Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. sept. 1964 MORGUNBLAÐID Um þýöingar Pouls Pedersens á Ijóöum Steins Steinars MORGUNBLAÐINU hafa borizt i um aldaraðir hafi verið þeim ná- blaðadómar úr dönsku blöðunum „Aktuelt", „Kristeligt Dagblad" og „Aalborg Amtstidende" og úr „Huvudstadsbladet“ í Helsing- fors í Finnlandi, um bókina „Rejse uden löfte", úrvai ljóða Steins Steinars í danskri þýð- fngu Pouls P. M. Pedersens. Út- gefandi er Gyldendai. í „Aktuelt" skrifar Ove Abild- gaard um bók þessa, sem er hin fyrsta í fyrirhuguðum bóka- flokki undir samheitinu „Mod- erne islandsk Lyrikbibliotek“. Þar segir hann meðal annars um Stein Steinar, að hann hafi verið tímamótamaður í íslenzk- tim skáldskap og skrifað sín fyrstu Ijóð undir áhrifum krepp- unnar og þess atvinnuleysis og neyðarástands, sem hún hafði í för með sér. „En undir og eftir tengt og eigi bókmenntir, sem haft hafi á þá mikil og víðtæk áhrif. Hann fjallar um að ljóð sé sú grein bókmenntana, sem Steinn Steinarr. lok heimsstyrjaldarinnar síðari varð á honum mikil breyting", segir Abildgaard, „hann hafði þá lesið Yeats, Pound, Eliot, Spender og Lorca. Ljóð hans urðu „mod- erne“ og árið 1948 kom út hið athyglisverða ljóðasafn „Tíminn og vatnið“ — bók sem einna helzt mætti líka við Paul la Cours........ Með þessu ljóða- eafni varð Steinn Steinarr frum- herji nýrrar skáldakynslóðar.“ Um þýðinguna segir Abild- gaard: „Þýðingar Pouls P. M. Pedersens eru hinar ágætustu og gefa góða heildarmynd — og hann hefur í eftirmála dregið upp af nærgætni og innlifun mynd af skáldinu. Það er full ástæða til þess að bíða með eft- irvæntingu þeirra þýðinga hans, eem væntanlegar eru.“ í „Aalborg Amtstidende" skrif- •r Svend Sörensen, lektor, og læt ur ílok greinar sinnar í ljós, að hann hefði kosið að a.m.k. eitt eýnishorn af ljóðum Steins væri gefið út á móðurmáli haris, ís- lenzkunni, jafnframt þýðingunni. Sörensen skrifar meðal annars: „Hann (Steinarr) er vissulega evo til óþekktur í Danmörku, og því full ástæða til að gleðjast yfir því, að nú skuli ljóð hans fáanleg í danskri þýðingu Pouls P. M. Pedersens, — sem á seinni érum hefur leyst af hendi mik- ilsvert og þakkarvert starf til að auka þekkingu landa sinna á íslenzkum skáldskap. í því hefur hann notið stuðnings íslenzka út- gefandans, Ragnars Jónssonar, eem gaf út á íslandi það mikla úrval ljóða Steins Steinars, sem Gyldendal gefur nú út í Dan- mörku.“ í „Kristeligt Dagblad“ skrifar Bent Windfeld, meðal annars, að vissulega sé rétt og skylt að reyna að auka þekkingu Dana á íslenzkum bókmenntum, eink- um nú á timum, er þýðingar ekáldverka frá öllum heimshorn- um flæði yfir Danmörku. Hér sé um að ræða skáldskap á máli, er fáir Danir skilji, frá landi, sem t Poul Pedersen, erfíðast sé að þýða. — Þýðing- ar geti aldrei orðið eins og ljóð- in í sinni upphaflegu mynd — fyllilega óbreyttum kæmi þær aðeins til skila höfuðdráttum ljóðsins, en hinn þétti vefur hug- myndatengsla og jafnvel hljóms og stíls náist aldrei óbreytt. Með þetta í huga segir Bent Wirid- feld þýðingar Pouls P. M. Ped- ersens góðar