Morgunblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 25
Sunmidagur 30. ágúst 1004 MO RG UN BLAÐIÐ 25 meS þau yandamál, er upp hafa komið varðandi námið. — Er ekki erfitt að komast að þessum skóla? — Nei, ekki að tækniháskól- anum — sé sótt um sæmilega tímanlega. Auk þess hefur hann verið aukinn mjög að vöxtum hin síðari ár, t.d. í raf- magnsverkfræði og efnaverk- fræði, þannig að fremur auð- velt er að komast að og skil- yrði til rannsóknarstarfa og verklegrar kenqslu og æfinga mjög góð. Hér í Miinchen — sem telur rúmlega milljón íbúa — eru hins vegar margir aðrir skólar og menntastofn- anir. — Er talið, að stúdentar séu 30—40 þúsund í borginni, þar af 20 þúsund við húman- istíska háskólann, sem er löngu yfirfullur. -— Eiga erlendir stúdentar kost á nokkrum þýzkum styrkjum til náms? — Já, íslendingar hafa feng- ið, að mig minnir, 4—5 styrki árlega frá v-þýzku stjórninni — og fer veiting þeirra fram fyrir milligöngu menntamála- ráðuneytisins heima. Það eru allgóðir styrkir, 400 þýzk mörk á mánuði og 100 mörk- um betur séu menn kvæntir. — Og hvernig háttar um húsnæði? — Það er dálítið erfitt að fá húsnæði og dýrt — en hef- ur þó alltaf gengið sæmilega, að ég held. — Er hugsanlegt fyrir kon- ur námsmanna að vinna utan heimilis? — Það er að vísu ekki erfitt að fá vinnu, því að hér er alls staðar skortur á vinnuafli. Hins vegar er vafasamt hvort það borgar sig, nema þær kunni eitthvert sérstakt fag og sæmilega þýzku, því að kaup ófaglærðra er yfirleitt lágt, a.m.k. miðað við heima. Og hafi börn bætzt í búið batna horfurnar sízt, því að erfitt er að koma börnum fyr- ir. — — Hvernig líkar ykkur borg in til annars en náms? — Afar vel. Miinchen er mikil miðstöð menningarlífs í Þýzkalandi, sérstaklega í leik- list og tónlist — auk þess sem mikið er um málverkasöfn og daglegur viðburður, að yfir standi sýningar frægustu lista- manna heims. Þá er hér eitt stærsta og fullkomnasta tækni safn heims „Deutsches Muse- um“, sem er á við beztu menntastofnun. Og ekki sak- ar að geta þess, að borgin liggur vel miðsvæðis með til- liti til ferðalaga um Mið- og Suður-Evrópu og fyrir skíða- menn er vart meira en klukku tíma ferð í paradís þeirra, Alpana. — Og hvernig kanntu við borgarbúa. — Eru Þjóðverjar eins kaldranalegir og af er látið? — Hér í Múnchen er fóHtið yfirleitt þægilegt í umgengni og létt í lund. En eins og í öllum milljónaborgum leynast ýmsar „hættur" fyrir útlend- inga, sem lítið þekkja til — en yfirleitt reynist auðvelt að sigla milli skers og báru, sé vit og vilji fyrir hendi. Ég veit ekki annað en „nýlendu- búarnir" íslenzku hafi unað lífi sínu vel hér. Þeir eiga líka ágætan hauk í horni, þar sem er ræðismaður íslands, Hein- rich Bossert. Hann hefur skrif- stofu, þar sem við getum leit- að til hans og hefur hann reynzt okkur afar vel, m.a. lán ar hann okkur kjallaraher- bergi í húsi sínu til þess að halda fundi. — Hvað komið þið oft sam- an? — Á tveggja til þriggja vikna fresti og höfum þá ým- ist spilakvöld, skákkvöld, list- kynningar ýmiss konar eða rabbfundi. Auk þess hittumst við oft á matstað einum í borg inni, „Grænunni", sem kölluð er — og sækjum hvert annað heim, þegar tími og aðstæður leyfa. Mbj. stakt lag, — sem