Morgunblaðið - 07.10.1964, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.10.1964, Qupperneq 15
MiðVikudagur 7. okt. 1964 15 MORGU N BLAÐIÐ Hæ hundar ukstur? eftir Slgurjén Sigurðsson, logreglustjóra Hinn 3. okt. sl. voru hald- in þrjú erindi á vegum Stjórnunarfélags íslands um hægri- og vinstrihandar- akstur hér á landi. Mun Mbl. hirta erindi þessi, sem eru eftir Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóra, Eirík Ásgeirs son, forstjóra, og Sigurð Jó- hannesson, vegamáiastjóra. f dag birtum við erindi lög- reglustjóra. SAMKVÆMT beiðni for- manns Stjórnunarfélags Is- lands hefi ég tekið að mér að rekja í stuttu máli á þessum fundi nokkur atriði, er snerta vinstri handar umferð hér á landi og hinar helztu réttar- reglur, sem gilt hafa og gilda um það efrii. Jafnframt mun ég skýra frá réttarreglum þeim um hægri handar um- ferð, er giltu hér um skeið, en aldrei komu til framkvæmda. Loks skal getið að nokkru undirbúnings vegna mögulegr ar breytingar í hægri handar umferð hér á landi í náinni framtíð. Ekki er auðvelt að kveða á um það, hvor umferðarreglan sé í sjálfu sér betri eða lakari, hægri handar reglan eða vinstri handar reglan. Svo virð ist sem lagareglur um umferð- arrétt í hverju landi hafi mót- azt af gömlum venjum í sam- bandi við umferð á hestum, hvernig menn báru vopn sín o. fl. í Kómarrétti var hægri handar reglan lögfest og hafa aðferðir við vopnaburð vafa- laust ráðið þar miklu um, en eins og kunnugt er gætti á sín- um tíma mikilla áhrifa frá rómverskum rétti í lagasetn- ingu margra Evrópuríkja. Var hægri handar umferð þannig ríkjandi hjá öllum stærri þjóð- um á meginlandi Evrópu: Rússlandi, Þýzkalandi og Frakklandi. í sumum löndum Evrópu var þó lögboðin vinstri handar umferð, en því hefir allsstaðar verið breytt á meg- inlandinu, nema í Svíþjóð, en þar hefir breyting nú verið á- kveðin og kemur hún til fram- kvæmda árið 1967. Eyríkin í norðri: Stóra-Bretland, írska lýðveldið og ísland verða þá að óbreyttu einu ríkin í Ev- rópu með vinstri handar um- ferð. Hin fyrstu ákvæði hér á landi um umferðarrétt er að finna i lögum um vegi nr. 57, 22. nóvember 1907. Segir þar í 56. gr., að vegfarendur, hvort heldur eru gangandi, ríðandi eða á vagni eða á hjólum skulu, þá er þeir mæta ein- hverjum eða einhver vill kom- ast fram fyrir þá, halda sér og gripum sínum á vinstri helm- ing vegarins eingöngu. Umferðarréttarregla þessi var svo seint lögfest hér á landi, að vopnaburður skipti ekki máli við ákvörðun þess, hvort hér skyldi vera vinstri eða hægri umferð. Hinsvegar mun þar hafa ráðið miklu um, að fótaskör kvensöðla var á vinstri hlið hestsins og vinstri handar umferð því til muna ákjósanlegri fyrir kvenþjóð- ina. f vegalögum nr. 41, 4. júní 1924, eru ákvæði um umferðar rétt, efnislega algjörlega sam- hljóða ákvæðunum frá 1907. Loks er í vegalögum nr. 101, 19. júní 1933, sérstakur kafli um ýmsar reglur fyrir umferð á vegi, en ákvæði eldri laga um umferðarrétt eru tekin þar upp óbreytt. Á árinu 1940 er sú megin- breyting gerð í umferðarlög- gjöf hér á landi, að sérstök um ferðarlög eru sett hér í fyrsta skipti, svo og nýr lagabálkur um notkun bifreiða með mikil vægum breytingum frá eldri bifreiðalögum. Hvorttveggja þessi lög höfðu verið vandlega undirbúin af sérfróðum mönn- um, en erlend löggjöf höfð að fyrirmynd. Eitt