Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 11
MORGU NBLAÐIÐ 11 Sunnudagur 27. sspt. 1964 ,\;.y.;.;.vv .-.y y-XýXýVv'y XýVýV V • V •' V. • ••'• ■■^'-yW'y^^^íÍÍýiy-VyW VIÐ áttum leið suður með sjð fyrir nokkru síðan, alla leið suður í Sandgerði. Rétt fyrir utan Keflavík liggur vegurinn yfir Miðnes- heiði og beygir af gamla Garð- og Sandgerðisveginum til vinstri, yfir uppblásna ör- foka mela. Um það bil, þegar þangað var komið sjáum við mikla reyki og elda stíga upp- af Hóímsbergi, sem er hægra megin við veginn. — Var þarna nýr „Surtur“ á ferð eða hvað var um að vera? — Afleggjari lá til eldanna Við sáiun knálega stráka mea hjoiborur og nruur. Það er ekki gaman að vera alltaf í rusli," sögðu hressilegir hreinsaror á Holmsbergi við Keflavík eru hér að vinna. Þá er að tala við Inga Val og spyrja nánar um þetta sjald gæfa fýrirbæri að vera að flytja burtu ruslahauga, sem ná yfir stórt svæði. — Eruð þið búnir að vera lengi við þetta verk? — Við vorum fyrst að hreinsa bæinn heima með mörgum fleiri krökkum, svo vorum við látnir í haugana og erum búin að vera hér tvær vikur og það er meira enn. — Svo hefur verið krana- bíll og svo kemur jarðýta, seg- ir Stebbi. — Já, það er svona krana- bíll með kjafti, sem lætur sjálfur á sig, hann keyrir druslurnar og járnadraslið burtu, en hinu brennum við. Svo á jarðýta að slétta yfir hrúgurnar. — Hvérnig stendur á því að þetta þarf að gera? — Það veit ég ekki. Það þótti öllum svo ljótt að hafa þetta hérna, líka þeim sem sturtuðu og nenntu ekki að fara lengra með draslið. Við höfum snúið við bílum, sem ætluðu að sturta, bæði úr Keflavík og Garðinum. — Haldið þið að það komi haugar aftur, þegar þið eruð búnir. að hreinsa? — Nei, ég held að allir skammist sín fyrir það. — Það þarf að grafa sundur veginn og setja skilti og löggu til að passa, segja hinir í kór. — Eigið þið mikið eftir enn- þá? — Sérðu það ekki! Það er fullt eftir, en við ætlum að drífa þetta af, því það er ekki 5vo gaman að vera alltaf í þessu rusli. — Hvað fáið þið í kaup? — Eins og 13 ára strákar. Það er útborgun í dag. — Jæja, strákar, segir verk- ■ stjórinn, við skulum kveikja í þessari og búa svo til aðra fyrir ofan. Við kveðjum þessa hrein- legu hreinsara og skiljum vel að þeim þyki ekki gaman að vera alltaf í rusli — þó að brennurnar séu ljósi og heiti punkturinn í starfinu. Það er einkennileg árátta hjá sumum mönnum, að þeir mega ekki komast útaf þjóð- veginum nema að mynda þar sorphauga — að vísu mismun- andi stóra — sumir skilja eftir dósir, flöskur og kassa í hverri laut, aðrir stofna til víðáttu- mikilla sorphauga við fjöl- farna leið. Eftir því sem þarna var um- horfs hefði ekki orðið langt að bíða þess að þarna hefði myndazt við þjóðveginn rjúk- andi sorphaugur með rottum og tilheyrandi. Það var þrifa- verk hjá Keflavíkurbæ að stemma stigu við þessu áður en lengra var komið. Uppblásn ir melar og fallandi moldar- börð, eru falleg í samanburði við sorphauga. Svo höldum við áfram til Sandgerðis, en öðru hverju kemur upp í hugann þetta frámunalega kæruleysi, sem veldur leiðindum og kostnaði — líka þeim, sem sturta, eins og strákarnir sögðu. Brennurnar eru ljósi og heiti punkturinn. og við fórum hann með gát. — Þegar þangað kom, sáum við knálega stráka með hjólbörur og hrífur, vera að byggja bál- kesti og kveikja í öðrum. — Hvað eruð þið að gera? Haldið þið að gamlárskvöld sé komið? — Nel. — Eruð þið þá í skátaúti- legu að búa til varðeld? — Nei. En við kunnum að hlaða varðeld og gerum þess- ar hrúgur eins — við erum allir skátar. — Ekki ætlið þið að brenna þessar bíladruslur hrúgur líka? — Nei, þær verða burt og grafnar niður. — Og hver er svo meiningin með þessu öllu? — Við erum að flytja burtu og brenna ruslahaugi, sem búið var að henda hérna rétt við veginn — við erum í vinnu hjá Keflavík. — Hver er verkstjóri? — Hann Ingi Valur, segir einn ljóshærður, svo er Helgi S. aðalséffinn og Leifi líka, þegar skrúðgarðastrákarnir Og jarn- fluttar Kuslínu er brennt, en bílgarmarnir grafnir. Kennsla hefst mánudaginn 5. október. Ballet fyrir byrjendur og fram- haldsnemendur. Innritun og upplýsingar í síma 3-21-53 kl. 10—12 og 2—6 daglega. BAILETSKOII SIGRIÐAR ÁRMANN Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Birgisbúðð, RánargÖtu Pípur Nýkomnar pípur, svartar og galvanhúðaðar %”—3”. Hagstætt verð. Byggingavöruverzlun ÍSLEIFS JÓNSSONAR Bolholti 4. — Sími 36920. SKÚLAGÖTU 34 4. HÆÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.