Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. sspt 1964 Innritun daglega frá 3—7 í síma 2097. Nenmendur þjálfaðir til að taka heims- merkið í dansi. Kennslugjöid verða hinu sömu og síð- astliðinn vetur. Upplýsingarit liggur frammi í bóka- búðum. Sími 10880 FLUGKENNSLA HELANCA síðbuxur í úrvali. — Póstsendum — LONDON DÖMUDEILO Sími 14260. Austurstræti 14. Gunnar Bjarnason, Hvanneyri: Grasmjöl og hveitiklið GRASMJÖL er komið á dagskrá hér á landi — loksins að gagni. Vegna þess að ég minntist laus- lega á verðsamanburð á gras- mjöli og hveitiklíði í grein, sem ég ritaði fyrir Mbl. þ. 1. sept. sl., er nauðsynlegt að gera því betri skil, bæði vegna þess að saman- burðurinn var ónákvæmur og málið allt er talsvert umfangs- mikið. Oddur Jónsson í Mjólkur- félaginu hafði orð á þessu atriði við mig og út af því samtali ákvað ég að gera samanburð á þessum tveimur fóðurtegundum, byggð- an á nýjustu rannsóknum. Eins og fyrr er sagt, verð ég þó að verulegu leyti að byggja á ágizk- unum um fóðurgildi íslenzka grasmjölsins, en nota erlendar rannsóknir á svipuðu grasmjöli sem grundvöll og bera saman við það nokkrar íslenzkar efnagrein- ingar. Næringargildi og magn próteíns getur sveiflast talsvert eftir þroskastigi jurtanna þegar slegið er. f fyrri grein taldi ég að gras- mjöl þyrfti að vera um 10% ódýrara hvert kg. en hveitiklíð tfl að standast verðsamanburð. Tvennt þarfnast þar skýringar. f fyrsta lagi miðast þetta við magns-notkun (quantum) en ekki gæða-notkun (pualite). — Grasmjöl sem hollustufóður í biöndur handa alifuglum, svín- um, hestum, öllu ungviði, kanín- um og loðdýrum verður ekki jafnað til verðsamanburðar við neina eina fóðurtegund, og til verðlagningar hér innanlands í því tilviki átít ég að rétt eitt sé að miða við innflutt lúzernumjöl, og þá skuli næringarhlutfallið gilda sem verðhlutfall, en það er grasmjöl/lúzernumjöl = 1,7/1.4 = 1,214, en það þýðir, að gras- mjöl má kosta 214% meira en innflutt lúzernumjöl. Hvort það er auk þess tollvemdað líkt og önnur iðnaðarframleiðsla inn- lend, er ekki mitt mál að gera til- lögur um, en ekki væri ranglæti að leyfa því að njóta svipaðs yfirverðs umfram heimsmarkaðs- verð og Kjarna-áburður, svo að dæmi sé nefnt. Sem hollustufóður er grasmjöl notað 5—10% í nefndar fóður- blöndur. Nú er mikið magn hveitiklíðs notað í fóðurblöndur hér á landi og byggist notkun þess í svo miklum mæli á næringu (fóður- orku) og próteíni. f framtíðinni þarf grasmjölið að keppa við þetta fóður á sama grundvelli. í sambandi við það vil ég upplýsa, að það sem ég áður nefndi, 10% verðmismun, er ekki alls kostar rétt, heldur hef ég nú séð, að nýjustu tölur um fóðurgildi hveitiklíðs eru lægri en þær töl- ur, sem ég greip til í Handbók bænda frá 1963. f handbók bænda eru taldar vera 78 fóðureining- ar í 100 kg, en allar nýjar tölur (frá 1960 og síðar) telja 75 FE í 100 kg. Það gerir aðeins um 7% mismun í næringargildi. Að síðustu set ég hér yfirlit, sem sýnir allýtarlegan saman- burð á fóðurgildi þessara tveggja fóðurtegunda: __ Samanburður á fóðurgildi grasmjöls og hveitiklíðs: Grasmjöl: Hveitiklíði: 1. Þurrefni.................... 90,0% 78.0% 2. Fóðureiningar í 100 kg fóðurs 70,0 FE 75,0 FH 3. Meltanlegt preín í FE ...... 93 g/FE 93 g/FE 4. Meltanleg koihýdröt (Heimild Morrison) .................. 44,0% 45,2% 5. Kalcíum.................. 0,380 % 0,180% 6. Fosfór...................... 0,20% 1,130% 7. Nokkrar lífsnauðsynlegar amínósýrur, sem ekki má vanta í fóðri (Heimildir: Titus og Morrison): a. Arginin.................» 0,80% 0,90% b. Lýsin . ................. 