um sig og meiri
: hluti skipshafnarinnar henti
,.sér í sjóinn, — en þeir, sem
hlýddu skipstjóranum björguð
ust. Síðan rak skipið ,hægt og
rólega að kletti, þar sem skip-
. brotsmennirnir gátu rólegir
gengið þurrum fótum á land!
aind.
Hófaspörk á nýsánum grasfleti á Klambratúni.
Gálausir knapar
valda skemmdum
á nýræktarspildum
Heiisu Segnis
hrakar
Róm, 27. ágúst (APý.
HEILSU Antonio Segni, for-
seta Ítalíu, hrakaði mjög í
dag, en forsetinn fékk slag
6. ágúst s.l. og hefur verið
rúmfastur síðan. Segni er
73 ára.
UM alllangt skeið hafa verið
talsverð brögð að því, að ríð-
andi menn hafi gert spjöll í
nýræktarspildum borgarinnar.
Eru verkstjórar í skrúðgörð-
unum mjög óhressir yfir því
athæfi hestamanna að láta
klárana brokka um nýsáin
graslendi. Er full ástæða til að
vekja athygli á slíku gáleysi,
því að þegar hefur af hlotizt
mikið tjón.
Theódór Halldórsson, verk-
stjóri í skrúðgörðunum, sagði
okkur, að í vor hefði skrúð-
garðadeildin verið í hreinustu
vandræðum með hinar við-
kvæmu grasflatir meðfram
Suðurlandsbrautinni. — Þar
hefðu hestamenn rótað upp
grasinu og valdið á því mikl-
um skemmdum. Þó eru þarna
brautir, sem sérstaklega eru
ætlaðar fyrir hesta.
Enn nefndi Theodór sem
dæmi, að eyjarnar á Miklu-
brautinni hefðu verið vinsæll
skeiðvöllur, þegar nýbúið var
að sá í þær grasfræi. íbúum
í nærliggjandi húsum gramd-
ist að vonum slíkt athæfi og
oft kom það fyrir, að þeir
hlupu úr húsum sínum til þess
að beina knöpunum á aðrar
brautir og sýna þeim fram á,
að eyjamar væru ekki ákjós-
anlegar hlaupabrautir fyrir
klárana.
Mest hefur verkstjórum
skrúðgarðanna þó gramizt, að
sáðfletir á Klambratúni hafa
ekki fengið að vera í friði.
Þar hefur í sumar verið unnið
að því að raka og slétta mold-
ina, síðan hefur grasfræi verið
sáð.
— Hvað eftir annað hefur
það komið fyrir, sagði Theó-
dór, — að fletirnir hafa verið
útsparkaðir og skemmdir eftir
hestaspark, Það hefur kostað
okkur mikla vinnu að iagfæra
þetta, og við höfum ekki
kvartað hingað til. En nú get-
um við ekki orða bundizt.
Þetta framferði hestamanna er
blátt áfram óþolandi, og hér
verða þeir að láta staðar num-
ið. Þegar sést til margra hesta-
manna á kappreiðum eftir ný-
sánum grasflötunum, hlýtur
skörin að vera farin að færast
upp á bekkinn!
Lóðoð d mibla
síldurtorfa
vestra
BOLUNGARVÍK, 27. ágúst. — í
gærkvöldi lóðaði Hafrún frá Bol
ungarvík á mikla og þykka síld-
artorfu 26 mílur NNA af Horni.
Lá Hafrún lengi yfir torfunni,
en ekki veiddist nein síld. Stóð
hún djúpt. í dag leitaði Hafrún
síldar á Jökulfjörðum, en þar
hafði bátur frá ísafirði feng-
ið síld í þorskanet. Þrjú önnur
skip, Einar Hálfdáns, Heiðrún og
Sólrún leituðu nokkru vestar, en
án árangurs. Var bræla komin á
miðunum í kvöld og héldu því
skipin til hafnar, en með morgn-
inum halda þau sennilega út
aftur.