ókunnugum mundi vart koma í hug. En áður en leið á löngu, sátum við þar niðri og hlustuðum á Segovia spila Bach á gítarinn sinn — þó aðeins af plötum — en þeim góðum. XJndir hljómlistinni sötruðu menn bjór eða kók, — einhver hafði komið með blöðin að heiman og litu menn í þau, meðan skipt var um plötur — og þeir, sem ekki höfðu óskiptan á- huga á músikinni réðu kross- gátur blaðanna. Einn íslendinganna, Gylfi ísaksson og vinur hans þýzk- ur, Dieter Heyne, skiptust á að kynna tónverkin, sem leik- in voru, höfunda þeirra og flytjendur — og þannig var haldið áfram fram undir mið- nættið, — eða þar til kjallar- inn var orðinn svo mettaður reykarstybbu, að ekki var öllu lengur vært. Síðan var reikað um göturnar í Schwab- ing, aðalskemmtanahverfinu, þar sem málarar — greinilega mismunandi „talenteraðir" höfðu hengt upp málverk sín á snúrur, er þeir strengdu á milli trjánna — og lýst upp með ketraljósum. Loks á skemmtistað — að íslenzkum sið — þar sem gildir Bayarar á stuttbuxum sveifluðu döm- um sínum í dansi og jóðluðu Týrólalög með tilheyrandi hávaða. í hópnum var formaður ís- lendingafélagsins í Múnchen, Kristján Jónsson og áttum við saman örstutt spjall um það, hvernig væri að stunda há- skólanám í þeirri borg Múnch- en. — Og þar sem einhver ungur stúdent kynni að vera að velta því fyrir sér um þess- ar mundir hvert halda skuli til framhaldsnáms, rekjum við spjall okkar Kristjáns hér á eftir. — Hvaða nám stunda ís- lendingarnir hér, Kristján? — Við landarnir hér erum allir við tækniháskólann, utan einn starfandi verkfræðingur, tvær stúlkur, sem vinna í verksmiðju og aðrar tvær, sem stunda söngnám — önn- ur í tónlistarskólanum, en hin er í einkatímum og dvelst hér aðeins nokkra mánuði. Tækni- háskólinn hér er talinn einn af þeim beztu í Vestur-Þýzka- landi, enda hefur miklu fé ver ið varið til hans á síðustu ár- um og margir þekktir vísinda- menn Vestur-Þjóðverja eru prófessorar við hann. Til dæm is kemur Nóbels-verðlaunahaf inn í eðlisfræði, Rudolf Möss- bauer hingað til skólans í haust og mun veita eðlisfræði- deildinni förstöðu. Er það mikill fengur fyrir skólann og mun eflaust stórauka aðsókn að honum. í sambandi við komu hans verður tekið upp að nokkru leyti bandarískt kerfi í námstilhögun og kennslu, — þannig, að prófess- orunum verður fjöigað til þess að þeir geti meira helgað tíma sinn rannsóknarstörfum og auk þess veitt stúdentum betri kennslu. Verður þessi tilhög- un væntanlega til þess, að stúdentarnir komast í nánari samband við prófessorana, sem hingað til hafa verið það yfirhlaðnir af skipulagsstörf- um og fleiru, að stúdentarnir hafa nær eingöngu getað leit- að til aðstoðarmanna þeirra Með Islending- um í Milnchen VIÐ heyrðum sagt einn sól- ríkan dag suður í Múnchen, að þá um kvöldið væri íslend- ingakvöld í Bossert-kjallaran- um í Schwabing—músikkvöld. Það var svo sem auðvitað, að jafnvel íslendingar héldu mús ikkvöld þessa dagana, eins og borgin var gegnsýrð af músik. Hátíðaleikirnir voru rétt að hefjast — hver óperan annarri akemmtilegri sýnd í leikhús- unum, Þjóðleikhúsinu og Cuv- illier-leikhúsinu, ljóðakvöld þess í milli, kantötur og orgel- músik í kirkjunum, kammer- músik í Nymphenburg. Til þess að fá inngöngu