Morgunblaðið - 11.09.1964, Side 26

Morgunblaðið - 11.09.1964, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ i Fostudagur 11. sept. 1964 & Sambandsráðsfundur Ungmennafélags Islands Hörð barátta um Evrópubikara Tveir af beztu sundmönnum heims, Þjóöverjamir Hans Joachim Klein (tii hægri) og Gerhard Hetz. Klein setti heimsmet í mai sl. í 200 m skriðsundi 1.58,2 og hætti heimsmet Bandaríkjamanns- ins Don Soilander um 2/10 úr sek. Hetz sem er einn frægasti skriðsunds- og fjórsundsmað ur heims fagnar afreki Klein. Þessir tveir munu án efa koma mikið við sögu í sund keppninni í Tokíó. Verði þeir ekki í verðlaunasætum má mikið ganga á ef þeir verða I ekki meðal fyrstu sex. Fram og Þróttnr ó laugardag - og oðr/r nœstu leikir NÆSTI leikur í I. deildarkeppn- inni er á iaugardaginn kl. 4 á Laugardalsvelli. Þá leika Fram og Þróttur. Þessi leikur er bar- átta um fallsætið í I. deild. Fram nægir jafntefli til þess að tryggja sér setu í I. deildinni pg þá fellur Þróttur. Vinni Þróttur hafa Fram og Þróttur jafnmörg stig og fram verður að fara auka leikur um fallið. Á sunnudaginn verður svo síð- asti leikur í 3. umferð Bikar- keppninnar. Keppa þá á Akur- eyri lið Akureyringa og Fram B-lið. Það lið er siigrar tekur þátt í 8 liða úrslitum Bikarkeppn innar ásamt 1. deildarliðunum sex og B-iiði KR sem hefur áunnið sér rétt til 8 liða úrslita keppni. Tveim leikjum í 1. deild Irestað VBGNA þátttöku KR I Evrópu- keppni meistaraliða hefur tveim ur leikjum í L deild verið frestað. Mótanefndin hefur nú ákveð- ið, að leikir þessir fari fram sem hér segir: Sunnudaginn 20. september n.k. fer fram á 'Njarðvíkurvelli leikur milli Í.B.K, og KR og ■unnudaginn 27. sept leikur milli KR og Í_A. og fer hann ítíuxi í Reykjavik. 14. sambandsráðsfundur Ung- mennafélags íslands var haldinn í Haukadal dagana 5. Og 6. sept. Fundurinn samþykkti meðal ann ars að fela sambandsstjórn: Að athuga möguleika á utan- för íþróttamanna að loknu lands- mótinu 1965. Að vinna að aukinni samvinnu ungmennafélaga á Norðurlönd- um. Að beita sér fyrir leshringum og spurningakeppni úr þjóðleg- um fræðum miili héraðssamband anna. Að ljúka sem fyrst við fram- kvæmdir, sem unnið er að í Þrastaskógi, leikvallargerð og byggingu veitingaskála. Fundurinn hvatti héraðssam- böndin til þess að koma á æfinga- stöðvum og leiðbeinendanám- skeiðum í samvinnu við íþrótta- kennaraskóla íslands, UMFÍ og í. S. í. Ennfremur voru samþykktar eftirfarandi tillögur: Sambands- ráðsfundur beinir því til sam- bandsfélaga um land allt að und- irbúa sem bezt þátttöku sína í 12. landsmóti UMFÍ, sem haldið verður að Laugarvatni dagana 3. 