Morgunblaðið - 07.10.1964, Page 24
24
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. okt. 1964
HERMINA BLA€K:
Eitur og ást
Hvað hafði komið fyrir hann?
Þetta hefði verið fyrir sig ef þau
hefðu skilið sem góðir vinir. —
En ef ég sé hann aldrei framar
hef ég ekki einu sinni skilnaðar-
kossinn til endurminningar. . . .
Hún fór í bláa kjólinn sem hún
hafði notað í veizlunni hjá
Zenoupous, og var að enda við
að búa sig þegar Sandra drap
43
á dyrnar. Hún var að velta fyrir
sér í hvað hún ætti að fara utan
yfir — það gat stundum verið
kalt á kvöldin í Cairo, og hún
hafði ekki haft hvítu kvöldkáp-
una sína með sér — hún þoldi
varla að líta á hana, hvað þá
meira. Sandra var í minkafeldi
utanyfir rauða kjólnum, og var
með nutria-loðkápu á handleggn
um.
— Mér datt í hug að þér veitti
ekki af að hafa þessa, sagði hún.
— í>að verður vafalaust kalt á
heimleiðinni.
y
— Hjartans þakkir, Sandra,
sagði Corinna. Þær voru orðnar
samrýmdari þessa síðustu daga.
■— Það er i rauninni skrítið að
þú skulir ekki hata mig, Corinna,
sagði Sandra eftir dálitla stund.
— Hversvegna ætti ég að gera
það?
— Þarftu að spyrja að því?
— Ég spyr að minnsta kosti
ekki — og ég hef um annað að
hugsa núna — við höfum það
öll, sagði hún lágt.
„Kaffihús hinna sjö dansara"
var skammt frá söngleikahús-
inu. Ibramin og föruneyti hans
var tekið með miklum virktum.
Ibramin sagði gestunum sínum,
að hann mataðist mjög sjaldan
úti í borginni, og hann og frú
Glenister voru mjög lengi að
velja úr réttunum. Veitingasalur
inn var troðfullur af fólki, aðal-
lega karlmönnum.
Nú var dregið niður í Ijósun-
um, því að smávegis leiksýning
átti að fara að hefjast. Skemmti
skráin var ekki sérlega forvitni-
leg og Corinna var annars hug-
ar, en tók þó eftir skeggjuðum
Araba, sem sat skemmt frá, í
arabiskum klæðum. Hann var
mjög dökkur yfirlitum, og dans-
mærin Lola, sem var á sviðinu
þessa stundina, var sífellt að
gjóta augunum til hans. Þegar
hún hafði lokið dansinum gekk
hún að borðinu og settist hjá
honum. í sömu svifum kom ung-
ur og grannur Egypti að borð-
inu til Ibramins, hallaði sér að
honum og hvíslaði einhverju.
Seyid Ibramin kynnti hann fyrir
gestum sínum hann hét Ramin
Abdulla Bey — og bauð hon-
um sæti. En Corinna átti erfitt
með að hafa augun af hinu borð-
inu. Henni fannst á sér að hún
hlyti að hafa séð þennan dökka
Araba fyrr.
Dansmærin tók rós úr hárinu
á sér og lét nokkur hlöð af henni
detta ofan í kampavínsglasið.
Arabinn tók um höndina á henni
og kyssti hana.
Allt í einu beygði Sandra sig
að Seyid Ibramin og sagði upp-
væg:
— Ef þið viljið vita hvar S. Z.
er, sagði hún — þá situr hann
hérna rétt hjá okkur með dans-
meynni. Ef það er ekki hann,
þá er bezt að spyrja hann hvers
vegna hann sé með gullbaug
Simonar um úlfliðinn.
Corinna leit með varúð á ná-
grannaborðið og sá að Sandra
hafði rétt að mæla. Ibramin
kinkaði kolli og sagði eitthvað
við beyinn, sem hlustaði með at-
hygli og jánkaði. Svo stóð hann
upp, hneigði sig hæversklega
fyrir þeim og sneri svo frá og
fór. Við nágrannaborðið varð
honum fótaskortur og greip í
glas dansmærinnar. Hann bað
afsökunar og ætlaði að hella á
glasið aftur. Dökki Arabinn
byrsti sig fyrst í stað, en svo
brosti hann og Ramin Abdullah
Bey fór út úr gildaskáldanum.
Eftir fimm mínútur stóð Arab-
inn upp og fór út. Corinna leit
vandræðaleg á Ibramin. — Ætl-
ið þér að láta hann fara? spurði
hún.
— Verið þér óhrædd, svaraði
hann. — Ramin Abdulla er yfir-
maður ieynilögreglunnar, og
hann veit áreiðanlega hvað
hann á að gera.
— Ef þér handtakið þennan
mann sjáið þér aldrei Blake
framar, sagði frú Glenister.
— Jú, hann finnst áreiðan-
lega, svaraði Ibramin og leit á
klukkuna. — Þér voruð svei
mér glöggskygn, frú Lediard. Ég
hefði átt að sjá hver hann var. . .