og boða gott um það verkefni, sem hann hafi tekizt á hendur. I „Huvudstadsbladet" f Hels- ingfors skrifar Lars Hamberg langa grein um Stein Steinar og þýðingar ljóða hans — og ræðir lítilsháttar um skyldleika hans og skáldanna Edith Södergran og Einar Diktonius. Getur hann þess, að Poul Pedersen segi í eft- irmála sínum að Steinn hafi ver- ið mikill aðdáandi þessara tveggja skálda — og bendir á, að víða megi finna lík yrkisefni þeirra og Steins. Kveðst Ham- berg þó sakna margra þjóðfélags- legra ádeilukvæða Steins frá yngri árum í ljóðasafni Peder- sens. í upphafi greinar sinnar segir ir Lars Hamberg: „Þegar þess er gætt, að á íslandi eru fleiri ljóð- skáld í hlutfalli við fólksfjölda en í nokkru öðru landi, gegnir það furðu hversu lítið hefur verið að því gert, t.d. undir merki nor- rænnar samvinnu, að auka þekk- ingu Skandinava á íslenzkum skáldskap og íslendinga á skandí navískum. Reyndar geta vel menntaðir íslendingar oftast skil ið og lesið dönsku, og jafnvel norsku og sænsku, en í Skandí- navíu eru þeir fáir, sem kunna nokkuð fyrir sér í islenzku. Sýn- isbók eða úrval íslenzkrar skáld- sagnagerðar er ekki einu sinni til á dönsku, hvað þá hinum Norðurlandamálunum — en smá- sýnishorn ljóðagerðar hefur feng izt frá því árið 1961 — „Fra hav til jökel" í þýðingu Poul P. M. Pedersen, sem með fjárhagsstuðn ingi ýmissa aðila hefur getað orðið sér út um svo góða þekk- ingu á íslenzkum skáldskap, að hann er orðinn hinn ágætasti miðlari hans.“ Tilkynning frá Barnamúsíkskólanum Þeir nemendur úr efri deildum skólans, sem enn hafa ekki komið með afrit af stundaskrá sinni, geri svo í síðasta lagi mánudaginn 28. september og greiði skólagjaldið um leið. Skólasetning er föstudaginn 2. nktnber Nemendur mæt'r á eftirtöldum timum: ixeinendur forskólans kl. 2 e.h. Nemendur 1. bekkjar kl. 3 e.h. Nemendur 2. bekkjar kl. 5 e.h. Nemendur 3. bekkjar og unglinga- deildar kl. 6 e.h. (Geymið auglýsinguna). A SKÓLASTJÓRI. Verzlunarmaður Óskum að ráða mann til verzlunar- og lager- starfa strax eða á næstunni. Byggingavöruverzlun ÍSLEIFS JÓNSSONAR Bolholti 4. — Sími 36920. LAND^ ^ROVER BEIMZIN FJÖLHÆFASTA farartækið á landi LAHD- -ROVER DIESEL Þeir, seru búa í dreifbýli, geta ekki skroppið milli staða í strætisvagni. Þess vegna verða þeir að eiga eða hafa til afnota, farartæki, sem þeir geta treyst við íslenzkar aðstæður. Farar- tæki, sem getur fullnægt kröfum þeirra og þorfum. LAND/ROVER er traustur, aflmikill og þægi- legur bíll, sem áreiðanlega getur uppfyllt kröfur þeirra og óskir. Fjöðrunarkerfi Land/Rover er sérstaklega útbúið til að veita öruggan og þægilegan akstur fyrir bílstjóra, farþega og far- angur, jafnt á vegnm, sem veg- leysum, enda sérstaklega útbúið fyrir íslenzkar aðstæður, með styrktum afturfjöðrum og högg- deyfum að framan og aftan svo og stýrishöggdeyfum. BEiMZÍIM L ahd- ^ROVEf w DIESEL Traustasti torf ærubíllinn S'imi | 21240 HEIlDVEKZlim HEKLA N 1 hf Laugavegi 170-172 VDNDUÐ FALLEG ODYR UR Oiqurþórjónsson ácco JLáfikuztrtrti if A HVERRIKDNNU MflGfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.