Morgunblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 28
28 MOHGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. Sgúst 1964 HERMINA BLACK: Eitur og ást hann ekki heima í Egyptalandi? — Nei, eruð þér frá yður? Hann er emír í sínu eigin landi, í Suður-Arabíu, sagði frú Glen- ister. -— Það er yndislegt land. Og ágætt stjómarfar þar. Það væri skammarlegt, Blake, ef þeir færu að gera uppreisn þar líka. Við skulum vona að það verði ekki, svaraði Bláke alvarlegur. Frú Glenister sneri sér nú aft- ur að Corinnu. — Mér þykir verst að það er orðið of seint að sýna yður hestana mrna í dag — nema þér þá viljið bíða hérna þangað tií fer að kólna .... — Nei, ég ætti að fara að hypja mig, svaraði Corinna. Eg veit ekki hvenær prófessorinn kemur aftur, og ég gýst við að hann vilji útskýra fyrir mér það sem ég á að gera, áður en við borðum kvöldverðinn. — Komið þér þá í býtið í fyrramálið í staðinn. Hann Blake getur sýnt yður hérna í kring. Það væri kannske ekki úr vegi, að þú kenndir henni að sitja á hesti, meðan þú ert hérna, Blake. — Ég hefði ánægju af því. Corinnu lá við að óska, að frú Glenister væri ekki svona at- hafnasöm. Þó að Blake hefði enga löngun til að kenna henni að sitja á hesti, varð hann þó að láta svo. Hún flýtti sér að segja: — Þakka yður kærlega fyrir, en ég er hrædd um að ég hafi lítinn tíma til þess að læra að stjórna hesti .... — Hvaða bull, sagði frúin. —Hann Philip tjóðrar yður varla við ritvélina. Þér hafið ekki nema gott af að koma á hestbak svo sem klukkutíma fyrir morg- unverðinn — á hverjum morgni. Hún drakk út úr tebollanum og stóð upp. — Nei, sitjið þér kyr, Corina. Ég ætla að leggja mig dálitla stund, en hann Blake verður hjá yður. Og þér verðið að muna að biðja hann Philip um að líta inn til min. Og þér komið sjálf í fyrramálið. Hann Blake sækir yður. Blake fylgdi gömlu konunni inn, en á meðan var Corinna að velta fyrir sér, hvemig honum fyndist að láta tala við sig eins og skólastrák. En hann var bros- andi þegar hann kom aftur. kemur aftur, og ég býst við að hann. — Þér megið ekki vera svona súr á svipinn, góða mín. Mér þykir gaman að láta Josep- hine frænku skipa mér fyrir verkum — og ég er vanur því. Ha, eruð þér að fara? — Ég — ég held að ég ætti að fara, svaraði Corinna og var súr á svipinn enn. — Nei, reykið þér einn vind- ling með mér fyrst. Nú er það ég sem segi fyrir verkum! Corinna tók vindlinginn og varð að játa í huganum, að henni þætti líka gaman að láta segja sér fyrir verkum .... — Josephine frænka er hrifin af yður. Það var auðséð að hún varð það undireins fyrsta kvöld- ið sem þið sáust. — Ég vona það, ' sagði Cor- inna með ákefð. — Hún er dæma laus manneskja. . . . Augu þeirra mættust og bæði hlógu. — Hún getur nú verið öðru vísi en hún er núna, sagði hann. — En það er óræk sönnun þess að henni líki við fólk, að hún bjóði því að koma á bak ein- hverjum af elsku klárunum sín- um. Nú skuluð þér sýna henni að þér getið orðið góður hesta- maður, — þá er yður óhætt að biðja hana um helminginn af aleigu hennar. — Mig langar ekkert til að eignast hálfa aleigu hennar. Og svo gerið þér mig hrædda, sagði Corinna. — Líklega verð ég skelfingar klaufi — eða þá að ég dett af baki! En ég segi yður það satt, að það verður naumur tími hjá mér til þess að læra taumhald á hesti, þó að þér haf- i verið svona vænn að — að fallast á að kenna mér það. Hann horfði á hana og fann allt í einu að hann óskaði einsk- is fremur en að mega kenna henni hestamennsku, og kynnast henni sjálfri um leið. — Það er leitt ef yður langar ekkert til þess, svaraði hann ró- lega. — Því