Morgunblaðið - 13.10.1964, Side 2

Morgunblaðið - 13.10.1964, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. okt. 1964 Réttindaiaus bílstjóri flýöi af slysstað KLUKKAN 19,30 á sunnudags- kvöld ók bíll á tvo drengi, 10 og 11 ára, á Fossvogsvegi. Lenti framendi bílsins á öðrum drengn um, sem hentist í götuna, en hlið bílsins straukst við hönd hins drengsins. Innbrot og þjófnaðir AÐFARANÓTT mánudags var brotizt inn í húsakynni Bifreiða- leigunnar Fals á Rauðarárstíg 31 og stolið um 14:500 krónum. Rúða í glugga á afgreiðslu- herbergi hafði verið brotin, þar farið inn og um 5.000 kr. teknar úr ka9sa, en um 9.000 úr samn- ingaskjölum, sem geymd voru í skáp. Aðfaranótt sunnudags varð lögregluþjónn var grunsamlegra mannaferða í Gildaskólanum við Aðalstræti. Kannaði hann máJið Og handsamaði tvo menn, sem brotizt höfðu inn, en ekki höfðu þeir stolið neinu, þegar að var komið. Aðfaranótt laugardags var brot izt inn í Úra- og skartgripa- verzlun Magnúsar E. Baldvins- sonar við Laugaveg. Stolið var um 60 úrum, að því er eigandi telur, en ekki er fyllilega vitað um verðmæti þýfisins, þótt gizk að hafi verið á 100 þús. kr. Bílstjórinn „spýtti í“ og ók á fullri ferð í burtu af slysstaðn- um, án þess að sinna drengjun- um. Þeir gátu gefið greinargóða lýsingu á bílnum, og var lýst eftir honum í útvarpinu um kvöldið. Leiddi það til þess að eigandi bílsins gaf sig fram við lögregluna og benti á bílstjór- ann. Var það bróðir eiganda, 16 ára og réttindalaus. Sá drengjanna, sem skall í göt una, meiddist á mjöðm og fæti, en ekki munu þau meiðsii alvar leg. Perusala Lions- klúbbs Kefla- víkur í KVÖLD ganga Lions-félagar i húsin í Keflavík og bjóða ljósa- perur með sanngjörnu verði. Er þetta liður í tekjuöflun klúbbsins vegna starfsemi hans, en hún beinist einkum að því að létta þeim stundir, er dvélja á elliheimilinu Hlévangi og sjúkra húsinu í Keflavík. Að sjálfsögðu þurfa margir að kaupa Ijósaperur fyrir skamm- degið. Menn skyldu því hafa í huga, ef þeir nú kaupa perur til þess að lýsa skammdegið að með því að kaupa Lions-perur geta þeir stuðlað að því að enn fleiri njóti þeirrar birtu. (Frá Lions-klúbb Keflavíkur). Kveðjur frá íslandi til Bandaríkjanna á degi Leifs heppna 1 TILEFNI dags Leifs heppna í Bandaríkjunum 9. október s.I., sendi Guðmund- ur í. Guðmundssori, uatnrík- isráðherra, Dean Kusk, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna kveðjur og skilahoð, og ís- lenzk-ameríska félagið sendi Lyndon B. Johnson, Banda- ríkjaforseta, símsktyti í til- efni dagsins. Hér á eftir fer fréttatilkynn- ing frá utanríkisráðuneytinu 10. okt: um kveðjur vtanríkisráð- herra íslands til utanríkisráð- herra Bandarikjanna. Utanríkisráðherra, Guðmund- ur í. Guðmundsson, hefur beð- ið sendifulltrúa Bandaríkjanna fyrir skilaboð og kveðjur til ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk, í tilefni af minning- ardegi Leifs heppnj, Eiríksson- ar, 9. okt., sem nú og fram- vegis hefur verið gerður að sér- stökum hátíðardegi Bandaríkj- unum samkvæmt úrskurði Bandaríkjaforseta. í erindinu, sem utanríkisráð- herra afhenti sendifulltrúanum í þessu tilefni segir meðal ann- ars, að þessi