Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 27. nóv. 1964 Innilegar þakkir færi ég börnum, tengdabörnum og barnabörnum, frændum og vinum fjær og nær sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 16. nóv. sl. með nærveru sinni, gjöfum, blómum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Arnór Gnðni Kristinsson, Mosgerði 1. Hjartanlega þakka ég öllum vinum og velunnurum fjær og nær er minntust mín á sjötugsafmæli mínu 19. nóvember sl. með gjöfum og skeytum, hiýjum hand- tökum eða á annan hátt. Sömuleiðis þakka ég sam- vinnuna og samverustundir á liðnum árum og óska ykkur gæfu og blessunar. Benedikt Baldvinsson, Efri-Dálksstöðum. Lokað í dag frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar. Guðrúnarbúð Klapparstíg 27. ,t Faðir minn ÓLAFUR INGIMAR ARNÓRSSON lézt að Hrafnistu 26.nóvember 1964. Þorbjörn Ólafsson. Eiginmaður minn SIGURÐUR GUÐMUNDSSON múrari, Skúlagötu 78, sem andaðist 24. nóv. sl. verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 2. des. kl. 1,30. Fyrir hönd barna og tengdabarna. Jóhanna Björnsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma ÁSTBJÖRG BÆRINGSDÓTTIR Rauðalæk 47, andaðist á Hvítabandinu 26. þessa mánaðar. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Bjarni Halldórsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristján Ómar Kristjánsson, Harpa Halldórsdóttir, Halldór Sigfússon, og barnabörn. Systir okkar ÁRNÍNA GUÐLAUGSDÓTTIR Frakkastig 5, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 28. þ.m. kl. 10.30 f.h. Guðrún Guðlaugsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Jóhann Á. Guðlaugsson, Þorbergur Guðlaugsson. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför STEFÁNS FILIPPUSSONAR " frá Kálfafellskoti. Ingibjörg Stefánsdóttir vegna vandamanna. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar og ömmu SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Sigríður Jónsdóttir, Kristinn Sigurðsson. Hjartanlega þökkum við öllum þeim sem auðsýndu okkur vinsemd og hluttekningu við hið sviplega frá- fall hins elskulega unnustua, föður, sonar okkar og bróður SÆVARS SIGURJÓNSSONAR Ósk Elín Jóhannesdóttir, Sigurlaug R. Svavarsdóttir, Sigurjón lllugason, Gíslaug Elíasdóttir, Gunnar Sigurjónsson. Símonía Sigurðar- dóttir frá Skarði í DAG verður til moldar borin Símonía Sigurðardóttir, frá Skarði á Snæfjallaströnd. Hún var fædd á Skarði, hinn 18. marz 1888, en andaðist 22. þ.m., og var því tæpum fjórum mánuðum fátt í 77 aldursár, er hún lézt. Foreidrar Simoniu voru hjón- in, Erlendína Símonardóttir og Sigurður Matthíasson, búendur á Skarði, en oft var þar fjölbýlt á þeim árum. Þegar Símonía var tveggja ára gömul, dó faðir hennar úr iungnabólgu. Fluttist þá Erlendína með dætur sínar tvær, Matthildi o£ Símoníu, út að Snæfjöllum. Á Snæfjöllum var þá allmikil verstaða, og einnig nokkuð föst byggð þeirra manna, er aðallega: stunduðu sjó og reistu lifsaf-komu sína að mestu á fiskiveiðum. Hjá einum þessara manna, Samúel að nafni, gerðist Erlendína ráðs- kona eftir andlát Sigurðar manns sins. Á Snæfjöllum ólst svo Símonia upp, til 15 ára