að þér komist ekki hjá þessu — það mundi móðgá Josephine frænku stórlega, ef þér segðuð nei. Hún varp öndinni. — Þér vitið að ég er ekki sjálfs mín herra. Hugsun okkur að prófessorinn. . . — Prófessornum mundi ekki detta í hug að skipta sér af eirikamálum, eins og hans góða en drottnunargjarna frænka hef ur gert. Hún vissi ekki hvort hún átti að látast vera glöð eða hrygg. En hitt vissi hún að það var gam- an að sitja hér með Blake Fergu son. Að hlusta á þessa fallegu rödd, horfa á magra sólbrennda andlitið. Hún fann til sömu gleð- innar og kunningjakenndarinnar eins og forðum, þegar hún borð- aði miðdegisverð með honum í Cairo. Nú gat hún ekki skilið, að hún hefði nokkurntíma haldið að sér litist illa á hann. Jafnvel þó að það hefði verið auðmýkjandi að láta hann skamma sig eins og óþægan krakka. Og vafalaust var mörgum í nöp við hann, því að ekki varð því neitað, að hann var ráðríkur og tillitslaus. Hún gat ekki varizt brosi þegar hún var að hugsa um þetta. — Hvað fannst yður svona skemmtilegt, ungfrú Langly? spurði hann. Hún roðnaði og svaraði hik- andi: — Eg var að hugsa um, að yður fannst ég vera hræðilegur bjálfi, í fyrsta sinn sem við sáumst, og um að — að þér séuð ekki þannig gerður, að þér séuð umburðarlyndur við bjálfa. — Nei, það er ég ekki, sagði hann. — En ég var — ojæja, fremur venju óþolinmóður í það skiptið. Kannske var ég, alveg óafvitað, gramur yfir því að þér stofnuðuð lífi yðar í hættu — svo að við hefðum alls ekki hitzt. Og þá hefðuð þér ekki orðið skjöldurinn, sem bjárgáði minni ómerkilegu persónu frá tortím- ingu. — Það er nú eflaust of djúpt tekið í árinni, sagði hún létt. — Eg bjóst við að þó ég hefði ekki verið með yður, munduð þér. . . — Yður skjátlast, sagði hann kaldranalega. — Það var nóg eitur á þessum rýtingi til þess að drepa tuttugu menn. — Guð hjálpi mér! Hún ná- fölnaði. Er þetta satt? — Já, of satt, ungfrú góð. Ég lét rannsaka hnífinn. En þér megið ekki vera svona óttasleg- in. Þá voruð þér við höndina — og nú er ég við höndina. Svo að þér skiljið, að það má ekki minna 15 vera en að ég kenni yður að sitja á hesti, jafnvel þó að ég færði fórn með því, eins og þér virðist halda. — Ég átti við að — þér voruð eiginlega neyddur til þess, sagði hún. — Verið þér óhrædd, sagði hann. Josephine frænka veit uppá hár hvað mér er fyrir beztu. Og þessvegna byrjum við í fyrramálið. Hún hló, en í þetta skipti horfð ust þau ekki í augu. Hún leit á armbandsúrið sitt og var fljót að standa upp. — Nú verð ég að fara. . . . — Ég ætla að fylgja yður heim í prófessorshúsið, sagði Blake. — Við skulum ganga um garðinn, því að sólin bakar ekki mikið núna. Þegar þau komu að dyrunum spurði hún: — Ætlið þér að líta inn og sjá hvort prófessorinn er kominn? — Já, ef ég má. — Auðvitað er ég mikið fyrir börn. Af hverju spyrðu? Hún benti á stofudyrnar. — Farið þér þarna inn, og ég skal gá að hvort prófessorinn er kom inn heim. Blake fór inn í mannlausa stof una og gekk að slaghörpunni, sem stóð opin. Hann leit á nótna bókina, sem var á grindinni. Tón smíð eftir Ravel. Svo leit hann á nótnablöðin sem lágu á slaghörp unni. Hann heyrði fótatak bak við sig og sagði án þess að líta við: — Ravel, Debussy og spánsk ur náungi, sem ég kannast ekki við. Er það kona Philips sem hefur þennan framandi smekk? — Það er. ... — Fyrirgefið þér. Ég hélt að það væri ungfrú Langly, sem var að koma inn. Þér eruð áreiðan- lega frú Lediard, er ekki svo? Sandra brosti og kinkaði kolli, og hann hélt áfram: — Ég heiti Blake Ferguson. Hún rétti honum höndina. — Eg hef vitanlega heyrt Philip tala um yður — og ýmsa