Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 9
r Sunnudagur 27. sspt. 1964 MORCUN BLAÐIÐ 9 Enskir stórkaupmenn með Rússum i Moskvu. Fremstir til vinstri standa Greville Wynne og Oleg Penkovsky. einkasamtöl við hann, en hann spurði aðallega og lét hinsvegar sem minnst uppi um sjálfan sig. En einn morgun- inn kom einn elzti maðurinn í sendinefndinni minni til mín og var í miklum æsingL „Er það ekki óvenjulegt", spurði hann, „að Rússar komi í hótelherbergið til yðar, til skrafs?" Það var mjög óvenjulegt og mig langaði að fá meira að heyra. hað kom í ljós, að Pen kovsky hafði komið í herberg ið hans og beðið hann að ut- vega sér einhver sambönd í London, og taka af sér bögig- ul til Englands. Hann varð talsvert órólegur út af þessu og kallaði á einn samverka- mann sinn. Hann tók ekki Iböggulinn, en tilkynnti þetta yfirvöldunum þegar hann kom heim. I>áð sýndi sig, að þetta var I þriðja sinn sem Penkovsky hafði reynt að ná sambandi við vestræna upplýsingaþjón- ustu. Snemma árs 1960 hafði hann gert samskonar tilraun til að komast í samband við mann úr kanadiskri viðskipta sendinefnd, sem hafði á sín- um snærum vélar til timbur- iðnaðar og pappírsgerðar. Sá neitaði líka að taka nokkra sendingu og tilkynnti þetta | yfirvöldunum. Samskonar til- raun við ameríska klúbbinn í Moskvu, skömmu síðar, reynd i ist álíka áranigurslaus. | Það var ekki fyrr en ég kom til Moskvu tveimur mánuð- um síðar að Penkovsky tókst að ná sambandi — og þá fyrir mína milligöngu. 1 Ég hafði nægan tíma til að hugleiða allt þetta, fyrstu dag ana mína í Lubyanka-fanigels inu. | Ég kom þangað réttum sól- arhring eftir að mér hafði ver ið rænt í Búdapest. Það var dimmt. Ég hafði ekkert feng- ið ofan í mig nema eitt epli og glas af vatni. Þegar ég var tekinn út úr bilnum, var ég býsna dasaður. Mér var illt og ég var- með svima eftir höfuðhöggið. I Það var farið með mig beint í lyftu — úr stáli. Þetta var ibýsna óhugnanlegt — líklega það versta, sem ég hef kom- izt í. f lyftunni voru tvö hólf — það var gengið inn og þeir opnuðu tvær litlar stálhurðir að innra hólfinu, ýttu mér þar inn, sneru mér við og læstu síðan dyrunum. Rétt fyrir of- an mig var gægjugat inn í hitt hólfið, þar sem verðirnir voru. Svo var lokað fyrir að utan og ég hafði ekki aðra birtu en lítið gat, beint uppi yfir mér, þar sem mannsauga horfði á mig. Við fórum ýmist upp eða niður og ég hafði enga hug- mynd um, hvern fjandann sjálfan var verið að fara með mig. Loksins stönzuðum við á stað, sem ég veit nú, að var fimm hæðum undir yfirborði jarðar (og þó eru til hæðir ennþá neðar). í>eir gripu f mig og tóku mig út úr lyftunni — ég var enn handjárnaðúr — og svo gengum við eftir gangi. Ég var settur inn í lítinn klefa. Þar var bekkur. Raunveru- lega var þetta fataskiptaklefi, en það vissi ég ekki þá. Ég hélt, að þetta væri klefinn minn, því að ég hafði heyrt getið um klefa í fangabúðum, þar sem hvorki er haagt að liggja né standa — og ég sá þarna þennan bekk, sem ekki var hægt að ligigja á og tæp- ast að sitja. I>á opnaði vðrðurinn dymar og tók að öskra á mig. Hann þenti á fötin mín. En ég hristi höfuðið, því að ég skil ekki nema lítið í rússnesku. Loks- ins gripu þeir mig og fengu mér stykki af óhreinni, brúnni lútar.iápu og þá tók mér að skiljast, að ég ætti að þvo mér. Eftir steypibað í skítugum krók þar sem.ryðgaður úðari var í loftinu, fengu þeir mér Ijótan jakka, einar nærbuxur og skítuigar gallabuxur til að fara í — en farið var burt með öll mín eigin föt. Svo var ég í þykksóluðum striga- skóm, reimlausum — og sokka laus var ég. t Síðan var farið með mig i lyftuna, upp margar hæðir og inn í herbergi, þar sem kven- læknir leit á meiðsli mín og setti á mig nýjar umbúðir. Svo var mér hrundið eftir ganginum og inn á sjálft fanig elsið — og^alltáf var verið