Morgunblaðið - 26.09.1964, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.09.1964, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. sept. 1964 Stefán Rafn: íslenzkt mál ÍSLENZKT talmál, blaðamál og bókmál; hvor þessara þriggja flokka væri efni í heilan árgang af Morgunblaðinu eða öllu held- ur margar bækur. Hér verður þó í stuttu máli aðeins drepið á þetta sígilda efni, þetta æðsta boðorð fólksins í landinu: Móður- málið. Fyrir fáum árum skrifaði ég blaðagrein um málið á ritum þeim sem kennd eru við ást og glæpi og skal því ekki fara frek- ar út í þá sálma-þótt hins vegar að góð vísa sé aldrei of oft kveð- in, en nóg um það. Ef íslenzk tunga deyr er þjóð- in búin að glata sjálfri sér. Illa er nú komjð fyrir þjóð Egils og Snorra sem ferðast í fólksvögnum landhornanna á milli að geta ekki nefnt farar- tækin annað en „rútur“, sem ætla mætti, að sé dregið af orð- inu drykkjurútur. Nú vill svo vel til að vér eigum ágætt orð í málinu um þetta, og það fleiri en eitt: Áætlunarvagn. Farþega- vagn. Almenningsvagn. Þegar fjónski málfræðingurinn og íslandsvinurinn Rasmus Kristján Rask dvaldi hér á landi á árunum 1815 til 1816 ferðaðist hann nokkuð um landið til þess að kynna sér málið af vörum alþýðunnar. Hvergi fannst hon- um málið verra en í sjálfri höf- uðborginni Reykjavík sem þá var að vísu hálfdönsk eða vel það. Það er ekki nýtt að mál fólks sé talið misgott eftir lands- hlutum án þess ég ætli að dæma neitt þar um. En ekki kæmi mér á óvart þó að stórir kaupstaðir hefðu betur þegar um er að ræða hvernig ekki á að tala. Væri það út af fyrir sig merki- legt rannsóknarefni fyrir mál- fræðing. Þá eru það svokölluð gælu- nöfn á mannfólki sem ég vildi minnast á. Um þau er það að segja að þau eru hreinasta plága. Eftiröpun á útlendum orðskríp- umum þykir einstaka fólki ef til vill fínt, en smekklegt getur það ekki talizt. Nöfn eins og „Dódó“, „Sísí“, eða „Lóló“, og tugir hlið- stæðra nafna stúlkna og pilta ættu alveg að hverfa. Um mannanöfn almennt væri freistandi að skrifa en verður þó ekki gert að sinni. Ég skal aðeins minna á að samkvæmt mannanafnalögunum ber þjón- andi sóknarprestum skylda til þess að skíra börn þeim nöfnum sem eru smekkleg og fara vel í málinu, en málið er þó ekki einhlítt. Þannig getur prestur neitað að skíra fornaldarnöfnum eins og til dæmis Járngerður eða Regmvaldur svo eitthvað sé nefnt.- Þetta sem nú hefur verið sagt hefur einkum lotið að talmáli fólks og væri hægt að halda á- fram í þeim dúr langa lengi. Hér skal þó staðar numið með því að segja frá litlu dæmi ný- legu. Ég var á gangi hér á aðal- götu þorpsins í Hveragerði einn góðviðrisdaginn og mætti þá tíu ára gamalli telpu dóttur kunn- ingja míns sem hafði verið las- inn um nokkurt bil. Spurði ég telpuna hvernig föður hennar liði en hún svaraði að honum væri illt í „fótnum“. Ég kváði en telpan endurtók það skýrt að föður hennar væri illt í „fótn- um“. Ég leiðrétti auðvitað telp- una en varð þó að orði: Blessað barn. Hvar hefurðu lært málið? „En svo mæla börn sem á bæj- AÐEINS ORFA SKREF Jg^LAUGAVEG^ REST BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sœng- urnar.eigum ^dún-og fidurheld ver. JELJUM ædardúns-og gæsadúnssæng ur og kodda af ýmsum stærdum. MALARAMEISTARAR — HÚSBYGGJENDUR , , U L B R I K A “ VEGGJAPLAST er sannkallað undra-efni. Hefur marga kosti framyfir málningu: Mikið höggþol, myndar þykka húð, má nota sem spartl. Fyllir holur og teygir sig yfir sprungur. Falleg áferð, fín eða gróf eftir vild. Auðvelt í notkun. Fæst í öllum málningarlitum. Einkaleyfishafar: STEINHÚÐUN HF. Sími: 23882. / Silfurtúni! Afgreiðsla Morgunblaðsins í Garðahreppi, vill ráða dreng eða stúlku til að bera Morgunblaðið til kaupenda við „Hjallana“. Afgr. Mbl. Hoftúni við Vífilsstaðaveg. — Sími 51-247. Stefán Rafn. um er títt“, segir máltækið. Og svo eru það blessaðir skólarnir, skyldu þeir vera alveg saklausir. Trúi því hver sem vill. Ég sé að ég er langt kominn með það litla rúm