Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 6
6 MORG UNB LAÐIÐ \ Sunnudagur 27. sspt. 1964 -/^HcÚvé- HlcuJiAtír: Hóf er bezt AÐ vinna er skylda og oft harla ánægjuleg skylda. Að vinna mikið er ástríða, sem oft ber launin í sjálfri sér. En að vinna of mikið er löstur og getur jafnvel orðið manni hættulegt. Sá sem vinnur of mikið ofbýður heilsu sinni og svo fer að lokum að hann er ekki lengur fær um að vinna. Þar að auki rýfur hann með þessu móti bönd þau, sem binda hann fjölskyldu og „Nei, hann er ekki við sem stendur", segir konan og and- varpar. „Hann er að vinna“. „En á morgun?" „Nei, ekki á morgun heldur", segir hún, „og ekki hinn dag- inn. Hann á aldrei nokkra stund aflögu“. Mikilhæfir menn hegða sér aldrei svona. Þéim veitist vinnan létt íyrst og fremst vegna þess að þeir leysa hana af hendi án erfiðismuna, og í öðru lagi vegna þess að þeim er í lófa lagin sú list að fela öðrum mönnum verk, sem aðeins myndu dreifa orku sjálfra þeirra. Þeir gefa þannig öðrum meiri kost á sér og það er einmitt oft í tómstundum þeirra, sem þeim kemur, án þess að þeir geri sér þess eiginlega grein, upp í hendurnar lausn þeirra vandamála, sem þeir hafa verið að velta fyrir sér. Lærið að njóta lífsins, og yður verður þeim mun meira úr verki. Ástundið hófsemi í hvívetna. Það er skylda að segja sannleikann. Það er ekki aðeins að það sé ljótt að segja ósatt, heldur er það líka svo undur sjald- gæft, að ekki komizt einhvern tíma upp um slíkt. En það er oft óþægilegt að verða að segja sannleikann, eins og t.d. þeg- ar um er að ræða stúlku, sem verður sjálfri sér til minnkunar, vegna manns, sem er hennar ekki verðugur, eða merkan leið- toga, sem ..heldur út á hættulega braut í mikilvægum mál- um af tómu stærilæti. En menn verða að gera skyldu sína, þegar hamingja einstaklinga og hagsmunir ríkisins eru í veði. — En stundum gerir sannleikurinn engum gagn og einhverj- um kannski mikið ógagn. Þess konar sannleik útdeilir t.d. aðalpersónan í leikriti Moliéres, „Le Misanthrope" (Mann- hatarinn). Var nokkur nauðsyn á því, að telja kjarkinn úr vesalings rithöfundinum eða segja Emilíu gömlu að hún væri orðin of gömul til þess að skoppa svona um eins og ung stúlka? Var ekki alveg eins hægt að láta satt kyrrt liggja, án þess beinlínis að segja ósatt, eða leiða hjá sér bein svör? — Auðvitað var það hægt. Það var eins og Moliére sagði sjálf- ur: „Þjóðfélagið krefst þess af mönnum, að þeir séu ekki of einstrengingslegir í dyggðum sínum.“ Hóf er bezt í hverj- um hlut. Enda er líka hægt að ganga of langt í dyggðum og siða- vendni, eins og t.d. þegar menn skortir umburðarlyndi á galla og mistök annarra. Menn mega vara sig á of miklum dyggð- um. Uppspretta þeirra er oft í öfund. Menn gagnrýna met- orðagirni annarra þegar þeim hafa sjálfum engin metorð hlotnazt um dagana, og gamlar konur gagnrýna tilhaldssemi ungu stúlknanna, þegar þær sjálfar eru ekki lengur ásjálegar sökum elli „Gamalt fólk gefur góð ráð, þegar það er hætt að geta gefið slæmt fordæmi“. Góðu ráðin eru fyrirgefanleg, en við skulum forðast allar ákúrur, ef þeirra er ekki brýn þörf. Til eru þess konar dyggðir, sem aðeins vekja andstyggð, eins og til dæmis þegar við krefjumst meira af öðrum en af sjálfum okkur. Sumt fólk er sýknt og heilagt að tala um föðurlandsást, en gegnir sjálft ekki borgaralegum skyldum sínum. Sumir eru reiðubúnir til þess að úthella blóði ann- arra en vilja engu til kosta af eigin fé. Beztu borgararnir eru ekki þeir