Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 24
24 MORCU N BLAÐIÐ Fóstudagur 27. nóv. 1964 -------------------^ JENNIFER AMES: Hættuleg forvitní <___________________J Tom Manning leit á hana án þess að depla augunum. — Ég held að það væri mjöig óhyggi- legt af yður, sagði hann. — Þér komist aldrei að sannleikanum í málinu hvort eð er, en gætuð haft ýmiskonar óþægindi af þvi að grennslast um málið. Það er mjög sennilegt að Japanir hafi náð eignarhaldi á fyrirtækinu, og þá „veit enginn hvað á eftir skeði“. Líklaga hefur firmað verið lagt niður og verið orðið einskis virði, svo að þér mund- uð ekki hafa neitt upp úr þessu vafstri nema fyrirhöfnina og vonbrigðin. Þér eruð draumóra- mær, unga vinkona, hélt hann áfram og varð nú mýkri í rómn- um. — Og þér getið ekki gert yður hugmynd um, hverskonar vandræði þér igætuð ganað út í. Hér eystra er allt fágað og fall- egt á yfirborðinu, en undir niðri ýmiskonar spilling og glæpastarfsemi. Það er auðvelt að hrúga saman peningum og reisa stórhýsi. En jafnframt er auðvelt að eignast óvini, sem svífast einskis. Hlustið þér á reynds manns ráð meðan tími er tiL Nú kom Brett niður aftur og þá var farið að tala um eitthvað annað. En Gail átti erfitt með að hugsa meðan þau voru að borða. Hafði Tom Manning verið að aðvara hana — af ásettu ráði? Stundum hafði hann talað á þá leið, að henni fannst hann vera að ógna henni. Wong hafði gefið það í skyn, að Tom Manning gæti sajgt henni um afdrif föður hennar. Og nú fór henni að skiljast, að það væri ekki til neins að spyrja þá, sem hún þekkti. Nú fann hún, að eina ráðið væri það, að ná sér í mála- flutningsmann. Hún einsetti sér að spyrjast fyrir í stofnuninni 31 um lögfræðing, sem hún gæti treyst. Hún hafði vitanlega getað spurt Tom Manning, hvort hann gæti vísað henni á ábyiggilegan lögfræðing, en treysti honum ekki nógu vel til þess. Henni fannst það á sér, að lögfræðing- ur sem hún fengi sér að hans ráði, mundi ekki koma henni að ful'lu gagni..... Að loknum miðdegisverðinum drukku þau kaffi úti á svölunum oig hlustuðu á útvarpshljómleika á meðan. Gail kvaddi nemma, og bar því við að hún ætti að fara að vinna eldsnemma í fyrramálið. En það sem rak á eftir henni var að henni leið illa þarna inni. Hún hafði gert ráð fyrir að Brett mundi aka sér heim, en svo stóð Tom Manning upp, í staðinn, og spurði, hvort sér mætti „veitast sú ánægja“. — Ég þarf að koma út og anda að mér hreinu lofti, og svo var hitt, Brett, að þú komst og truflaðir fyrir okkur samtal, sem ég þarf að ljúka. Gamall karl, eins oig ég, fær sjaldan tækifæri til að tala við ungu stúlkurnar. Brett skellihló. — Þú ert lík- lega gamall kvennabósi, fóstri minn, sagði hann. — Kannske ég ætti að vera hræddur um Gail fyrir þér! En ef að þú verð- ur mjög lengi í ferðinni, fer mér að detta ýmislegt í hug, og þá verður stríð hérna — alveig eins og í Wild West-filmunum. Svo sagði hann við Gail, að hann ætlaði að ná til hennar daginn eftir. — Ég verð á kafi í vinnu næstu dagana, sagði Gail. — Við erum að starfa að alveg sérstakri til- raun núna. > — Láttu það fara til andsk .... Heldurðu að mér detti í hug að láta þig ganiga þér til húðar? — Mig