aðra líka. Það var gaman að maður skyldi loksins fá að kynnast yður. Mér finnst við vera gamlir kunningjar. Þegar hún leit í blá augu hans fannst henni að hann væri að vega hana og meta — og að hún væri léttvæg fundin. Sandra komst að þeirri niður- stöðu að sér líkaði ekki þessi maður. Hún var alltaf fljót að gera sér grein fyrir slíku. — Þetta var fallega sagt, sagði hann og tók í höndina á henni. — Eruð þér nýkominn? spurði hún. — Ég vona að þér verðið hjá okkur um tíma? — Þakka yður fyrir — en ég er niðursetningur í næsta húsi. — Hjá Josephine frænku? — Já. — Ég vorkenni yður, sagði hún, og vissi um leið að nú hafði hún hlaupið á sig. Nú kom Corinna inn í stof- una. Prófessorinn er ekki kom- inn ennþá, byrjaði hún en hætti þegar hún sá Söndru. — Æ, ég vissi ekki að þér voruð heima, frú Lediard, sagði hún. — Ég var að koma, sagði Sandra áherzlulaust. — En fáið þér yður nú sæti, Ferguson. Hafið þér drukkið te? — Já, þökk fyrir, sagði hann, en settist ekki. . . . Ég leit inn í þeirri von að ég hitti Philip. Josephine frænka blundar þessa stundina, og ég verð að vera heima þegar hún kemur niður aftur. — Þér þurfið alls ekki að hlaupa strax. Philip getur komið þá og þegar, og honum þykir leitt ef hann hittir yður ekkL Hún brosti til hans eins ísmeygilega og hún gat. Ef til vill var þessi vinur Philips ekki eftir hennar smekk, en það var eðli hennar að vera ljúf við alla karlmenn. Blake svaraði kurteislega: — Það verður nógur tími fyrir okk ur að hittast. Ég geri ráð fyrir að verða hérna drjúgan tíma. — Það er svo að sjá sem Philip eigi ekki marga vini, en honum er annt um þá fáu sem hann á. . . . Hún settist á kollu- stólinn en sneri bakinu að hljóð- færinu. Lét sem hún sæi ekki Corinnu, sem stóð vandræðaleg í dyrunum og var í vafa um hvort hún ætti að fara út eða inn.. — Og yður finnst ég hafa fram andi smekk að því er tónlistina snertir? spurði Sandra í léttum tón. — Tvímælalaust, svaraði hann fremur kaldranalega. — Fellur yður ekki fram- andi tónlist? — Það er undir ýmsu komið. — Hverju? — Stemningunni. Ég vona að þér spilið eitthvað fyrir mig við og við — hver veit, nema smekk urinn minn breytist þá. — Komið þér þá eftir kvöld- verðinn í kvöld. Ég geri ráð fyrir að þér verðið að bora hjá Josep- hine frænku, úr því að þetta er fyrsti dagurinn yðar hérna. — Og á eftir verð ég að spila við hana. En ég vona að ég hitti KALLI KUREKI »*•- — x— -x* Teiknari; J, MORA NOW,LISTe»* ME AN’AUNTie PUCHCSS AZe GOl»' TO TH’SMtTH BAMCH FOR. A FEW VÞÍiSt them's Tneee acees o’ hattmow , am’ 1 TH’CATE MEEPS FIXI»--\ — Takið nú etftir! Við Soffía frænka erum að fara til búgarðs Smith fjölskyldunnar og ætlum að vera þar í nokkra daga. Það þarf að »lá þrjár ekrur, og það þarf að kippa hliðinu í lag. —- Ef ekki verður búið að gera það, þegai ég kem aftur, þá verður allt pati! — Æ, þú þekkir mig. Ég ætla að vinna, maður. En strax og þú ert far inn þá er farinn þá er hann vís með að stinga af og fara til borgarinnar. — Þetta hefðir þú ekki átt að segja. — Það er þér að kenna. Það var þín hugmynd. Ég ætla að fara til borgarinnar og lyfta mér á kreik. Ég kem aftur á morgun og þá ljúk- um við búverkunum. — Hana! Byrjaður enn! Það endar með því að við komumst í klandur eins og björn, sem er að snuðra í býkúpu. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar I kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Raufarhöfrt UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins i kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim heistu söluturnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.