Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ r Sunnuctagur 27. sspt. 1964 ‘U L4| Framh. af bls. 1. í Moskvu Jafnvel áður en ég kom til Rússlands í júlí, hafði ég rætt við Rússa þá fyrirætlun mína að fara með ferðasýningar- deild.sem verið var að útbúa á sérstakan hátt, til vörusýn- inga, og ekki hvað sízt í Aust ur-Evrópu. Ennfremur ræddi ég þessa fyrirætlun við nefnd Penkovskys í júlí, þegar ég var staddur í Moskvu. Ég vissi, að það gat verið nokkur hætta fyrir mig að eiga frekari samfundi við Pen kovsky — ef ég þá færi oftar til Austur-Evrópu. En mönnum fannst, að ef ég — eftir að hafa haft allan þennan undirbúning og nota hann sem ástæðu til Moskvu- ferðar — færi svo ekki eða setti mig í neitt samband við Austur-Evrópu — þá yrðu Rússar hárvissir um, að eitt- hvað meira en kaupsýslusam- band væri milli okkar Pen- kovsky. Éig ákvað því, til þess að hjálpa honum og sanna mál hans um okkar tíðu sam- fundi; að ég yrði að fara. Ég flýtti mér því að verða til- búinn til að ná í brezku vöru sýninguna í Búkarest í októ- ber, enda þótt ég vissi, að vandræði gætu af því hlótizt. Ég hagaði þessu þannig, að ég fór í bíl í fylgd með ferða- sýningardeildunum, alla leið til Ungverjalands, og sendi þær síðan áfram til Búkarest með fulltrúa mínum. Ég varð eftir í Ungverjalandi til að hitta stjórnarvöld þar og fá þau til að leyfa, að þegar sýn- ingardeildir mínar kæmu frá Rúmeníu á leið heim, þá gæt- um við haft einkasýningu í Unigverjalandi. Þetta var góð kaupsýsluhugmynd. Þessi heimsókn mín til Búdapest var ólík mörgum hinum fyrri ferðum mínum. Jafnskjótt sem ég kom inn í Duna-hótelið, hitti ég þennan unga mann, Ambrus, við af- greiðsluborðið. Hann leit á mig, og skrifstofustjóri hótels ins saigði: „Ó, hr. Wynne, er- uð þér kominn með farand- sýninguna yðar? Ég hef séð hana. Ætlið þér að hafa sýn- inguna hér í Búdapest? Ef þér þurfið túlk, eða einhvern að- stoðarmann; þá er þessi ungi maður stúdent og getur hjálp- að yður.“ Hann sagði mér, að hann hefði lokið stúdentsnámskeiði og langaði til að vinna í ferða skrifstofunni. Vitanlega var nú eniginn ferðamannatími — svo að hann var á lausum kili, og hann vildi gjarnan hjálpa mér og túlka fyrir mig. Ég tók hann því, í viðbót við Helen Serespyen, þar eð við gátum búizt við fjölda sýn- ingargesta. Hann ætlaði að segja mér einhverja reyfarasögu um til- raun sína til að strjúka út úr Ungverjalandi. Ég flýtti mér að segja: „Því hef ég enigan áhuga á. ... “ Já, hann var of sleipur og of fróður. Ég hitti yfirmann brezku deildarinnar hjá verzlunarráð- inu, -sem bauð mér í hádegis- verð og spurði mig spjörunum úr, hvernig ég hefði byrjað kaupsýslu, um sambönd mín og í hverskonar kaupsýslu ég værL Hann spurði^mig" margs og um nauðsyn fram, þar eð ég hafði komið til Ungverjalands reglulega, síðustu tíu árin, svo að þessir menn hlutu að vita öll deili á mér. Loks var það að samkomulagi, að ungversk kaupsýslufyrirtæki skyldu koma á sýninguna mína, þeg- ar hún kæmi frá Rúmeniu Þagar ég hafði gengið frá öllu þessu, fór ég aftur til Vín, tók þar flugfar til Búkarest, og hitti þar deildirnar mínar á vörusýningunni. Þegar henni lauk fóru deildirnar aft ur til Búdapest, en