Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 6
8 MORCUNBLADID r Miðvikudagur 7. okt. 1964 Pétur Jónsson frá ISIautabúi • minning í DAG er Pétri Jónssyni frá Nautabúi fylgt til grafar. Með honum er horfinn hugstæður og hugþekkur samferðamaður, sem sárt er að sakna en ljúft að minnast. Pétur Jónsson var Skagfirð- ingur að aett og uppruna, fædd- ur í Valadal í Lýtingsstaða- hreppi hinn 6. apríl 1892 og var því á miðju 73. aldursári, þeg- ar hann lézt hinn 30. septemtoer síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón bóndi Pétursson í Valadal Pálmasonar og Sólveig Eggerts- dóttir Jónssonar prests á Mæli- felli Sveinssonar, og voru þessi kynsælu merkishjón landskunn og sá frændigarður, sem að þeim stóð á alla vegu. Tólf voru börn þeirra hjóna, sem úr æsku kom- ust, og er það mál manna, að íá muni dæmi um gjörvilegri systkinahóp. Elztur þeirra var Eggert frá Nautabúi, en næstur honum í röðinni var Pétur. Hjá foreldrum sínum ólst hann upp við glaðan og frjálsan brag í hópi samvalinna systkina og mótaðist við hinar sérstæðu skagfirzku menningarerfðir, karl mannlegt líf og óþvingað, höfð- inglega reisn til orðs og æðis, þótt ekki væri ávaílt auðlegð í garði. Alla ævi bar Pétur í per- sónu sinni og fasi svip þeirra erfða og umhverfis, sem hann var alinn við í æsku. Pétur Jónsson var bráðgjör og hugði snemma á að standa á eig- in fótum, fór ungur í Hólaskla og varð búfræðingur þaðan ár- ir 1912. Ekki er mér kunnogt um, að á hann hafi sótt aðrir draumar en sá að verða bóndi í ættarbyggðum sínum í Skaga- firði, enda var hann ekki gam- all, þegar hann komst í bænda- tölu. Aðeins tvítugur að aldri réðst hann í það með föður sín- um að kaupa jörðina Eyhildar- holt í Rípurhreppi og fluttust þeir þá þangað frá Nautabúi þar sem Jón Pétursson hafði áður búið. Ári síðar gekk Pétur að eiga Þórunni Sigurhjartardótt- ur frá Urðum í Svarfaðardal. 3juggu þau hjón síðan í Ey- hildarholti í tvíbýli móti for- eldrum Féturs til 1923, en eft- ir það bjuggu þau lengst á Hraunum í Fljótum og Brúna- stöðúm í sömu sveit. En haust- ið 1930 dó Þórunn, kona Péturs, á bezta aldri. Hjónaband þeirra hafði verið hamingjusamt, en nú stóð Pétur einn uppi með átta börn, sem flest voru í ó- megð. í þeim erfiðleikum, sem þá steðjuðu að, hlupu ættingj- ar þeirra hjóna beggja undir bagga með Pétri, og ólust sum börn hans eftir þetta upp hjá þeim að meira eða minna leyti án þess þó að rofnuðu tengsl- in þeirra í milli, og ávallt höfðu þau mikið og gott samband við föður sinn. Eftir lát konunnar losnaði fljótlega um búskapinn fyrir Pétri, og kom þar von bráðar, að hann brá búi og leitaði sér atvinnu suður til Reykjavíkur, einkum við ýmis skrifstofustörf, og siuður fluttist hann að líkind- um alfarinn 1934. Þegar Trygg- ingastofnun ríkisins tók til starfa árið 1936, gerðist hann aðalgjaldkeri stofnunarinnar og hófst þá annað ævistarf hans, ef svo mætti að orði að komast. Þessu ábyrgðarmikla starfi gegndi hann síðan óslitið í 26 ár eða þar til hann lét af starfi sjötugur að aldri 1962. Hann var þá fyrir nokkru farinn að kenna þess hj artasj úkdóms, er nú hefur dregið hann til dauða, en var að öllu öðru leyti prýði- lega ern til líkama og sálar og hélt því áfram nokkurri vinnu við stofnunina eftir þi/í sem heilsa hans leyfði. Pétur kvæntist öðru sinni 1942 þýzkri konu, Helgu Moth, ætt- aðri frá Hamborg, og lifir hún mann sinn áisamt einkadóttur þeirra, sem nú er 18 ára. Frú Helga reyndist Pétri sannköll- uð stoð og stytta og leysti þamn vanda að taka við þeim mörgu þráðum, sem tengdu hann við sína stóru fjölskyldu, börn, barnabörn, frændur og venzla- fólk, og verða þar eðlilegur þátt- takandi. Svo var hið síðara hjónaband Péturs sem hið fyrra samræmt og hamingjuríkt. Þessi er saga Péturs Jónsson- ar í stórum dráttum, og þótt ekki sér gjör sagt, er hún eftir- tektarverð. Ævi hans skiptist greinilega í tvö tímabil, gjöró- lík um flest að því er varðar ytri hætti. Hið fyrra skeið var hann bóndi í aveit á erfiðum tímum, áður en ræktun og vél- ar gjörbyltu atvinnuháttum og afkomu sveitafólks, en hóf síð- an nýjan starfsferil sem embætt ismaður í höfuðborg hins nýja uppgangstíma. Ég hygg, að það hafi aldrei verið ætlun Péturs að hverfa frá búskap, þó að atvik og ör'.