0,80% 0,51% c. Methíónin ............... 0,35% 0,28% e. Trýptofan ............... 0,25% 0,23% f. Glýcin.................. 0,75% 0,90% 8. Nokkur bætiefni (vítamín), sem helzt er hætta á að vanti í fóður: a. A-bætiefni eða ígildi þess í karótínum.............. 15,000 IU/kg 4000 IU/kg b. Thiamtn ................. 14 mg/g 3.6 mg/kg c. Ríbóflavín -......... 8,5 mg/kg 3 6 mg/kg d. Cholin .. .............. 600 mg/kg 900 mg/kg e. D-bætiefni ........ .... 800 IU/kg ekkert f. E-bætiefni............... 120 mg/kg 10 mg/kg Gunnars Biarnason HvanneyrL Dansskóti Heiðars Ástvaldssonar Kennsla hefst mánudaginn 5. okt. Samkvæmisdansar (nýju- og gömlu dansarnir) og barnadansar. Flokkar fyrir börn (4—12 ára) unglinga (13—16 ára) og fullorðna (einstaklinga og hjón). Byrjendaflokkar og fram- haldsflokkar. Reykjavík. Innritun daglega frá 2—7 í síma 1-01-18 og 3-35-09. Kennt verður í nýjum glæsilegum húsakynnum skólans að Brautarholti 4. Kópavogur. Innritun daglega frá 10 f.h. — 2 e.h. og 20—22 í síma 1-01-1p Hafnarfjörður. Innritun daglega frá 10 f.h. — 2 e.h. Þerri mynd var tekin í Orgney Springs. Talið frá vlnstri: Hafliðl Hallgrímsson, Helga Hauksdóttir, Dr. Lert, frú Thompson og Ingvar Jónasson. Sigurhjöm Ing þórsson vantar á myndina. Sinfoníufólk komib úr Bandaríkjaför NÝLEGA komu fjórir tónlistar- menn úr Sinfóníuhljómsveitinni heim úr Bandaríkjaför. Var hún farin £ boði sambands banda- rískra sinfóníuhljómsveita með tilstyrk Ríkisútvarpsins og Sin- fóníúhl j ómsveitarinnar. Fjórmenningarnir voru: Ingvar Jónasson, Helga Hauksdóttir, Hafiiði Haltgrímsso'n og Sigur- bjöm Ingþórsson. Létu þau najög vel af dvölinni, sem var að því er Ingvar Jónasson sagði í við- tali við MbL, bæði skemmtileg og lærdómsrík. Forsaga málsins var sú, að er Árni Kristjánsson, tónlistarstjóri ríkisútvarpsins, var á ferð vestra fyrir tveimur ámm, var honum boðið að senda fjóra tónlistar- menn hljómsveitarinnar hér til bálfs mánaðar sumardvalar að Orgney Springs í Virginiu-fvlki. en þar koma saman yfir hundrað hljóðfæraleikarar úr bandarísk- um sinfóníuhliómsveitum einu sinni á ári og efna til hljómleika hátíðar. í Bandaríkjunum eru um 1.300 sinfóníuhljómsveitir, en þar af em 800 I samtoandinu og gengst það fyrir annarri slíkri hljóm- listarhátíð á vesturströndinni — árlega. fslendingamir léku f þessari stóm hljómsveit, sem æfð var af Orgney Springs. Vom haldntr tveir hljómleikar í nálægri borg, sem Woodstock heitir en þar að auki einir barnatónleikar. Á sér- stöku kammermúsik-kvöldi lék Ingvar Jónasson á fiðlu Fantasíu fyrir hörpu og fiðlu, Opus 124, eftir Saint-Saéns, en á hörpuna lék bandarísk kona, Margaret White. Hljómsveitarstjðrinn, sem stjórnaði sinfóníuhljómsveitinnl á þessari hljómleikahátíð, var Dr. Richard Lert, sem annars stjórnar Pasadena sinfóníuhtjóm sveitinnl. Framkvæmdastjóri bandarískra sinfóníuhijómsveita er frú Helen Thompson og rómaði Ingvar fyrir greiðslu hennar og allar viðtök- ur þar vestra. Á sameiginlegri kvöldvöku hljómlistarmarmanna sýndi Ingv- ar litskuggamyndir frá íslandi og sagði frá landinu. Var góður róm ur gerður að, enda var málefnið fíestum mjög framandi og nýstár legt. Sagðlst Ingvar hafa verið ánægður að geta miðlað einhver} um fróðleik til endurgjalds fyrir allt það nýstárlega sem fyrir aug un bar. Keflavík — Einbýlishús Höfum til sölu einbýlishús í Keflavík. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Sveinbjörns Dagfinnssonar og Einars Viðar, hæstaréttarlögmanna Hafnarstræti 11 — Sími 19406. LONDON og 20—22 í síma 1-01-18 Keflavík. DOMUDEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.