ald- urs, en fór þá sem vinnukona að Unaðsdal, til merkishjónanna, Sigurborgar Jónsdóttur og Kol- beins hreppstjóra, Jakobssonar. Árið 1919 giftist Símonía Jak- obi, syni þeirra Unaðsdalshjóna. Dvöldu svo ungu hjónin næstu þrjú ár í Unaðsdal, en hófu síðan búskap vorið 1922 á Skarði. Þar bjuggu þau í 17 ár, til vordaga 1939, er þau brugðu búi og fluttu til ísafjarðar. Þeim hjónum, Símoníu og Jakobi, varð átta barna auðið, sex dætra og tveggja sona. Eru sjö þeirra á lífi, en eina dóttur misstu þau í bernsku. Veturna 1934-36 var óg far- kennari á Snæfjallastxönd, og kenndi á nokkrum bæjum, þar á meðal á Skarði. Þá voru fjögur börn þeirra Skarðshjóna enn á skólaskyldualdri, og einnig voru þar börn af öðrum bæjum, svo sem venja er, þegar um far- kennslu er að ræða. Það var því dálítið þröngt í gamla torfbæn- um á Skarði. En þrengslanna varð ég ekki mikið var, því að alit var gert til þess, að mér og börnunum liði sem bezt. Ég minnist þess ávalít, að ég var iátinn sofa í afþiljuðu stafgólfi í öðrum enda baðstofunnar, en lítið borð var við rúm mitt og steinoiíulampi, sem ég las við eftir að ég var' háttaður. En það brást aldrei þann tíma, sem ég dvaldi þar, að á hverju kvöldi kom húsmóðirin, með könnu fuiia af nýmjóik, setti hana á borðið við rúmið og sagði, að ág skyldi drekka þetta áður en ég færi að sofa, enda ias ég oft nokkuð frameftir. Slik var um- hyggja hennar fyrir mér, vanda- lausum manni, og má þá nærri geta, að ekki héfur hún verið síðri fyrir veiferð hennar nán- ustu. Enda var það svo. Oft mun hafa reynt mikið á þrek Símoníu og duignað, því að hún var kona ósérhiífin og dugn- aðarforkur hinn mesti, að hverju sem hún gekk. Kom það e.t.v. aldrei jafn glöggt í ljós, sem ; búskaparárum þeirra hjóna á Skarði. Einyrkjabú&kapur hefur aldrei þótt heiglum hentur, c sízt á þeim tímum, er enigar vélar léttu mönnum störfin. Þótt mikið sé komið undir dugnaði o, forsjáini bóndans, við siíkar kringumstæður, er þó alkunn- ugt, að eigi á húsfreyjan minni hlut að heill og hamingju fjöl- skyldunnar við erfið skilyrði, og þar sem lítið er um veraldarauð. Skarð er fremur lítil jörð og möiguleikar til ræktunar litlir, eða engir, svo að nokkru nemi. Jakob stundaði því sjóróðra bæði haust og vor, en auk þess var hann sjómaður á togurum í fleiri vetur samfleytt. Þótt stundum væri þá tekinn vetrar- maður, til þess að annast gegn- ingar, var það þó oft langtímum saman, sem umsýsla og gæzla bús og barna hvíldi á húsfrey- unni einni. Mann sinn, Jakob missti Símonía á s.l. sumri, og hafði hann þá átt við alllang- vinnt heilsuleysi að striða. Nú hin allra síðustu ár, dvöldu þau, Símonía og Jakob, hjá dóttur sinni Sigurborgu og manni henn- ar Halldóri Gíslasyni, í Kópa- vogi. Þau voru þá bæði orðin farin að heilsu, eins og títt er á þeim aldri hjá fólki, sem laniga ævi hefur unnið hörðum hönd- um. Símonía hafði þó lengstum ferlivist og var allhress allt til SKRIFSTOFUSTARF Ftilk vant skrifstofustörfum Viljum ráða strax til starfa í Véladeild S.Í.S. í hinu nýja húsnæði í Ármúla 3. 1 mann til starfa í verðlagningadeild 2 vanar vélritunarstúlkur. Nánari upplýsingar gefur Starfsmanna- hald S.