sem mest hafa sig í frammi og sanntrúað fólk er einnig umburðarlynt og kærleiksríkt. Nú á tímum eiga varkárni og ihygli ekki vinsældum og fagna. Öfgar eru aftur á móti í tízku. Rithöfundar verða að hafa „tekið afstöðu". Tekið afstöðu með hverju? Þeim er ætlað að dæma um það sem þeir ekki vita, að fullyrða það sem er óvíst að fyrirlíta það sem er öðruvísi. Ef það er það sem við ei átt með því að „taka afstöðu", þá hjálpi mér ham- ingjan. Hvað sjálfan mig snertir, tek ég einungis þá afstöðu að vera heiðarlegur, að athuga sérhvert mál með opinskáu hugarfari og að neita að þröngva einræði flokks- eða skoð- anakúgunar upp á sjálfan mig eða lesendur mína. Sjálfsaga og virðinga fyrir lögunum hef ég hvort tveggja ástundað frá æskuárum og mun halda því áfram. En ég þarf ekki að „taka afstöðu“ þvert ofan í dómgreind sjálfs mín né heldur þarf ég að setja upp einhverja dyggða- grímu til að þóknast öðrum. Þá vil ég heldur reyna, hægt og með erfiðismunum, og þrátt fyrir mistök mín á stundum, að ástunda dyggðirnar eftir beztu getu og vera umburðar- lyndur á galla annarra — og jafnvel á mína eigin galla líka. Hóf er bezt í hverjum hlut. ☆ VETRARSTARF Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefst um næstu mánaðamót. Vérður það fjöl- breytt að vanda. Kennt verður í mörgum flokkum fyrir börn, unglinga og fullorðna. Áherzla verður lögð á gömlu dansana, sem eiga sívaxandi vinsældum að fagna, og verða bæði byrjenda- flokkar og framhaldsflokkar. í framhaldsflokkum verða einnig léttir þjóðdansar og afbrigði af gömlu dönsunum, eins og þeir eru dansaðir í öðrum löndum, Vetrarstarf Þjóðdansa- félags Reykjavíkur og kynnast nemendur þannig meiri fjölbreyttni í þessum vin- sælu dönsum. Æskulýðsráð Reykjavíkur hef- ir sýnt Þjóðdansafélaginu þá vin- semd að bjóða því nokkur afnot húsnæðis síns að Fríkirkjuvegi 11, og kemur það sér vel fyrir félagið, sem hefir átt við mikil húsnæðisvandamál að etja við vaxandi aðsókn að námskeiðum. Þarna mun m.a. verða kennsla í barnaflokkum, á þriðjudögum. Þetta leysir þó engan veginn all- an vanda félagsins, og hefir það orðið að leita sér húsnæðis víðar. Innritun í barnaflokka fer fram á Fríkirkjuvegi 11 föstudag- inn 25. þ.m. kl. 2—4, og er áríð« andi að tilkynna þátttöku þá, sérstaklega fyrir börn, sem hafa sótt námskeið áður og óska a3 vera í sama flokki áfram. A9 öðru leyti fer innritun fram I síma félagsins, 1-25-07, kl. 4—7 daglega, nánar auglýst í blöðura og útvarpi. Héraðsfundur M.-Þing- eyjarprófastsdæmis HÉRAÐSFUNDUR N-Þingeyjar- prófastsdæmis var haldinn að Skúlagarði 6. þ.m. að lokinni guðsþjónustu í Garði þar sem sr. Ingimar Ingimarsson predikaði. Prófastur sr. Páll Þorleifsson setti fundinn og stjórnaði hon- um og tilnefndi sem ritara Þór- arin Þó'rarinsson í Vogum. Mætt ir á fundinum voru prestar prófastsdæmisins og fulltrúar allra safnaða. Að loknum venjulegum fund- arstörfum fóru fram umræður um ýmis kirkju og menningar- mál. Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar: Frá prófasti: I. ) Héraðsfundur telur það mikilsvert að unnið sé að því, að allir unglingar geti notið skyldu náms innan sýslunnar, þar eð meðal annars tengsl þeirra við heimili og heimabyggð helzt þá lengur. II. ) Héraðisfundur telur það mikið mein safnaðar og kirkju- lífi hverrar sóknar, þegar kirkju staðir einhverra hluta vegna fara í eyði og skorar á þing og stjórn að gera sérstakar ráðstaf- anir til að fyrirbyggja slíkt, ef verða má, í hverju tilfelli. III. ) Héraðsfundur