ég flaug nokkrum dögum áður til Vín, þar sem óg hafði mælt mér mót við konuna mína. Nú hugsaði ég: Þeir hafa bersýnilega auga með mér, en hinsvegar er ég ekki að hafast neitt rangt að. Eftir langa helgi með konunni í Vín, fór ég í bílnum mínum, sem ég hafði skilið þar eftir í austur leiðinni, yfir landamærin og inn í Ungverjaland. Ég hafði ekkert færi á að frétta það, að meðan ég var að aka í bílnum mínum frá Vín til Búdapest, í vikunni á undan, eða 24. október, að þá var verið að taka Penkovsky Helen Serespyen. Greinar- höfundur, er heyrði smella í háhælaskóm hennar í fang- elsinu í Búdapest, þar sem Rússar létu ræna honum, tók myndina sjálfur, nokkrum dögum fyrir handtöku sína. fastan í Moskvu. Það var mik- il áhætta fyrir þá að hleypa mér frá Búdapest til Vínar, enda þótt ég hefði skilið tösk una mína eftir í gistihúsinu. Ef til vill hafa þeir ekki í fyrstunni vitað, hvaða hlut- verki ég hafði gegnt í sam- bandi við Penkovsky. Þeir hefðu vel getað tekið mig á leiðinni til Vín eða þá í Rú- meníu. En það gerðu þeir ekki. Gestgjafinn forvitni Þegar ég kom til Búdapest, miðvikudaginn 21. október, beið Ambrus mín í Duna-hó- telinu. „Ah!“, sagði hann. „Á mongun vil ég fara með yður í heimsókn til afa míns og ömmu. Þau eiga heima á lítilli eyju, rétt utan við Búdapest — eyju í Dóná. Þar er skemmtilegt og rólegt. Þetta er afskaplega falleg eyja, og ég veit, að þau hafa gaman af að sjá yður. Mér leizt ekki allskostar á þetta, og kvaðst ekki vita, hvort ég yrði viðlátinn, en þá vissi hann, að ég var hvengi ráðinn fyrr en um kvöldið. Hann sagði því: „Jæja, ef þér getið komið kl. 10 f.h., yrði það nógur tími.“ „Gott og vel, ég skal koma.“ Klukkan 10 beið Ambrus því niðri í gistihúsinu, en ég sagði: „Því miður, Pal, ég get ekki komið. Ég hef stefnumót annarsstaðar." Sannast að segja, hafði ég sett einu fyrir tæki þetta mót fyrr um mong- unin, til þess að hafa afsök- un. i . Ég kom aftur klukkan tvö og það stóð heima, að Ambrus beið þarna enn. „Komdu út og fáðu hádegisverð með mér,“ sagði ég. _ Hann sagði: „Ég veit af á- gætu litlu matsöluhúsi, rétt hjá ferjunni. En komdu nú og heimsæktu afa og ömmu.“ „Það vil ég ekki“, sagði ég. „Finndu út hvenær ferjan fer, og ef það reynist hentugt, skulum við fá okkur hádegis verð í matsöluhúsinu þar í grenndinni.“ Hann bað mig að aka eftir mjög þröngri götu. Ég komst með bílinn hálfa leið og leizt þá ekki á það. „Ég held, að bíllinn hafi ekkert gott af þessu, Pal“, sagði ég. Hann fór út úr bílnum og æpti hátt á ungversku, sem ég skil fáein orð í. „Hvað ertu að igera?“ spurði ég. „Kalla á ferjumanninn“, sagði hann. Þá kom gamall maður hlaupandi upp stíginn og þeir töluðu eitthvað saman. Ég lét vélina ganga og var tilbúinn með afturábak, því að mér leizt bara ekkert á þetta. En þá sá ég á milli trjánna gam- alt hús, en enga ferju. Ég veit það ekki fyrir víst, en mér dettur í hug, að hefði ég farið klukkan tíu um morguninn eftir þessum stíg, þá hefðu Rússarnir, sem ég hitti síðar í flugvélipni beðið mín í hús- inu og yfirheyrslurnar byrjað þar. Hvemig hafði ég komið mér í þessa klípu í Búdapest? Fyr ir stríð hafði ég lagt stund á verkfræði í háskólanum í Notthingham og