í kjallara Bosserts þurfti sér- I Bossert-kjaUaranum Ný gerð af Trabant t GÆ5RDAG var fréttamðnnum boðið að skoða nýja gerð aí Trabant bitum, Trabant 801. Er hann tatsvert ólíkur eldri gerð- tntu í útiitL Helztu útlitsbreyt- ingar ecu þær. að bíllina. hefur verið lengdur um 16 cm. Verður þar af leiöandi örlitið rýmra um fanþega. Stuðarinn er nú í heilu iagí en ekki tviskiptur eins og áður. Rúður bilsins hafa verið stackkaðar unt- 36%-. Þaktðt á biln um er lengra en á Trabant 600 og er hærra undir loft í aftur- sætinu. Farangursgeymsla bíls- ins hefur verið stækkuð. Mjög auðvelt er að taka aftursætið úr bílnúm og má þá nota hanh til allskonar flutninga. Fréttamönnum var boðið að aka nokkurn spöl í einum hinna nýju bíla. Bíllinn er nokkuð þýð- FÉLAGIÐ Germanía hélt uppi þróttmikilli og fjörugri starfsemi á árinu sem leið. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem hald- inn var 23. júlí síðastl. Meðal viðfangsefna félagsins má nefna islenzku myndlistarsýn- inguna, sem haldin var um tveggja ára bil í mörgum stór- borgum Vestur-Þýzkalands, en sýning þessi vakti hvarvetna mikla athygli. Allmargar myndir voru seldar og keyptu þær ýmist einstaklingar eða opinberir að- ilar. Eitt af verkefnum fétagsins er að halda uppi nánum tengslum ur, en hávaði frá vélinni heldur til baga. Gírskiptingin er tals- vert frábrugðin gírskiptingu í öðrum bílum. Trabant 601 mun kosta um 80 þús krónur. Á næstunni mun verða opnuð Varahlutaverzlun fyrir Trabant bíla. Mún hún eiga að vera í Tryggvagötu 8. Auk þess mun viðgerðaþjónusta verða stórbætt. við íslandsvinafélög í Þýzka- landi, en starfsemi þessara féiaga er allumfangsmikil, einkum í Köln og Hamborg, enda er þeim stjórnað af mörgum þjóðkunnum mönnum þar syðra. Forseti Is- landsvinafélagsins í Köln er dr. Max Adenauer, yfirborgarstjóri þeirrar borgar, en hann kom hingað til lands í ágúst í fyrra, ásamt dóttur sinni, og dvaldi hér um fjögurra vikna skeið. — Ferðaðist hann um íslenzka há- lendið norður til Akureyrar og alta leið tit Austfjarða. Hafði Germani* í hendi ilkn undir- búning að komu dr. Adenauers og skipulagði ferð hans um land- ið og naut þar nokkurar aðstoð- ar félagsdeildanna á Akureyri. Á árinu sem leið kom út nýtt hefti af ársritinu „ísland1*, sem gefið er út af Germaníu og félög- unum í Þýzkalandi. Er þetta mjög myndarlegt rit. Hér heima hef- ir Ludvig Siemsen einkum haft veg og vanda af útgáfu þéssa rits. Eins og á undanförnum árum hélt Germanía uppi reglubundn- um kvikmyndasýningum í Nýja Bíó, þar sem sýndar voru þýzkar frétta- og fróðleiksmyndir. Einn- ig voru haldnir nokkrir f jölsóttir skemmtifundir að Hótel Sögu. í)r. Jón E. Vestdal, sem löng- um hefir verið driffjöðrin í starf- semi Germaníu var einróma end- urkjörinn formaður félagsins, en með honum í stjórn voru kosnir Pétur Ólafsson hagfræðingur, Ludvig Siemsen stórkaupmaður, frú Þóra Timmermann og Þor- varður Alfonsson hagfræðingur. Á aðalfundinum hreyfði Leifur Ásgeirsson prófessor ýmsum ný- mælum, sem stjórn félagsins mu« taka til athugunar á næsta ári. M.a. mua í ráði að efla tengslm við ísleneka námsmenn í Þýzka- iandt. Þróttmikið og fjörugt starf í Germaniu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.