að opna og loka dyrum, og þarna voru dimmir ganigar og járn- hlið. Mér var ýtt inn í klefa sem var hræðilega auður, en þar var rúm úr járnrenningum, sem voru fjórðungur þum- lungs á þykkt. Þetta var þungt rúm — allt þarna var haft svona þungt, til þess að eng- inn einn maður gæti tekið það upp og kastað því í fanga- vörðinn. Og þetta var úr gegnheilum málmi, sem lét ekkert undan. Þetta var sér- staklega vont fyrir mig, af því að ég er með stálnagla í fætinum, síðan ég lentí í slysi í Odessa 1957. En það er önnur saga. Flöt dýna, einn koddi, eitt teppi, kollur og borð — og þá er upp talið það, sem þarna var inni húsgaigna. Einnig var þarna þó ein lítil hilla og einn veggurinn var þakinn fangels isreglum — öllum á rússnsku, sem ég hefði nú ekki lesið hvort sem var. Svo var gluggi með grindum fyrir, sem ekki var hægt að sjá út um. Og auðvitað var nú vetur — 1962 — vetur, sem ruddi öllum met um, ekki aðeins í Bretlandi, heldur og í Rússlandi Nístingskuldi í Lubyanka er tæpast nokk ur upphitun — aðeins ein lítil Ungverski túlkurinn Pal Ambrus. Höfundur tók mynd- ina skömmu fyrir handtöku sína. pípa sem stendur út úr veggn um. Þarna er aldrei meira en hálfvolgt. Nú var kalt — níst ingskalt. Glugginn var mjög hátt uppi, það var tvöfaldur gluggi ag með vírneti fyrir. Ekki var hægt að sjá út um hann og engin birta kom inn um hann. Rafmagnsljósið lotg aði dag og nótt. Yfir dyrun- um var ein pera, og það var mjög óþægilegt, af því að ég varð að sofa þannig, að hægt væri að sjá höfuðið á mér gegn um gægjugatið — og meðan ég svaf, skein bjart ljós ið beint framan í mig. Drægi ég teppið upp yfir höfuð, voru fæturnir berir. Auk þess var teppið gróft ag erti hörundið. Ég varð að sofa með hendurn ar ofan á teppinu og höfuðið 'bert. Einnig varð ég að snúa mér til dyranna á meðan ég át Jæja, mér var nú ýtt inn í þennan klefa og færð súpu- skál — það var þunn kálsúpa, með sneið af mjag dökku rúg- brauði, sem var á þykkt við samloku — fjórir þumlungar á þykkt. Ég fékk engan hníf en aðeins skeið, og svo bolla af mjög þunnu te, sykurlausu og mjólkurlausu. Ég fékk hálf an annan sykurmola á dag, en í þetta skipti fékk ég engan sykur, af því að þetta var að næturlagi. Meðan ég át, var einhver að horfa á mig gegn um gægju gatið, en í því voru. eilífir smellir, nótt og dag. Ég var undir eftirliti seint og snenima. Það yoru tveir verðir í litla ganginum þar sem klefinn minn var. Einu sinni seinna, þegar mér var leyft að fara út í fangelsisgarðinn til að raka mig, sá ég hverniig þess ir verðir fóru að í hinum klef- unum. Þessir tveir unnu sam- an. Annar gekk að gægjugat- inu oig lét smella í lokinu, en gekk fram hjá, án þess að gægjast. Þá kom hinn á mjúk um skóm, tók frá gatinu, án þess að láta smella í þvi, en rétt ýtti lokinu frá hljóðlaust. Þannig heyrði maður smell- inn og síðan vörðinn ganga burt, en þá kom hinn og gægð ist vel og lengi. Yfirheyrsla Þegar óg hafði lokið úr súpuskálinni — ég get varla étið hana, svo andstyggileg var hún — og svo lokið teinu og rúgbrauðinu, hef ég lík- lega sofið í járnrúminu. Það næsta, sem ég vissi af mér var að ég var vakinn, — eld- snemma. Það var farið með mig eft- ir ganginum og óg leiddur fyr ir hershöfðingja, varaofursta og túlk, og nú var ég yfir- heyrður í fyrsta sinn. Þetta voru sömu mennirnir, sem ég hafði séð í flugvélinni frá Budapest. Hershöfðinginn kunni ensku en talaði hana aldrei við yfir- heyrsluna nema þegar hann varð vondur. Hannvar rúmlega fimmtugur, stór rumur með möng orðubönd á brjóstinu. Hann var í mjög hárri stöðu, reiknað — ég hafði aldrei séð á rússneskan mælikvarða svo tiginn mann í neinni skrif stofu, eða stjórnarráði, sem ég hafði komið í. Varaofurstinn var aðalspyrj andinn. Hann hafði á hendi al mennu spurningarnar. Ég verð að taka fram, að túlkurinn