langar dálítið til að minnast á hann Brett, sagði Tom Manning um leið og hann renndi bílnum af stað. — Hann er afar ástfanginn af yður, og þetta er allra bezti piltur. Hversvegna ættuð_ þér ekki að giftast hon- um? Ég veit að hann hefur beðið yðar nokkrum sinnum, og kannske er það einmitt það, sem að er. Það er sagt svo, að stúlk- an hafi gaman af að láta piltinn kveljast, en stundum dettur mér í hug, hvort það væri ekki gott, að stúlkan væri dálítið í óvissu líka. Hann Brett er svo einlægur og opinskár, eins og þér vitið, en í rauninni er það enginn skapbrestur. Það ætti öllu held- ur að sýna qg sanna að hann er óvenjulega alvarlegur piltur. Ég vona að þér séuð ekki reið við hann ennþá, út af því að hann skildi yður eftir þarna úti á eyj- unni? Þér verið að skilja, að þér voruð að gera hann brjálaðan. Það er ekki hægt að kremja hjartað í ungum pilti án þess að hann skræki. Nú gat Gail ekki stillt sig um segja: — Ég hef alls ekki kram- ið í honum hjartað. Ég vildi bara láta hann skilja, að ég get ekki gifst í næstu tvö árin. Og ég er búin að fyrirgefa honum að hann fór frá mér þarna í eyjunni. En mig langar alls ekkert að giftast núna — hvorki Brett né neinum öðrum. — Þér skuluð að minnsta kosti hugsa málið, Gail, oig láta hann ekki kveljast milli vonar og ótta. Hugsið til þess hvað yður er fyrir beztu og giftist honum eins fljótt og hægt er. Þið fáið sumar- bústaðinn í Djúpuvík í brúð- kaupsgjöf, eins og ég hef minnzt á við yður áður. Oig undireins og þið eruð gift, hættið þér að brjóta heilann um þessi leið- indi, sem þér eruð alltaf að hugsa um núna. — Eigið þér við að ég eigi að gleyma manninum, sem sveik hann föður minn í óvina hendur og stal eignum hans? — Ér er búinn að vara yður við því að reyna að grennslast frekar um það mál. Það gæti orðið stórhættulegt fyrir yður. Lofið mér því að hætta við að reyna að finna þennan mann! Gail var orðið talsvert mikið niðri fyrir og nú sagði hún hon- um berum orðum, að hún væri alls ekki á sömu skoðun, en væri staðráðin í að ná sér í mála- flutningsmann. Tom Manning þagði um stund, og á meðan fannst henni annað verra en and- úð búa í honum. En hún var staðráðin í, að láta hann ekki hræða sig. — Hvað sem öðru líður skuluð Við erum búin að lækna pabba af hikstanum. þér ekki gera neitt í því fyrst um sinn, sagði hann loksins. — Talið þér við Brett um þetta, og hann getur vafalaust gefið yður hyggileig ráð, sem yrði yður fyrir beztu. Þér vitið hve vænt honum þykir um yður. Gail svaraði ekki strax og hann hélt áfram: — Ég er ekki aðeins fóstri hans, heldur finnst mér ég vera faðir hans. Hann er eina manneskjan í veröldinni, sem er mér fyrir öllu, og ég mundi aldrei fyrirgefa þeim — hvort heldur væri maður eða kona, — sem gerðu honum eitthvað til miska. Það mundi verða borgað með vöxtum og vaxtavöxtum! Þetta var líkast alvarlegri hótun, ag Gail hitnaði í hamsi. — Ég mundi aldrei gera neitt annað en það, sem ég er sann- færð um að ég vil, sagði hún. — Og það sem ég vil núna, er að hugsa vel um hvar ég er stöd . . . Tom Manning opnaði bíldyrn- ar fyrir henni þagar þau komu að matsölunni, og þá fannst henni að hún væri í vafa um hvort þau