telur vax- andi neyzlu áfengis meðal ungl- inga á landi hér hina háskasam- legustu, þareð hún meðal annars sljóvgar alla ábyrgðartilfinningu og hefur lamandi áhrif á siðgæð- ið. Lítt þroskuðum unglingum er þar með oft hrint út á braut hverskonar óreiðu og afbrota. öll um ætti að vera ljóst að við svo búið má ekki standa. Sókn þarf að hefjast gegn þessum ófögnuði, framfylgja verður lögum, sem banna með öllu sölu víns til fólks á æskuskeiði. Frá Eggerti Ólafssyni: IV. ) Fundurinn beinir því til stjórnar félagsheimilanna í próf- astsdæminu að gangast fyrir því að halda sem flestar samkomur án áfengis. Frá Birni Þórarinssyni: V. ) Fundurinn fagnar þeirri á- kvörðun áfengisvarnarnefndar í N-Þing., að koma á skólamóti í Skúlagarði á komandi vetri og vill styðja þá viðleitnL Tónlistarskóli Sigur- sveins D. Kristinssonar I TILEFNI af því að Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar er nú að hefja sitt fyrsta heila skóla ár, þykir forráðamönnum hans rétt að gera stutta grein fyrir helztu markmiðum hans. Það hefur lengi verið umhugs- unarefni þeirra, sem áhuga hafa á alþýðlegri tóniðkun að vöntun hefur verið á kennslu og leiðbeiningu til örvunar heimilis tónlistar á þau hljóðfæri, sem flestir éiga auðveldan aðgang að. íslendingar eru í þessum efn- um langt á eftir öðrum þjóðum, sem iðka tónlist í heimahúsum, þrátt fyrir útvarp og sjónvarp, með þeim hljófærakosti, sem til- tækur er hverju sinni. Á áratugunum eftir aldamótin var iðkuð mikil heimilistónlist í landinu aðallega söngur og leik- ur á orgelharmoníum, en þessi heimilistónlist tilheyrir nú liðn- um tíma og í stað hennar hefur lítið komið annað en léttustu dægurlög. Tónlistarskólinn í Reykjavík verður nú með hverju ári betri menntastofnun fyrir það fólk, sem gerir tónlist að æfistarfi sínu, en ekki verður til þess ætlazt að hann haldi uppi kennslu á þau hljóðfæri, sem helzt eru I al- mannaeign og lengst af voru til þess ætluð að iðka létta tónlist og til tómstundaiðkunar, svo sem harmonika og gítar. Tónskóli Sigursveins D. Krist- inssonar telur hinsvegar kennslu og meðferð slíkra alþýðlegra hljóðfæra sitt meginverkefni og mun leggja áherzlu á að kenna nemendum sínum samleik á þessi hljóðfæri í smærri og stærri hóp- um Og glæða skilning á gildi sam leiksins. í því skyni að glæða skilning á gildi almenns söngs, mun verða æfður einraddaður fjöldasöngur með nemendum skólans og öðru fólki. Verða eink um æfð þjóðlög og sérmenntaðir söngkennarar leiðbeina um flutn ing þeirra og raddbeitingu í því sambandi. Skólinn hefur tryggt sér vel menntað fólk, sem annast kennslu í þessum námsgreinum: Söng, trompet, harmoniku, konsertgítar, rafmagnsgítar, — banjó, mandolin, munnhörpu, — melódíu, blokkflautu, fiðlu, — píanó. Innritun 1 skólann er hafin. Væntanlegir nemendur hafi sam band við skólastjórann, Sigur- svein D. KrLstinsson, Óðinsg. 11, Reykjavík. Sími 19246. Frá Einari Benediktssyni: • VI.) Héraðsfundur N->Þingpr. f.d. vil'l hérmeð beina þeirri á- skorun til hlutaðeigandi hrepps- nefnda að þær vinni að því að takmarka mjög frá því sem nú er kvöldsöluleyfi til smábúða því vitað er að slíkir staðir draga unglinga mjög til sín á kvöldin og stuðla að því að þeir leiðisl út í óreglu og aðrar miður æski- legar lífsvenjur. FERÐIST ALDREI ÁN TRYGGINGAR SLYSA- TRYGGING ALMEN NAH TRYGGINGAR HF. PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 A T H r G I » að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.