En nú held ég að við ættum að
fara héðan og koma heim til
mín. Hér gerist margt hættulegt,
og ég vill vera viss um, að þið
séuð á öruggum stað.
Corinna svaf lítið um nóttina.
Þær voru saman í stóru her-
bergi í húsi Ibramins, hún og
Sandra, og töluðu saman lengi
fram eftir nóttu. Og þegar
Sandra var loksins sofnuð, hélt
Corinna áfram að hugsa um allt
það, sem gerzt hafði síðan hún
kynntist Blake fyrst, í þessu
sama húsi. Það var farið að
birta af degi er hún loksins sofn-
aði, en óvært þó, og hún fann
á sér að dagurinn sem færi í
hönd, mundi verða afdrifaríkur
fyrir hana.
Hún varð hissa þegar hún
vaknaði og sá að frú Glenister
sat við gluggann í herberginu.
— Josephine frænkal
Frú Gleni^ter stóð upp og
færði sig að rúminu. Hún brosti
og klappaði Corinnu á handar-
bakið. — Jæja, nú eru komnar
fréttir, en þú verður nú að taka
á þolinmæðinni dálitla stund
enn, væna mín.
— Góðar eða . . . .? Corinnu
brást röddin.
— Heldurðu að ég sæti hérna
svona makindaleg ef fréttirnar
væru slæmar? sagði frú Gleni-
ster. — Flýttu þér nú að klæða
þig, og svo skaltu verða ein-
hvers vísari.
Corinna fór framúr rúminu og
leit á hitt rúmið. — Hvar er
Sandra? spurði hún.
— Hún fór aldrei þessu vant
snemma á fætur. Hún vildi endi
lega síma til Philips. Ég sé ekki
betur en að hún sé allt í einu
orðin eintóm umhyggja fyrir
honum. Ög hún segir mér, að
þau ætli til Hadramat og að
hann ætli að fara að grafa þar.
— Ég hugsa að þú komist að
raun um, að allt fari vel milli
Söndru og Philips, sagði Cor-
inna hikandi.
— Við sjáum nú til, sagði frú
Glenister.
— Og Blake? spurði Corinna.
— Veistu nokkuð. Er hann heill
á húfi?
— Blake hlakkar eflaust til að
fá morgunmatinn, sagði Josep-
hine frænka rólega. — Og úr
því að þú ert ekki tilbúin, er
réttast að ég fari og helli í kaffi
bollann hans.
Blake hérna? í gosbrunnahús-
inu! Öruggur!
Corinna flýtti sér að klæða
sig, en nú setti að henni kvíða.
Hvernig mundu samfundirnir
verða?
Þjónn beið fyrir utan dyrnar
og fylgdi henni gegnum langa
rangala inn í stofu, sem vissi út
að fallegum garði. En Corinna
tók ekkert eftir rósunum þarna
í garðinum. Og ekki eftir vatns-
bununum úr gosbrunnunum,
sem glitruðu í sólskininu, í öll-
um regnbogans litum. Því að
við gosbrunninn stóðu þrjár
manneskjur og voru að tala sam
an — en Corinna sá ekki nema
eina þeirra.
Dyr voru úr stofunni beint út
í garðinn, og þegar hún var kom
in fram í dyrnar leit Blake við
og sá hana. Hann sagði örfá orð
við þau hin, og flýtti sér svo til
hennar.
— Corinna!
Hún rétti fram hendurnar og
hann tók um þær. Og með ein-
hverju dularfullu móti hurfu
Josephine og Seyid Ibramin.
— Blake- Þú ert lifandi! Það
gengur ekkert að þér!
Hann togaði hana með sér inn
í stofuna án þess að svara, og
nú tók hún eftir að hann var
orðinn stórum magrari, og and-
litsdrættirnir tærðir, eins og
hann hefði liðið kvalir.
— Hvað hafa þeir gert við
þig? spurði hún. — Æ, góði. . . .
— Það gengur ekkert að mér,
sagði hann rólega.
— Mér sýnist samt annað.
Hvar hefurðu verið?
Þau voru setzt á lágan dívan og
hann svaraði rólega: — Mér líð-
ur alltaf vel á þessum stað, —
og í svona félagsskap. Það yrði
löng saga að segja frá öllu, en
nú er sagan búin og hún fór
vel, hvað mig snertir.
Og svo sagði hann henni frá:
Hann hafði lengi grunað Simon
Zenoupous, en ekki haft snefil
af sönnunum gegn honum fyrr
en þessi ræfill var handtekinn,
sem hafði reynt að stinga hnífn-
um í Blake. En úr því fóru bönd
in að berast að Zenoupous. í
margar vikur hafði Blake vitað,
að Zenoupous stjórnaði stærsta
eitursmyglunarhringnum, sem
nokkurntíma hafði verið til. Og
lykillinn að öllu leyndarmálinu
var litla gullappelsínan, sem
Simon hafði gefið Corinnu. Einu
sinni áður hafði stór sending af
eituryfjum verið gerð upptæk í
Ameríku, og eitrið hafði verið
falið í samskonar gullhylkjum.