væru kunningjar eða óvinir. Henni leið ekki vel, — hún fann að það gæti orðið alvörumál að þessi maður yrði óvinur henn- ar. Að sumu leyti féll henni vel við karlinn, og svo var hann líka fóstri Bretts og velunnari. Gail spurði Grant daginn eftir, hvort hann gæti bent sér á dug- legan málaflutningsmann. Hann horfði lenigi á hana og spurði svo hversvegna hún vildi tala við máiaflutningsmann. En svo lof- aði hann henni, að hann skyldi spyrjast fyrir. Hann vnr prúðbúinn, og gamla vinaglensið í augunum þagar hann leit á hana. Hún hló og spurði hvort hún væri svo sæmi- leg, að hann þyrði að bjóða henni út með sér. — Já, þú ert alltaf sama gullið, Gail mín, svaraði hann og um leið fór ylur um hana — að hann skyldi segja „Gail mín“ en ekki „systir“. — En ég er orðinn svo vanur að sjá þig í sloppnum, að það liggur við að þú komir mér ókunnuglega fyrir sjónir þegar þú ert svona klædd. Þá finnst mér alltaf eins og ég þurfi að kynnast þér betur. Hún hló og hann greip I höndina á henni og stakk henni undir olnbogann á sér. — Þú ert óbonganleg, Gail, sagði hann. — Þú hlærð að því sem alls ekki er hlátursvert. Það er vandi að vera alvarlegur þeg- ar maður er með þér. Heyrðu, hefur þér dottið nokkuð í hug hvert við ættum að fara? Hvernig líst þér á að við færum á Gloucester Hotel? Það kvað vera- einna bezti staðurinn hérna megin sundsins. Ættum við að borða strax, eða aka dálitla stund áður — hvað finnst þér? Gloucester Hotel var í full- komnum evrópustíl, en á mat- seðlinum voru þó kínverskir réttir líka. Þau fengu lítið borð Og völdu sér mat. Þegar þjónninn var farinn rétti Grant hendurnaj yfir borðið og tók fast um hend urnar á henni. Á laugardagskvöldið var af- ráðið að þau færu út saman. Hún hlakkaði til þess eins og barn — að fá að vera ein með honum. Þau voru dags daglega saman eins og starfandi fólk. En í kvöld ætlaði hún að láta sér líða vel og tala við hann í sama tón og þau höfðu stundum gert áður, síðan hún kom þarna aust- ur. Ódýrasta og falleg- asta jjóla- og nýárs- kveðjan til vina og kunningja erlendís <ato3H> lceland Review Mildred var líka að sparibúa sig, en minntist ekki einu orði á hvert hún ætlaði. Gail grunaði að hún ætlaði að hitta Kalavitch lækni og hafði áhyggjur af því. Gail beið niðri í anddyrinu þegar Grant kom að sækja hana. Glæsilegt rit á ensku um ísland og íslendingo. Kostar aðeins 50 krónur. Fæst í bókaverzlunum. KALLI KÚREKI —X-— —K— ~ — X- — Teiknari: J. MORA 1. Þetta færðu fyrir að bregða mér 2. Og þetta færð þú fyrir að leysa 3. Hlæið, strákar. Er þetta ekki tneð snörunni. - gjörðina á hestinum, svo að ég dau . bráðlyndið. Sýnið þið nú hvað þið hafið góða kínmigáfu AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, t sími 1905. _ i i Auk þess að annast þjón- 7 ustu blaðsins við kaupend- \ ur þess í bænum, er Akur- í eyrar-afgreiðslan mikilvæg- / ur hlekkur í dreifingarkerfi / Morgunblaðsins fyrir Norð- 1 urland allt. Þaðan er blaðið \ sent með fyrstu beinu ferð- i um til nokkurra helztu kaup i staða og kauptúna á Norður- 7 landi, svo og til fjölda ein- 1 staklinga um allan Ey jaf jörð \ og víðar. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.