Morgunblaðið - 30.09.1964, Síða 2

Morgunblaðið - 30.09.1964, Síða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ ! Miðvikudagur 30. sept. 1964 Caledonian keppir ekki við Loftleiðir EINS og MorgrunblaSið hefur skýrt frá, sótti skozka flugfélag- i9 Caledonian Airways um leyfi til brezka flugrráðsins, til þess að fá að hefja fast áætlunarflug ineð lágrum fargjöldum á leið- inni Condon — Prestwick — New York. Sögrðust forráðamenn félagrsins mundu veita Loftleið- um harða samkeppni á flugrleið inni yfir Atlantshaf, yrði Ieyfið veitt. Nii hefur verið frá þvi skýrt, Gotfred Bernhöft. Gotíred Bernhöft lótinn að leyfið verði ekki veitt. Flug- félögin British Eagle Internat- ional og B.O.A.C. höfðu lagzt gega leyfisveitingunni. Sögrðu fulltrúar hins síðarnefnda, að hugrsanlegrt tap félagrsins, ef leyfið yrði veitt, gæti numið 360 þús. sterlingspundum á ári, eða 3.600 farþegum á þessari flug- leið árlega. Virðist því samkeppni félags- ins við Loftleiðir vera úr sog- unni að sinni a.m.k. Caledonian Airways fékk hins vegar leyfí til þess að skipu- leggjá fimmtáh dagá hópferðir til Baridáríkjanna frá Bretlandi og til Bretlands frá Bandaríkjun- um. Verða ferðirnar farnar á veg úm flugfélagsins og þátttöku- gjaldi mjög í hóf stillt. í apríl- mánuði n.k. hefjast ferðir þess- ar, og eiga Bretar þess kost fyrir rúm 149 sterlingspund að fara í 15 daga ferðalag til New York og þaðan til Boston, Nia- gara-fossa eða Washington, og er þá allur kostnaður innifalinn. Bandaríkjamenn, sem nota sér ferðir þessar til Bretlands, dvelj- ast sjö daga í Skotlandi og sjö daga í Englandi. Til samanburð- ar má geta þess, að sparnaðar- fargjöld ("economy fares“) fram og til baka mil.li Bretlands og Bandaríkjanna eru rúm 142 sterlingspund, — Félagið notar fiugvélar af gerðinni Douglas DC 7C á leiðinni. Floigið verður föstudaga, laugar daga og sunnudaga. Mýrarhyrna i Grundarfirði, þar sem 9 kindur eru nú í sjálfheldu á syllum. Ljósm. Sv. Þorm. Kindur í sjálfheldu í Crundarfjarðarfjöllum Sigið 40 m. eftir tveimur í vikuvmi MIÐVIKUDAGINN 23. sept. fóru 4 menn frá Grundarfirði, þeir Sigurður Helgason, bóndi í Lárkoti, Hallgrímur Pétursson, Grafarnesi, Þor- varður Lárusson og Sigurvin Bergsson í Stöðina, sem er næsta fjall fyrir utan Kirkju- fell. Þar var kind með lamb sitt í sjálfheldu á syllu. Eig- andi kindarinnar er Sigurvin Bergsson, og fékk hann hina með sér til aðstoðar, þegar hann seig niður á sylluna. Ekki var um annað að ræða en síga 40 m. niður á syll- una, þar sem bjargið slútti dálitið fram. En aðstaða var heldur erfið, af því að bergið er laust í sér þarna. Þótti þeim óskiljanlegt hvernig kindin hefði komizt á syll- una. Seig Sigurvin niður á syll- una, en hinir héldu í reipið og drógu hann síðan upp með kindina og var það mjög erfitt verk. Síðan fór Sigur- vin niður eftir lambinu. Bæði lambið og kindin voru mjög aðþrengd og lamb- ið búið að naga mikið af ull- inni af kindinni. En talið er að kindurnar hafi verið þarna í 10 daga. Fóru menn- irnir með