Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 3
MORGU N BLAÐID 3 f Sunnudagur 27. sspt. 1964 Heimsókn að Reykjalundi EINS OG kunnugt er, hefur um langt skeið verið starf- rækt verksmiðja að Reykja- lundi í Mosfellssveit fyrir vistfólk berklahælisins og fleira starfsfólk. Fyrir skömmu var ákveðið að opna þessa verksmiðju hverskonar öryrkjum, enda er framleiðsl an orðin mjög umfangsmikil. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu fyrir skömmu í heimsókn að Reykja lundi og hittu fyrst að máli framleiðslustjórann Jón Þórð arson. Skýrði hann meðal ann ars frá þeirri nýjung að búið er að setja niður vélasam- stæðu til að framleiða vatns- rör úr plasti, sem steypt geta pípur allt upp í 12 tommur í þvermál. Gömlu vélarnar framleiddu að mestu rör, sem eru frá Vz til 2% tomma í þver mál. Þótt vélarnar séu komn- ar í gang, þarf langan undir- búning til þessarar útfærslu starfseminnar, svo að ekki verður farið að framleiða rör yfir 4 tommur í þvermál fyrr en eftir næstu áramót. Hins vegar er verið að framleiða 4 tommu rör núna og notar Rafmagnsveita Reykjavíkur þau undir malbikaðar götur og eru nokkur tóm rör látin með, svo að ekki þurfi að brjóta upp malbikið og grafa skurði þótt bæta þurfi við ein hverskonar leiðslum. Einnig notar Hitaveitan þau utan um einangrun þá, sem þekur inn takspípur. » í plastverksmiðjunni, sem er stærsti liður framleiðslunn ar að Reykjalundi, vinna um 60 manns. Kvað Jón t.d. um 300 km af plaströrum verða framleidd á þessu ári. Þá er að Reykjalundi umfangsmikil leikfangagerð. Samsetning þeirra skapar vistfólkinu mesta vinnu, en um 40—50 manns starfa að henni. Einn ig eru framleidd búsáhöld einkum ílát úr plasti. Næst má nefna byggingavörur, t. d. veggflísar, gólflista, handriða lista o. m. fl. Að síðustu sér Reykjalundur flestöllum poka gerðum í landinu fyrir hrá- efni, þ. e. a. s. Polyfilm, plast sívalningum af ýmsum stærð um, alls um 60—70 tonnum á ári. Samtals mun Reykjalund ur nota á 3. hundrað tonn af plasthráefni árlega. Á saumastofunni, sem fram leiðir læknasloppa, kjörbúða- sloppa og fleira, vinna 6—7 manns. Á mótorverkstæðinu vinna 4 járniðnaðarmenn, einn lærlingur og 3 vistmeon, auk verkstjórans, Ásgeirs Long. Þar eru plastmótin gerð og er það mjög nákvæmt og vandasamt starf. Helzta ný- lundan á mótasmíðaverkstæð- inu er framleiðsla á skápum með hirzlum fyrir smáhluti, t.d. skrúfur. Kallast þessi skápur 1001 skápur. Á Trésmíðaverkstæðinu vinna 10—15 manns. Þar hitt um við Steingrím Sigurðsson sem er að smíða nýju gerðina af trébílunum, sem eru rétt að halda innreið sína á markað- inn. Má búast við að margir strákar eigi eftir að óska sér eins slíks í jólagjöf. „Þetta er mjög fínn bíll, Steingrímur". „Já, hann er miklu fínni en sá gamli. Við hliðina á þessum er hann eins og Aust ur-Evrópubílíl hjá amerísk- um“. „Hvað ert þú búinn að vera lengi hérna?“ „Á annað ár í þetta skiptið. Svo var ég hér áður í 10 ár“. „Hvað gerðirðu, áður en þú komst hingað?