Morgunblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 32
biialeiga
magnusar
skipholt 21 i||
• Imar:21190-21I83
Síld undan Húnaflóa,
en erfitt aö ná henni
Bolungarvík, 28. ágúst.
SIGLFIRÐINGUR lóðaffi í morg-
un á síld undan Húnaflóa, 44
sjómilur norðaustur af Horni.
Sildin var á 80 faðma dýpi, og
stóð því of djúpt til þess að hægt
væri að ná henni. Þarna var logn
0i» sæmilegasta veður.
Síldveiðin í Faxa-
flóa sæmileg
AKRANESI, 29. ág. — Sæmileg
síldveiði var í nótt hér á Faxa-
flóasvæðinu. 4.775 tunnur af síld
tárust hingað af sjö bátum. Vb.
Sigrún fékk 1.000 tunnur, Har-
aidur 900 og Höfrungur II 600
tunnur. Þessir þrír voru út af
Garðskaga. Sigurður fékk 1.200
tunnur, Sólfari 500, Höfrungur
III 4i50 og Skírnir 125 tunnur.
Nót Höfrungs III lenií inni í nót
Skírnis og skemmdist Skírnis-
nótin mikið, rifnaði. Síldin er
blönduð; þó eilitið betri en áður.
— Oddur.
Úrslit I
Reykjavíkur-
mótinu
í D A G fer fram úrslitaleikur
Reykjavíkurmótsins í knatt-
spyrnu. Leika KR og Fram á
Melavellinum og hefst leikurinn
kl. 17.00. Þetta er annar úrslita-
leikurinn milli þessara félaga,
fyrri leikurinn fór fram 29. júní
og lyktaði með jafntefli eftir tví-
sýnan og skemmtilegan leik.
Verði jafnt eftir 2x45 mín. leik
verður framlengt í 2x15 mín. —
Fáist úrslit í leiknum, verða
verðlaun afhent sigurvegurunum
af formanni ÍBR.
368 hvalir
veiddir
Akranesi, 29. á'gúst: —
368 hvalir voru veiddir núna á
siaginu klukkan eitt eftir hádegi
I dag. Er þetta svipuð hvalatala
og veiðzt hafði á sama tíma í
fyrra. Þótt stórviðri hafi geisað
á landi undanfarið, hefir verið
allsæmilegt veiðiveður á hvala-
miðum. Aftur á móti, ef hval-
bátarnir nálgast landið á heim-
Jeið með einn, tvo, þrjá í togi,
hefir soðið á keipum og sungið
í rá. — Oddur.
Síld úr Jökul-
djúpi til
Keiluvíkur
Keflavík, 29. ágúst.
ÞESSIR bátar komu hingað með
■ild úr Jökuldjúpi í morgun (afli
í tunnum): Ágúst Guðmundsson
250, Skagaröst 500, Hrafn Svein-
bjarnarson II. 500, Máni 800,
Hrafn Sveinbjarnarson III.
1000.
Vb. Hafrún kastaði einu sinni
í Jökulfjörðum í gærkvöldi, en
fékk ekki neitt, ef undan eru
skildar nokkrar síldar. Benedikt
Ágústsson, skipstjóri á vb Haf-
rúnu, segir, að i og undan Húna-
flóa sé áreiðanlega mikið magn
síldar, en ekki sé gott að ráða
við hana. Síldin stendur djúpt og
kemur snöggvast upp annað veif
ið, en ekki ofar en á 40 faðma
dýpi.
Vb. Hafrún og Einar Hálfdáns
munu fara út seinni hluta dags í
dag, vb. Heiðrún fór rétt eftir
hádegið, vb. Sólrún í morgun, og
Siglfirðingar er úti. — H.S.
Engin síldveiði
eystra og nyrðra
ENN er bræla á síldarmiðunum
eystra og ekkert veiðiveður. -—
Fyrir norðan voru fáein skip á
Strandagrunni og Hornbanka,
þar sem vart hefur verið við síld
undanfarna daga, eins og Morg-
unblaðið hefur skýrt frá, en þau
fengu ekkert. Gott veður var í
gær bæði eystra og nyrðra.
Ferðir d flkranes
í dag
í DAG fer fram leikur í 1. deild-
inni milli ÍA og IBK á Akranesi.
Leikurinn hefst kl. 16.00.
Ferð verður með Akraborginni
kl. 14.00 frá Reykjavík og kl.
18.15 frá Akranesi.
