Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLÁÐIÐ i Sunnudagur 27. sspt. 1964 Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrifstofum- |j ar og umboðsmenn félagsins úti á landi veita allarl nánari upplýsingar um þessi kostakjör. TRYGGIÐ FAR MEÐ FYRIRVARA. LOFTLEIÐIS LANDA MILLI. k OFIIEIDIR | Gísli Sigurðsson ásamt sonum sínum við kartöfluupptökuna. il HHtiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu Diiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiipjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirn miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiin FYRRUM var Akranes þekkt íyrir miklar og góðar kartöfl- ur og fagrar stúlkur. Þá áttu flest heimili sinn kartöflugarð. Margir höfðu garða við hús sín, en auk þess voru í ára- raðir sandgarðar á bökkum Langasands. Við útþennslu bæjarins lagðist þetta garð- svseði sftiám saman niður og kartöfluræktin drógst um tíma mikið saman, en kven- þjóðin var söm við sig. Þegar hnúðormurinn tók að herja á kartöflur bæjarbúa óskuðu ráðamenn eftir því að allir garðar yrðu niður lagðir til þess að hinum mikla vágesti yrði útrýmt þegar í stað. Síð- an lét bærinn ryðja ný svæði og fyrirskipaði þar hreinsun uppskeran er betri. Eini gall- inn, sem mér finnst að þessu landi er, að allur klaki fer seinna úr jörðu. — Hvernig er svo uppsker- an? — Frostið hefur skilið eftir sín merki hér eins og annars staðar. Uppskeran er mjög léleg nema hjá þeim, sem settu fyrst niður. Þar er það sæmilegt. Þegar fréttamaður gekk um athafnasvæðið og tafði fyrir mönnum, kom hann að manni einum vasklegum vel og var sá umkringdur drenghnokk- um. Reyndist þar vera Gísli Sigurðsson trésmíðameistari ásamt sonum sínum. Fréttam. vatt sér að honum spurði hvort hann væri til viðtals. Ekki var það auðsótt, en ef tafir yrðu litlar frá vinnu þá mætti svo vera. „Annars . . “, svo sýndi Gísli mér upptöku- áhaldið, það stærsta. „Strákar minir, reynið þið að vera duglegir meðan mað- urinn stendur við.“ Þegar mesta moldrykið var horfið og hægt var að yrða á manskapinn, lét fréttam. Gísla fá það í eyrað. „Þú ert eðlilega ánægður með vöxtinn í ár eins og aðrir?" „Maður gæti haldið, að þú værir að leita eftir útsæði. Ég er nú ekki beint ánægður með uppskeruna, en þetta er gott miðað við algjöran upp- skerubrest. Núna fæ ég Vz poka úr beði þar sem ég fékk 1 í fyrra." „Hefur þú verið lengi með garð?“ Þá andvarpaði Gísli: „Átta ár með Gullaugað og það þyk- ir víst engum mikið.“ „Selur þú eitthvað af kart- öflum?" „Sel ekkert, borða allt.“ „Þú ert lystugur, þykir mér. Hvernig smakkast þær svo?“ „Afskaplega góðar,, „sérdel- es“ nýjar.“ „Ætlar þú að setja niður aftur í vor? „Þótt þetta sé það leiðinleg- asta, sem ég geri, þá er ég ákveðinn í því.“ „Þetta er það skemmtileg- asta, sem ég geri“, sagði dugn- aðarlegur strákur, sem ham- aðist við hliðina á föður sín- um. Þá litu aðrir viðstaddir á blessaðan unglinginn með samúðarglampa í augunum. „Má ég ekki bjóða þér í nefið“, sagði Gísli um leið og ég þakkaði honum fyrir samtalið og kvaddi þá feðga. Ath. Grein þessi barst Mbl. fyrirfyrir rúmri viku. — þr. þo. —■ Akranes er aftur orðinn kartöflubær áhalda og endurnýjun útsæð- is. Er þetta akurlendi nú í ör- um vexti. Því miður hafa nokkur heimili tekið miklu ástfóstri við hnúðorminn og setja á- fram niður í heimagarða sína þrátt fyrir. fyrrnefnd tilmæli og viðhalda orminum í sinni hnúðormauppskeru. Auk garðúthlutunar og plæg inga, sem bærinn sér um, hefur verið komið upp jarð- eplageymslu og er þessi þjón- usta látin af hendi gegn sann- gjörnu gjaldi. Fréttamaður Mbl. var fyrir skömmu við kartöfluupptöku og að henni lokinni gekk hann um athafnasvæðið að háttum annarra kartöflubænda og hugaði að uppskerunni. Veðr- ið var mjög gott, líf og fjör og ríkti mikil vinnugleði. Menn stóðu upp öðru hvoru, svona aðeins að rétta úr bak- inu og gengu þá jafnvel yfir til næsta nágranna til að at- huga vöxtin. Ekki gerði nú mikið til, þótt aðeins væri sezt niður á kartöflupoka og skegg rætt um leið og lokið var við pípustertinn. Mönnum veitti víst ekki af því að fá sér tóbakskorn í nefið í þessu erfiði. „Þær mættu nú gjarn- an stækka á meðan, blessað- ar.“ — „Það verða nú engin vandræði að velja útsæði í þetta skiptið.“ — „En mikið dæmalaust er nú veðrið gott.“ Þarna var staddur Guð- mundur Jónsson, garðyrkju- ráðunautur Akranesbæjar, ásamt dóttur sinni, Jónu Björk 10 ára. Hún var búin að vera 3 daga e'in í garðinum við kartöfluupptöku. Ekki er á- huginn minni hjá ungu kyn- slóðinni en þeirri eldri. — Guðmundur, hvað er þetta skipulagða garðasvæði stórt að flatarmáli? — Það er alls 9 hektarar, um 300 garðar og hver garð- um 330 ferm. Hér á Akra- nesi eru að ég held um 900 heimili. Svo er víða, að tvö heimili skipta með sér garði. Það er eðlilega ekki gott að gefa heildaryfirlit, þegar töl- urnar eru svona ónákvæmar, en ég held það láti nærri, að um helmingur heimilia á Akranesi hafi kartöflugarða. — Er gert ráð fyrir því, 'að þetta svæði verði kartöflu- garðar í framtíðinni? — í vor voru búnir til 80 garðar og eru þeir innan skipu lagssvæðis bæjarins. Þarna voru gamlar mógrafir og það þurfti hvort sem var að vinna þetta land. En óvíst er hve lengi fólk fær að hafa þessa 80 garða. Hinir eru aftur á móti ennþá utan skipulags- ins. — Hvert verður svo farið í leit að nýjum garðlöndum? — Senn fer að líða að því að við þurfum að leita að nýj- um svæðum. — Hvernig líkar fólki við þennan jarðveg? — Þetta eru mómýrar og mjög léttar til vinnslu, og ég held að fólk sé mjög ánægt, einkum það sem var vant sandgörðunum. Kartöflurnar eru jafngóðar úr þessum jarð- vegi og var úr sandinum, en lllllllllllllllilllllllllllllllllll.....Illllllllllllllllllllll.......Illlllllim.......Illlllll......Illll.....Illllllllllllll.................Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll FLUGFAR STRAX- FAR GREITT SlOAR Loftleiðir bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum i ________________þriggja til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi i þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á áætlun- i arflugleiðum félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.