Morgunblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 23
Sunnudagur 30. ágúst 1964
MORCUNBLAÐIÐ
23
FYRIR skömmu tók brezka
listaráðið upp tvenns konar
nýjar styrkveitingar, sem
vakið hafa allmikla athygli.
Annarsvegar er um að ræða
fjárveitingu — að upphæð
750 sterlingspund — til ljóð-
skálds og er henni ætlað að
gefa því tækifæri til að helga
tíma sinn óskiptan skáldskap
— Hinsvegar styrkveitingu til
söfnunar á handritum nútíma-
ljóðskálda fyrir British Muse-
um.
Ljóðskáldastyrkurinn var í
fyrsta sinn veittur fyrir
nokkrum dögum og hlaut
hann Martin Bell, 46 ára ljóS-
skáld, sem hefur haft ofan af
fyrir sér sem kennari í
London, en nýtur mikils álits
sem Ijóðskáld meðal þeirra
manna brezkra, er telja sig
til þekkja. Hann tók þó ekki
að leggja stund á ljóðagerð
„af alvöru“ fyrr en um miðj-
an síðasta áratug og hefur
ekki komið út bók með ljóð-
um hans eins. Hinsvegar var
nýlega gefin út í vasabókar-
broti ljóðabók með heitinu
„Modern Poets“ og ljóðum
þriggja ungra skálda, Martins
Bell — hann er af mörgum
kallaður „sá elzti hinna ungu“
— George Baker og Charles
Causley. Seldust á skömmum
tíma 20.000 eintök af bókinni
og er búizt við annarri prent-
un hennar fyrr en varir.
Um styrkveitinguna er haft
eftir Martin Bell sjálfum —
að honum þyki veitendurnir
DECEMBER, 1962
16 SUNDAY—3rd in Advent (350-I5)
-’f*
* — -ífai^ 7? tgy*
<1 tr
17 MONDAY (351-14)
Moob S«ti 11 ,J7 *.r
Moon fti»M 9.30 p.m.
1
1<TÍ~
u«. CftA,
-M> Uii A- h*. A trhtyu- 4*0 fruk.
J W' iL totthi Tfe cLuiUt t>íU*-L-
'MZ lUw W ijt, tottísA
þu4- f. Wt - --- ^ ,
í, ttuk. Tfc
/ . J . æÁ________^ -— /mé K-
<L*.
k+CrtUíí+yU ,
\f --»vv l #
( Vv,- .... I. '■ hjT^- ---
119
- ' ^ (tr— 4r i--~
sí^
British Museum safnar
handritum nútímaskálda
hafa tekið nokkuð áhættu-
sama ákvörðun með því að
velja sig. „Þó ég sé þakklátur,
er ég jafnfraimt furðu sleginn,
sagði hann. Að sumu leyti
finnst mér þetta óréttlátt, því
að nærri því hvert einasta
ljóðskáld, sem ég þekki til,
þarf á slíkum styrk að halda.
I>að væri ef til vill sann-
gjarnara, að valið væri eftir
hlutkesti. Skáld eiga jafnan í
miklum örðugleikum — þeir
einbeita sér í svo miklum
mæli að því að skrifa ljóð,
að þeir hafa hvorki tíma né
orku til að skapa sér örugga
framtíð. Við vitum um mörg
Ijóðskáld, sem hafa lagt frá
sér pennann um þrítugt vegna
þess einfaldltga að þeir voru
þá orðnir feður og farnir að
hafa alvarlegar áhyggjur af
menntun og uppeldi barna
sinna. — Á hinn bóginn, tal-
andi um hlutkesti, það skiptir
mann þó miklu máli að verða
þessa heiðurs aðnjótandi. —
Þttta hjálpar manni að hrista
af sér þá hræðilegu tilfinn-
ingu, að hann hegði sér eins
og kjáni og eyði tímanum til
einskis“.
Handritasöfnun
Sem fyrr var getið, er hinn
styrkurinn ætlaður til að afla
British Museum handrita af
verkum nútímaskálda. Á síð-
ustu fimm til sex árum hafa
verið að því nokkur brögð,
að handrit ýmiss konar, meðal
annars uppköst af ljóðum,
hafa gengið kaupum og sölum
háu verði. Riðu bandarískir
háskólar þar á vaðið og hafa
aflað sér margra verðmætra
handrita. Haft er eftir brezk-
um hamdrita- og bóksala,
Winifred Myers, að falazt
hafi verið eftir handritum af
Ijóðum Ted Hughes aðeins
tveim árum eftir að fyrsta
ljóðabók hans kom út. Og
skammt er síðan handrit af
ljóði eftir W. H. Auden var
selt á uppboði fyrir 600
sterlingspund.
Sú skoðun hefur komið
fram, að British Museum hafi
misst af strætisvagninum i
þessum efnum, — setið af sér*
mörg mikilvæg handrit. En
það er þó vom forvígismanna
þess, að fyrrgreind styrkveit-
ing bæti þar nokkuð úr skák
svo og frægðarorð það, sem
af safninu fer, — að skáld
muni fremur vilja að handrit
þeirra séu geymd í British
Museum en annars staðar. Til
dæmis er þess getið, að
Philip Larkin, sem harðneitað
hafði að selja handrit sín, hafi
gefið þau öll til British Muse-
um.
Úr því við höfum minmzt á
ljóð og ljóðskáld sakar ekki
að geta þess í leiðinni, að í
tilefni þess, að fimmtíu ár
voru í sumar liðin frá
upphafi heimsstyrjaldarinnar
fyrri gáfu Oxford og Methuen
bókaforlögim út bækur með
ljóðum skálda er sóttu yrkis-
efni sín í hörmungar heims-
styrjaldarinnar — höfðu
kynnzt þeim af eigin raun, og
féllu sum í þeim hildarleik.
