Morgunblaðið - 07.10.1964, Síða 3
3
Míðvikudágtir 7. okt. 1964
MORGU N BLAÐIÐ
DAGUR frímerkisins er í dag.
í Iðnskólanum stendur yfir
mikil frímerkjasýnin.g og heim
sóttu blaðamaður og ljósmynd
ari Morgunblaðsins hana í
gærdag. Margir gestir voru á
sýningunni, bæði eldri og
yngri og af fleiri en einu þjóð
erni. Seld eru frímerki þarna
í örkum og á útgáfudagsum-
slögum.
Starfsmaður Póststofunnar
Axel Sigurðsson var að selja
Guðbrandi Magnússyni, fyrr-
verandi forstjóra Áfengisverzl
unar ríkisins, frímerki, er okk
ur bar að.
„Hvernig gengur salan?“
spurðum við Axel.
„Heldur dræint enntþá, en
ætli hún færist ekki í aukana
á morgun.“
„Kaupir þú mikið, Guð-
brandur?"
„Nei, engin ósköp. Sjálfur
Systir Anna (til vinstri) og systir Klemenzia skoða frímerkin á sýningunnL
Á frímerkjasýningu nni í Iðnskólanum
er ég ekki atvinnumaður í
frimerkjasöfnun. Ég kaupi fyr
ir afastrákana mína. Ég á
nokkra afastráka, suma í út-
löndum. Þrjár dætur mínar
eru giftar í útlöndum, eina í
Ameríku, eina í Noregi og
hina þriðju í Austurríki. Geri
aðrir betur. Á tímabili átti ég
barnabörn í þremur heimsálf-
um. í>að var þegar Björn, son-
ur minn, bjó í Japan.“
Ungur piltur var að kaupa
fyrsta dags umslög á öðrum
sölustað sýningarinnar. Hann
heitir Bragi Christiansen og er
14 ára.
„Ert þú mikill frímerkja-
safnari, Bragi?“
„Nei, ekki get ég sagt það.
Ég byrjaði ekki að safna fyrr
en ég var orðinn sex ára. Ég
er bara að kaupa útgáfudags-
frímerki.“
„Safnarðu aðeins úígáfu-
dagsfrímerkjum?“
„Nei, nei, ég safna öllum
mögulegum frímerkjum.“
„Áttu stórt safn?“
„Nei, bara dálítinn slatta."
Meðal þeirra sýningargesta,
sem einna niðursokknastir
voru í skoðun ýmissa gerða
frimerkja, voru tvær nunnur
frá Landakoti, þær systir
Anna, hjúkrunarkona við
Landakotsspítalann og systir
Klemenzia, ke'nnslukona við
Landakotsskólann.
„Safnið þið frímerkjum?“
„Já, við söfnum báðar,
„sagði systir Klemenzia. „Ég
er íslenzk og safna aðeins ís-
lenzkum frímerkjum, en syst-
ir Anna, sem er þýzk, safnar
allskonar frímerkjum og á
mikið safn.“
„Það er nauðsynlegt að hafa
eitthvað að dunda við, sem
ekkert kemur við vinnunni,“
sagði systir Anna.
„Hafið þið mörg önnur slík
áhugamál til að vinna að í
frístundum ykkar?“
„Já,“ svaraði systir Klem-
enzia. „Við gerum ýmislegt.
Ég hef mikinn áhuga á öllu
tæknilegu. Tæknin er eigin-
lega mitt stærsta áhugamál.“
Guðbrandur Magnússon kaupir frímerki banda barnabörnum
sinum ai Axel Sigurðssyni. . (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Bragi Christiansen með fyrsta dags umslögin sín.
' 3SÍ, ' l'- \
Kristniboðssamkoma I
Laugarneskirkju í kvöld
ÞAÐ HEFUR verið venja
kristniboðsflokksins „Vorperlu"
að efna til kvöldsamkomiu fyrir
almenning einu sinni á ári til
styrktar kristniboðinu í Konsó.
Nú gengst flokkurinn fyrir
kristniboðssamkomu í Laugarnes
kixkju í kvöld kl. 8.30. Þax tala
þau Halla Bachmann, kristni-
boði frá Filabeinsströndinni og
prófessor Jóhann Hannesson.
Má telja víst að kristniboðs-
vinir og aðrir, sem vilja kynnast
þessu starfi, fjölmenni á þessa
samkomu í kvöld. Tekið verður
á naóti gjöfum til kristniboðsins.
Stjórnarkjör í
Verðlagsráði
sjávarútvegsins
Á ALMENNUM fundi Verð-
lagsráðs sjávart 1 .egsins, er
haldinn var föstudaginn 2. þ.m.
fór fram stjórnarkjör fyrir
næ >ta starfsár.
