Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. nóv. 1964 I skola reynslunnar r * Afmælisviðtal við Asgeir L. Jdnsson Hann snýr baki í gluggann. Þó er nú um hann eitthvert fegursta og frjálsasta útsýni, sem til. er *" um nokkurn skrifstofuglugga í aliri Reykjavík, a. m. k. hef ég hvergi á kontór komið í höfuð- staðnum þar mér finnst skemmti legra að virða fyrir mér lands- lagið út um stofugluggann, því að hér gefur að líta hvorki meira né minna heldur en aðal- djásnið, sem Reykjavík hefur hlotið frá náttúrunnar hendi — Tjörnina. Hér blasir hún við úr suður og suðvesturglugga og er vitanlega óþarfi að lýsa henni nánar eða umhverfi hennar með sínum gömlu stílhreinu bygging- um. En það er alls ekki ætlunin að gera þetta þekka útsýni að um- ræðuefni hér. Þessari grein er ætlað allt annað verkefni. Það er ætlunin að eiga smávegis við- ' tal við manninn sem vinnur á þessari skrifstofu. Eins og fyrr segir, snýr hann baki við glugg-' anum og lætur sig litlu skipta það sem út um hann sér. Hann situr við skrifborð sitt og reikn- ar út skurði í rúmmetrum og lengdarmetrum eða hann stend- ur við teiknipúltið og dregur upp myndir og teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í landiþurrkun eða vatnsveitum víðs vegar um landið. Nú mun ekki vera þörf á að kynna þennan mann lengur eðá meira a. m. k. ekki fyrir bænd- um landsins og öðrum þeim sem láta sig hag og framtíð landbún- aðarins nokkru skipta. Hér er vitanlega átt við Ásgeir L. Jóns- son og engan annan — þennan mann sem um marga áratugi hef ur þrammað um víðáttumiklar mýrar íslands þverar og endi- langar til að mæla þær og kort- leggja, svo að hægt sé að rista fram fen þeirra og dý, þurrka keldur og kíla og breyta blá- svörtum bleytumýrum í græn og grasgefin tún. Hver er svo ástæðan til þess að verið er nú að geta um þenn- an kunna landbúnaðarfrömuð á prenti? Hún er sú, að 2. nóv. sl. fyllti hann sjöunda tuginn. Þá vildu vinir hans geta um þennan merka áfanga í lífi hans. Við því lagði hann blátt bann. Og það vissum við, að ekki tjóaði annað en hlýða því banni. En þrátt fyrir það, var gestkvæmt að Drápuhlíð 24 þennan dag. Á hinu vistlega heimili þeirra Ágústu og Ásgeirs sátu vinir þeirra í glöðum og góðum fagnaði. — Og nú þegar afmælisfagnaðurinn er um garð genginn, og lífið og stárfið er aftur fallið i annir hversdagsleikans, þá gríp ég tækifærið til að fá Ásgeir L. til að svara riokkrum spurningum varðandi starf hans og stöðu, fá hann til að gera nokkra grein fyrir kynnum hans af bænda- stéttinni á hinum mörgu liðnu starfsárum, fá að heyra álit hans í framtíð landbúnaðarins. Hér birtast svo spurningarnar — og svörin. — Hvað er langt síðan þú gekkst í þjónustu Búnaðarfélags íslands? — Það verður víst að miða við 1. ágúst 1928, og fyrsta starf mitt var að mæla og gera uppdrátt af Safamýri og Háfshverfi, vegna ; fyrirhugaðrar áveitu. — Varð það fyrsta starf þitt í þágu landbúnaðarins og bænda stéttarinnar? — Nei. Ég lauk námi vorið 1922 og réðst þá þegar til Flóa- áveitunnar. Þar vann ég til sum- arsins 1928, en þá starfaði ég stuttan tíma hjá Vegagerð ríkis- ins: Mældi fyrir nýjum vegum í Flóa og á Skeiðum, réð vinnu- flokka í ákvæðisvinnu við undir- byggingu þessara vega í Flóan- um og hafði eftirlit með vinn-1 unni. — Eftir þetta tók Vega- gerð ríkisins upp ákvæðisvinnu í undirbyggingu vega um nokk- urt skeið. — Áður hafðir þú búið þig rækilega undir starfið? — Hvað er rækilegt? Mín fag- lega skólaganga var ekki löng: Tveggja vetra búnaðarnám við Hólaskóla þá nokkurt hlé, síðan utanskólanám, aðallega í stærð- fræði óg þýzku, því næstnokkurra mánaða dvöl hjá Heiðafélaginu á Jótlandi, en þaðan lagði ég út á ótroðna braut. Ég réðst til Þýzkalands til náms í svokall- aðri „kulturtekniskri11 vatns- virkjafræði (Kulturteohnischer Wasserbau). Mér er ekki kunn- ugt um, að annar íslendingur hafi stundað það nám til þess tíma. Auk þess las ég jarðfræði. Ég lauk 6 missira námi með burt fararprófi í Suderburg vorið 1922 og réðst þegar eftir heim- komuna til Flóaveitunnar, eins og fyrr segir. Þá „þóttist ég maður á mos- anum“ og ætlaði að gera mikla hluti. Heppni mín var sú, að ég vann tvö fyrstu starfsár mín und ir stjórn eins hins færasta manns, er ég hefi kynnzt, Jóns Þorlákssonar, verkfræðings, síð- ar ráðherra. Ég get, að minnsta kosti óbeint, þakkað honum að ég hljóp ekki gönuskeið í mín- um útlendu fræðum og varð mér til minnkunar. Mér gafst ráðrúm í tæka tíð til að átta mig á því, að margar erlendar fræðikenn- ingar eiga alls ekki við á íslandi. Undirbúningsmenntun er nauð- synleg, og þarf að vera sem ýtar- legust. en enginn verður fullfær í starfi fyrr en eftir nokkurra ára nám í skóla reynslunnar. — f hverju er starf þitt hjá Búnaðarfélagi íslands aðallega fólgið? — Núverandi starf mitt er aðallega fólgið í mælingum fyrir landþurrkun og vatnsleiðslum ásamt teikningum og áætlana- gerð í sambandi við þær. Vatns- leiðsluframkvæmdir bænda hafa verið miklar á síðustu árum og munu verða það áfram um nokk- urt skeið. Skrifstofustjórastörf mín í sambandi við Búnaðarþing taka um það bil 6 vikur á ári. Þar í er frágangur mála fyrir þingið og undirbúningur þingtíðinda til prentunar. — Skurðgröfumar hafa valdið byltingu í framræslunni. Hve- nær komu þær fyrstu til lands- ins? — Já, skurðgröfurnar hafa vissulega valdið byltingu og sú bylting er enn í fullum gangi. Fyrsta skurðgrafan var keypt 1919 til að grafa aðfærsluskurð Skeiðaáveitunnar. Síðan var bún notuð við aðfærsluskurð Flóa- áveitunnai;, en þar með var henn ar verkefni lokið. Árið 1926 var keypt flotgrafa, er gróf stóra skurði í Staðar- og Víkurmýrum í Skagafirði, síðar aðfærsluskurð Safamýraráveitu og að lokum skurði í Arnarbælisforum, en þá voru hennar dagar taldir. Tvær fyrstu gröfurnar til skurðagerðar, með túnrækt að markmiði, komu árið 1942, en síðan fjölgaði þeim ár frá ári. __ Geturðu gefið mér nokkrar tölur um landþurrkunina, fram- ræsluna, t. d. stærð þurrkaðs lands, lengd og rúmmál skurða? — Um stærð hins þurrkaða lands er ekki vitað. Þeir, sem mælt hafa fyrir skurðum, hafa naumast haft undan gröfunum, þess vegna hefur ekki verið tími til að mæla landstærðirnar. — Lengd vélgrafinna skurða mun vera hátt á 13. þúsund km og rými þeirra rúml. 52 milljónir rúmmetra. — Hvað er búið að rækta mikið af þessu þurrkaða landi? — Við úttekt (mælingu) ný- ræktar hefur ekki verið greint á milli ræktunar á þurrlendi og á þurrkuðu landi. Stærð túna er nú talin um 90 þús. hektarar en var nálægt 36 þús. ha. um það leyti, sem vélgröftur skurða hófst vegna túnræktar. En þessar töl- ur svara ekki spurningu þinni. — Hefur landþurrkunin mikið gildi, þótt landið sé ekki ræktað? — Blautar mýrar eru lítils virði í því ástandi sem þær eru. Sauðfénaður lítur naumast við þeim nema á vorin, þegar nálin er að koma upp og síðan sem vetrarbeit, ef hún kemur til greina. Sem kúabeit eru þær ó- nothæfar; aðeins hross gera þeim nokkur skil. En fáum árum eftir þurrkun, þótt ekkert annað sé að þeim gert, breytast þær í eftirsótt beitiland og jafnvel í gott slægiuland. — Það hefur verið tnlað um auð mýranna. í hverju er hann fólginn? — Mýrar byggjast fyrst og fremst upp af rotnuðum jurta- leifum og eru því forðabúr af „niðursoðnum“ næringarefnum. íslenzkar mýrar einkennast eink um af mikilli ösku, sem er að rekja til eldgosa og fokefna. Þeir, sem líta í kring um sig í náttúrunnar ríki, sjá víðs veg- ar, þar sem niðurgrafnir vatns- vegir eða gil hafa skorið í sund- ur, svo að næsta umhverfi hefúr gertþornað, hvernig mýrargróður inn hefur