olli ekki neinum erfiðleikum. Hann reyndi al- drei að spyrja — lét sér nægja að túlka. Og þetta var mesti kostur. Þetta virtist vera mjög rólegur maður, og enskan hjá honum var næstum fullkom- in. Hann var miklu fremur listrænn að innræti heldur en af Lu'byanka-skólanum. Ég vorkenndi honum stund- um — það kann að láta skríti lega í eyrum að segja, að hann hafi haft samúð með mér, en að minnsta kosti var hann ekki mér andvígur. Hann gaf mér einstaka vindling frá sjálfum sér, oig einu sinni gaf hann mér bók — „Karamazov bræðurna“ eftir Dostojevsky. Salurinn, þar sem frumpróf in fóru fram, var mjög stór, um 25 fet á lengd og 20 á breidd. í rauninni var þetta skrifstofa hershöfðingjans. Þarna var teppi út í horn, sem var mjög sjaldgæft í Sov éthúsum og á fússneskan mælikvarða hreinasta óhóf. Þama var sjónvarpstæki og geysistórt innanhússsímakerfi eitthvað um 20 tökkum. Ekki var neitt segulband sýnilegt, en síðar varð mér það ljóst, að þarna voru hljóðnemar, af því að ég var alltaf settur við sama borðið. Ég ákvað því strax að fara mér varlega. Þarna var stórt borð með flókakiæði á og 20 stólum I kring. Mangir stál-skjalaskáp ar, allir lokaðir og læstir, og nokkrir peningaskápar. Borð- ið, sem hershöfðinginn sat við, var gljáfægt ag á því ösku- bakki úr silfri, og einn dag- inn var á því Ronson-kveikj- ari með gasi. Einu sinni gaf hann mér Player's sígarettu, en það var snemma á tíma- bilinu. Hann virtist vera einn heljarmikill karl, þessi hens- höfðinigi. Ég var vanur að sitja við litla borðið andspænis borð- inu hans. Dyr lágu út í snyrti herbergið, þar sem ég tók eft ir rafmagnsrakvél, af Phillips gerð, sem stungið var í sam- band hjá speiglinum. Þarna var líka ilmvatnsúðari og dós með hárfeiti. Einnig var kæli skápur í þessu forherbergi. Þung tjöld héngu fyrir stóru gluggana, sem visu út að strætum Moskvu, fimm hæð- um neðar eða þar um bil. Það var rétt hægt að sjá ofan á húsaþökin. Ljósakróna hékk í loftinu. Og svo auðvitað mynd af Lenin. Stóri Bróðir var alls staðar nálægur. „Jæja, hr. Wynne....“ Yfirheyrslurnar stóðu dög- um saman í þessum stóra sal — tvisvar á dag, tvo tíma 4 mongnana og líklega þrjá síð- degis. „Jæja, hr. Wynne, þetta þýð ir nú ekki neitt. Við erum bara að eyða tíma okkar beggja. Við vitum allt um starfsemi yðar með Penkov- sky. Hann er hérna og hefur sagt okkur frá öllu, svo að það er heimskulegt af yður að igera sjálfum yður erfiðara fyrir. Þér eruð á okkar valdi og verðið að leysa frá skjóð- unni“. Ég var vanur að líta við og segja: „Ég veit alls ekki um hvað þér eruð að tala. Það er heimskulegt. Hvað eigið þér við? Er þetta rússnesk menn- ing? Hvað er ég að gera hér?“ Og svo benti ég á örið eftir höfuðhöggið í Búdapest. Og hershöfðinginn var van- ur að segja: „Vitanlega, hr. Wynne. Við vitum, að þetta var ekki rétt og svona erum við ekki vanir að leika fanga okkar. Þetta stafaði af mis- skilningi; þér hefðuð ekki átt að snúast til varnar í bílnum. Ég heyri að þér hafið veitt mótspyrnu, þegar þér voruð tekinn fastur.“ „Afsakið, en ég veitti alls enga mótspyrnu. Til þess var ekkert svigrúm, skiljið þér.“ „En þetta voru ekki okkar menn, hr. Wynne. Okkar menn fara aldrei svona að. En þetta er að eyða tímanum að vera að tala við yður......“ Ég gerði ekki annað en neita öllu, fyrstu 5-6 dagna. „Ég veit ekki, um hvað þér eiuð að tala“, sagði ég. Eftir um það bil viku, fóru þeir með mig út á ganginn og sögðu: „Líttu á þetta!" Þeir lögðu hönd yfir munninn á mér og ég leit gegn um gægjugatið inn í klefann. Þar sat Penkovsky við borð og var að skrifa með blýanti. Hann var horaður og órakað- ur. Hann leit hræðilega út Þeir drógu mig aftur inn í yifirheyrslusalinn. „Hvern sástu þarna? Trúirðu sjálfur að það hafi verið Penkovsky?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.