Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1964, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. sspt. 1964 ÞÁ er laxveiðitíminn enda fyrir nokkru, og um þessar mundir hverfa flug ur og hjól inn í skápa og hirzlur til geymslu þar til næsta „vertíð“ hefst. Trú- legt er þó, að er líður á vetur læðist margur mað- urinn fram í geymslu, tíni þar til eitt og annað, raði flugum í box, smyrji línur o.s.frv. og láti hug- ann reika til ævintýra lið- ins sumars og þeirra, sem í vændum eru á sumri komanda. Þótt misjafn- lega hafi menn veitt í sumar. eiga þó allir endur- Noröurá i Borgarfirði, séð upp að Laxfossi. Ain er þarna í svipuðum mikla fékkst í henni í sumar. Myndin er tkein 1963. vexti veiðin Fengu á 12. hundrað pund af laxi á þremur dögum Spjallað við Guðmund J. Krist- jánsson um eftirminnilega veiðiferð í sumar minningar frá veiðiferð- um sínum. Ekki er þó víst að allar séu þær jafn skemmtilegar og þær, sem Guðmundur J. Kristjáns- son og félagar hans eiga frá þriggja daga vist við Norðurá í júlílok, en þá fengu þeir 211 laxa, þar af 137 á flugu. Samtals voru þessir laxar 1164 pund að þyngd og eru það ekki undur, þótt ein- um félaganna yrði að orði, þessu sinni. Við höfum hald- ið hópinn í fjölmörg ár, og munum vera eitt elzta „hollið“ í Norðurá. — Varla hafið þið veitt jafnvel á hverju sumri o>g í ár? — Nei, því verður víst ekki neitað. í fyrra tókst okkur þó vel upp, því þá fengum við á þremur dögum 87 laxa, þar af 72 á flugu eða nær 81%. Það mun víst vera hæsta hlutfallsveiði á flugu, sem nokkur veiðimannahóp- ur hefur náð við Norðurá. Samlagningarstrimillinn varð æöi langur, er við lögðum saman þyngd laxanna, sem hópurinn veiddi á þremur dögum. Guðmundur J. Kristjánsson, með einn vænan úr Norðurá. er hann leit yfir veiðina: ,,Þetta gerist víst ekki nema einu sinni á öld!“ Mbl. hitti Guðmund J. Krist- jánsson að máli nú í vikunni, og spurði hann um þessa minnisverðu veiðiferð. Svo sem kunnugt er gegnir Guð- mundur formennsku í Lands- sambandi ísl. stangaveiði- manna, og er ötull baráttu- maður í öllu er lýtur að hags- munum stangaveiðimanna og hugðarefnum. — Við vorum átta saman í þessari ferð, Víglundur Möll- er, ritstjóri Veiðimannsins, Bjarni R. Jónsson, forstjóri, Gunnar Jónasson, forstjóri, Jón Gunnarsson, flugvirki, Þorstéinn Guðmundsson, hús- gagnasmíðameistari, Valde- mar Valdemarsson, verzlunar- maður, Benedikt Gröndal, verkfræðingur og ág. Bene- dikt var nú í fyrsta sinn í þessum veiðimannahópi eða „holli“, í stað Ófeigs Ólafs- sonar, húsgagnasmíðameist- ara, sem var fjarverandi að Suna hvar rennt var — En hvað um veiðina miklu í sumar? — Þetta var nánast eitt ævintýri. Það var eiginlega sama hvar maður bleytti færi, alltaf var lax á. Af þessum 211 löxum, sem við fengum 27.—30. júlí voru 137 á flugu. Sjálfur fékk ég samtals 41 lax, þar af 32 á flugu. Valde- mar fékk samtals 3-4 laxa, en næstur í fluguveiðinni varð Víglundur Möller með 26 laxa. Daginn 29. júli fékk hann 16 laxa á flugu, alla á Black Doctor nr. 2. — Hvaða flugu notaðir þú einkum? — Ja, það er ekkert leyndar mál. Ég notaði mest Sweep nr. 4 og nr. 6, enda var yfir- leitt skýjað þessa daga. Ann- ars veiddist einnig ágætlega á Black Doctor, Blue Charm og einnig nokkrir laxar á Thunder & Lightning og Jock Scott. — Hvernig var vatnið 1 ánni? — Áin var all rosaleg, þeg- ar við komum að henni fyrsta daginn, i miklum vexti og mórauð. Þann dag þýddi ekki að reyna neitt nema maðk, en á hann fékkst lika vel. Ég fékk þá t.d. 9 laxa á maðk, og Benedikt Gröndal 5. Meira fékk ég ekki á maðk, enda var hann harla lítið notaður Óvenju mikill lax í Norðurá. — Það hefur verið mikið af laxi í ánni. — Jú, það virtist óvenju mikið af laxi í Norðurá frammi á Dal. Þykir mér ekki ósennilegt að hér sé veru- lega farið að gæta laxarækt- unar þeirrar, sem Stanga- veiðifélag Reykjavíkur hefur beitt sér fyrir í samvinnú við veiðiréttareigendur við ána. Það kann líka að hafa valdið miklu, að flóð voru mikil i Hvítá og aðstaða netamanna til veiða þar var því erfið. Þessa tel ég að hafi einnig gætt verulega varðandi Þverá, en þar var mjög góð veiði í sumar, svo sem kunnugt er, sagði Guðmundur Kristjáns- son að lokum. Þess má að lokum geta, að við fengum lánaða veiðibók- ina í Norðurá og lögðum saman í samlagningarvél þyngd laxanna, sem þeir fé- lagar veiddu þessa eftirminni legu daga. Strimillinn, sem út úr vélinni valt, varð meters- langur eða svo, og þyngdin reyndist 1164 pund. Margur hefur komið slyppari úr veiði ferð! ___— h. Falleg veiði úr Norðurá. eftir þetta, því morguninn eftir var áin farin að minnka og hreinsa sig, og brjálaður flugufiskur um allt. Þó kom einn 16 punda lax á maðk hjá Jóni Gunnarssyni eftir þetta. Stærsti flugulaxinn minn var hinsvagar 15 pund, fenginn á Sweep nr. 4 á Grjótunum. Sex félagar úr veiðimannaliópnum ásamt konum sínum (myndin var tekin í fyrra). Frá vinstri sjást Þorsteinn Guð- mundsson, Víglundur Möller, Ófeigur Ólafsson, Valdemar Valdemarsson, Bjarni R. Jónsson og Jón Gunnarsson (sonur Gunnars Jónassonar). Á myndina vantar Gunnar Jónasson, Guðmund J. Kristjánsson og Benedikt GröndaL (Ljósm. G. Jónasson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.