Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 28
benzín eág djesef qgði LAND^ -ROVER HEKLA 228. tbl. — Miðvikudagur 30. september 1964 iELEKTROUUX UMBOÐIÐ iAUGAVEOI s.'mi 21800 Löndunarbið eystra - gott veiðiútlit í nótt SÓLARHRINGINN frá mánu- dagsmorgni til þriðjudagsmorg- uns tilkynntu 12 skip síldarleit- Inni á Dalatanga afla sinn, sam- tals 13.800 mál og tunnur. Veðrið var gott á miðunum, 60—-65 sjómílur ASA frá Norð- fjarðarhorni, en köstin voru þó yfirleitt srnærri en áður. 1 gær- Kýr ber vcnskapnaði ísafirði, 2'9. sept. ÞAÐ bar við á Kirkjubæ í Skutulsfirði í fyrrinótt, að belja bar vansköpuðum kálfi. Voru það reyndar tveir kálf- ar aftan við bóga, en með einum haus og hálsi. Aftur- fætur voru fjórir og þrír full- 'burða framfætur, en á einum þeirra voru tvennar fram- kjúkur og tvennar klaufir. Framhlutinn var alveg sam- gróinn í eitt, þegar komið var fram fyrir bóga og herð- ar. Burðuririn gekk svo erfið- lega, að lóga varð kúnni, en kálfurinn kom snarlifandi í heiminn. Var hann gráflyk- róttur á lit. Lóga varð honum í gærmorgun. — Finnbogi Björnsson, bóndi í Kirkjubæ, naut aðstoðar fimm manna, og voru þeir að basla við þetta frá því kl. tíu í fyrrakvöld og fram til að ganga atta í gær- morgun. — H.T. Heildaraflinn HEILDARAFLI landsmanna fyrstu sex mánuði þessa árs var 479.656 tonn (á sama tíma í fyrra 402.552). Bátafiskur var 446,394 tonn (364.215) og tog- arafiskur 33.262 tonn (38.337). Af heildaraflanum frá 1. jan. 1964 til 30. júní 1964 var þorsk- ur 247.140 tonn (é sama tíma í fyrra 194.663) og síld 152.611 tonn (134.497). dag tilkynntu fleiri skip afla sinn frá nóttinni, svo að hann mun alls nema rúmum 19 þús. málurn, sem deilist á 19 skip. — Gott veður var á miðunum í gær- dag, en þó nokkur norðvestan- kaldi. Útlitið var talið ágætt í gærkvöldi, því að víða var lóðað á síld um daginn, og i gærmorg- un fann Ægir töluvert magn af síld tæpar 75 sjómílur austur frá Vattarnesi. Stóðu torfurnar þar á 150 föðmum. Mörg skip biðu löndunar í Austfjarðahöfnum í gær, enda aílar þrær víðast hvar fullar. T. d. mun verksmiðjan á Seyðisfirði nú hafa síld til viku bræðslu. Lítið var saltað í gær, enda síld in yfirleitt of léleg til þess. Sólarhringinn undan þriðju- dagsmorgni tilkynntu þessi skip þennan afla: Guðbjartur Kristján ÍS 750 tn. Guðmundur Lórðarson RE 900; Þórður Jónasson KE 1900; Vattar nes SU 900; Gjafar VE 1500; Nátt fari ÞH. 700; Sigurvon RE 1700; Arnar RE 1100; Ófeigur II VE 1000; Ólafur Magnússon EA 1250; Hafþór NK 1100; Lráinn NK 1000 tn. Atlantshafsbandaiagið veitir íslandi 10 bús. dali til kaupa d tæki til jarðefnafræðirannsókna VÍSINDANEFND Atlantshafs- bandalagsins hefur veitt jarð- efnafræðirannsóknum Iðnaðar- deildar Atvinnudeildar háskól- ans styrk að upphæð $ 10.063.00 til kaupa á röntgen spektrograf. Tseki þetta er viðbót við rónt- gentæki, sem jarðefnafræðirann sóknirnar fengu fyrir rúmu ári. Þau kaup voru að nokkru styrkt úr Vísindasjóði, segir í fréttatil- 'kynningu, sem Mbl. barst frá r an n sók n a r rá ði. Tæki þau, sem Atlantshafs- bandalagið gefur að þessu sinni, verða notuð til rannsókna á jarð efnafræði jarðhitasvæðanna, eink um með tilliti til efnabreytinga, sem verða á milli heita vatns- ins og þess bengs, sem það streymir um. Með tæki þessu er unnt að framkvæma efna- greiningar á föetum og fljótandi sýnishornum bæði með tilliti til meginefna og margra snefil- efna. Afköst tækisins eru mjög mikil, svo að unnt verður að margfalda störf rannsóknarstofn- unnar án þess að bæta við nýju starfsfólki, en auk þess opnast möguleikar til efnagreininga, sem ekki var unnt að fra m- kvæma áður vegna tæknilegra eða fjárhagslegra takmarkana. Sem dæmi um afkastaaukning- una má nefna, að efna.gireining á