Síldarleitarskipið Fanney leit-
aði í Djúpinu í dag, en fór inn
á ísafjörð síðdegis með bilað
asdictæki. — FréttaritarL
— Prestastefnan
Framhald af bls. 24.
argreina.
2) Prestastefnan telur nauðsyn-
legt að fermingarundirbún-
ingnum sé hagað þannig að
persónuleg áhrif prests á börn
in og tengsl hans við þau verði
sem traustusL
3) Þá leggur prestastefnan á-
herzlu á., að unnið verði að
samræmingu fermingarathafn
arinhar.
Prestastefnan ályktar að fela
biskupi að skipa nefnd til að
gera ítarlegar tillögur um
fermingarundirbúniniginn og
önnur atriði er ferminguna
varða, svo sem samstarf skóla
og kirkju um þetta efni. Nefnd
in leggi tiHögurnar fyrir
næstu prestastefnu.
Prestastefnan telur nauðsyn-
legt, að gefnar verði út leið-
beiningar um trúarlegt upp-
eldi barna á heimilunum, sem
afhentar verði við skírn hvers
barns.
Fulltrúar á prestastefnunni
sóttu biskup og konu hans heim
í gærkvöldi.
— S-Vietnam
Framhald af bls. L
setri herforingjaráðsins í höfuð-
borginni. Hermenn, sem voru
þar á verði, hófu skothríð á
mannfjöldann, og féllu þá þrír
menn, en a.m.k. 12 særðust. Eft-
ir þetta breiddust óeirðirnar út
og voru átökin mest í nánd við
útvarpsstöðina. Þar reyndu
Búddatrúarmenn að ná stöðinni
á sitt vald, en einnig kaþólikkar
sem krefjast þess að fráfarandi
stjóm Khanhs fari áfram með
völd. Þar við bættust svo stú-
dentar, sem háværastir hafa ver
ið í því að krefjast breytinga
á stjórnarfyrirkomulagi lands-
ins.
Strax Og þriggja manna her-
foringjaráðið hafði verið skipað
var birt yfirlýsing þess, þar sem
skorað er á íbúa landsins að
sýna stillingu og forðast frekari
árekstra . Tilkynnti herfor-
ingjaráðið að hershöfðingjarnir,
sem farið hafa með vold í land-
inu að undanförnu, hætti nú a€-
skiptum af stjórnxnálum og
sneru sér að nýju að störfum
sínxxm innan hersins. Segir her-
foringjaráðið að það muxii berj-
ast gegn kommúnisma, nýlendu-
stefnu og einræði.
— Jarðhitarann*
sóknir
Framhald af bls. 13
þess verður stöðugt almennari.
Þær kröfur eru studdar áliti
lækna ög ýmissa félagssamtaka.
Má því vænta aukins markað-
ar fyrir slíkar afurðir, sem kem-
ur garðyrkjubændum til góða.
Með auknum jarðhita gætu þeir
framleitt meira magn á fleiri
stöðum en áður. Ljóst er, sagði
Ásgeir að lokum, að bætt efna-
leg afkoma okkar og framleiðslu
aukning verður að byggjast á
aukinni þekkingu og tækni. Við
þurfum að öðlast fyllri þekkingu
á andlagi tækninnar, í þessu
falli landinu sjálfu, eðli þess og
eiginleikum.
Þá hafði tíðindamaðurinn tal
af óskari Eggertssyni fram-
kvæmdastjóra Andakílsárvirkj-
unarinnar og spurði hann hvar
jarðfræðingarnir væru einkum
að störfxxm. Sagði Óskar að þeir
hefðu að undanfömu verið í
Andakílshreppi og Reykholtsdal,
en myndu verða í Hálsasveit á
næstunni. Óskar kvað jarðfræð-
ingana ánægða með þetta frum-
kvæði Borgfirðinga að hefja vis-
indalega rannsókn á jarðhita i
héraði sínu, og hyggðu gott til
starfsins. Slik almenn rannsófcn
er nýjung og hefur ekki farið
hér fram, utan Hengilssvæðisins
og nágrennis Reykjavíkur.
- - Vig.