Morgunblaðið - 30.09.1964, Síða 1
61 ár^angur
28 siður
Mikið liefur verið ritað um áhuga Rússa á flotaæfingum Atlan tshafsbandalagsins að undanförnu. Hér sést ein af rússnesku
flugvélunum, sprengjuflugvél af gerðinni Bison M4, í fylgd með tveimur orustuþotum frá handaríska flugvé'an-.óðurskipinu
Independence. Efri orustuþotan er af gerðinni F4B Phantom, en þær eru meðal hraðfleygustu flugvéla heims. Hin orustu
þotan er af gerðinni F8U Crusad er.
Handritamálið rætt í dan-
ska þinginu i næstu viku
Stjórn Arnasafns telur afhendinguna brot á stjórnarskránni
Kaupmannahöfn, 29. sept.
— (NTB) —
EITT af fyrstu málunum, sem
hið nýkjörna þing Danmerk-
ur tekur til afgreiðslu verð-
ur afhending handritanna ís-
lenzku úr Arnasafni til Há-
Erlendar
fréttir
VIEE SELJA FUOTANN
London, 29. sept. — (NTB)
ORÐRÓMUR er á kreiki um
að gríski skipakóngurinn
Stavros Niarchos hafi í hyggju
að selja bandarísku útgerðar-
félagi flota sinn, en í honum
eru um 70 skip samtals um
2.6 millj. tonn. Ekki hefur
fregn þessi fengizt staðfest hjá
eigandanum.
MYRTI FJÖLSKYLDU SÍNA
Troy, Michigan, 29. sept. (AP)
WILLIAM GRAVLIN, fyrrum
slökkviliðsmaður í Troy, út-
hverfi Detroitborgar í Banda-
rikjunum, hefur verið hand-
tekinn, grunaður um að hafa
höggvið konu sína og sex börn
til bana með exi og sleggju.
Fundust líkin á heimili Grav-
lins og samkvæmt ábending-
um hans. Á hverju líki var
bréfmiði með áletruninni:
„Ég elska þig. Mér þykir þetta
leitt, en hjá því varð ekki
komizt." Gravlin var áður
handtekinn fyrir tveimur ár-
um og ákærður fyrir að hafa
stungið mágkonu sína með
hnif. Ekkert varð úr mála-
ferium, en Gravlin var sendur
tml geðveikralæknis.
skóla íslands. Má búast við
að mál þetta veki miklar
deilur meðal danskra stjórn-
mála- og vísindamanna.
K. B. Andersen, sem tók
við embætti fræðslumálaráð-
herra sl. föstudag, hefur skýrt
frá því að hann telji unnt að
leggja fram frumvarp til laga
K. B.
Andersen, fræðslumála-
ráðherra Dana.
um afhendingu handritanna
hinn 7. október, og að því
frumvarpi verði ekki breytt.
Hefur það mikið að segja að
ekki verði gerðar breytingar
á frumvarpinu, því þá gætu
atkvæði þriðjungs þingmanna
ráðið því að afgreiðslu máls-
ins verið enn frestað þar til
eftir næstu þingkosningar.
Bent er á að danska stjórn-
in þurfi að hraða afgreiðslu
málsins, því næsti fundur
Norðurlandaraðs verði hald-
inn í Reykjavík í febrúar. Þar
hefur þegar verið byggt yfir
safnið (segir norska frétta-
stofan), og prófessor Einar
Ólafur Sveinsson ráðinn for-
stöðumaður þess.
í rauninni var afhending
handritanna samþykkt á síð-
asta þingi með 110 atkvæð-
um gegn 39. En gildistöku
laganna um afhendinguna
var frestað þar til þau hefðu
einnig hlotið samþykki næsta
þings.
En jafnvel þótt þingið sam-
þykki nú að afhenda íslend-
ingum handritin, og allt bend-
ir til að svo verði, er málið
ekki þar með úr sögunni því
búast má við málaferlum.
Hafa stjórnendur Árnasafns,
sem eru andvígir afhendingu,
lýst því yfir að þeir væru
reiðubúnir að verja miklu fé
til að hindra afhendingu hand
ritanna. Halda þeir því fram
að lögin um afhendinguna
séu brot á dönsku stjórnar-
skránni og eignarréttur Árna-
safns óvefengjanlegur. Á
heimsmarkaðinum mætti nú
selja handritin fyrir um 100
milljónir danskra króna (620
Framhald á bls. 27
Rússar
missa
áhugann
Togari og kaf<
bátur fylgjast
með MATO-
flotanum
London, 29. sept. (AP-NTB)
R Ú S S A R virðast vera að
missa áliugann á að fylgjast
með síðasta lið flotaæfinga
Atlantshafsbandalagsins, sem
hófust í síðustu viku, að því
er einn af bandarísku Ifota-
foringjunum segir í dag.