síðan lokið vélfræðinámi hjá stórri véla- verksmiðju. Ég gekk í herinn snemma í stríðinu og varð síð ar foringi. Eftir stríð varð ég söluverkfræðingur hjá fyrir- tæki, sem seldi rafmagnsvarn ing, og það leiddi af sér marg- ar ferðir til mangra ráðgef- andi fyrirtækja í sölu- mennsku. í þessu starfi hafði ég síðustu 12 árin verið full- trúi fyrir samband átta sjálf- stæðra félaga, sem framleiddu þung’aiðnaðaráhöld, allt frá heilum verksmiðjum niður í sérhæfðar vélar — heilar raf- magnsstöðvar, sementsstöðvar, skipaútbúnað o.s.frv. Á þessum tíma hafði ég átt mikil viðskipti fyrir hin ýmsu félög, bæði í Vestur- og Aust- ur-Evrópu. Þegar ég var að undirbúa ferðir mínar til Sov étríkjanna þurfti ég að fara margar ferðir í viðskiptasendi ráðið sovézka í Highgate. Og stundum varð ég líka að hitta viðskiptaráðunautinn í sov- ézka sendiráðinu, mann að nafni Palov. Hann er nú ekki lengur í London. Heimboð Meðal þeirra manna, sem ég hitti í Highgate, snemma Lagrt á hættu Ég varð nú um kyrrt í Búda pest og fór víða í viðskiptaer- indum 1 þrjá eða fjóra daga. Þetta gekk nú óþarflega smurt, og blekkti mig vitan- lega ekki, en ég sagði við sjálf an mig: „Líklega er bezt að hafa hann einhvers staðar nærri sér“. Ég bað hann því að hitta mig í matsalnum kl. átta. árs 1960, var maður að nafni Kulikov — hann er heldur ekki lengur í London. Ég samdi við hann um það, að kunnáttumenn frá félögunum sem ég hafði umboð fyrir, færu til Moskvu og héldu þar fyrirlestra og hittu að máli forystumenn iðnaðar Sovét- ríkjanna. Kulikov spurði mig spjör- unum úr og loks, hvort ég vildi ekki fara og hitta Pav- lov i Sovétsendiráðinu. Þetta varð í þriðja skipti, sem ég hitti Pavlov. Við sátum og fengum okkur hressingu, og töluðum saman og Pavlov saigði: „Jæja, hr. Greville Wynne heldur ræðu á fundi í Moskvu um brezk- sovézk viðskipti. StóreflLs altaristafla af Lenín gamia lafir á veggnum fyrir aftan hann. Wynne, þér hafið umboð fyrir þessi fyrirtæki. Þér gætuð víst ekki komið því í kring, að Kulikov og nokkrir starfs- bræður hans fengju að heim- sækja þessi fyrirtæki?“ Hann nefndi tvo eða þrjá á nafn, og ég saigði: „Jæja, má ég þá hringja strax?“ Ég greip símann og gekk frá þessu þá á stundinni í skrifstofu Pavlovs. Þið skiljið þeir urðu að sannprófa mig, því að þeir höfðu aldrei rek- izt á það fyrr, að einstaklinig- ur eins og ég ferðaðist fram og aftur til Moskvu og lepp- ríkja Rússa, sem fulltrúi fyrir svona margskonar iðnaðarvör ur. Pavlov spurðL hvort Kuli- kov mætti koma í skirfstof- una mína. Ég samþykkti það strax og fór þá þegar með hann, fyrst í skrifstofu mína í City og síðan í einkaskrif- stofuna mína, sem er í út- byggingu við húsið mitt. Þetta var í fyrsta sinn, sem nokkur Rússi hafði komið heim til mín. Eftir nokkra drykki var Kulikov brosandi og í prýðilegu skapi. Þrem döigum síðar fór ég í rússneska sendiráðið og tók þar með mér Kulikov og ann an mann til, að nafni Rudov, til þess að fara með þá norð- ur í land með járnbraut og skoða hinar ýmsu verksmiðj- ur. Kulikov tók upp tvær járn- brautarávísanir upp á þriðja flokks farmiða. „Já, en hr. Kulikov", sagði ég og lézt vera afskaplaga hissa, „vest- rænir kaupsýslumenn