sem mér var heimilað hér í blaðinu á um- ræddum vettvangi, og verð því að vera fáorður um íslenzkt rit- mál, blaðamál og bókmál. En hvernig væri að sumir blaða- menn og ritstjórar tækju sig til og lærðu íslenzku, auglýsinga- stjórar líka. Þeir hefðu áreiðan- lega gott af því. „Tek prjón í heimáhúsum", N. N. Hansdóttir. (Augl. úr dag- blaði). Þetta má leggja út á fleiri en einn veg. Til dæmis að þessi Hansdóttir gangi í hús og leggi eignarhald á það prjónles er hana lystir. Eða að hún (fali), — fái bandprjón eða einhvern annan prjón eftir skilningi hvers og eins. „Vantar stúlku til uppvigtunar", (Augl. úr dagblaði, nýlega). Hvenær skyldi maður sjá aug- lýst eftir stúlku til niðurvigtun- ar? „Kápan hafði hangt í glugga". (Úr bók sem kom út fyrir nokkr- um árum eftir skagfirzka konu). Eigi finnst mér tilhlýðilegt að enda þetta greinarkorn án þess að geta framlags Ríkisútvarps- ins til móðurmálsins. Kannast nokkur hlustenda við að hafa heyrt á öldum ljósvakans að þessi eða -hinn togari hafi farið á saltfiskveiðar? „Síldin stendur djúpt“. (Rikis- útvarpið í fréttum, 12. septem- ber sl. kl. 20). Það er ef til vill sérvizka úr mér að finnast við- kunnanlegra að heyra getið um að síldin liggi djúpt, eða syndi djúpt. „í kvöld vildi hann fá ró í sál sér“. (Ríkisútvarpið. Útvarpssag- an: Leiðin lá til Vesturheims eftir Stefán Júlíusson, 21. sept- ember kl. 21.30). Skrifast auðvit- að á reikning höfundar. — „f kvöld vildi hann fá rósemi í sál sína,“ færi þó betur í málinu. Ég læt þessi fáu málblóm nægja í bili, en það er áreiðan- lega af nógu að taka. — Meira síðar. Hveragerði, september 1964. Stefán Rafn. P.S.: Leturbreytingar eru mínar. St. R. TTiiETkid M.s Herðubreið fer vestur um land í hring- ferð 1. okt. Vörumóttaka á mánulag og árdegis á þriðju- dag til Kópaskers, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Mjóafjarðar, — Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvík- ui og Djúpavogs. Farseðlar seldir á miðvikudag. M.s. Herjólíur fer frá Vestmannaeyjum kl 13,00 í dag (laugardag) til Þorlákshafnar, þaðan kl. 17,30 til Vestmannaeyja, þaðan kl. 21,00 beint til Reykjavíkur. — Surtseyjarferðir skipsins um helgina falla því niður, enda á m.s. Hekla að fara tvær ferð i" á þær slóðir um helgina. Guörún Hinriksdóttir Minning i5ÓÐ kona og merk er látin. Hún hefur hlotið þá hvíld. sem hún þráði nú síðustu missirin, og hún horfði með glöðum huga yfir móðuna miklu, sem allra bíður yfir að fara. Hún var kona trú- uð og ég held að í brjósti hennar hafi engin efi komizt að um það, að hennar biði betri og bjartari heimur handan við gröf og dauða. Guðrún Hinrkisdóttir var fædd að Reykjakoti í Ölfúsi. For eldrar hennar voru hjónin Hin- rik Gíslason og Jórunn Magnús- dóttir sem áttu þar þá Jieima. Þau eignuðust tíu börn og var Guð- rún yngst þeirra en sex komust til fullorðinsára. Hinrik Gíslason var fæddur að Egilsstöðum í Ölf- usi 1830. Hann var sonur Gísla Hinrikssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur konu hans, er þá bjuggu þar. Hinrik var fjórði maður frá Sæmundi Gissurasyni bónda og lögréttumanni á Ölfusvatni í Grafningi, sem einnig reit Ölfus- vatnsannál. Kona Sæmundar var Sigríður Brynjólfsdóttir, lögréttu manns á Ölfusvatni og er ætt hennar rakin til Torfa Jónssnar sýslumanns í Klofa, er þótti einn stórbrotnasti valdsmaður hérlend is um sína da.ga. Jórunn kona Hinriks var dóttir Magnúsar Eyjólfssonar bónda að Steinsholti í Leirársveit. Var hann í ættir fram kominn af hinni kunnu Hagaætt á Barðaströnd, en móðir Jórunnar og kona Magnúsar var Dýrfinna Þorleifsdóttir bónda á Böðmóðsstöðum í Laugardal Guð mundssonar. Þorleifur fluttist í Laugardal undan Skaftáreldum og kvæntist dttur bóndans á Böð móðsstöðum Katrínu Eyjólfsdótt ur ísólfssonar. Þau urðu vel fjár eigandi og eignuðust margt mann vænlegra barna og urðu svo kyn sæl, að á tímabili var meiri hluti íbúa Laugardalsins afkomendur þeirra og eru þar allmargir enn- þá. Barn að aldri fór Guðrún i fóst ur til þeirra hjóna Hannesar Hannessonar og Sigríðar Vigfús- dóttur að Hvoli í Ölfusi og dvaldi þar til sautján ára aldurs. Minntist hún ætíð veru sinnar þar með ánægju og hélzt jafnan góð vinátta milli dætra þeirra hjóna og Guðrúnar. Þegar Guðrún fór frá Hvoli fluttist hún til Reykjavíkur til foreldra sinna, sem þar voru þá búsett. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau í Steinsholti þar sem foreldrar Jórunnar bjuggu, en mér hefur verið tjáð að sérstök óhöpp hafi valdið því að þau fluttust þaðan. Um 1890 fluttust þau hjón svo til Vesturheims, enda voru tvö börn þeirra þá flutt þangað og tvö fóru síðar. Eitt þeirra var Magnús, sem varð velmegandi bóndi og sýndi ætt- jörð sinni þá ræktarsemi þegar Vífilsstaðahæli og Háskólinn voru reist að senda hvoru um sig álitlega fjárhæð og má vel vera, að hann hafi gert slíkt oftar, þó mér sé ekki kunnugt um það. Hinrik lifði lengi vestra og hélt kröftum og sinni léttu lund fram undir það síðasta. Talinn var hann hraustmenni til líkama og sálar og andaðist í hárri elli 1929, fullra 97 ára. Árið 1890 gekk Guðrún að eiga Svein Jónsson frá Stóra- Kálfalæk í Hraunhreppi. Var hann lengi formaður í Vestur- bænum og aflasæll, prúðmenni hið mesta og ágætur heimilisfað ir, enda varð hjónaband þeirra mjög farsælt og annar heimilis- bragur eftir því. Var heimilið jafnan mjög samhent og frið- samt. Þau eignuðust sjö börn og náðu fimm fullorðins aldri, þau eru: Sigurður Þorbergur d. 1962 kvæntur Þorbjörgu Guttormsdótt ur. Var lengi sjómaður á togur- um, skipstjóri eða stýrimaður. Hinrik Jónmundur, var lengi skipstjóri á vélbátum, nú starfs- maður hjá Bæjarútgerðinni í Reykjavík, kvæntur Laufeyju Bæringsdóttur og eiga þau tvær dætur, Jónína Sigríður sauma- kona d. 1956, Lilja verzlunar- stúlka 1944 og Óskar bakari að iðn d. 1931 þrjú hin síðasttöldu dóu ógift og barnlaus. Guðrún Hinriksdóttir var 1 lægra meðallagi að vexti en vel á sig komin og svaraði sér vel* dökkhærð og hárprúð, glaðleg á yfirbragð g afar létt í öllum hreyfingum, jafnvel fram á elli- ár. Hún var gædd óvenjulegri geðró og jafnlyndi, hafði góða greind og ágætt minni og mjög greinagóð í allri frásögn. Mjög voru þau hjón gestrisin og höfðu ágætt lag á að láta gestum sín- um líða vel. Fyrstu búskaparár sin bjuggu þau hjón í leiguhúsnæði, en árið 1907 reistu þau húsið Brekku- stíg 10 og bjuggu þar ætíð síðan. Árið 1924 missti Guðrún mann sinneftir þrjátíu og fjögurra ára sambúð. Þarf ekki orðum að þvi að eyða hvílíkt áfall það var, jafnmikil eining og jafnan hafði ríkt milli þeirra. En meiri harm ar bíða þessarar góðu konu. Eina og að framan sézt, dóu fjögur börn hennar á árunum 1931 til 1962 g munu allir geta rennt grun í hvilík sorg það er og eigi sízt þar sem jafnmikil eindrægni rík ir og í þessari fjölskyldu. En bæði ég og aðrir fylltust þög- ulli undrun og lotningu, sem þessi kona sýndi, mitt í dýpt sár ustu sorgar. Fyrir um það bil sex árum tóku líkamskraftur Guðrúnar nokkuð að bila, svo að hún varð að leggjast á sjúkrahús, en fór síðan á Elliheimilið Grund og hefur dvalist þar síðustu árin, og fótavist hafði hún litla eftir að þangað kom, en hélt-fullum sál- arkröftum fram undir það síð- asta, en sjónin var orðin mjög döpur, sá aðeins skil dags og nætur. Þess skal svo að síðustu getið, að allt venzlafólk og vinir Guð- rúnar, gerðu henni lífið svo létt sem auðið var með daglegum heimsóknum að sjúkrabeði henn- ar og margskonar umönnun sem hún kunni vel að meta og var mjög þakklát fyrir. Og við öll sem þessari góðu og göfugu konu kynntumst, munum þakka henni hjartanlega fyrir margar ógleymanlegar ánægjustundir, en hún veitti okkur, fullviss um að hún uppskeri eins og hún sáði. Blessuð sé minning hennar, Jóhann Kr. Ólafsson. VILHJÁLMUR ÁRNASON hrL TÓMAS ÁRNASON hdL LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA IDnailarbjnkahtisiiiu. Sitnar 24G3S oj) 1030/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.