Í.S., Sambandshúsinu. STAR F S MAN NAHALD FASTEIGNA-OG VERÐBRÉFASALA Til sölu Höfum verið beðnir að selja eitt skemmtilegasta og sér- stæðasta einbýlishúsið í Kópavogi. Húsið stendur á mjög fallegum stað og selst fokhelt. í húsinu eru tvær stórar stofur, 4 svefnherbergi, tvö vinnuherbergi (húsbónda- og húsfreyju), skáli, eldhús, baðherbergi, gesta W.C., þvottahús og geymslur ásamt kaldri matvælageymslu og uppsteyptum bílskúr. Allt á einni hæð. Olafur Þorgrímsson nn. Áuslurslræti 14, 3 hæð - Sími 21785 hins síðasta, er hún andaðist I svefni aðfaranótt s.l. sunnudags. Kynna minna við Símoniu sáL minnist ég með þökk í huga, og votta börnum hennar og öðrum eftirlifandi vandamönnum inni- lega samúð mína. Jóhann Hjaltason. HIN 22. þ.m. andaðist á heimili sínu í Kópavoigi ekkjan Símonía Sigurðardóttir frá Skarði á Snæ- fjallaströnd. Símonía var fædd 18. mar* 1888 á Skarði. Voru foreldrar hennar Erlendína Simonardóttir og Sigurður Matthíasson. Hún giftist 9./12. 1919 Jakccbl Kolbeinssyni í Unaðsdal og voru þau þar til 1922, að þau fluttu að Skarði. Bjuggu þau þar, þar til 1939 að þau fóru- vestur í Álftafjörð. Svo fluttu þau til Reykjavíkur 1955. Þau eignuð- ust 6 dætur og tvo syni, en misstu eina dótturina nýfædda. Hin 7 er öll iifandi og eru hin mannvænlegustu. Þegar þau hjón sáu að á þess- ari iitlu jörð gátu þau ekki framfleytt sinn stóru fjölskyldu, fór Jakob á togara til Jóna Bjöms skipstjóra frænda síns. Þeir voru systkinasynir. Jakob var með allra duglegustu mönn- um bæði á sjó og landi. Sagði Jón Björn við mig eitt sinn að duglegri mann en Jakob hefði hann ekki haft. Svo var fleira fram að færa á Skarði en börnin. Þar voru um mangra ára skeið 4 gamal- menni. Þegar þau hjón fóru úr Unaðsdal, tóku þau með sér föðurbróður Jakobs mállausan vesaling og móðursystur hans Guðríði, gamla konu, svo flutti móðir hennar líka til þeirra og blindur gamall maður, Sigurður Þorláksson. Allt þetta fólk fékk að vera hjá þeim til dánar- dægurs. Það má því nærri geta hvílíkt þrekvirki sú kona vann sem annaðist þetta allt. Aúðvitað með aðstoð barna sinna, sem gerðu allt sem þau gátu til hjálpar. Ég man vel hvað mér fannst allt vel um gengið á þessum litla bæ (sem var fullur af börnum og gamalmennum) er ég fór þangað til að meta þar öll hús fyrir Brunabótaféiaig íslands 1934. Mann sinn missti Símonía 19. júlí síðastliðinn og bar hún þann mikia missi sem hetja. Sem dæmi um hjálpsemi þeirra hjóna, vil ég geta þess að sum- árið 1948 var ég á ferð norður í Ðynjandisdal. Datt þá hestur- inn sem ég var á með mig og féll ég af honum og kom niður á hægri öxiina. Gat é|g ekki tekið höndina frá síðunni í lengri tima. Þá var Jakob fluttur i Áiftafjörð, en þegar hann frétti það kom hann til okkar og vann um tíma að heyskap fyrir okk- ur og vantaði þó ekki vinnuna í Álftafirði. Auðvitað með sam- þykki konu sinnar. Nú kveð ég þig kæra ferm- ingarsystir, með innilegri þökk. og óskum við systkin börnum þínum allrar gæfu og bless- unar. Reykjavík 26../11. 1964 ! Ágúst Guðmundsson frá Æðey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.