ög leiddu til þess, en hitt er víst, að honum tókst misfellulaust að hasla sér völl á nýjum starfcvettvangi, sem hann hafði þó ekki búið sig undir á sínum þroskaárum. En hann var velvirkur að eðlisfari og fljótur að laga sig að nýju umhverfi, og starf sitt sem að- algjaldkeri Tryggingastofnun- arinnar rækti hann með sæmd og prýði, við traust yfirboðara sinna og vinsæ’dir meðal sam- starfsmanna. Það kom fljótt í ljós, að skrifstofustörf lógu vel fyrir honuim, og líkast til má svo að orði kveða, að hann hafi verið þama á réttri hillu. Og áreiðanlega kunni hann Vel að rneta það að fá að helga krafta sína þessari stofnun, sem svo mjög var byggð á hugsjón jafn- réttis og bræðralags og sam- hjálpar meðal manna, því að Pétur var jafnaðarmaður og al- þýðusinni í bezta skilningi. Pétur Jónsson var óvenjulega vel gerður maður til líkama og sálar. Hann var í senn fríður maður og karlmannlegur, svip- urinn opinn og bjartur, mikill maður á velli og vel á sig kominn, hraustmenni að burðum, eins og þeir frændur eru margir, íþrótta maður góður á yngri ámm og einkum annálaður glímumaður. Hann hafði fjölþættar vakandi gáfur og lifandi áhuga, fylgdist vel með þjóðfélagsmálum og tók virkan þátt í þeim á fyrri árum, var prýðilega heima í ís- lenzkum bókmenntum, einkum skáldskap, sjálfur lipurt skáld og fór sérkennilega og skemmti- lega með bundið mál. Hann var sagður skapríkur maður að upplagi, en hafði um leið svo fullkomið vald á sjálfúm sér, að framkoma hans mótaðist einmitt af stiilingu og rósemi, og að öllu leyti var hann vel skapi farinn. Honum var lagin virðu- leg alvara, en átti þó jafnframt í ríkum mæli náðargjöf skop- skyggninnar og naut sín vel I glöðum og samstilltum hópi. Hann var óvenjulega vinhlýr maður, sem mönnum leið vel að vera samvistum við, enda brást honum ekki mannbeill. Hans er því saknað af möngum, frændum og vinum, venzlafólki og sam- starfsmönnum, þó að ekki sé um neitt að sakast, þegar góð ævilok verða hjá öldruðum manni sem fullkomnað hef- ur sitt dagsverk. Pétur Jónsson vissi fullvel að hverju fór um heilsu hans, en hann brá sér hvergi og forðaðist að auka öðrum klvíða vegna þess sem að hönd- um fór. Hann var undir um- skiptin búinn, og áreiðanlega voru það ekki innantóm rímorð þar sem hann segir i einni þekkt- ustu stöku sinni: Lyftum hátt við lokaþátt lífsins sáttabikar. Kristján Eldjárn Við stöndum hljóð á ströndu hérna megin. Þú stýrðir fleyi burt til sólar- lands. En þú munt fús að varða okkur veginn, með vinarhug í átt til sama lands. Við erum mörg svo fljótt til ferða hafin, — en ferðin yfir landamæri er tryggð — Þín vinsemd er mér ei í gleymsku grafin og guð þig leiði um hina nýju byggð. TJna Sigtryggsdóttir frá FramnesL Leiklistarskóli Þjóð- leikhússins settur S. L. LAUGARDAG setti þjóð- leikhússtjóri, Guðlaugur Rósin- kranz, Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins, en hann er forstöðumað- ur skólans. Níu árgangar hafa útskrifazt frá skólanum á und- anförnum árum og hafa alls 55 nemendur brautskráðst þaðan. Af þeim hafa um það bil 50 stundað leiklistarstörf að minna eða meira leyti.' Flestir hinna yngri leikara, sem komið hafa fram á leiksviðum höfuðstaðar- ins hin síðari ár eru nemendur úr Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins. Sjö leiklistarnemar voru teknir inn í skólann að þessu sinni, en samkvæmt reglugerð skólans