kindurnar nifður fjallið að sunnanverðu, sem er allt greiðfært, og komu þeim á góðan blett, þar sem þær ná sér vonandi. Miklir erfiðleikar eru oft á að ná fé úr sjálfheldu á þessum slóðum. I fyrra var nokkrum kindum bjargað með mikilli fyrirhöfn og erf- iðismunum í Mýrarhyrnu, sem er sunnan við fjallið Stöð. Var ein kindin skotin, þar eð ekki var hægt að bjarga henni. Og nú eru þar 9 kindur á syllum. Sagði Sig- urður Helgason í Lárkoti fréttamanni blaðsins að reynt yrði að ná kindunum nú í vik unni, og vonandi verður hægt að bjárga sem flestum. Kind- urnar sjást vel á syllunum í fjallinu neðan frá láglend- inu. Aðfaranótt þriðjudags varð Gott'red Bernhöft, stórkaupmað- ur, bráðkvaddur á heimili sínu hér í borg. Gobfred Bermhöft var fæddur hér í Reykjavík 12. janúar ár- ið 1905, og befði hann því orðið sextugur á næsta ári. Foreldrar hans voru hjónin Wilhelm Bern- höft, tannlæknir, o0 Kristín Bernhöft (Þorláksdóttir Ó. Johnson). Gotfred heition hóf ungur verzlunarstörf, fyrst hjá fyrirtækinu H. Benediktsson hf, an siðar sjálfstætt. Rak hann fyrirtækið Gotfred Bermhöft & Co hf um þrjátáu ára skeið. Kvæntur var hann Kristrúnu Kristinsdóttur, vagnasmiðs Jóns- sonar, og eignuðust þau þrjú börn, Áslaugu, Láru og Birgi. Gobfred Bernhöft var þekkt- ur og vinsæll borgari í Reykja- vik. Hann tók virkan þátt í margvíslegu félagslífi og stóð t.d. mjög fraimarlaga í Reykvík ingafélaginu. Brezka flugráðið segir í þessu sambandi, að skapi ákvörðun þess um að veita leyfi til þessara hópferða fordæmi, þá sé það trú ráðsmanna, að „ákvörðunin sé spor í framfaraátt án þess að vera óhyggfleg eða gerð í fyrir- hyggjuleysi. Skoðun okkar er sú að tími sé kominn til þess að gera hógværar tilraunir á þess- ari flugleið með ódýrar hópferðir, þar sem allt sé innifalið, til að mæta raunverulegri þörf.“ John de la Haye, stjórnarformaður flugfélagsins, sagði um þá ákvörð un ráðsins að veita leyfi til hóp ferðanna, að hún væri „söguleg.1* Flugfélaginu hefði tekizt „að brjótast í gegn.“ — Hins vegar er Mbl.. ekki kunnugt um um- mæli hans vegna synjunarinnar á fyrri umsókninni. Fé með betra móti í V-H úna vatnssýslu HVAMMSTANGA, 29. sept. Sumarið var kalt og tafsamt til heyskapar, en þrátt fyrir það er heyfengur manna yfirleitt góð- ur. Spretta garðávaxta mun hafa verið í meðallagi; kartöflugras féll snemma í þessum mánuði, enda voru mikil næturfrost rétt eftir mánaðamótin. Göngum er nú lokið hér í sýslunni, og virðist mönnum, að lömb séu með betra móti. Fjár- kaupamenn úr Dalasýslu eru hérna í dag að kaupa líflömb í svonefndu Miðfjarðarhólfi á svæði það, sem skorið var niður Sex manns í höfninni MIKIÐ var um að vera við Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt og fóru þá alls sex manns í sjóinn, drukkinn skipverji sem stökk útbyrðis, kunningi hans á eftir til að bjarga honum, tveir lögreglumenn til að bjarga þeim báðum, og þá datt stúlka út af hafnar- bakkanum og kunningi henn- ar stökk á eftir til björgunar. Við lá að illa færi í annað skiptið. Nánari atvik voru þau að laust eftir kl. 3 kom vaktmað urinn á Brúarfossi til lögregl- unnar og tilkynnti að tveir menn hefðu farið í sjóinn. Var hér um að ræða tvo skip- verja á mótorbát, sem lá i höfninni, og höfðu þeir verið í heimsókn hjá skipverja á Brúarfossi. Voru þeir báðir undir áhrifum áfengis, og annar þeirra stokkið í ölæði út af þeirri hlið Brúarfoss, sem vissi út að höfninni. Félagi hans stökk á eftir hon um til að reyna að bjarga honum, og jafnframt kom skipverjinn af Brúarfossi, sem þeir höfðu heimsótt með kaðalstiga og renndi niður til mannanna í sjónum. Kaðli renndi hann einnig niður, og gat sá, sem á eftir stökk, kom ið houm á félaga sinn, sem streittist á móti, svo sem hann vildi ekki að sér yrði bjargað. Þannig stóð skákin er lögreglumenn komu á vett vang. Tveir lögreglumenn fóru niður kaðalstigann og á kaf í sjóinn og tókst að halda mönnunum tveimur uppúr þar til lóðsbáturinn kom og hægt var að draga þá upp. Mennirnir voru fluttir í slysa varðstofuna og hafður vörður hjá þeim þar um nóttina, en þeim virtist ekki hafa orðið meint af. Skömmu síðar, eða um fjögurleytið, var tilkynnt að stúlka hefði fallið fram af hafnargarðinum, en hun hafði verið um borð í togara, sem þar lá. Félagi hennar stökk á eftir henni, og tókst lögreglunni að draga þau upp. Stúlkan var einnig flutt í slysavarðstofuna. á, sl. haust í Dalasýslu. Átti það að vera fjárlaust í eitt ár. Ráð- gert er að kaupa 8 — 9 þús. lömb. Sauðfjárslátrun hjá Kaupfé- lagi Vestur-Húnvetninga hófst 15. þ.m., en hjá Verzlun Sig- urðar Pálmasonar 24. Áætlað er, að slátrað verði um 28 — 29 þús. fjár. Meðalvigt virðist vera nokkuð betri en sl. haust. — S. T. Háskólafyrir- lestur um skóla- mál í DAG kl. 17,30 heldur dr. Tor- sten Husén, prófessor í uppeidii fræðum við Kennaraháskólann 1 Stokkhólmi, sem staddur er hé« á landi í boði Háskóla íslands, fyrirlestur í I. kennslustofu há- skólans. Fyrirlesturinn nefnist: „Straumur í þróun ervópskra skólamála í menntaskólastiginu“, — Öllum er heimill aðgangur. I NA !S hnútor S V S0 hnúior X Sn/óéomo » Ú*i 7 Skýrir E Þrumur W/.:ú KnUmM ^ HihtM H HmM 1 i Lsfi J UM miðjan dag í gær var hægviðri og bjart um mestan hluta landsins, en svo fór að þykkna upp síðdegis á Vest- urlandi. Olli því lægðin fyrir suðvestan, sem var á hreyf- ingu NA. Á miðunum fyrir austan land var NV-gola eða kaldi og skýjað, en batnandi veður. Veðurspáin kl. 22 i gærkv., fyrir næstS sólarhring: SV- land til Vestfjarða og miðin: Gengur í allhvassa SV-átt með skúraveðri. — Norður- land og miðin: Vaxandi S-átt Og rigning vestan til, stinnings kaldi með morgninum. Geng- ur í allhvassa SV-átt með skúrum vestan til. — NA-land og miðin og Austfirðir: S- kaldi og síðar SV-stinnings- kaidi. Víða léttskýjað. —Aust fjarðamið, SA-land og miðin og Austurdjúp: Þykknar upp með vaxandi S-átt. Stinnings kaldi og rigning, þegar líður á nóttina. Horfur á fimmtudag: Sunn- an og suðvestanátt. Rigning sunnanlands og vestan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.