úrskuiður forseta 3andaríkjanna hafi vakið mikla athygli hjá íslendingum, sem telji sér það til gildis að hafa varðveitt í fornbókmenntum sín um frásagnir um ferðir Leifs heppna og fund Vínlands. Ennfremur segir, að þess sé l'ka minnzt í sambandi við þennan hátíðardag, með þakk- læti af hálfu íslenzku þjóðar- innar, að Bandaríkjaþing hafi árið 1930, í tilefni a* Alþingis- hátíðinni, sent íslendújgum að gjöf myndastyttu af Leifi heppna með áletrun á fótstálli, þar sem tekið hafi verið sér- staklega fram, að það sé sonur íslands Leifur Eiríksson, sem fyrstur manna hafi fundið Vín- land. ð Skeyti til Johnsons 1 skeyti íslentk-ameriska fé- lagsins til Lyndons B. Johnson, Bandaríkjaforseta, 9. okt. s.l. seg ir: •— í nafni íslenzk-ameríska fé- lagsins sendi ég yður þakkir og kveðjur í tilefni yfirlýsingar yð ar þar sem þér ákveðið, að 9. október verði dagur Leifs Eiríks sonar. Við minntumst dagsins hér í Reykjavik við styttu hins mikla sæfara, sem Bandaríkja- þing gaf íslenzku þjóðinni 1930 með áletruðum þessum minnis- stæðu orðum: „Leifur Eiríksson, 9onur íslands, sem fann Vín- landú' Ákvörðun yðar hefur treyst samstarfið og vináttu- böndin. Virðingarfyilst Benjá- mín Eiríksson, forseti íslenzk- ameríska félagsins. é Fœddur í Noregi Mbl barst um heigina skeyti frá Associated press, þar sem segir, að í fréttatilkynningu, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna sendi út snemma í síðustu viku, stándi m.a., að Leifur Ei- ríksson hafi verið fæddur í Noregi og farið til Grænlands sem sendimaður Noregskonungs. Surtur breytir um steinu Mjög fagurt var að sjá í gærkvöldi frá Heimaey til Surtseyjar. Sést irikil hraun- elfa renna til su V‘usturs og austurs, en hefur áður ruitn ó til vesturs og suðvesturs, svo að Surtsey hefur hulið hrauu rennslið að mestu, séð fri Heimiacy. Nú viriist hraunið renna yfir tagltð, seir. áðui skyggði á. Harður árekstur KLUKKAN 5 á sunnudagsmorg un varð harður árekstur á mótV um Réttarholtsvegar og Bústaða vegar, þegar bíll, sem ók austur Bústaðaveg, lenti á mikilli ferð á miðjum bíl, sem kom suður Réttarholtsveg. Bílarnir skemmd ust mjög mikið, og tveir farþeg- ar, sinn í hvorum bíl, slösuðust eitthvað. Austur-þýzkur flóttamaðurl á leið gegnum göng undirj múrinn í Berlín um síðustu, helgi. Sem kunnugt er tókst 57 mönnum að flýja um göng' þessi áður en austur-þýzkir| landamæraverðir uppgötvuðu, þau að austan. Nokkrir flótta menn voru í göngunum, þegar' fyrstu skotin, riðu af, en engl Ían þeirra sakaði. Þegar þeir. voru komnir upp, var göng-J unum lokað, sem fyrr segir.i Manni bjargað UM klukkan fimm á sunnudags- morgun áttu tveir lögregluþjón- ar leið um Óðinsgötu. Sáu þeir þá reyk leggja út úr húsinu nr. 6. Brutust þeir inn í húsið og inn í herbergi, þar sem með- vitundarlaus maður lá innan um eld og mikinn reyk. Báru þeir manninn út og komu honum upp á Slysavarðstofu, þar sem hann rankaði við sér. SlökkvIIiðið kom á vettvang og slckkti, en eldur var í rúmfötum og í gólfteppi. Norðurflug - jómfrúferð nýju vélarinnar Akureyri, 12. okt. TRYGGVI Helgason fór í dag í fyrstu flugferðina í hinni nýju flugvél Norðurflugs, TF—JMD. Sótti hann