mega flest vera 12 nemendur í skólanum, hverju sinni. Þjóðleikhússtjóri gat þess í setningarræðu sinni, að tals- verðar breytingar væru fyrir- Lugaðar í starfcemi skólans og yrðu þær framkvæmdar á næst unni. Breytingar þessar eru sniðnar eftir hinu nýja fyrir- komulagi leiklistarskólanna í Svíþjóð, en sú nýbreytni í reglu- gerð og starfsemi leiklistarskóla verður væntanlega tekin upp á öllum Norðurlöndum á næstunni. Leiklistarskóli Þjóðleikhússins verður nú væntanlega þriggja ára skóli í stað tveggja áður. Þá er fyrirhugað að nemendur fái tækifæri að leika fyrir áhorfend- ur á leiksviðinu í Lindarbæ á síðasta ári skólatímans. Fá hinir ungu leikarar þá nokkra reynslu að koma fram fyrir áhorfendur. Kennslan fer að mestu leyti fram í hinum nýju og glæsilegu salarkynnum í Lindarbæ, en Þjóðleikhúsið hefur sem kunn- ugt er fengið þar inni með starf- semi sína. Kennslugreinar Leiklistarskól- ans eru þessar: Sviðshreyfingar, ballett, skylmingar, leikur, radd- beiting, látbragðsleikur, brag- fræði, sálarfræði, leiklistarsaga, andlitsförðun, framsögn, stílsaga búninga og húsbúnaður. Kenn- arar eru leikararnir: Gunnar Eyjólfsson, Kristín Magnús, Klemenz Jónsson og Benedikt Árnason. Auk þeirra kenna Sveinn Einarsson leikhússtjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri, Einar Kristjánsson óperu- söngvari, prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson og Fay Werner ballettmeistari Þjóðleikhússins. (Frá Þjóðleikhúsinu.) iiiiiiáiiiiiiiiiiiii • Fyrsta íslenzka sjónvarpsstjarnan J.S. skrifar: „Þá hafa íslendingar eignazt sína fyrstu sjónvarpsstjörnu. Sjö laugardaga í röð mun Jón Helgason, prófessor í Kaup- mannahöfn, koma fram í nýj- um, samnorrænum laugardags- skemmtiþætti („den nye fælles- nordiske Iþrdagsunderholdn- ing“, segir í „Politiken“ 13. sept.), sem sýndur verður í finnska, sænska, danska og norska sjónvarpinu. Þátturinn heitir „Teningunum er kastað“, og er hann tekinn upp í Cirk- us-studiet í Stokkhólmi, þar sem skemmtiþættir af léttara tagi eru teknir upp fyrir sjón- varp. „Politiken" segir: „Det bli- ver en underholdende spþrge- dyst pá quizvinderplan, de nor- diske seere fár som lþrdagsund- erholdning", þ.e. hinir norrænu sjónvarpsáhorfendur fá að sjá skemmtilega spurningakeppni, þar sem til verðlauna er að vinna. Gefin eru stig fyrir rétt svör eftir sömu reglum og not- aðar eru í fjárhættuspilinu 21. íslendingurinn Jón Heligason hefur nú verið valinn dómari í þessum skemmtiþættL Mér finnst það sómi fyrir ísland og íslendinga, að prófessorinn í Árnasafni skuli hafa verið kjör inn dómari í þessum sam- norræna skemmtiþætti. Jón Helgason er fyrsta íslenzka sjónvarpsstjarnan, og'mun nafn hans lifa vegna þess m.a. At- hugandi er, þegar íslenzka sjón varpið hefur verið sett á lagg- irnar, hvort ekki væri hægt að fá Jón hingað heim til þess að „Islands fþrste TV-starlet“ taka að sér að stjórna „under- holdende“ skemmtiiþáttum. Mað ur með hans reynslu hlýtur að verða íslenzka sjónvarpinu ó- metanlegur. Kem ég hér með þeirri ábendingu á framfæri við væntanlega forráðamenn sjón- varpsins, að þeir tryggi sér starfskrafta Jóns. — J.S.“ • Marxbræður / „Kæri Velvakandi: í Morgunblaðinu 4. okt. segir þú frá því, að einn hinna ágætu Marxbræðra sé látinn, þ.e. Har- po. Þú hefur hins vegar „bræð- ur“ innan gæsalappa og vilt með því meina, að þeir hafi ekki verið bræður í þess orða fyllstu merkingu, heldur að- eins kallað sig það sem „skemmtikrafta". Eftir því, sem ég bezt veit, samanber sjálfsævi sögu Grouchos Marx, eru þeir þó bræður í þess orðs algeng- ustu merkingu og án gæsa- lappa' — K. Á.“ Þetta mun vera alveg rétt athugað hjá bréfritar- KaupiH M bezta RAFHLÖÐUR fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3, sími 11467

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.