Morgunblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 30. ágúat 1064
M QRGUN BLAÐ1&
17
Hvert er ferðinni
JAFNVBL þótt Xslendingur hafi
alloft komið út fyrir landstein-
ana, hlýtur hann að furða sig á
öllum þeim mannfjölda, sem
hvarvetna mætir augum á er-
lendri grund. Hér á landi erum
við fámenninu svo vanir, að sér-
kenni þess vilja gleymast, þ.á.m.
að okkur er erfitt að veita okk-
ur ýmislegt það, sem fjöldanum
er auðvelt. Og ef það fæst, verð-
lu hve einstakur að leggja
hér meira á sig til að afla þess.
Svo er t.d. um endalausar, renni-
„Drauinastundin yfir miðbæn um“ Ljósmynd: Ása. Myndin er tekin i góða veðrinu á dögunum.
REYKJAVÍKURBRÉF
■------ LaugarcL 29. ágúst
-eléttar akbrautir, fiugstöðvar
líkastar ævintýrahöllum og þot-
ur, Sém í röðum bíða flugtaks
eða sveima uppi yfir þangað til
röðin kemur að þeim að mega
lenda. Allsstaðar er fólk, fólk á
ferð Oig flugi. Ósjálfrátt spyr
maður, hvert allur þessi fjöldi
sé að fara og af hverju honum
liggi svona mikið á. Sjálfur
þykist maður vita um sinn eigin
áfangastað og þó geta ferðalok-
in boi'ið að áður en við var bú-
izt.
Helgi Pálsson
sér vinsældir ekki einungis með-
al kaþólskra manna heldur hjá
öllum þeim, er honum kynntust.
í útliti var hann gjörfilegur
maður, svo að af bar, í tali gam-
ansamur og góðviljaður. Hann
og stéttarbróðir hans af Kefía-
víkurflugvelli munu vera fyrstu
kaþólsku prestarnir, sem setið
hafa í kór Dómkirkjunnar í
Reykjavík oig tekið þar virkan
þátt í guðsþjónustugerð, en það
gerðu þeir við minningarguðs-
þjónustuna um Kenndey heitinn
forseta á s.l. vetri. Sjálfur er nú
séra Jósef látinn langt fyrir ald-
ur fram og er að honunx meira
en sjónarsviftir.
Einn af þeim, sem ráðgert var
eð hitta á Akureyri nú að viku
liðinni, Helgi Pálsson, hefur
lokið vegferð sinni svo að úr
samfundum við hann verður
ekki að sinni. Helgi var maður
yfirlætislaus, en traust þeirra,
sem hann þekktu bezt, lýsti sér
tneð margvíslegum hætti. Um
íkeið hugðu ýmsir, að sjálfstæð-
um athafnamönnum yrði með
öllu útrýmt á Akureyri. Helgi
Pálsson var einn þeirra, sem með
lífsstarfi sínu sannaði, að í
höfuðstað Norðurlands hefur
frjálst framtak enn ærið verk
að vinna. Ahugi hans fyrir fram-
gangi stefnu Sjálfstæðismanna
og eflingu flokksins var i óbrgið-
ull. Úr hópnum er horfinn ör-
uggur, úrræðagóður og troll-
tryggur trúnaðarmaður. í fæð-
iixgarbæ hans, Akureyri, stendúr
opið skarð, sem seint verður
fyllt
Séra Jósef Hacking
Séra Jósef Haoking, sem jarð-
settur var í Reykjavík sama dag
og Helgi Pálsson á Akureyri,
átti lariga leið að baki áður en
hann settist að á íslandi. Séra
Jósef var fæddur í suðux'hluta
Hollands, af kaþólsku foreldri,
og var ungur settur til námS í
kaþólskum prestafræðum. Hug-
ux hans stóð þá helzt til þess að
fára til Afríku og þjóha kirkju
Sinni þar. En yfirmenn reglu
hans ákváðu annað og sendu
hann til íslands. Héf laérði hann
brátt íslenzka tungu oig vann
Kosnmgabaráttan
í Bamlaríkjunum
Talið er, að hin formlega kosn
ingabarátta í Bandaríkjunum
hefjist nú að loknu flokksþingi
Demókrata. Raunverulega hefur
hún þegar staðið lengi. Baráttan
um val forsetaefnis Repúblikana
hefur gert að verkum, að meira
hefur verið um þá talað að
uxxdanförnu en Demókrata,
því að allir vissu að Johnson
yrði frambjóðandi þeirra. Hann
hefur þó ekki legið á liði sínu.