sýnishorni af borkjarna frá heitavatnsborun tekur þrjár vik- ur fyrir efnafræðinig við venju- legar aðstæður, en með þessu nýja tæki getur aðstoðarmaður framkvæmt sö'mu efnagreiningu með sambwrilegri eða bet® ná- Framhald á bls. 27 Sumarsíldveiðum lýkur í dag Geysilegt síldarmagn eystra, sjálfsagt að halda veiöum áfram, en Rússar til trafala Rætt við Þorstein Gíslason á vb Jóni Kjarlanssyni, sem er aflahæstur með yfir 40 þús. mál MORGÚNBLAÐIÐ náði í gær tali af Þorsteini Gisla- syni, skipstjóra á Jóni Kjart- anssyni, sem er nú aflahæstur á sumarsildveiðunum. í síld- arskýrslunni á bls. 6 stendur, að skipið hafi um siðustu helgi verið búið að fá 38.487 mál og tunnúr, en Þorsteinn skipstjóri sagði Mbl. í gær, að sá tala hefði þegar hækkað upp í 40.380. Hafa önnur skip ekki fengið meiri afla á síld- arvertíð. Jón Kjartansson var I heimahöfn sinni, Eskifirði, þegar Mbl. talaði við Þorstein. Hafði skipið komið þangað inn með bilaða nót. — Ert þú ekki að hætta for mennskunni núna, Þorsteinn? — Jú, ég er kominn í land, ' þarf að fara að kenna í Stýri mannaskólanum. — Hver tekur þá við af þér? — Stýrimaðurinn, Þor- steinn Þórisson. — Heldur skipið ekki á- fram þarna eystra? — Jú, eitthvað fram eftir a.m.k. Ég er mjög bjartsýnn á, að þarna veíðist töluvert lengur. Geysilegt magn af sild er fyrir hendi, á því leikur £nginn vafi. Þetta er síld, sem gengur svo til Noregs Oig hrygnir þar. Norðmenn fara að veiða hana í febrúár. — Hafa Rússarnir ekki ver ið fyrir ykkur? — Jú, þeir eru okkur mjög til trafala, svo ekki sé meira sagt. Þeir leggja nétin á beztu lóðningarnar í dimmu- byrjun, um leið og siidin kemur upp. Svo erum við að kasta alla nóttina í kringum reknetin þeirra og verðum að fara varlega, sérstaklega ef hann hvessir. — Þetta er sæmileg sild, sem þið hafið fengið undan- farið? s — Já, en nokkuð blönduð. Hún hefur veiðzt um 65 sjó- mílur ASA af Gerpi. Nú eru allar bræðslur orðnar fullar hér eystra og þola ekki fleiri skip. Veiðarpar fara nú að hefjast fyrir sunnan, og tel éig ágætt að dreifa flotanum. Hér er mikil síld og verður taisvert fram eftir. Framhald á bls. 3 Ksta.. f ÞORLÁKSHÖFN er nú búiS að koma fyrir 12 kerum við enda Suðurvarar-garðsins og er nú unnið að því að bæta því þrettánda við. Alls verða kerin við þennan garð 15 að tölu, hvert þeirra 5 metrar að lengd. Fyrsta kerið var sett niður sl. vetur. Við Norðurvarargarð verða sett 34 ker og á eftir að steypa þau öll. Það er fyrirtækið Efra-Fall, sem annast þessar hafnarframkvæmdir. Myndina tók Ól.K.M. og má sjá viðbótina við Suðurvarar- garð, miðað við enda veggsins. Telpur stela úi verzlun RANNSÓKNARLÖGSEGLAN leitar nú þriggja stúlkna á ferm ingaraldri, sem talið er að stoliS hafi 2,500 kr. úr verzlun við Baldursgötu sl. föstudag. Stúlk- urnar, sem klæddar voru bláum nælonúlpum og síðbuxum, báðu leyfis að mega hringja í verzl- uninni og veitti afgreiðslustúlk- an það. Síminn er staðsettur fyrir innan afgreiðsluborðið, og rétt hjá skúffa, sem í var um- rædd peningaupphæð. Skömmu eftir að stúlkurnar þrjár voru farnar, uppgötvaðist að peningarnir vou horfnir úr skúffunrii. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um mál þetta, eru vinsamlegast beðnir að gera rannsóknarlögreglunni aðvart. Togorar selja Togararnir eru nú flestir á veiðum við suðvestanvert land- ið og veiða fremur litið. Þrír togarar seldu afla af heimamiS um í Þýzkalandi á mánudag og þriðjudag. Bv Ingólfiur Arnarson seldi í Cuxhaven á mánudag 157 tonn fyrir 126.600 mörk. Bv Hvalfetll seldi í Bremerhalven á þriðju- dag 139 tonn fyrir 136 þús. mörk, aðalletga uf.sa og ýsu. Bv Haíl- veig Fróðadóttir seldi í Cux- havetn á þriðjudag 105 tonn íyrir 87 þús. mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.