“ ,,Ég var málari, eh nú þoli ég ekki málninguna“. Á leiðinni inn í röradeild- ina, þar sem 'Sigurður Skarp- héðinsson stýrir verki, göng um við fram hjá vél, sem framleiðir nælonkúpla á ljósa staura. „Götustrákarnir brutu alltaf glerkúplana“, sagði Jón. „Þessir eru níðsterkir". Verið var að framleiða 4 tommu rör fyrir Rafmagns- veituna, þegar okkur bar að garði. Uppi við vegg bak við aðalvélasamstæðuna výju, er fremur fyrirferðarlAil vél, sem gengur þó allan sólar- hringinn og afkastar miklu. Það er vélin, sem framleiðir Polyfilm. Við hana stendur Þorleifur Eggertsson, sem lengi hefur unnið í Reykja- lunds verksmiðj unni. „Hvenær komst þú að Reykjalundi, Þorleifur?“ „Vorið 1949. Fyrst var ég berklaveikur og svo fékk ég kransæðastíflu, eða höfðingja bólgu, eins og hún er stund- um kölluð". „Hefurðu unnið allan tím- an?“ „Já, svo að segja, að nokkr um tíma undanskyldum, er ég fékk kransæðastífluna. Fyrst vann ég að bókbandi hér og síðan var ég við hænsna- og svínarækt, þangað til svínabú ið brann og var lagt niður. Þá fór ég að vinna í plastinu, ég held árið eftir að sú fram- leiðsla hófst hér. Ég hef unn ið við það af og til síðan“. „Hvað gerðir þú, áður en þú varzt veikur?“ „Ég er ættaður úr Dýrafirði og var þar barnakennari á veturna og til sjós á sumrin. Svo veiktist ég af berklum ár ið 1934 og var fyrst á Vífil- stöðum í 2 ár, losnaði svo í 3 ár, en lagðist þá aftur. Var ég síðan á Vífilstöðum, þang að til ég var orðinn nógu hress til að koma hingað og fara að vinna“. „Langar þig nokkurntíma aftur til sjós?“ „Já, ég er nú ekki frá því“. „En í barnakennsluna". „Ætli það. Það hefur svo margt breytzt, síðan ég fékkst við hana“. Að svo búnu kvöddum við Þorleif og síðan Jón og héld- um til Reykjavíkur. Steingrímur Sigurðsson með nýju trébílano. 1 Þorleifur Eggertsson gengur frá Polyfilm rúllu. Að baki honum sést vélin, sem framleiðir fi'muna. Til leigu 4ra—5 herb. íbúð við Miðbæinn til leigu frá 1. nóv. eða 1. des. — Teppi á stofum og stigum. — Fyrir- framgreiðsla. — Tilboð, merkt: „Miðbær“ sendist í pósthólf 1364. Kennsla Enska, þýzka, danska, sænska, spánska, franska, bókfærsla og reikningur. Skóli Haraldar Vilhelmssonar, sími 18128, frá 1. október að Baldursgötu 10. Peningalán Útvega peningalán: til nýbygginga. — íbúðakaupa. — endurbóta á íbúðum. Uppl. kl. 11-12 f.h. og 8-9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A Sími 15385 og 22714 Kaffisnittur — Coctailsnitlur Rauða Myllan Smurt brauð, heilai og hálíar sneiðar. Opið frá kl. 8—12,30. Simj 13628 shooh Nokkrar OCTAVIA-COMBI stationbif- reiðir, með vinstri handar stýri og gír- skiptingu í stýrisstöng og OCTAVIA- SUPER fólksbifreiðir, með hægri hand- arstýri og gírskiptingu í gólfi, tilbún- ar til afgreiðslu strax. — Sala á SKODA bifreiðum eykst stöðugt. Hagsýnir kaupa SKODA. Tékkneska bifreiðaumboðið Vonarstræti 12. — Sími 2-1981. Shooh Shodh II! Komið og sjáið bílana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.