Sjálfur hefur hann raunar verið
bundinn við embættisstörf og
lítt átt heimangengt úr Hvíta
húsinu. En staðan gefur honum
stöðugt færi á að minna á sig.
Fróðlegt var að sjá á dögunum
hvernig hann notaði tækifæri
til að taka í hendina á og spjalla
við kjósendur fyrir utan hlið
Hvíta hússihs. Þá ekki síður, er
hann kom auga á blaðakonu
gamalkunnuga í blaðamanna-
hópnum, sem fylgdi honum eftir,
og kallaði hana inn með sér.
Kom í ljós að hún var frá Maine,
ríki sem fylgt hefur Repub-
iikönum og hún sjálf í þeirra
flokki. En forsetinn hafði
skýrslu um málefni Mairie og
kosningahorfur þar, er hann
vildi láta, konuna kynna sér.
Ger.ði hún það meðan forsetinn
hélt uppi viðræðum við gesti
sína! SÖmu dagána vöru kona
hans og dáetur' á ferð og flUgi
til þátttöku í margskonar funda-
höidum í áróðursskyni ,
a ekki láta
segíja sér fyrir
verkum
Ef marka má skoðanakann-
anir virðist Johnson öruggur
um sigur. Um úrslit frjálsra
kosninga getur þó enginn verið
viss fyrirfram. Eitt af því, sem
stuðningsmenn Johnsons óttast
mest er, að útlendingar láti of
berlega í ljós andúð sína á
Goldwater. í>eir segja Banda-
ríkjamenn ekki þykjast þurfa
að halda á leiðbeiningum ann-
arra um forsetaval. Goldwater
hafi t.d. haft mikið gagn af árás
ICrúsjeffs á hann. Þó að þá hafi
tekið út yfir gegni þó svipuðu
máli um þá, sem meiri velvildar
njóti í Bandaríkjunum en hinn
rússneski einvaldur. Þetta við-
horf ætti að vera öllum skiljan-
legt með því að líta í eigin barm.
Það er engin nýjung í Banda-
ríkjunum, þvi að skömmu fyrir
síðustu aldamót, vakti það þar
mikla gremju, þegar brezki
sendiherrann lét uppi stuðning
við ákveðinn frambjóðanda.
Goldwater vinnur
á
Þrátt fyrir allar skoðanakann-
anir er ljóst, að forystumenn
Demókrata telja að litlu kunni
að muna. Suðurríkin, seni hafa
verið þeirra styrkasta stoð, eru
nú ótryigg ef ekki fyrii-fram töp-
uð. Oeirðir svertingja eru vatn
á myllu Goldwaters. Jafni'éttis-
iögin mælast misjafnlega fyrir
og Kennedy dómsmálaráðherra
ber það fram sem ástæðu fyrir
iramboði sínu í New York, að á
öllu þurfi að halda til að verj-
ast fx-amsókn afturhaldsaflanna.
Goldwater á sér bersýnilega
fleiri fylgjendur en ætla mætti
samkvæmt sumurn yfirlýsing-
um hans. Erlendur maður, bú-
settur í Bandaríkjununx, sem í
íyrstu sagðist hafa verið á móti
Goldwater kvaðst nú hafa* skipt
um skoðun. Hann kæmi mjög
vel fyrir í sjónvarpi og virtist
einlægur og hreinskilinn maður.
Hjá Johnson virtist aftur á móti
allt með ráðum gert til atkvæða-
öflunar.
Auðsöfmm ojí at-
kvæði
Þá er auðsætt að reynt er að
vekja tortryggni gegn Johnson
méð ríkidæmi hans. Eða réttara
sagt með hverjum hætti hann
hafi orðið auðugur maður. Um
Goldwater er það raunar einnig
vitað, að hann er ríkur maður.
En blöðin segja, að alkunnugt sé
að hann hafi erft stórfé og liggi
engin launung á, hvernig það
?é til komið. Johnson hefur hins-
vegar nýlega látið endurskoðend-
ur gefa skýrslu um eignir sínar.