Annar liður í sannanakeðjunni
var morð hestasveinsins, Isem
frú Glenister hafði ráðið til
sín. Hann hafði verið hjá Zenou-
pous áður, og það var talið að
hann vissi talsvert meira en
hann mátti vita. Blake hafði
slegið á frest að handtaka hann,
því að hann gerði sér von um
að hann gæti gert það í sam-
bandi við eiturlyfjasendingu,
sem átti að smygla í silkiströng-
um og öðrum varningi. Zenou-
pous mun hafa haft grun um,
að eitthvað væri að gerast, sem
hann var ákaflega hrifinn af.
En hann var hræddur um að fé-
lagarnir í fyrirtækinu mundu
svíkja hann, og þessvegna gekk
hann dulbúinn. Vegna þess að
hann var hjátrúarfullur vildi
hann aldrei taka armbandið með
minjagripnum af sér. En það
var þetta, sem kom upp um
hann.
— En hann hefur náð í þig?
spurði Corinna.
— Víst gerði hann það, svar-
aði hann og brosti til hennar. —
Hann vissi nefnilega hverskon-
ar agni hann átti að beita.
Og svo sagði Blake henni, að
hann hefði verið ltallaður í síma
og verið sagt að Lediardshjón-
in og Corinna væru á tilteknum
stað í Gezira, og að Corinna væri
veik. Blake hafði farið samstur.d
is á þennan stað — og lent í
gildrunni.
Það var ekki fyrr en löngu
seinna, sem Corinna fékk að
vita það sem gerzt hafði þessa
tvo daga. Eins og Ibramin hafði
gefið í skyn var ýmislegt til sem
var verra en dauðinn — og
Blake hafði verði hótað hræði-
legustu pyntingum, til þess að
fá uppúr honum hve mikið hann
vissi.
Zenoupous mun hafa haft
grun um, að fólkið 1 veitinga-
skálanum þekkti hann. Svo
hafði hann farið beina leið til
Blakes og sagt honum að Cor-
inna væri í Cairo og að Zenou-
pous hefði hana í haldi. Og ef
Blake þrjóskaðist þá yrði það að
bitna á Corinnu. Þá munaði
minnstu að Blake gugnaði og léti
undan. En Ramin Abdullah var
fljótur í snúningum. Zenoupous
var handtekinn og bófar hans
líka. Nóttina áður hafði náðzt i
eiturlyfjasendinguna miklu og
það reið baggamuninn.
En nú var allt þetta útkljáð
mál. En annað þurfti skýringar
við. Blake tók um hendur Cor-
innu og dró hana upp úr sæt-
inu.
— Ég er búinn að tala við
Söndru Lediard, þér er sannar-
lega vorkunn að eiga að giftast
flóni. Meira að segja afbrýði-
sömu flónL
— Ætli ég lifi það ekki af,
sagði hún hlæjandi. — Ef ég naa
þá í flónið. Æ, Blake — ef ég
hefði ekki fengið þig aftur ....
— Það var ekki hugsanlegt,
hvíslaði hann og kyssti hana. —
Manstu ekki hvað ég sagði þér
einu sinni: Það var afráðið al
forlögunum að við ættum að
hittast, elska hvort annað og
eiga hvort annað. . . .
ENDIR.
Kópavogur
Afgreiðsla Morgunblaðsins í 1
Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, I
sími 40748. i
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins i
fyrir Garðahrepp er að Hof- |
túni við Vífilsstaðaveg, sími
51247. 1
Hafnarfjörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins ,
^ fyrir Ilafnarfjarðarkaupstað
L er að Arnarhrauni 14, sími11
[ 50374. l
Keflavík
L Afgreiðsla Morgunblaðsins
? fyrir Keflavíkurbæ er að
* Hafnargötu 48.
jHffrgmtiÞIafrifr
XrTríj giTT^ ^—
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
KALLI KUREKI
Teiknaii; J. MORA
WELL.WC SETTLEP HIS HASH'
HE’LL &0 CLEAg OUTA TH' TE2KITOKY'
PZOb'LY WON'TSTOPTHIS SIPE OF.-
/
FORBEW’SUCH A’ALL-
KOUWP FOOLf IF VOU
WASW’T PAE.TLY CEOWEP
UP, I’DTAkE MY 2AT0R.
■---, STK.OP TO YOU'
Jæja, þá höfum við afgreitt þenn
ar. náunga. Hann á eftir að flýta sér
k út úr þessum landshluta. Og á áreið-
anlega ekki eftir að stoppa hérna
megin við ...
Æ. Hvers vegna gerðirðu þetta?
Vegna þess að þú ert svoddan fá-
dæma fífl. Ef þú værir ekki hálffull
orðinn myndi ég hafa gert eitthvað
enn róttækara.