hið róttækasta nýmæli í umferðarlögunum frá 1940 er að finna í 6. gr. þeirra, en þar segir, að ökumenn skuli halda sér hægra megin á akbraut eftir því sem við verður kom- ið og þörf er vegna annarrar umferðar. Þeir skuli víkja greiðlega til hægri fyrir þeim, sem á móti koma, en hleypa fram fyrir sig á vinstri hönd þeim, sem fram úr vilja. I 7. gr. 1. mgr. segir síðan: „Þegar tveir ökumenn stefna svo, að leiðir þeirra skerast, skal sá víkja, sem hefur hinn á hægri hönd, en þó skal sá, er kemur frá hægri, gæta fyllstu varúð- ar“. Samsvarandi ákvæði og hér hafa verið rakin er að finna í bifreiðalögunum frá 1940 um framúr-akstur á bif- reiðum. Með þessum nýju ákvæðum var hægri handar umferð lög- leidd hér á landi, en í 17. gr. umferðarlaganna frá 1940 var ákveðið, að þau skyldu taka gildi 1. janúar 1941. Til þess kom þó aldrei, að lögin gengju í gildi hvað hægri handar um- ferðina snertir. Ein ástæðan fyrir því, að hætt var við breytingu, var sú, að brezkur her var þá hér á landi, og bú- izt var við, að breytingin myndi valda sérstakri hættu, er svo stóð á. Þann 16. nóvember 1940 voru gefin út svohljóðandi bráðabirgðalög: Ráðuneyti fslands, handhafi konungsvalds gjörir kunnugt: Dómsmála- ráðherra hefir tjáð ráðuneyt- inu, að þar sem öll umferð á vegum landsins hefir aukizt mjög á þessu ári vegna komu hins brezka setuliðs til lands- ins, þyki ekki rétt, að breyt- ingar þær á umferðarreglum, sem bifreiðalög nr. 75, 7. maí 1940, og umferðarlög nr. 110, 30. maí 1940, hafa að geyma, komi til framkvæmda fyrst um sinn, með því að þær myndu nú geta valdið óvenju- legri umferðarslysahættu, sem ekki var fyrirsjáanleg, er lög þessi voru sett. Þykir því rétt að fresta framkvæmd framan- greindra laga um óákveðinn tíma. Með því að ráðuneytið fellst á, að brýna nauðsyn beri til að setja bráðabirgðalög skv. 23. gr. stjórnarskrárinnar um framangreint efni, telur það rétt að gefa út bráðabirgðalög á þessa leið: 1. gr. Gildistöku bifreiðalaga nr. 75, 7. maí 1940, og umferðar- laga nr. 110, 30. maí 1940, er frestað um óákveðinn tíma. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Árið 1941 samþykkir Alþingi síðan breytingar á umferðar- lögunum frá 1940, þannig að vinstri handar umferð er lög- leidd á ný, en lögin frá 1940 látin að öðru leyti koma til framkvæmda. Sigurjón Sigurðsson. Skömmu síðar kom hingað herlið frá Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku, en þar í landi er hægri handar umferð. Hefði þá einnig mátt búast við, að andstæðar umferðarreglur myndu valda aukinni slysa- hættu. Reynslan sýndi þó, að sú hætta var ofmetin og bend- ir það óneitanlega til þess, að óþarft hafi verið að breyta á- kvörðuninni frá 1940 um hægri handar akstur. Gerist nú ekkert stórvægi- legt í þessum málum um all- langt skeið. En árið 1955 skip- aði dómsmálaráðherra nefnd til þess að gera tillögur um endurskoðun löggjafar um umferðarmál og bifreiðamál, svo og reglugerðir um sömu málefni. Hefir nefnd þessi, sem enn er starfandi, samið m.a. frumvarp að gildandi um- ferðarlögum nr. 26 frá 2. maí 1958, og tillögur að ýmsum reglugerðum, sem þau lög gera ráð fyrir. Umferðarlaganefndin samdi allýtarlega greinargerð um vinstri og hægri handar um- ferð og sendi hana sem fylgi- skjal með frumvarpi því til umferðarlaga, sem lögfest var árið 1958. I greinargerðinni