Ferðir með áætlunarbifreiðum
Þórðar Þ. Þórðarsonar verða eft-
ir kl. 13 frá afgreiðslu BSR í
Lækjargötu, og strax að leik lokn
um frá AkranesL
Tvær hroðalegar bílvelt
ur við Hafnarfjörð
UM kl. 3.15 aðfaranótt laugar
dags var tvitugur Hafnfirðing
ur á ferð í bifreið á Álfta-
nesvegi við Engidal sennilega
ölvaður. Missti hann bílinn út
úr höndum sér í lausum sandi
á beygju, svo að ökutækið
hrataði út í sand, og hvolfdi
því. Bíllinn skemmdist mjög
mikið, eins og sjá má á efri
myndinni, en bílstjórinn
slapp að mestu ómeiddur;
hlaut að visu skurð á hnakka.
Ökumaðurinn vildi nú ná í
hjálp fyrir sjálfan sig og/eða
farkost sinn. Klöngraðist
hann þvert yfir garðlöndin i
Hraunsholti og komst að húsi
Bjarna M. Jónssonar, náms-
stjöra. Þar barði hann hús
utan, en íbúar töldu innbrots
þjóf vera kominn og hrin,gdu
til lögreglunnar í Hafnar-
firði, eins og Garðhrepping-
um ber að gera í slikum til-
vikum. Þar var ekki anzað,
enda voru hinir tveir lögreglu
þjónar ,sem á vakt voru, að
sinna öðru máli, eins og síð-
ar kemur fram. Hringt var til
lögreglunnar í Kópavogi og að
lokum til Slökkviliðsins í
Hafnarfirði, sem náði í tal-
sambandi við iögregluþjón-
ana þar. Voru þeir þá að
sinna öðru máli, slysi á Reykja
víkurvegi við Tungu, þar sem
bifreið hafði hvolft. Sýnir
neðri myndin aðkomu þar í
nótt.
Þar voru á ferð í Reykjavik
urbil þrir piltar úr Reykjavík
og tvær stúlkur, önnur úr
Reykjavík, en hin vinnandi í
Mosfellssveit. Billinn hafði
ekið utan i umferðarmerki,
þar sem laus sandur var ofan
á malbiki; bílstjórinn reyndi
að hemla og beygja, en bilnum
hvolfdi ofan í skurð vinstra
megin. Um leið lenti bíllinn á
Ijósastaur, sem hann braut.
Þar í götunni eru samskeyti
á rafmagnskapii, sem ten,?d
höfðu verið kvöidið áður, og
má mildi heita, að rafmagns-
straumur komst ekki í bil-
inn.
Ökumaður og piltur í fram
sæti virtust lítið meiddir;
hlutu aðeins kúlur á höfuð og
rispur, en hitt þrennt var
flutt á Slysavarðstofuna,
sennilega þó ekkert alvarlega
meitt, en önnur stúlkan hlaut
slæmt taugaáfall, svo að
halda varð henní.
Piltarnir tveir munu aðeins
hafa smakkað áfengi, að sögn
lögregluvarðstjórans í Hafn-
arfirði, en ökumaður ekki.
Myndirnar sýna, hve illa
bílarnir eru leiknir eftir velt-
urnar, en merkilegt má heita,
hve lítil meiðsli urðu á fólk-
inu, þó að of snemmt sé að
vísu að fullyrða neitt nm það.
Ljósm.: MbL Sv. Þ.
Eldur í vb Reyni
iri ÍX W0 ÍX ÍP §Æ áFV áFW áffl
Skipverjar komu engum sjó-
dælum að, þegar eldurinn gaus
skyndilega upp í vélarrúmi báts-
ins, en með því að loka í snatri
öllum opum að vélarrúminu,
tókst þeim að hindra útbreiðsl
eldsins. — Skipið var á leið
miðin frá Reykjavík og var kon
«5 að Garðskaga, er eldsins vai
vart.— hsj.
Vb. Von er á leið hingað frá
Vestmannaeyjum með 7—800
tunnur.
Sildin sem hingað er komin
vestan úr Jökuldjúpi er mjög
■æmileg. en nokkuð blönduð. —
Hún fer í frystingu og bræðslu.
— hsj.
Keflavík, 29. ágúst. i komizt af sjálfsdáðum til Kefla-
í MORGUK klukkan hálfsex kom
vb. Reynir BA 06 logandi hing-
að upp að bryggju.
Mikill eldur var þá í vélar-
rúmi bátsins, wt þó hafði bann
vikur. Vb. Lundi fylgdi Reyni
að bryggju. Slökkviliði Kefla-
víkur tókst á skömmuí tárna að
ráða Jpiðuriögunr, eldsins, en
skemrridir urðu allrniklar.
Hvaða Volks-
wagen ók á?
AÐFARANÓTT laugardagsins 22.
ágústs, eða á laugardagsmorgun,
var ekjö á brunabana vi8 Laug-
arásveg 45. Bretti af Volkswag-
enbifreið lá eflir við brunann. —.
Eigandi þeirrar bifreiðar eða
aðrir, sem eitthvað kynnu að
vita «k málið, eru vinsamlega
beðnir að láta rannsóknarlögregl-
una vita.