Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 19
Föstudagur 27. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 UM BÆKUR f * 0, að ég kynni nð yrkjn brng í - LISTAMANNALJÓÐ. Magnús Á. Árnason safnaði ljóðunum og sá um útgáfuna. Helgafell 1964. ' ÍSLENZKIR myndlistarmenn eru ekki frábrugðnir öðrum íbú- um landsins að því leyti að löng- unin til að heita skáld er rík í þeim. Listamannaljóð sanna þetta. Þau minna mig dálítið á safn átthagaljóða, qg þegar um þau er fjallað verður að hafa í huga að hér er um föndur að ræða, oftast nær jákvæða tóm- stundaiðju, eins og hjá alþýðu- skáldunum. „ó (að) ég kynni að yrkja brag“, kveður Sölvi Helga- son, og tjáir þar óskir margra ónefndra manna sem fást við Ijóðagerð. Enginn íslenzkur myndlistar- maður hefur stundað ritmennsku ef jafn miklu kappi og Jóhannes Sveinsson Kjarval. Margar þækur hefur hann sett saman um dagana, en þær eru sjaldgæfir gripir. Hann er of lítillátur til að kæra sig um að verða frægur af skáldskap. En hvernig væri að kunnáttumaður tæki saman úr^ val úr verkum hans í því'skyni að kynna skáldið Jóhannes Svéinsson Kjarval fyrir alþýðu manna? í þessari bók á Kjarval tvö Ijóð sem litla hulgmynd gefa um hann sem skáld. En hér eru línur sem bera honum fagurt vitni: Á alvíddar barmi hyldjúpsins hjarta er hugurinn bundinn í augans myndum. Fjallhringsins tvöfalda tal togar skynsemd að upphafs lindum. Því miður er erfitt að finna í Listamannaljóðum álíka persónu- leika, enda ekki við því að bú- est. Ég finn mig ekki kallaðan til að lýsa því fyrir þjóðinni hversu einstakur Jóhannes Sveinsson Kjarval er. Allir vita að hann er stolt íslenzkrar mynd- listar í dag, og hann er líka skáld ef að er gáð. Sæmundur Hólm rímar Skemmtiletga I kvæðinu „Elska flestir ágirnd“, og af verkum nokkurra myndlistarmannanna *ná ráða, að þeir hefðu getað ©rðið þokkaleg skáld ef þeir ihefðu valið sama kostinn og alvöruskáldin: vanda sig eftir megni, og ekki gleyma að mála i tómstundum sínum. En bíðum við. Þegar að þeim myndlistarmönnum kemur sem fæddir eru á tuttugustu öld fer að gæta viðleitni til skáldskapar, ©g það er ljóst að þessir höf- undar hafa gert sér far um að lcynna sér alvöruskáldin. Ég á við þau Nínu Tryiggvadóttur. Hörð Ágústsson og Sigríði Björnsdóttur. Svo einkennilega vill til að bæði Hörður og Nína eiga hér lagleg ljóð um Hafnarfjörð. Ljóð Nínu nefnist „Dagsverk", og er þannig: Ég hef verið í Hafnarfirði á sumardegi, hraunið ilmaði af þurrum fiski. Ég sá húsin spegla sjg í silkibláum sjónum, menn og konur með krosslagða fætur l strætisvagni — — er þetta allt? Ég tók niður liti — rautt, gult og blátt og kallaði það dagsverk. Hörður Ágústsson kallar ljóð ■itt „Sól á Hafnarfirði“; Jóhannes Kjarval Hið stöðuga vindgnauð daganna hefir vikið um stund fyrir kliði bæjarins, eins og gára á vatni víkur fyrir spegli þess. Eins og spegillinn gefur þá mynd af himni og skýjum þannig birtir hljóður bæjarkliðurinn sem líður upp af þökum húsanna eins og bæn, það líf, sem hér hrærist: Fimm þúsund menn. í ljóðum þeirra Nínu og Harð- ar er listræn viðleitni. Nína er fáorðari og varkárri, en Hörður siglir djarfara, og er þess vegna hætt kominn sumstaðar. Hann á samtals sex ljóð í bókinni, og þó að viðvaningsbraigurinn leyni sér ekki ems og að líkum lætur, mætti ætla að