er m.a. gerð kostnaðaráætlun, ef til breytingar frá vinstri um- ferð í hægri kynni að koma. Voru niðurstöðutölur um 5,6 millj. króna, en samsvarandi áætlun, sem gerð var vegna breytingarinnar árið 1940 nam hinsvegar einungis 50 þúsund krónum. Meginkostnaðurinn árið 1958 var talinn felast í breytingu á dyrabúnaði almenningsbif- reiða, en breyting á umferðar- merkjum eða umferðarmann- virkjum var hinsvegar ekki reiknuð til gjalda, þar sem alit umferðarmerkjakerfið átti að breytast hvort eð var, enda voru þá engar heildárreglur um umferðarmerki hér á landi og sín hver gerð merkja í hinum ýmsu kaupstöðum. Allir nefndarmenn í um- ferðarlaganefndinni voru sam- mála um, að kostnaður við breytingu úr vinstri handar umferð í hægri handar myndi aukast stórlega méð hverju ári, sem liði, og væri því sjálf- sagt að breyta til þá þegar með nokkrum biðtíma þó, ef kostir breytingar yrðu taldir þyngri á metunum en kostnað- ur sá, áhætta og óþægindi, sem vitað var eða líklegt mátti telja, að yrði breytingunni samfara. Nefndarmennirnir voru einnig sammála um, að frá umferðarlegu sjónarmiði vaeri æskilegt að koma hér á sömu akstursreglum og gilda í flestum nágrannalöndunum. Þótt nefndarmennirnir væru þannig sammála um, að breyt- ingin væri æskileg, hlaut fjár- hagshlið málsins alltaf að vera álitamál og skipta ríkis- sjóð og aðra talsverðu. Treysti nefndin sér því ekki til þess að mæla einróma með breyt- ingunni, en samdi umferðar- lagafrumvarpið miðað við vinstri handar umferð, en þannig, að ekki þurfti nema smá orðabreytingar á fáum greinum, ef Alþingi vildi lög- leiða hægri handar umferð. Ríkisstjórnin, sem lagði frum- varp umferðarlaganefndar fyr ir Alþingi sem stjórnarfrum- varp, var að svo komnu máli ekki tilbúin til að mæla með, að hægri handar umferð yrði upp tekin og engin tillaga þess efnis kom fram við meðferð málsins á Alþingi. Árið 1962 báru tveir alþingis menn, þeir Kjartan Jóhanns- son og Birgir Finnsson, fram þingsálytkunartillögu um að láta fara fram athugun á því, hvort ekki væri tímabært að breyta umferðinni yfir í hægri handar umferð á íslandi. Mál- ið fór í nefnd, sem mælti með því, en tillagan fékk þó ekki fullnaðarafgreiðslu á því þingi. Á síðastliðnu þingi var málið tekið upp aftur. Alþingis mennirnir Birgir Finnsson, Matthías Bjarnason, Jón Þor- steinsson og Jónas G. Rafnar lögðu til, að hafinn yrði undir- búningur að breytingu yfir í hægri umferð. Fór málið aftur fyrir allsherjarnefnd og var lagt fyrir vegamálastjóra, Fé- lag íslenzkra bifreiðaeigenda, Landssamband vörubifreiða- stjóra og umferðarnefnd Reykjavíkur til umsagnar. All ir þessir aðilar lýstu stuðn- ingi við hægri umferð og mælti allsherjarþing þá með, að tillagan yrði samþykkt, sem og varð. Er þáltillagan um hægri handar akstur, sem samþykkt var á Alþingi 13. maí 1964, svo hljóðandi orðrétt: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að upp verði tekinn hægri handar akstur hér á land;“. Eg hefi nú getið nokkurra atriða, er snerta vinstri handar umferð hér á landi og skýrt í stórum dráttum frá lagaákvæð um og þingsályktunartillögum um það efni. Áður en ég lýk máli mínu, vil ég leyfa mér að fara nokkrum orðum um und- irbúningsráðstafanir þær, sem nú er unnið að samkvæmt áð- urnefndri þingsályktunartil- lögu. Með bréfi, dags. 13. ágúst sl., sendi dóms- og