Morgunblaðið - 30.09.1964, Side 14
14
MÚU.G U N B LAÐ IB
Mðvikudagur 30. sept. 196i
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustj óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti B.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
LISTIR I BORGINNI
fenningar- og listastofnanir
Og fyrirtæki undirbúa nú
vetrarstarfið hér í Reykjavík.
Virðist það munu verða fjöl-
breytt og lifandi, eins og und-
anfarin ár. Það verður mörg-
um undrunar- og aðdáunar-
efni, hve fámenn borg sem
Reykjavík hefur upp á margt
og ágætt að bjóða á sviði lista
og menningar. Því má þó ekki
gleyma í slíku mati, að borgin
er höfuðstaður og háborg ís-
lenzkra lista og menningar.
Það verður því að setja mark-
ið hátt og gera strangar kröf-
ur. Listinni dugar margt bet-
ur en einróma og einhliða lof,
þótt það kunni oft og tíðum
að vera verðskuldað. Strang-
ur og sanngjarn dómur gagn-
rýnenda og þroskaður smekk-
ur almennings skapar lista-
manninum beztan starfsgrund
vöil. Ekki má heldur gleyma
fé og nauðsynlegri aðstöðu
lístamönnum til handa, því að
án hennar er margt ómögu-
legt og flest erfitt.
Leikhúsin eru nú að hefja
starfsár sitt. Þjóðleikhúsið hef
ur frumsýnt fyrsta viðfangs-
efni sitt og skýrt frá áætluð-
um verkefnum í vetur. Kenn-
ir þar margra grasa og margt
forvitnilegt, en erfitt er að
eygja stefnu hjá stofnuninni í
leikritavali. Virðist sumum
verkefnum ofaukið, en ann-
arra má sakna. Einkum er á-
stæða til þess að fagna flutn-
ingi íslenzkra verka og kynn-
ingu erlendra meistara, sem
hingað til hafa verið fram-
andi á íslenzku leiksviði, eins
og t.d. Brecht. Það er erfitt að
gera svo öllum líki. Þjóðleik-
húsið hefur oft gert góða hluti
og gagnrýnin er oft háværari
en verðskuldað lof. Þjóðleik-
húsið verður hinsvegar, eðli
sínu samkvæmt, að sætta sig
við stranga gagnrýni og lög-
eggjan þess er að rísa undir
henni.
Leikfélag Reykjavíkur hóf
starfið með sýningu gaman-
leiks frá í fyrra. Það hefur
birt verkefnin fram að áramót
um og hefur ekki spennt bog-
ann of hátt á fyrri helmingi
starfsársins. Ánægjulegt er að
sjá enn eitt verk meistarans
Tsékovs meðal verkefnanna.
Leikfélagið hefur nú í fyrsta
skipti fastráðna leikara og er
það merkur áfangi í sögu fé-
lagsins og leiklistar hérlendis.
Þá rekur félagið leikskóla, en
nemendur hans hafa þegar
sýnt nokkurn árangur á leik-
sviði.
Af öðrum aðilum ber fyrst
og fremst að nefna Grimu
sem eru samtök ungra leikara
og áhugamanna um leiklist.
Hefur Gríma sýnt heilbrigðan
metnað í vali verkefna og
kynnt nýja strauma Bæði
Leikfélag' Reýkjavíkur Og
Gríma njóta öflugs stuðnings
borgaryfirvalda.
Sinfóníuhljómsveit íslands
jnun hefja starf sitt á næst-
unni. Hljómsveitin á þegar
öflugan hóp aðdáenda og er
oftast erfitt um aðgöngumiða
á hljómleika. Ástæða er til
þess að fagna því, að hljóm-
sveitin mun í vetur leggja á-
herzlu á hin vinsælli sígild
verk. Þótt flutningur nýrra
og frumlegra verka sé sjálf-
sagður og nauðsynlegur, þá
eru það þó hin sígildu verk,
sem hljóta að vera þunga-
miðja í starfi hverrar hljóm-
sveitar, eins og almennra leik
húsa.
Tónlistarfélagið, hið merka
menningarfélag, mun starfa í
vetur, sem mörg undanfarin
ár, og auðga list og menningu
í borginni.
Ekki verður skilið við þessi
mál, nema nefna óperuflutn-
ing, sem því miður hefur
hvorki verið mikill né fjöl-
skrúðugur. Hér er mörgum á-
gætum söngvurum á að skipa
og reynslan sýnir, að óperu-
sýningar eru vinsælar og
hljóta mikla aðsókn, þegar vel
tekst til um val verkefnis og
flutning. Á þessum vetri mun
í ráði að flytja eina óperu í
Þjóðleikhúsinu, en val verk-
efnisins, Madame Butterfly,
eftir Puccini, getur hvorki
talist forvitnilegt né athyglis-
vert.
MEISTARI
KJARVAL
'jlyfálverkasýningar eru tíðar
í borginni og listmálarar
margir og fjölhæfir. Nokkuð
má þó sakna árlegra samsýn-
inga íslenzkra listamanna,
eins og t.d. septembersýning-
arinnar, sem áður tíðkaðist,
en féll niður fyrir nokkrum
árum. Slíkar sýningar eru til
þess fallnar að gefa bæði al-
menningi og listamönnunum
sjálfum árlegt yfirlit yfir
strauma og stöðu myndlistar-
innar. Ein ástæða þess, hve
samsýningar eru sjaldséðar,
er sundurþykkja í samtökum
myndlistarmanna. Ber að
harma það.
í hópi íslenzkra listmálara
skipar Kjarval heiðurssess.
Myndir hans skipa nú önd-
vegi á haustsýningunni í
Charlottenborgarhöll. Gagn-
rýnendur í Danmörku hlaða
list hans lofi. Þetta er ekki í
fyrsta skipti, sem hann sigrar
erlendar borgir með list sinni.
Ungur sótti hann krafttnn í
mrMm
ÞEGAR keisaradóttirin
hljópst á brott frá Karla-
Magnúsi föðiir sínum á því
herrans ári 820 var' uppi fótur
og fit í ríkinu. Bæði var það
að keisaranum var eftirsjá í
dóttur sinni (þó hún. væri
reyndar ekki sú eina) og svo
var það hvorki meira né
minna en hinn keisaralegi
ævisagnaritari, Eginhart
(Einart), sem hún hafði
kjörið sér til samfylgdar úr
föðurgarði.
Þeim var ekki lengi vært,
Eginhart og keisaradótturinni
í veiðimannakofanum, sem
þau höfðu búið um sig í og
stóð þar sem stendur nú þorp
eitt lítið í nágrenni Frank-
furt. Útsendarar keisarans
eltu þau uppi innan skamms
og kom keisarinn sjálfur í
humátt á eftir þeim og brott-
hlaupinni dóttur sinni. Svo
var hann feginn að finna hana
aftur að honum varð að orði:
„Blessað veri þetta þorp, þar
sem ég endurheimti dóttur
mína“. Heitir þorpið enn í
Þegar keisaradóftirin
hljópst á brott
dag Seligenstadt og eru orð
keisarans skráð á eitt elzta
húsið í bænum til minja um
fund þeirra feðgina fyrir
rúmum 12 öldum.
Tæplega hefur keisaradótt-
irin verið eins fegin fundi
þeirra feðgina, því ekki vildi
faðir hennar leyfa henni að
eiga Eginhart en stíaði þeim
í sundur með harðri hendi.
Enda er hún ósköp eymdarleg
á svipinn á tréskurðarmynd-
inni þarna á húsgaflinum, þar
landið, nú bregður hann stór-
um svip yfir fámennt þjóðlíf.
Þar sem meistari Kjarval fer,
finnst öllum ísland stærra.
WARREN
SKÝRSLAN
]VTú hefur verið birt skýrsla
1 ^ nefndarinnar, sem kennd
er við formann sinn, Earl
Warren, forseta hæstaréttar
Bandaríkjanna, og skipuð var
af Johnson forseta til þess að
rannsaka öll gögn um morðið
á Kennedy. Skýrslan hefur
vakið mikla athygli, þótt nið-
urstöður hennar hafi ekki
komið á óvart.
Morðið á Kennedy forseta
og eftirleikurinn í Dallas varð
mjög til þess að rýra álit
Bandaríkjanna. Illar grun-
semdir um samsæri eitruðu
andrúmsloftið. Skortur upp-
lýsinga gaf kviksögum byr
undir vængú
sem hún mænir út á veginn
og veit sér vísa reiði föður
síns og hana ekki litla. Hinu-
megin við gaflgluggann star-
ir ástvinur hennar, Eginhart
líka út í buskann og hugsar
sitt, hafandi fyrirgert allri
virðing við hirðina fyrir sak-
ir keisaradótturinnar, og
kannske lífinu líka, hver veit.
Ekki ber heimildum saman
um endalok Eginharts, hins
ótrúa þjóns og ástfangna
hirðmanns keisarans. Segja
Nú hafa gögnin verið lögð
á borðið. Skýrslan ber með
sér nákvæm og samvizkusam-
leg vinnubrögð nefndarinnar,
sem skipuð var mætustu
mönnum. Ekki er minnsta á-
stæða til þess að draga sann-
leiksgildi skýrslunnar í efa.
Rannsóknin fór fram undir
smásjá bróður hins myrta for-
seta, Roberts Kennedys.
Það vakti aðdáun, hve Lyn-
don Johnson tók við stjórn-
inni af mikilli festu og ör-
yggi. Varð það til þess að
draga úr þeirri óbeit og ör-
væntingu, sem fylgdi í kjöl-
far harmleiksins í Dallas. —
Warren-skýrslan mun enn
efla trú manna á bandarísku
stjórnarfari, sem beið nokk-
urn hnekki við forsetamorðið
og eftirleik þess.
Hér hafa enn komið fram
þeir kostir lýðræðisskipulags-
ins, að leggja sig eftir því, sem
sannara reynist.
sumar að keisarinn hafi gert
hann höfðinu styttri á stund-
inni og jafnvel að dóttur
sinni ásjáandi, en aðrir segja
að Eginhart hafi hvergi nærri
verið búinn að skrifa ævisög-
una keisarans og hafi það
bjargað lífi hans, því sögunni
um sig vildi Karl mikli fýrir
hvern mun koma á blað.
En hversu sem þetta nú allt
saman var í raun og veru þá
minnast menn þess enn í
Selingenstadt, þó síðan séu
liðnar tólf aldir og enn mæna
þau þar út á veginn, eymdar-
leg og aðskilin, keisaradóttir-
in og Eginhart, ástvinur
hennar, sitt hvoru megin við
gluggann á gamla, skrítna
húsinu með útskurðinum og
flúrinu.
LÆKKA GENGIÖ
Túnis, 28. sept. AP.
RÍKISSTJÓRN Túnis til-
kynnt í dag, að hún hefði
ákveðið 25% lækkun á gengi
landsins, dinarnum, og væri
það liður í ráðstöfunum til a<5
reyna að bæta efnahagsástand
ið í landinu.
—O—
GAF SIG FRAiVI
París, 28. sept. AP—NTB.
NICOLE Damansky, sen»
franska lögreglan hefur leiu
að að síðustu daga, vegn*
hvarfs barnanna þriggja í síð-
ustu viku, gaf sig i dag frant
að sjálfsdáðum. Verður húa
yfirheyrð, en áreiðanlegar
fregnir herma, að enn hafi
engin ljós vísbending fengizt
um feril ræningjanna.
—□—
London, 28. sept. AP—NTB.
ÞRJÁR mikilvægustu skoð-.
anakannanir í Bretlandi
benda til þess, að íhaldsflokk-.
urinn njóti meiri vinsæld»
með þjóðinni en Verkamann*
flokkurinn. Ekki ber þó sam-
an tölum þeirra, en sam-
kvæmt þeim er fylgi
íhaldsflokksins fram yfir
VerkamannfLokkLna 4.5 —
3.5%.