0^4. júlí 1965. Jafnframt leggur fundurinn ríka áherzlu á það, að mótsgestir allir taki sem virkastan þátt í mótinu með prúðmannlegri fram- komu og reglusemi og sameinist um það, að gera þessa íþróttahá- tíð sem glæsilegasta, svo hún verði æskunni til uppörvunar og samtökunum og þjóðinni allri til heilla og farsældar. Sambandsráðsfundurinn vænt- ir mikils af störfum þeirrar nefndar, sem nú vinnur að samn- ingu frumvarps til laga um æsku- lýðsmál og telur mikilvægt, að hún hraði störfum sínum. Ennfremur minnir sambands- ráðsfundur UMFÍ á hina miklu og vaxandi þörf á auknu heil- Á SUNDMÓTI í Osló á mið- vikudag voru sett tvö norsk met Ulf Gustavsen setti nýtt met í 1500 m. skriðsundi, synti á 18.03.0 sem er mjög gott afrek. Gamla metið átti Jon Vengel 18.12.4 — Fer Arne Pedersen setti og norskt met í 100 m. flugsundi synti á 103.8 og bætti það eldra um 7/10 úr sek. brigðu og skipulögðu æskulýðs- starfi í landinu. Fundurinn vekur athygli á mikilli starfsemi ung- mennafélaganna á þessu sviði, sem æskilegt væri að ykist enn að miklum mun. Raunhæft spor i þá átt væri að auka fjárhagsaðstoð til UMFÍ svo hægt væri að ráða erindreka, sem skipulegði aukið æskulýðsstarf samtakanna og ferðaðist milli héraðssambandanna og ung- mennafélaga um land allt. Fundinum lauk um hádegi á sunnudag. Þá flutti Sigurður Greipsson, skólastj. snjalla hvatn ingaræðu. Eftir hádegi skoðuðu fundarmenn skógræktina í Hauka dal. Síðan var farið að Laugar- vatni. Þar skoðuðu fundarmenn hinn glæsilega íþróttavöll og aðr- ar aðstæður í sambandi við lands mótið undir leiðsögn skólastjóra íþróttaskólans, Árna Guðmunds- sonar. Þá var farið í Þrastaskóg og skoðaðar framkvæmdir þar, — skógrækt, leikvangur og veit- ingaskáli. Um kvöldið sátu full- trúar hóf í félagslundi í Gaul- verjabæ. Þar var nýlokið keppni í frjálsum íþróttum milli Hér- aðssambands Snæfells og Hnappa dalssýslu og Héraðssambandsins Skarphéðins. (Frá Ungmennafélagi íslands). í FYRRINÓTT fóru fram ýmsir leikir í Evrópukeppnunum þrem ur í knattspyrnu, keppni meist- araliða — sú hin sama og KR tekur þátt í, keppni Iiða er unnu bikarkeppni viðkomandi landa og keppni á milli borga. í keppni um Evrópubikar meistaraliða urðu úrslit þessi: í Tirana skildu jöfn Partisan Tirana og Köln V-Þýzkal. 0^0. í St. Etienne skildu jöfn St. Etienne og Chauz de Fond (Sviss) 2—2. í Krusel vann Anderlencht (Holland) Bolgna (Ítalíu) 1—0. í keppninni um Evrópubikar b'ikarsigurvegara urðu þessi úr- slit: Vasas Györ Ungverjalandi vann Cherie Leipzig 4—2 og fer í aðra umferð með samanlagða markatölu 6—2. Rauða Stjarna f Belgrad og Glasgow Rangers léku í Belgrad og vann Rauða Stjarnan með 4—2. Aukaleik þar um úrslitin þar sem Glasigow’ Rangers unnu heimaleik sinn með 3—1. Staðan er því 5—5. Þá léku í bikarkeppni „bikar- si*gurvegara“ danska liðið Es- berg og Cardiff. Jafntefli varð 0—0. í Magdeburg varð einnig jafntefli milli Magdeburg og Galastasaray (Istanbul) 1—1. í Finnlandi fór fram kappleik- ur milli Lýn (Osló) g Reipas Independente vann Inter- nazionale 1-0 FYRRI leikur liðanna Internaz- inale (Milan) og Independente í Buenos Aires um heimstitil í knattspyrnu, fór fram í Buenos Aires á miðvikudag. Independ- ente sigraði 1—0. Var markið skorað á 12 mín. síðari hálfleiks. Síðari leikur liðanna í Milano verður síðar í þessum mánuði. Það er orðin hefð að það lið er sigrar í bikarkeppni Evrópu keppi við sigurvagara í bikar- keppni S-Ameríku um „heims- titil“. Þetta var fyrri leikur þeirrar keppni í ár. (Lahti í Finnlandi) en þau dróg- ust saman í bikarkeppni Evrópu meistaraliða. Finnar unnu 2—1, en Norðmenn léku 10 mestan hluta tímans. Þetta var fyrri leikur landanna 1 umferðinnL r Otal sandmenn útílokaðir fró Olympíu- leikunum ALÞJÓÐA sundsambandið ákvað í gær að útiloka alla sundmenn Indónesíu frá þátttöku í Olym- píuleikunum í Tokíó ásamt 4S sundmönnum annara landa. Ástæðan er deila er upp reis í fyrra vegna þess að Indónesía lokaðir og 45 sundmenn annarra sundsambandsins um opna þátt- töku .í móti er var haldið þar 1 landi. Tilkynnti alþjóðasund- sambandið þá öllum sundmönn- um er þátt tækju í mótinu, að með þátttöku eyðilegðu þeir rétt sinn til þátttöku í Tokíóleikun- um. Indónesia sagði sig þá úr alþjóða sundsambandinu og sundmennirnir 45 hundsuðu að- varanir alþjóðasambandsins Nú í gær voru greidd atkvæði um málið á ný hjá alþjóðasamband- inu og úrslitin urðu að allir sundmenn Indónesíu eru úti- lokaðir og 45 sundmenn annrra landa þ.e. 1 frá Búlgaríu, 7 frá Cambodíu, 1 frá Dominica, 4 Hollendingar, 12 Japanir, 1 Sýr lendingur og 9 Egyptar. Svíar til Tokio leikanna SVÍAR eru nú að velja sitt Olympíulið endanlega. Bað sænska OL-nefndin um tillögur sérsambandanna og rann frestur til að skila þeim tilkynningum, út í gær (fimmtudag). Sérsam- böndin stungu alls upp á 105 íþróttamönnum. Skiptast þeir þannig milli greina, glíma 9, hjólreiðar 5, frjálsíþróttir 12, fimleikar 9, kappganga 5, nútíma fimmtarþraut 3, reiðfimi 3, siglingar 14, sund 18, skotfimi 6 og lyftingar 3. Ekki er talið víst að sænska OL-nefndin taki að sér að senda allt þetta fólk, en sérsamböndin hafa það síðan í hendi sér hve marga þau vilja kosta að auki, Síðustu greinar Meistaramótsins ÁKVEÐIÐ hefur verið að fimmtarþraut Meistaramóts ís- lands og 3000 m. hindrunarhlaup fari fram á Melavellinum 15, sept. kl. 5 síðdegis. 19. og 20. sept kL 5 siðdegis fara svo fram ú Melavellinum tugþraut, 4x800 m hlaup og 10 km hlaup í sama mótL Þátttöku ber að tilkynna til Sameinaða í síðasta lagi 13. sept. nk. Það er KR sem sér um mótið. Ingo á að greiða 42 millj. kr. í skatta í DSA INGIMAR Johansson fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum hefur tapað máli er hann höfðaði gegn skattyfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir of mikla skattinnheimtu. Réttur- inn í New Orleans hefur dæmt hann til að greiða sem svarar 42 millj. ísL kr. í skatta. Ingo hefur farið fram á að þurfa ekki að greiða tekju- skatt . í Bandarikjunum á grundvelli þess að hann er nú búsettur í Sviss og rekur allan sinn atvinnurekstur þar. Þetta er þó talið aðeins bragð til að komast hjá skatt- greiðslum í sambandi við gíf- urlegar tekjur er hann hafði í sambandi við þrjá kappleiki við Flloyd Patterson um heims meistaratitilinn. Dómarinn í réttinum sagði er hann kvað upp dóminn. Öll starfsemi Ingimars í Sviss er sett upp aðeins til þess að losna við skatt a1 gífurlegum tekjum í Bandarikjunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.