sjúkling til Vopna- fjarðar og flutti hingað til Akur- eyrar. Auk þess tók hann tvo faþega á Egilsstöðum í baka- leið. Gekk ferðin í alla staði prýði lega. — Sv. P. Afhendir trún- ^ aðarbréf [INN 8. þ.m. afhenti Thor Thors, mbassador í Brazilíu, herra for- eta Brazilíu Humberto de Alen- ar Castrello Branco, trúnaðar- ►réf sitt sem ambassador, en ann hefur verið sendiherra minister) þar í landi síðan 1952 aeð búsetu í Washington. Athöfnin fór fram í forseta- öllinni að viðstöddum utanríkis áðherra Brazilíu, herra Vasco ,eitao da Cunha. (Frá utanríkisráðuneytinu). Síldaraflinn oröinn 2.592.905 mál og tu. Rússar hindra veiðar íslendinga G Ó Ð síldveiði var sl. viku og hagstætt veður mestan hluta vik- unnar. Veiðisvæðið var 60—70 sjómíl- ur ASA frá Dalatanga, en á sömu slóðum hefur verið mikill fjöldi rússneskra skipa, sem stunda síldveiðar í reknet, og hafa þau valdið íslenzkum skipum óþæg- indum við veiðarnar. Milli 60—70 skip stunda enn síldveiðar, en um sama leyti í Frá Akranesi Akranesi, 12. ókt. Vb. Sólfari var einn báta úti héðan í nótt og fékk 500 tunn ur af síld úti í Kolluál. Síldin er afbragðsgóð; ÖT söltuð. Hér er danska skipið ms. Nord land Saga, kom á la. gardag, og losar nú 650 tonn af síldarsalti til söltunarstöðvanna. í gær- kvöldi kl. 10 kom ms Arnarfell með 4.700 tómtunnur undir síld til söltunarstöðvanna. Ms. Blá- fell losar hér olíu. | NA 15 hnútar [ / SV 50 hnútsr fyrra var síldveiðum lokið fyrir Norður- og Austurlandi. Vikuaflinn nam 69.147 máluna og tn. og var heildaraflinn orð- inn sl. laugardag 2.592.905 mál og tn., sem skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: í salt 350.849 upps. tn. í frystingu 39.881 uppm. tn. í bræðslu 2.202.175 mál. Helztu löndunarhafnir eru þessar: Seyðisfjörður Raufarhöfn Neskaupstaður Siglufjörður Vopnafjörður Eskifjörður Reyðjarfjörður Fáskrúðsfjörður Við Vestmannaeyjar veiðum almennt lokið ustu mánaðamót. Um mál og tn. 451.782 424.002 382.001 282.833 232.123 208.026 155.311 137.291 var síld- um síð- 15—20 H Sn/Hama 9 U f'ltj V Skvrir S Þrumur bátar stunduðu þessar veiðar að jafnaði á timahilinu 1. júni til septemberloka og öfluðu 168.913 mál. — (Frá Fiskifél. fslands) HihiM U Lati , NA-áttin var talsvert farin að minnka í gær. Sunnan lands var ljómandi veður, nær heið skírt og allt að 13 st. hiti (Kirkjubæjarkl.). Norðan- lands var þokuloft og 1—4 st. hiti. — Lægðin S af Græn landi komst lítt áfram, og er líklegt, að hún fari fyrir S land. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi til kl. 24.00 á mið- nætti í kvöld: SV-land til Breiðafjarðar, SV-mið og Faxaflóamið: A eða NA kaldi og léttskýjað í nótt en vaxandi A-átt og þykknar upp á morgun, all- hvasst og rigning annað kvöld. Vestfirðir, Breiðafj.mið og Vestfj.mið: Vaxandi A-átt, viða hvasst og rigning annað kvöld. Norðurland, NA-land og miðin: NA kaldi og þoka eða súld í nótt. SA stinningskaldi og bjartara á morgun. Austfirðir, Austfj.mið og austurdjúp: NA stinnings- kaldi og dálítil rigning. Batn andi á morgun. SA-land og miðin: N kaldi og léttskýjað í nótt, SA kaldi og þykknar upp síðdegis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.