kirkjumála ráðuneytið umferðarlaganefnd þingsályktunartillöguna og bað um endurnýjaða greinar- gerð nefndarinnar um aðgerð- ir þær, sem nauðsynlegar væru til þess að komið yrði á hægra handar akstri hér á landi. Ennfremur var óskað eftir yfirlitsáætlun um kostn- að, sem því væri samfara. Um- ferðarlaganefnd vinnur nú að gagnasöfnun vegna máls þessa og hefir m.a. leitað til ýmissa aðila, er veitt geta upplýsingar um nauðsynlegar aðgerðir á mismunandi sviðum og gert kostnaðaráætlun í sambandi við þær. Hefir m.a. verið ósk- að upplýsinga um tilgreind at- riði frá vegamálastjóra, Bif- reiðaeftirliti ríkisins, borgar- verkfræðingi Reykjavíkur, öll um bæjarstjórnum landsins og strætisvögnum Reykjavíkur, Kópavogs og Akureyrar. Svör hafa enn eigi borizt frá öllum þessum aðilum, en þau munu væntanlega gefa allgóða mynd af nauðsynlegum breytingum, sem gera þarf vegna hægri handar umferðar og kostnaði, sem hlýtur að leiða af breyt- ingunum. Auk ýmiskonar verklegra framkvæmda í sambandi við breytingar á ökutækjum og umferðarmannvirkjum, mun reynast nauðsynlegt að skipu- leggja umfangsmikla leiðbein- ingarstarfsemi um hægri hand ar um'ferð, áður en og eftir að breyting ætti sér stað, svo og víðtæka löggæzlustarfsemi til slysavarna. Um öll þessi atriði mun umferðarlaganefndin semja greinargerð innan tíðar. Rök í sambandi við breyt- ingu eru bæði með og móti. Það sem helzt mælir með breytingu er sú staðreynd, að æskilegt er að skapa samræmi í umferðarreglum hjá sem flestum þjóðum. Gildir þar að nokkru hið sama og um sam- ræmi í umferð í lofti og á sjó. Óheppilegt er og getur valdið hættu, að ólíkar um- ferðarreglur gildi í löndum, þar sem öll samskipti fara ört vaxandi. Langflestar bifreiðir hér á landi eru útbúnar til hægri umferðar, þ.e. stýri er vinstra megin í þeim. Þetta skipti ekki miklu máli til skamms tíma, því að það gat verið nokkurs virði á mjóum malarvegum að fylgjast vel með vegarbrúninni. En eftir því sem umferðarstraumur eykst, fer það að skipta meiru máli, að stýri sé við miðju veg arins, svo að ökumaður geti fylgzt með umferðinni á móti Mörg slys hafa þegar orðið af því, að ökumenn reyna að fara fram úr án þess að geta séð fram með bifreiðinni þau ökutæki, sem á móti koma. Æskilegt er og, að breytt verði í hægri umferð, áður en búið er að ganga endanlega frá nýj- um umferðarmerkjum um allt land. Mikið fjárhagslegt atriði er það og, að sem stendur mun bifreiðakostur Strætis- vagna Reykjavíkur það góður og mikill, að hægt er að láta þá strætisvagna, sem nú eru í umferð, duga næstu þrjú árin. Rök á móti breytingu eru fyrst og fremst þau, að kostn- aður við hana hlýtur óhjá- kvæmilega að verða mikill. Eigi ber heldur að vanmeta þá slysahættu, sem breytingin ó- hjákvæmilega hlýtur að hafa í för með sér. Draga má þó verulega úr kostnaði með því að ákveða biðtíma þar til hin nýja regla á að taka gildi. Myndi þá verða gerðar sér- stakar ráðstafanir í sambandi við dyrabúnað á þeim bifreið- um, sem keyptar yrðu til lands ins á biðtímanum. Úr slysa- hættu má og draga verulega, ef skipting yfir í hægri akstur er vandlega undirbúin, bæði verkfræðilega, löggæzlulega og fræðslulega, þannig að mis- tök I akstri vegna hins nýja akstursfyrirkomulags yrðu s^m fæst. Miklar líkur benda til þess, Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.