Kjörnir voru: Formaður: Ólaf
ur Jónsson, fraimkvæmdastjóri,
Sandgerði. Ritari: Jón Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri, Reykja
vik. Varaformaður: Valgarð J.
Ólafsson, framkvæmdastjóri,
Kópavogi. Vararitari: Ingimar
Einarsson, lögfræðingirr, Reykja
vík. Framkvæmdastjóri ráðsins
er Sveinn Finnsson, hdl.
(Fréttatilkynning frá Verðlags-
ráði sjávarútvegsins).
STAK8TEII\IAR
Gulldúkatar
Nýskipaður. skólastjóra Gagn-
fræðaskólans á Akureyri, Sverr-
ir Pá'.sson, komist m.a. svo að
orði í fyrstu setningarræðu
sinni:
„Þegar ég og yfirkennarinn
vorum að skrifa alla nafnalist-
ana, bekkjarskrámar fyrir
nokkrum dögum, nafn eftir nafn
í langa dálka, hundruð nafna,
fannist mér ég sjá tvö spurul
augu full eftiifc æntingár og
barnslegrar forvitni, bak við
hvert nafn — tvo gulldúkata
eins og þá, sem Jón bóndi
Hreggviðsson á Rein, sagðist
eiga heima þegar hann sat í
þjófakistunni á Beissastöðum. —
Þeir guVdúkatar voru honum
helgir dómar.
Nú er þessum skóla trúað fyr-
ir hundruðum slíkra gulldúkata
helgustu dómum og dýrmætustu
eign ótal foreldra, tii að svala
fróðleiksþorsta þeirra og spurn
að einhverju. Með því er skól-
anum mikill trúnaður sýndur.
Hann vill leitast við að glæða
hið góða í hverri barnssál, sem
honum er falin, gefa holl ráð.
benda á það, sem til heilla horf-
ir, svala þekkingarþonsta og
glæða hann í senn. Hann ávaxt-
ar gulldúkatana, en skólinn er
háður mannlegum takmörkunum
og getur ekki lofað öðru en
við’eitninni. Nú blasa gulldúkat-
amir hér við mér, ótal spural
augu speglar ótal viðkvæmra
sálna og ég segi við ykkur: Megi
ykkur líða vel i skólanum. Um
það getið þið sjálf ráðið miklu
með viðhorfi ykkar til skóla-
starfsins. Skólinn á að vera í
senn, vinnustofa ykkar og ann-
að heimili, sem ykkur þykir
vænt um. Guð gefi að dvölin
verði ykkur til bfessunar og
gæfu“.
Tækifærissteína
Framsóknar
Dagblaðið Vísir fjallar mn
Frarrróknarflokkinn í forustu-
grein í gær. Þar segir ma:‘
„Það er rétt, að kommúnism-
inn hefur náð hér meiri fótfestu
en á hinum Norðurlöndunum.
En hverjum er það að kenna?
Þar á Framsóknarflokkurinn
stærstu sökina. Strax þegar öfga
menn kommúnista komu héi
fram á sjónarsviðið, fyrir um
35—40 árum, fóru sumir leið-
togar Frarrróknarflokksins að
gera gælur við þá, setja þá i
ábyrgðarstöður og hlynna að
starfsemi þeirra með ýmsu móti.
Þessum fyrrverandi leiðtogum
Framsóknar hefur að sönnu síð-
ar orðið Ijóist, að þeir höfðu al-
ið þann snák við brjóst sér, sem
«1 mestrar óþurftar hefur orð-
ið í íslenzkum þjóðmáfum fyrr
og síðar, en þeir sáu það of
seint, og þegar þeir fóru að vara
flokfosbræður sína við hættunni,
vildu yngri leiðtogarnir ekki
hlusta á þá. Afleiðingin er sú,
að enda þótt mestu ihaldsöfl
landsins séu í Framsóknarflokkn
um, er hann öðrum þræði gegn-
sýrður af komnvínisma, m.ö.o.
öfgarnar bæði til hægri og
vinstri. Þessvegna er flokkurinn
nú orðinn stefnulaus og aldrei
hægt að átta sig á „afstöðu"
hans í þjóðmálum."
Óþurftarflokkur
„Þetta er það, sem Tíminn er
að reyna að tefja landsfólkinu
trú um að sé öfgalaus milliflokk
ur! Eflaust reyna leiðtogarnir
að finna eitthvert meðalhóf —
einhverja millileið — en það
hefur, eins og allir mega sjá,
ekki tekizt betur en svo, að
flokkurinn er nú stefnulaust við
rini í öllum máum, nema því
einu, að vinna núverandi stjórn
arstefnu sem mest ógagn.