hér sé um upphaf á rithöfundarferli að ræða. Sigríður Björnsdóttir, hefur gefið út bók með ljóðum og teikningum. Það ljóö sem hér er birt er nýtt, og eykur ekki álit mitt á henni sem skáldkonu. Sigríður kann að draiga upp snöggar myndir sem hvorki líkjast spurningum né svörum, eru raunverulega ekki neitt, en engu að síður lifandi. Sigríður er of margorð í þessu ljóði, qg það fer henni ekki vel. Fvrsta erindið er bezt. ég var hjá þér haust og geymdi gleði mína er ég horfði á sofandi andlit þitt við hvítan vegginn Auk þeirra málara sem é|g hef nefnt eru í Listamannaljóðum kvæði eftir Sigurð Guðmundsson, Ríkharð Jónsson, Gunnfríði Jóns- dóttur, Finn Jónsson, Magnús Á. Árnason, Guðmund Einarsson frá Miðdal, Freymóð Jóhanns- son, Eggert Laxdal, Ólaf Túbals og Ásgeir Bjarnþórsson. Aftast í bókinni eru sjálfsmyndir höf- undanna. Ég sé eniga ástæðu til að amast við því sem stendur á þessari bók. Margir munu hafa af henni yndi, og líklega mun það skemmta listamönnunum sjálf- um að sjá eftir sig ljóð á prenti. Magnús Á. Árnason hefur verið duglegur að safna þessu saman, hvort gera hefði mátt betri bók með listamannaljóðum er mér ekki kunnugt. En það má telja vist að fleiri myndlistarmenn hafi dundað við skáldskap á ís landi en þessir. Ef til vill þora sumir þeirra ekki að sýna kvæði sín, qg að þessu leyti eiga þeir í sama stríði og skáldin. Þau eru að drepast úr hræðslu við að einhverjir sjái til þeirra meðan þau glíma við málaralistina, að ég tali nú ekki um að það sem þau klessa á strigann Verði bölvuðum alvörumálurunum að hlátursefni. Jóhann Hjálmarsson Olíuleit í Græn landi Kaupmannahöfn 25. nóv. NTB Efnahagsmálanefnd danska þingsins samþykkti í dag að leyfa olíuleit á tveimur stöðum í Grænlandi. Það er einkafyrir- tæki, sem hyggst leita olíunnar, en ef hún finnst, á síðar að semja um nýtingu olíunnar. 46 hafa nú látizt Róm, 25. nóv. — NTB. TALA þeirra, sem létust er sprenging varð í Boeing 707 flug vélinni frá TWA, er nú komin upp í 46 manns. Bók ísleitdings um upp- reisnarmenn í Kúrdistan MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt bók Með uppreisnarmönnum í Kurdistan eftir Erlend Haralds- son. Skuggsjá gefur bókina út. Sagt er á kápu að höfundi Ihafi verfð smyglað inn í land Kúrda og ti'l uppreisnarmanna þar. Fór hann huldu höfði um nætur, en svaf á daginn. í bók- inni er sagt frá landinu, sem höfundur ferðaðist um, uppreisn armönnurh og aðbúnaði þeirra, en inn í frásögnina er fléttuð saga kúrdísku þjóðarinnar, sem er allbrösótt með köflum. Óhikað má fullyrða, að nýstár legt sé áð ungur íslendingur skuli hafa komizt til bækistöðva Kúrda í frak, enda vart hægt að segja, að þær slóðir séu bein- línis í þjóðbraut. Erlendur Haraldsson Fé veitt til ílugvallar fram- kvæmda í Færeyjum r Agúst Ebenezers- son togaraskip- stjórí látinn ÞANN 12. þ.m. lézt í sjúkrahúsi í London eftir stutta legu Ágúst Ebenezersson, togaraskipstjóri, 65 _ ára að aldri. Ágúst var Vestfirðingur að ætt, fæddur í Þernuvík við ísafjarðar djúp 21. ágúst 1899. Ágúst stund- aði sjómennsku alla ævi, fluttist til Grimsby árið 1981 og var þar togaraskipstjóri yfir 30 ár, m.a. öllstríðsárin. Ágúst var hið mesta glæsi- menni, harðduglegur og mikill aflamaður. Hann var léttur í skapi, vinsæll og vel látinn af öllum, sem af honum höfðu ein- hver