vikið fyrir valllendis- gróðri, sem er svo gróskumikill, að hann liggur í legu, og þannig hefur það verið á sömu blettun- um í marga áratugi ef ekki um aldaraðir. í þessu sambandi er viðeigandi að benda á landþurrkunartil- raun, sem Klemenz á Sámsstöð- um gerði á árunum 1935 til ’44. Flatlend mýri með lélegum mýr- argróðri var þurrkuð og ekkert annað við hana gert. Ekkert á- burðarkorn borið á hana. Árið 1935 gaf mýrin af sér 5,6 hey- hesta af hektara, 1938 24 hesta og 1944 39,2 hesta. Af svona landi óábornu fæst ágætt hey, sem hestar og kíndur eta með beztu lyst en kýr ekki. Séu aftur á móti næg steinefni borin á, fá kýrnar matarlystina. Hér verður þó að taka fram, að mýrar eru mjög misjafnar að frjósemi. — Viltu gera nokkurn saman- burð á ræktun sanda og mýra? — Það er of yfirgripsmikið til að því verði gerð viðunandi skil í stuttu máli. Sandar eru mjög misjafnir til ræktunar, ekki síð- ur en mýrar. Ef gera á lauslegan samanburð, þá verður hann al- mennt þessi: Ræktun mýra er lík lega rúmlega þrefalt dýrari en ræktun þurra sanda. Það er fljót- legra og vandaminna að koma söndunum í rækt, þeir eru ör- uggir með að gefa á fyrsta ári kúgæfa töðu en þeim getur verið hætt við uppskerubresti í miklum þurrkum. Vel þurrkaðar og vel ræktaðar mýrar gefa meiri upp- skeru með minni áburði en sand- ar. Hagfræðilegur samanburður.í þessu sambandi á sums staðar rétt á sér en annars staðar ekki, þess vegna skal hér staðar numið. — Þú hefur starfað meira og minna í öllum landsfjórðungun- um. Finnst þér munur á bænd- um eftir landshlutum — sveit- um? — í alla fjórðungana hef ég komið en ég er ýmist ókunnugur eða lítið kunnugur í mörgum sveitum, einkum á Vesturlandi og Norð-Austurlandinu. Ekki neita ég því, að ég þykist finna nokkurn mun á bændum bæði eftir landsfjórðungum og sveit- um, en munurinn á milli sveita sama héraðs virðist mér minni nú en t.d. fyrir 30—40 árum. — f hverju er sá munur aðal- lega fólginn? — Ef ég grunaði þig um græzku, mundi ég segja, að nú værir þú að lokka mig út á hála braut. Ég mun hafa orð fyrir að vera ómyrkur í máli, en nú mun þó varlegast að gæta sín. Gamlir málshættir segja: „Hver dregur dám af sínum sessunaut11 og „Fjórðungi bregður til fósturs“. í þessu sambandi er fóstrið ekki einungis fósturforeldrarnir, held- ur og annað fólk, sem umgengizt er, ennfremur náttúran s. s. lands lagið og veðurfarið. Það mun vera heimslögmál að skapgerðar- munur sé á hálendingum (fjalla- búum) og láglendingum, og að þeim fyrrnefndu hætti til (eða hafi fyrrum hætt til) að líta nið- ur á þá síðarnefndu. Til dæmis hefur mér verið sagt, að svo hafi verið bæði á Fljótsdalshéraði og á Suðurlandi, svo að tvö hérlend dæmi séu nefnd. En nú á dögum munu lágsveitarmenn ekki standa hinum að baki. Ef til vill eimir enn eitthvað af skapgerð- armun, en hann jafnast smám saman út af sívaxandi mann- flutningum og kynblöndun. Ekki vil ég hætta mér út í mannjöfnuð milli landshluta — ég kynni að tala af mér. — Hefurðu nokkurn tíman — í huganum — gert samanburð á ís- lenzkum bændum og erlendum? — Já — oft — og það hafa fleiri gert. Danskur búvísinda- maður, sem hér var á ferð fyrir löngu síðan, var spurður að því, hvaða munur væri á dönskum bændum og íslenzkum. Hann svaraði á þá leið, að danskir bændur vissu fátt nema hvernig þeir ættu að erja jörðina, en ís- lenzkir bændur vissu flest nema hvernig þær ættu að erja jörð- ina. Þessi ummæli munu ekki hafa verið út í hött á þeim tíma. Nú er öldin önnur, en þó mun þessi mismunur ekki hafa jafnazt út og gerir ef til vill seint eða aldrei. íslenzkir bændur hafa frá fyrstu tíð hugsað um fleira en búskap- inn, enda er því að þakka, að við urðum þekkt bókmenntaþjóð. Hvaða önnur þjóð getur státað af andansmönnum í bændastétt á borð við Stjörnu-Odda, Snorra, Jón Bjarnason í Þórormstungu, Stephan G., Guðmund frá Nesi og Vilhjálm á Narfaeyri, svo að- eins örfá nöfn séu nefnd? Ég kann ekki að dæma um, hvort íslendingar eru jafnvitrari en aðrar þjóðir. Ýmsir halda þvi fram. Og vel má vera, að land- námsmenn hafi verið af betri enda sinnar samtíðar, en svo mikið er víst, að okkar harðbýla fósturland hefur gefið börnum sínum tækifæri til að þroska hin- ar meðfæddu gáfur (Intelligenz) og alls ekki veitt næði til að svæfa þær með sællífi í hugs- analausu svefnmóki. Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Er ekki þessi vísa Stephans G. lykillinn að hinu fjölþætta mann- viti íslenzkrar bændastéttar? Er það ekki sígilt náttúrulög- mál, að sérhvert upphaf á einnig sinn ændi? Lífverur fæðast, þroskast, hrörna og líða að lok- um út af, og að síðustu þurrkast tegundir út af yfirborði jarðar. Mannverunni er einnig spáð þess um endalokum, og að þá taki skor dýrin ef til vill við yfirráðum jarðar. En er á meðan er, og í því sambandi óska ég þess, að ís- lenzkir bændur megi sem lengst halda velli sem hugsandi vits- munaverur. Þess vegna hugsa ég til þess með hryllingi, ef til þess kæmi, að landbúnaðurinn yrði gerður að eins konar verksmiðju- samstæðu, þar sem hver „bóndi“ ynni sama handtakið frá morgni til kvölds alla sína „búskapartíð“. Ég sé fyrir mér slappa mann- veru með sljóu svefnþrungnu augnaráði reika heim til sín af vinnustaðnum; þegar heim er komið lyppast hún niður í sætið, tekur ekki bók í hönd en starir gleðivana augum fram fyrir sig. Vitsmunaneistinn er svæfður, hefur misst flugtakið. Þessa mynd, sem að vísu er lánuð úr erlendu verksmiðjuhverfi, verð- ur mér á að bera saman við hið glaðlega, gáfulega yfirbragð nú- tíma bænda á íslandi. — Það eru komnar þrettán spurningar. Ekki dugar það. Mig Iangar líka til að bæta a.m.k. einni við. Finnst þér vera heppi- legt form á stjórn búnaðarmála að því er varðar opinber afskipti eða íhlutun um búnaðarmál? — Að mínu áliti er formið ekkl aðalatriðið. Ég mundi aðeins æskja smávægilegra breytinga, en sem ef til vill gætu þó reynzt viðkvæmar. En aðalatriðið er, að nauðsynjamálin nái fram að ganga og þá í réttri röð, en til þess að svo megi verða þurfa broddarnir á hverjum tíma að vera starfi sínu vaxnir og kunna að velja sér ráðgjafa. — Viltu segja mér eitthvað um álit þitt á framtíð landbúnaðar- ins? — Ég hef bjargfasta trú á góðri framtíð landbúnaðarins. Jafn frjósamur mýrarjarðveg- ur og hér á íslandi mun óvíða finnanlegur. Hinn nóttlausi, bjarti sumartími bætir mikið upp lágt og óreglulegt hitastig, enda hefur það sýnt sig, að grasupp- skera af vel hirtum túnum gefur lítið eftir uppskeru í nágranna- löndunum. Við fáum einnig ótrú- lega mikla uppskeru af korni og garðávöxtum, og þó eigum við mikið eftir að læra við þá fram- leiðslu. Véltæknin við landbún- aðinn, sem sums staðar er- ef til vill ýmist of eða van, hefur breytt ýmsum erfiðustu verkun- um (sem áður þóttu) í unglinga- gaman. Þeir bændur, sem þegar hafa komið sér vel fyrir með ræktun, búpening og húsakost, hafa á- gæta afkomu, og sanna þar með, að það er hægt að lifa góðu lífi í sveit á íslandi. En því miður hefur fjöldi bænda misst af strætisvagninum — eins og nú er tízka að orða það — og berjast því í bökkum. Það eru misjafnir menn í bændastétt eins og í öðr- um stéttum þjóðfélagsins. Síðan á stríðsárum hefur fólksflóttinn úr sveitunum verið eitt helzta á- hyggjuefni þeirra, sern eftir hafa setið og raunar fleirum. Og víst er sárt að sjá góðar bújarðir — stundum vel hýstar — fara í eyði. Framleiðslan gengur þó ekki saman heldur þvert á móti þróast með hverju nýju ári, en þrátt fyrir það veldur auðn sveita, sveitahluta og einstakra Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.