Þær eru samkvæmt henni mun
meiri en ætlað hafði verið og
er þó fullyrt, að þar sé sumt
mjög vanmetið. Repúblikanar
reyna að gera tortryggilegt,
hvernig Johnson hafi á skömm-
um tíma komizt yfir svo miklar
eignir. Bakgrunnur þessa umtals
er sú misnotkun á stöðu, sem
fyrir skemmstu sannaðist á Bak-
er, fyrrverandi skjólstæðing
Johnsons á meðan hann var for-
ystumaður í öldungadeild
Bandaríkjaþings, Óþarft er að
taka fram, að Johnson og fylgis-
menn hans segja allar þessar
grunsemdir heiberan róg. En
á þær er minnzt vegna þess, að
auðsætt er af blöðum og viðræð-
um, að óspart verður á þeim
hamrað.
Goldwater of
orðhvatur
Þegar af þessu er ljóst, að
kosningabaráttan vestra verður
nú óvenju bitur. Hér við bætist,
að stefnumunur frambjóðenda
virðist skýrari en oft áður.
Goldwater hefur að vísu reynt
að draga úr ýmsum fyrri full-
yrðingum sínum. Andstæðingar
hans segja, að nánustu sam-
starfsmenn hans reyni eftir
föngum að hindra, að hann segi
í kosningahríðinni nokkuð af
sjálfsdáðum og án þess að þeir
hafi búið það í hendur honum.
Þessa sé þó erfitt að gæta til
fulls. Einn helzti valdamaður
Bandaríkjastjórnar vitnaði t.d.
til þess, að Goldwater hefði ný-
lega sagt, að ef hann yi'ði forseti
þá mundi hapn ekki taka fram
fyrir hendur herforingjaráðsins
(the joint chiefs öf staff). Þessi
yfirlýsing, sem tiltölulega lítla
athygli hefur vakið, væri þó
öskaplég, því að það væri ein-
mitt ein aðalskylda forsetans að
vera yfirmaður alls herafta
Bandaríkjanna og borgaraleg
yfirstjórn heraflans væri eitt
fiumskilyrði lýðræðislegra
stjórnarhátta.
Mundi ekki breyla
miklu út á við
Þegar stuðningsmenn Gold-
waters eru beðnir að skýra þessa
og aðrar ámóta yfirlýsingar
Goldwaters, er svarið hið sama
í Californíu og New York: f
utanríkismálum veltur á litlu
hver kosinn verður. Það er eng-
inn einn maður, sem ákvarðar
stefnu Bandaríkjanna. Berið
saman yfirlýsingar Kennedys áð-
ur en hann var kosinn og gerðir
hans eftir að hann varð forseti.
Eins kann Goldwater að ofmæla
sumt en á honum verður haifður
hemill, ef hann nær kosningu.
Þess vegna er ekkert að óttast.
Það sé hreinskilni hans og
heiðarleiki, sem Bandaríkjaþjóð-
in þurfi nú á að halda. Klofning
ur innan Republikana muni ekki
reynast alvarlegur. Flokksat-
kvæðin skili sér, þegar á reyni.
Þetta er í stuttu máli það, sem
stuðningsmenn Goldwaters héldu
fram. Jafnframt játuðu þeir þó að
enn væri hann í minnihluta en
héldu að hann mundi vinna á
í kosningahríðinni.
Allir á móti neiua
kjósendurnir
Sjálfsagt finnst sumum tötrj-
vert á skorta um samhengi f
þessari röksemdarfærslu. Það
ha,ggar ekki því, að á þessa Ieið
hugsa ýmsir. Sá, er þetta rit,ar,
ræddi raunar ekki við marga.
en flestir hinna „ópólitísku",
sem hann rabbaði við, Sögðu
eitthvað svipað þessu, og voru
þeir þó mjög misjafnrar aðstöðu
í þjóðfélaginu. Upp úr slíku er
samt ekki of mikið leggjandi,
því að á sínum tíma var sagt, að
meðal málsmetandi manna ópólí-
tiskra hefði verið leitun á
stuðningsmanni Roosevelts for-
seta. Um hann var sagt, að á
móti honum væru allir aðrir en
kjósendurnir. Skoðanakannanir
sýna nú sem sagt yfirgnæfandi
fylgi Johnsons, enda verður ebki
á móti því mælt, að hann er frá-
bær atorkumaður sem gefur sig
að starfi sinu af lííi og sáL