Methuen gaf út Ijóðabókina
„The War Poets 1914-18“, sem
brezkur maður, Brian Gardn-
er, bjó til prentunar — en
Oxford gaf út bókina „English
Poetry Of The First World
War“ eftir John Jo.hnston,
bandarískan prófessor við
West-Virginia háskólann. Hef-
ur sú spurning komið fram
meðal brezkra gagnrýnenda
— hvers vegna Bretar þurftu
að láta bandarískam mann
verða á undan sér að fjalla
um þessa merku ljóðasmiði.
Bók Johnstons fjallar um níu
skáld, en þar af eru aðeins
fjögur enn lífs, Edmund
Blunden, Siegfried Sassoon,
David Jones og Sir Herbert
Read. Hin skáldin eru Wil-
fread Owen, Iseac Cosenberg,
C. H. Sorley, Julian Grenfell
og Robert Nichols. Mun John-
son leggja megináherzlu í bók
inni á þá breytingu, er varð
á ljóðum skáldanna eftir árás-
ina á Somme í júmí 1916, þar
sem 400.000 manns létu lífið.
Meðfylgjandi mynd er sýnis
horn af handritum skáldanna
Roy Fuller (efst) Stephen
Spenders og David Wrights
(neðst). Eru þetta brot af
handritum af ljóðum um
Shakespeare — en brezka
listaráðið gekkst fyrir útgáfu
bókar „15 Poems for William
Shakespeare“ í tilefni 400 ára
afmælisins í ár. Áttu þar ljóð
auk fyrrgreindra þriggja
manna, skáldin Edmund
Blunden, Dom Moraes, Crarl-
es Causley, Peter Porter,
W. J. Snodgrass, Thom Gunn,
Randell Jarrell, Derek Wal-
cott, Thomas Kinsella, Vernon
Watkims, Laurie Lee og Hugh
Mac Diarmid. British Museum
fékk til eignar öll handritin.
60 ára í dag:
Guörún Halldórsdóttir
Glaða og örugga vinkona og
kollega.
Það eru margir, sem aldrei
geta gert það góða, sem þeir
vildu gera, en því er ekki þannig
íarið með þig ljósa mín, þú hef-
Ur einmitt hlotið þann sess í
lífinu að fá ótal tækifæri til að
gera góðverk og til að rétta
iþína líknarhönd mæðrum og
börnum. Þú hefur ekki gengið
framhjá, þegar einlhver hefur
þarfnast þín, það höfum við
reynt, sem höfum haft þig sem
Ijósmóður.
Guðrún er fædd að Álafóssi
80. ágús, 1904, dóttir hjónanna
Gunnfníðar Guðlaugsdóttur frá
Helgafelli og Halldórs Jónsson-
•r versmiðjueiganda á Álafossi.
Guðrún lærði fyrst ljósmóður-
•törf hér heima, en síðan fór hún
til náms í Ríkisspítalann í
Kaupmannahöfn 1927. Hófst þá
•kkar vinátta. Hún var síðan að-
stoðarljósmóðir á klinik í
Kaupmannahöfn, en kom svo
heim 1930, og hefur unnið hér
óslitið síðan í þrjátíu og fjögur
ár. Guðrún hefur setið yfir 4568
konum og tekið á móti mörgum
tvíburum og þrisvar sinnum
þríburum, sem er sennilega eins
dæmi hér á landi. Guðrún hefur
líka gert meira en að sitja yfir.
Hún hefur alið þrjú börn, Önnu,
Steinþór og Magnús, en hann
fórst með togaranum Júlí. Hún
hefur þá eins og áður treyst því,
að Guð hafi gefið henni lífs-
áætlun og eftir henni hefur hún
gengið I gleði og sorg. Guðrún
hefur séð margar nætur brosa
í kyrrðinni, þegar hún hefur beð
ið eftir nýjum borgara. En lækn
ar og ljósmæður hafa hlotið
lítil laun og fá heiðursmerki
þjóðfélagsins, en önnur laun eru
dýrmætari en krossar með
mörgum stjörnum, það er grátur
nýfædds barns og ástin og þakk
lætið, sem skín úr augum móður,
er hún lítur barnið sitt.
Guðrún hefur aldrei borizt
mikið á, en í Ljósmæðrafélagi
Reykjavíkur hefur hún unnið
sem ritari, síðan félagið var
stofnað og unnið því af alhug.
Nú er nýstofnaður sjóður fyrir
fátæk og veik börn á barna-
spítalanum af Ljósmæðrafélag-
inu innan vébanda Hringsins.
Biður hún konur, sem vilja
gleðja hana með blömum að
kaupa heldur afmæliskort Hrings
ins, sem fást hjá Jóhannesi Norð
fjörð í Eymundsonarkj allaranum
Guðrún verður ekki heima á
afmælinu.
Hafðu svo hjartans þakkir,
ljósa mín, fyrir öll okkar kynni.
Með ósk um ánægjulegan af-
mælisdag og bjarta framtíð,
þín Helga M. Níelsdóttir.
Afgreiðslumaður
Óskum eftir manni til afgreiðslustarfa í bifreiða-
deild okkar.
GARÐAR GISLASON H.F.
Hverfisgötu 4—6.
dun^fiðurheeinsuniNI
VATNSSTIG 3 S?MI 18740 REST BEZT-koddar
AÐEINS ORFA 5KREF
ÍFRA' LAUGAVEGI
Endurnýjum gömlu sœng-
urnar.eigum dun-og ficforheld ver.
►ELJUM aedardúns-og gæsadunssaeng
wr og kodda af ýmsum stærdum.
að auglýsing
í útbreiddasta blaðinn
borgar sig bezt.
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiL