Morgunblaðið - 30.09.1964, Page 19
c
Miðvikudagur 30. sept. 1064
MORCUNBLAÐIÐ
19
— Warren-skýrslan
Framhald af bls. 17
I»að geta liðiS mörg ár enn . . .
Thomas G. Buchanan, sem
með bók sinni: „Hver myrti
Kennedy?" olli miklum úlfa-
(þyt í Evrópu sagði að skýrsla
Warren-nefndarinnar hefði í
engu breytt skoðunum sinum,
hann teldi enn að Oswald ætti
ekki alla sökina, en væri samt
ekki saklaus. Bók Buchanans
hefur verið gefin út á 18 tungu-
málum og birt sem framhalds-
saga í vikublaði í París og úr-
dráttur úr henni víðar.
Buchanan er nú staddur 1
Bandaríkjunum en þangað kom
hann frá París til þess að skrifa
um skýrslu Warren-nefndar-
innar fyrir erlend blöð og
vinna að annarri útgáfu á bók
sinni, sem áætlað er að birtist
23. nóvember n.k.
Segir Buchanan, að nefnd-
inni hafi verið svo umhugað
um að koma skýrslu sinni á
íramfæri, að málsmeðferð hafi
öll verið skrumkennd en form-
leg rannsókn farið í handa-
skolum, nefndin hafi misst
sjónar á réttri afstöðu hlut-
anna og helzt viljað leggja á
það trúnað, að Oswald hafi
verið einn í ráðum. Kvað
Buchanan afstöðu þessa, sem
væri í samræmi við afstöðu
stjórnarinnar, hafa haft áhrif
á skilning þann, sem nefndin
hefði lagt í vitnisburð og sönn-
unargögn og sagði: „Ég dreg í
efa, að rétt mat hafi verið lagt
á allt það efni, sem um var
fjallað".
Buchanan, sem segir að sér
hafi verið sagt upp starfi við
Washington Eveninig Star 1948,
og gefið að sök að hann væri
kommúnisti, hefur hneigzt að
þeirri skoðun að morðið á
Kennedy forseta hafi verið
samsæri hægrimanna, sem
Oswald hafi átt sinn hlut að,
en hann þó harla lítinn. Buc-
• hanan segist hafa gengið úr
kommúnistaflokknum fyrir 15
árum. „Tvennt er það, sem ekki
er hægt að gera gagnvart þess-
ari skýrslu", sagði Buchanan,
,,annað er að vísa henni alger-
lega á bug og segja að hún sé
helber uppspuni, hitt væri það
að taka hana trúanlega í öllum
atriðum og viðurkenna hana
sem endanlega niðurstöðu í
málinu“. Kvað Buchanan hinar
umfangsmiklu rannsóknir
Warren-nefndarinnar hafa gert
mikið til þess að færa mönnum
heim sanninn um margt það
«em, málið skipti, en segir að
nefndin hafi hrapað að mati
sínu á sönnunargildi gagna
þeirra sem samrýmdust þeirri
skoðun hennar, að einn maður
bæri alla ábyrgð á glæpnum.
„bað geta liðið mörg ár enn,
áður en máli þessu er að fullu
ráðið til lykta", sagði Buc-
hanan að lokum.
og
— Mlnning
Framhald af bls. 10
hlédrægur um of, og eins
vantreysti sjálfum sér stundum,
þar sem sízt skyldi.
Þau voru holl heim að sækja,
Lóló og Tómas. Við létta glað-
værð húsfreyju hófst góðsemi og
glettni bóndans og gerðist þá
skjótt glatt á hjalla. Betri félaga
og vin kjósa menn sér eigi.
Hljótt er nú hjá heiðursfólki.
>að er einnig hljóðara í borg-
inni hans, — haust og söknuður
í sinni. —
Kvaddur er Tómas, hollvinur
Hafstein.
Sönnunargagn númer 900 — efri myndina tók ljósmyndari AP-
fréttastofunnar rétt í þaim mund er Kennedy hafði verið myrt-
ur. Myndin er tekin nr Elm-stræti, andspænis bókasafninu. Neðri
myndin er tekin þegar verið var að sviðsetja morðið vegna rann-
sóknanna á því.
Umsagnir evrópskra biaða —
Hér fara á eftir umsagnir
ýmissa blaða og fréttamiðlara
1 Evrópu um Warren-skýrsl-
una:
Danska íhaldsblaðið „Berl-
lngske Tidende" segir að
Warren-nefndin hafi skýrt all-
«r aðstæður I sambandi við
morðið á Kennedy forseta að
eins miklu leyti og mannlegur
máttur megni. Málgagn jafnað-
ermanna, „Aktuelt" tekur 1
nama streng. „Information“
•egir, að skýrsla nefndarinnar
muni vera þeim fullnægjandi,
•em áður hafi talið að öll at-
▼ik í sambandi við morðið hafi
▼erið upplýst, og segir að hún
! varpi Ijós á ýmislegt það sem
áður hafi verið nokkuð á huldu,
en enn sé ýmislegt óljóst.
„Ekstrabladet", málgagn rót-
tækra, segir ,að skýrslan sé
merkilegt skjal, sem ekki komi
þó fram með neinar órækar
sannanir og seigir að Warren-
nefndin hafi ekki efnt það lof-
orð sitt að varpa ljósi á öll
málsatvik.
í Svíþjóð segir „Stockholms-
tidningen," að voandi muni
skýrslan hreinsa andrúmsloftið
beggja vegna Atlantsála, það
hafi sízt verið góðri sambúð til
framdráttar hversu margar
sögusagnir hafi spunnizt um
að samsæri kommúnista eða
öfgamanna til hægri hafi legið
að baki morði Kennedys for-
seta.
Blöð í Bretlandi hafa yfirleitt
tekið skýrslu Warren-nefndar-
innar vel. Eina gagnrýnin kom
frá kommúnistablaðinu „Daily
Worker“, sem sagði að skýrslan
væri „hvítþvottur'* ' og frá
heimspekingnum Bertrand
Russel, sein nú hefur tvo um
nírætt. Sagði Russell, sem er
formaður sjálfskipaðrar „Hver
myrti Kennedy“-nefndar, að
skýrslan væri „sorglega van-
máttugt skjal, sem væri höf-
undum sínum til heltoerrar
skammar" .
Fréttir frá Washington lögðu
áherzlu á gagnrýni skýrslunnar
á vinnubrögð FBI og banda-
rísku leyniþjónustunnar, sem
notið hafa mikils álits í Bret-
landi til þessa. Sum blöðin
bentu á — eins og forsetinn
gerði sjálfur um morguninn
skömmu áður en hann var
myrtur, — að leiðtogi í lýð-
frjálsu landi væri jafnan mjög
auðveldur skotspónn og hefur
mönnum orðið tíðrætt um það
í Bretlandi. Eins og kunnugt
er, á Elísabet drottning að fara
í opinbera heimsókn til Kana-
da á næstunni og telja ýmsir
að líf hennar geti verið í hættu
þar af völdum franskra sam-
bandsslitasinna.
„The Times“, sem er óháð,
sagði að skýrslan væri „ítar-
leg, vandvirknislega unnin,
viðamikil, hreinskilin og fram-
ar öllu öðru einstaklega varkár
í öllum ályktunum sínum og
Frjálslynda blaðið „The Guard-r
ian“ segir að aðeins mestu
efasemdarmenn geti enn alið
með sér grunsemdir andspænis
hinum rökstuddu niðurstöðum
Warren-nefndarinnar, sem gert
hafi allt sem- hún megnaði til
þess að kveða niður hinar ýmsu
sögur, sem af morði Kennedy’s
forseta hafi spunnist.
Málgagn ítalska kommúnista
flokksins, „I‘Unitá,“ segir — „að
hin átta hundruð blaðsíðna
langa skýrsla Warren-nefndar-
innar gefi enga skýeingu á
glæp þeim sem framinn hafi
verið í Dallas.
Sovézka fréttastofan Tass,
segir I athugasemd um Warren-
skýrsluna, að hún fjarlægi ekki
allan efa manna og grunsemdir
varðandi glæpinn.
Þýzk blöð hafa yfirleitt tekið
skýrslu Warren-nefndarinnar
vel, enda þótt óháða blaðið
„Frankfurter AHgemeine Zeit-
ung“ bendi á, að ekki einu sinni
Warren-skýrslan hafi getað
skýrt til fulls ástæður þær sem
lágu að morðinu. Blaðið bætir
því við að þá væri vel, er Earl
Warren gæti, með tilstuðlan
sönnunargagna þeirra sem
safnast hefðu að nefndinni,
fært fram fullnægjandi sann-
anir, sem komið gætu í veg
fyrir að það sem enn er óljóst
í málinu megi misbeita í þágu
stjprnmálamanna.
í Hamborg skrifar óháða
blaðið „Die Welt“ að niður-
stöður Warren-nefndarinnar
sýni að ekki hafi verið til að
dreifa neinu samsæri, fyrir-
fram gerðri áætlun né heldur
aðild nokkurs erlends ríkis
fæddur í
* 4 Reykjavík, og hér bjó hann öll
sín æviár. Reykjavík var hans
augasteinn, fyrir hana vildi hann
allt gera og hún naut starfsorku
hans óskiptrar um 30 ára skeið.
Hann var fyrsti borgarritari
höfuðtoorgarinnar, valinn í það
starf árið 1934. Viðfangsefni
borgarritara í hraðvaxandi borg
voru og eru óteljandi, vanda-
söm og erfið. I þessu starfi nutu
starfskraftar Tómsar sín bezt,
gáfur hans og mannkostir. Hann
var lögfræðingur að menntun.
Hefi ég fáa menn þekkt, sem
honum voru gleggri um aðal-
atriði hvers máls. Þessir hæfi-
leikar komu bezt fram í samn-
ingsgerðum og flutningi mála
fyrir dómstólum landsins.
Reykjavík á honum mikið að
þakka.
Tómas Jónsson var sannkall-
aður igæfumaður. Við hlið hans
stóð góð og glæsileg eiginkona,
sem bjó honum fagurt heimili.
Og þau hjónin áttu miklu barna-
láni að fagna.
Nú þegar ég fylgi æskuvini
mínum síðasta spölinn, sækja
að mér .Ijúfar minningar um
hann sem tryggan og sannan
vin. Ég þakka honum samfylgd-
ina og flyt konu hans, börnum
og ástvinum innilegar samúðar-
kveður mínar og fjölskyldu
minnar. Höfuðborg okkar,
Reykjavík, á ég ekki betri ósk en
þá, að hún eigi jafnan sem flesta
syni, er honum líkjast.
E. B. G.
nálgaðist stundum gáska, bjó
alvaran síimt alltaf undir niðri,
og öllum þótti gott að leita
Tómasar, ef með þurfti. Hinna
skemmtilegu tilsvara, og stund-
um hvössu hnitmiðuðu athuga-
semda hans, mun lengi minnazt
af okkur aldamótamönnunum,
svo og öllum þeim er síðar höfðu
kynni af honum. Skipti þá ekki
alltaf máli, hverjir í hlut áttu.
Hönum leyfðist það, sem öðrum
leyfðist ekki. Tómas var alltaf
Tómas.
Kunningsskapur okkar Tómas-
ar varð fljótt að vináttu, og þó
að háskólanám okkar væru sitt
í hvoru landi, héldust með okk-
ur bréfaskriftir, sem tíðkuðust
meira þá en nú. Að loknu há-
skólanámi vorum við svo að
segja óaðskiljanlegir um nokk-
urra ára bil og gekk þá oftast j
eitt yfir okkur báða. 1
En eins og gengur fækkaði !
niðurstöðum".
íhaldsblaðið „Daily Mail“
lýsti furðu sinni á hinum hald-
litlu öryggisráðstöfunum, sem
gerðar hefðu verið og sagði að
menn hlytu að endurskoða af-
stöðu sína til FBI og banda-
rísku leyniþjónustunnar.
„Daily Sketch“ lét að því
liiggja að krafizt myndi verða
stórtækra breytinga á öllu ör-
yggiskerfi Bandaríkjanna.
BÍLL TIL SÖLU
Chevrolet statiön ’55, til
sýnis og sölu að Drápu-
hlíð 15, sími 17907.
ATHUGID
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
■ Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
vinafundum okkar nokkuð er !
báðir höfðu eignast eigin heimili. ]
Samt urðu fundir okkar tíðari á j
öðrum vettvangi. Báðir urðum i
við starfsmenn Reykjavíkur, j
hvor á sínu sviði. Þar unnum i
við saman í tuttugu og sjö ár.
Aðrir en ég verða til þess að
minnast starfs Tómasar í þágu I
borgarinnar. En þeir kostir, sew.
í honum bjuggu ungum, komu
margfallt fram í aðal lífsstarfi
hans.
Tómas átti því láni að fagna
að eignast ágæta konu og góð
börn. Eiga þau nú um sárt að
binda, eins og svo- mangir aðrir,
við lát hans.
En minningin lifir um góðan
dreng og alveg sérstæðan per-
sónuleika.
lolli Thoroddsen.
KYNNI okkar Tómasar og vin-
átta náði yfir rúma hálfa öld.
Vorið 1913 sá ég hann fyrst við
sundskálann í Skerjafirði og
datt þá ekki í hug, að okkar
kynni ættu eftir að verða neitt
veruleg. Um haustið sama ár
hittumst við aftur í áttunda
bekk barnaskólans, og vildi þá
svo til, að við vorum látnir sitja
saman. Áttundi bekkurinn var
þá aðallega talinn vera undir-
búningsbekkur undir Mennta-
skólann, enda fóru margir úr
honum til inntökuprófs vorið
eftir. Tómas var einn af þeim.
Ekki mun þó hafa verið ráðið,
að hann færi menntaveginn, fyrr
en síðla vetrar, og mun Sigurður
heitinn Jónsson, er síðar varð
skólastjóri, hafa átt sinn þátt í
þeirri ákvörðun, en hann sá
fljótt, hvað í Tómasi bjó.
í skóla sátum við enn saman
um fjögurra ára skeið. Það sem
mér er minnisstætt frá þeim
tímum, eru hinar frábæru gáfur
hans á öllum sviðum. Skólanám-
ið sóttist vel, og hann virtist
aldrei þurfa að búa sig verulega
undir tímana. Hann var glað-
vær, og snemma bar á kímni
hans og glettni. Hann var rök-
fastur og ráðagóður og ómissandi
í glöðum hópi. Penna hafði
hann ágætan og í rökræðum var
ekki gott að lenda í höndum
hans. Þó að glaðværð hans
VIÐ vegamót þau, sem við nú í
dag stöldrum við þá kvaddur er
Tómas Jónsson borgarlögmaður,
hinztu kveðju, kemur mér til
hugar samstarf okkar um margra
ára skeið í Samvinnunefnd um
launamál fastra starfsmanna
borgarinnar. Með stofnun þeirr-
ar nefndar var farið inn á nýja
leið til lausnar ágreiningsatrð-
um í launa- og starfskjaramálum
borgarstarfsmanna, það var leið
samvinnu og samninga. Þessi
nefnd, sem skipuð var aðeins
einum fulltrúa frá hvorum aðila,
starfaði í full 16 ár, eða allt þar
til samningsréttarlögin komu til
framkvæmda á s.l. ári.
Tómas Jónsson átti sæti 1
nefndinni fyrir hönd borgar-
stjórnar öll árin, en af hálfu
Starfsmannafélagsins sátu for-
menn þess hverju sinni. Mun ég
hafa setið þar lengst eða í 11 ár.
Kynni mín af Tómasi Jónssyni
þar voru því bæði löng og all
náin. Þess vegna vil ég ekki láta
hjá líða yið þessi leiðaskil
okkar að tjá honum þakkir
mínar fyrir ánægjulegt samstarf,
og ég veit einnig, að starfsmenn
borgarinnar tjá honum þakkir
fyrir hans góða hug og samn-
ingslipurð, er hann alla tíð sýndi
málefnum þeirra.
Ég fullyrði að vegna hans
skýru hugsunar og góðvildar í
allra garð, varð árangur sam-
starfsins í nefndinni meiri og
ibetri en orðið hefði án hans
miklu mannkosta.
Tómas Jónsson ræddi málin
hreint út og hispurslaust. Hann
kom ætíð fram af fullum dreng-
skap og sanngirni. Undirmál
þekkti ég aldrei í samstarfi við
hann.
Starfsmenn Reykjavíkurbong-
ar kveðja því hér hollvin sinn,
sem aldrei hallaði réttu máli
þeirra.
Minning hans mun lengi
geymast í hugum þeirra.
Þ. Ág. Þórðarson.
Sendisveinar óskast
hálfan eða allan daginn.