kynni. Kona Ágústs, frú Guðný Valde marsdóttir frá Bíldudal lifir mann sinn ásamt þremur sonum þeirra hjóna, sem búsettir eru í Grimsby. „Ekki orð heldur athafniry/ f TILEFNI hins árlega ung- templaradags koma samtök þeirra á framfæri eftirfarandi ávarpi undir kjörorðinu: „Ekki orð heldur athafnir“. í sambandi við þennan árlega dag ungtempl- ara um heim allan, mun formað- ur íslenzkra ungtemplara, séra Árelíus Níelsson, flytja erindi í útvarpið föstudagskvöldið 27. nóvember og nefnist það: Vanda- mál æskulýðsins. Ávarp í tilefni af ungtemplaradeginum 1964 Hin geysilega þróun, sem orð- ið hefur hinn síðasta áratug — sérstaklega á sviði tækni og efna- hags — hefur fært einstaklinga og þjóðir nær hvert öðru og gert heiminn að einni heild. Auglýsingatæknin hefur skap- að menningarlegt samfélag. Atom vopnin flutt öllum sameiginleg örlög. Þetta allt og margt annað hefur það í för með sér, að við verð- um óhjákvæmilega þátttakendur í þeim vandamálum, sem varða heiminn sem eina heild. Kynþáttavandamálið, flótta- mannavandamálið, framfærslu- vandamál, framleiðsluvandamál, menningarvandamál, félagsleg vandamál, ekki sízt áfengisbölið — allt hefur sérstaka þýðingu fyrir þróun hinna einstöku landa og hag eða heill hvers einstakl- ings, hvar sem er í veröldinni. Því meira sem gert er til að leysa þessi vandamál í samein- ingu og með velferð alls mann- kyns að takmarki, þeim mun meira verður öryggið og hag- sældin fyrir hvern einstakling. Það erum við mennirnir, sem skapað höfum vandamálin. Því verðum við að leysa þau. Sá arfur, sem við unga fólkið hljót- um, krefst þátttöku og fram- kvæmda. Krafan er sú, að við sýnum vilja og hæfni til starfa, að við notum tímann til starfs til mót- unar þeirri framtíð, sem við fá- um okkar eftirkomendum í hend ur. Á ungtemplaradaginn viljum við senda orð Bertrands Russels út til mannkynsins: „Það hefur aldrei verið neitt tímabil í veraldarsögunni frem- ur en nú, þar sem skírskotun til hugsunar og samvizku einstakl ingsins væri nauðsynlegri Allar mannlegar verur — yfirleitt hver einasta manneskja geta átt sinn hlut að því að bæta heiminn.“ Út frá þessu sjónarmiði ósk- um við þess, að sú aðstaða, sem mótar alla viðleitni til umbóta í veröldinni, megi lúta kjörorðinu: EKKI ORÐ, HELDUR ATHAFNIR. Þórshöfn, 25. nóv. FJÁRMÁLANEFND danska þingsins veitti í dag 1,6 millj. danskra króna "til flugvallargerð ar á Vogey. Umrædd flugvallar gerð felst i því, að því er flug- málastjórnin danska segir, að flugbrautin, sem nú er 980 metr'. löng, verður lengd í 1100 metr. Að auki verði ýmsar tálmanir við sjálfa brautina, holur og annað slíkt, fjarlægðar. Þá er ráðgert að gera „rampa“ við flugvöllinn, koma upp ýms- um miðunartækjum m.a. radíó- vita. Hins vegar er ekki ráð fyr- ir því gert, að tæki til „blindra lendinga“ verði á staðnum. Þá verður aukið við slökkvi- og öryggistæki, og flugvallarbygg- ingin stækkuð. — Arge. 35. sýning IVf jallhvítar Barnaleikritið Mjallhvít verður sýnt í 35. sinni n.k. sunnudag í Þjóðleikhúsinu. Aðsókn hef- ur verið mjög góð að þessum barnaleik og hefur verið upp- selt á flestar sýningar leiksins. Leikurinn verður á næstunni sýndur kl. 3 á sunnudaginn. — Myndin er af Helgu Valtýs- dóttur í hlutverki vondu drottningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.