NATO-flotinn er nú á leið
til Biskayaflóa þar sem æfing-
unum lýkur, og var í dag út af
vesturströnd írlands. Á fundi
með fréttamönnum í varnar-
málaráðuneytinu í London
skýrði Frederick Tui'ner,
capt., frá því að eftir því, sem
bezt væri vitað, fylgdist að-
eins einn rússneskur togari og
einn kafbátur með flotanum.
„Við vitum um annan togara
og annan kafbát á Ermar-
sundi, en -Rússar virðast vera
að missa áhugann," sagði capt.
Turner.
Á fundinum mætti einnig
Robert L. Townsend, aðmíráll,
yfirmaður „Strike Force“ eða
árásardeildarinnar. Kvaðst
hann álíta að NATO hefði bor-
ið meiri upplýsingar úr být-
um vegna rússneskra skipa og
flugvéla, sem fylgdust með
æfingunum, heldur en Rúss-
ar. Aftók hann að Rússar hafi
komizt að einhverjum leynd-
ardómum í sambándi við æf-
ingarnar.
Framhald á h'ls. 27
Verkamannaflokkurinn
tapar fylgi í Noregi
IVIiðflokkarnír vinna á
Osló, 29. sept. — (NTB) —
TALNINGU atkvæða er að
mestu lokið eftir sveitar-
stjórnarkosningarnar í Noregi
í gær. Kosið var í 39 kjör-
dæmum, og hefur verka-
mannaflokkurinn og óháðir
listar tapað miklu fylgi, en
aðrir flokkar bætt fylgi sitt
að sama skapi, aðallega mið-
flokkarnir.
AIls hafa verið kjörnir 1301
sveitarstjórnarmaður, en greidd
atkvæði voru rúmlega 148 þús-
und. Hlaut verkamaixnaflokkur-
inn 366 menn kjörna með 31.65%
atkv. (höfðu 35,33%), en næstur
kemur miðflokkurinn með 215
menn og 11,59% (áður 7.62%).
Athyglisvert er að vinstri fiokk-
urinn hlaut nú 17,29% atkvæða
(hafði 15,14%), en hlaut aðeins
188 menn kjörna.
Óháðir listar og staðbundnir
hlutu nú 197 menn kjörna og
8,32% atkvæða (höfðu 12,68%),
Kristilegi flokkurinn 11,21% og
147 menn (áður 9,18%) og hægri
flokkurinn 144 menn og 15,95%
(áður 15,39%).
Þessi kosningaósigur vei'ka-
mannaflokks Einars Gerhardsens,
forsætisráðherra, hefur vakið
mikla athygli í Noregi, en þing-
kosningar eiga að fara fram þar
í landi á næsta ári. Sjálfur segir
forsætisráðherrann um úrslitin:
„Verkamannaflokkurinn reikn-
aði með nokkru fylgistapi í kosn-
ingunum, en ég bjóst ekki við
að það yrði svona mikið.“ Benti
forsætisráðherrann á að kjörsókn
hafi verið dræm, en því íylgi
jafnan tap fyrir f jölmennasta
flokkinn. Segir Gerhardsen að
stöðugar árásir stjórnarandstöð-
unnar á ríkisstjórnina og verka-
mannaflokkinn hafi haft sín á-
hrif á kosningarnar.
Talsmaður vinstri flokksins,
Bent Röiseland, sagði: „Ég er
mjög ánægður með úrslit kosn-'
inganna, og sérstaklega með
fylgisaukningu vinstri flokksins
Svo virðist sem verkamannaflokk
urinn hafi misst tök á kjósend-
um. Þær verða spennandi þing-
kosningarnar næsta ár.“
Dagblöðin eru öll á einu máli
um að kosningarnar hafi verið
mikill ósigur fyrir verkamanna-
flokkinn, og það jafnt flokks-
blöðin sem hin óháðu. Telja sum
blöðin að úx-slitin marki tímamót
í norskri stjórnmálasögu og að
frekari „veðurbreytinga" megi
eiga von í næstu þingkosning-
um.