fara aldrei á þriðja farými, heldur alltaf á fyrsta“. Ég ákvað nú að gamna mér dálítið á kostn að Pavlovs. Ég greip símann og hringdi í hann. „Hr. Pav- lov — þér igetið ekki látið það viðgangast, að samstarfsmenn yðar ferðist á þriðja farými“, Pavlov gekk inn á að breyta ávísununum. Ég held, að Kuli kov og Rudov hafi verið fyrstu Rússarnir, sem ferðuð- ust yfirleitt á fyrsta farými 1 Pullmanvagni. Þeir skemmtú sér vel og fengu igóðar móttökur í verk- smiðjunum og við vorum sam. an allar tómstundir okkar i þrjá eða fjóra daga. Skömmu seinna hringdi Kulikov til mín heima hjá mér eitt kvöld og sagði: Ég þarf að tala við yður hr. Wynne. „Sjálfsagtl „Með ánætgju“, sagði ég. „Já, hr. Wynne, en bara ekki heima hjá yður.“ Það var dimmt og hann ’ vildi ekki hitta mig í björtu. Hann hafði ákveðið að hitta mig við hliðið á garði einum í Chelsea. Við sátum á bekk í rigningunni, rétt hjá styttu Carlyles. Regnið seitlaði nið- ur af barðinu á rússneska hatt inum hans. „Við vitum, að þér eigið manga vini í iðnaðinum, hr. Wynne“, hóf hann mál sitt „Ef þér gætuð hjálpað okkur til að ná í nýjungar — þér vit ið — uppfinningar og þesshátt ar, þá höfum við áhuga á nýj ungum og nýjum hugmynd- um. Ef til vill gætuð þér náð í einhverjar vöruskrár eða þá teikningar — hvað sem er. Ef þér gætuð hjálpað okkur með þetta, mundum við alltaf verða yður vinveittir.“ Viðskiptagrundvöllur Hann hélt áfram: „Við skylð um sjá til þess, að þér gæt- uð fengið mikií viðskipti í Moskvu. Við viljum sem sá ekki vinna með öðrum en yð- ar líkum, hr. Wynne“. Ég svaraði: „Hr. Kulikov. Auðvitað hef ég viðskipti við mörg fyrirtæki og hvað sem þér viljið fræðast um þau, skal ég hjálpa við með á- nægju. Ég skal fara með yður til þeirra og kynna yður for- stjórunum. En meira get ég ekki gert.“ Hann var bersýnilaga ekki allt of viss um mig. En þar fyrir gafst hann ekki upp. heldur skaut honum upp aft- ur við dyrnar hjá mér, þegar ég var ekki við. Hann talaði við konuna mína og honum var sagt, að ég væri í sölu- ferð í Vestur-Evrópu. Hann varð eitthvað vandræðalegur og fór leiðar sinnar. Þetta var sýnilega tilraun hjá þeim til að prófa mig. Löngu síðar, þegar ég hitti Pavlov aftur, og nú að Pen- kovsky viðstöddum, sagði hann við mig: „Ó, hr. Wynne! Ég heyri, að þér séuð ekkert í stjórnmálum — þér eruð hlut laus, eða hvað? Ég svaraði: Þar hafið þér hitt naglann á höfuðið, hr. Pavlov. Ég sæk- ist ekki eftir öðru en kaup- skap, góðum kaupskap og heið arlegum kaupskap. Þeir höfðu fengið staðfest, að frá þeirra bæjardyrum séð var ég ekki pólitískur, nema að því leyti sem kaupskap við kom. Allt þetta var vandleiga skrásett í skýrslu til Moskvu, en Penkovsky sýndi mér ljós- mynd af þeirri skýrslu í Lond on. Sendinefnd kunnáttumanna og fyrirlesara frá okkur kom til Moskvu í desember 1960l Þetta var í fyrsta sinn sem einkasendinefnd frá sjálfstæð um fyrirtækjum ’ hafði heim- sótt Sovétríkin, því að allar þær fyrri höfðu verið á veg- um iðnsambanda. Við vorum þarna á snærum Tækni-vís- inda-nefndarinnar, og vitatv. lega var Fenkovsky þar einn aðalmaðurinn. Ég sá oft Penkovsky í við- skiptaerindum, og átti mörg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.