Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 28
BÍi( JELEKTROLUX UMBOÐIÐ IAUGAVEGI 69 sím\ 21800 togttttfilfttófr 269. tbl. — Föstudagur 27. nóvember 1964 Nær 14 þús. ferða- menn á 4 mánuðum Jafsi margir og alSi árið 1901 FERÐAMANNASTRAUMUR- INN til Islands hefur verið aö aukast mjög undanfarin ár, þo hefur aukningin aldrei verið meiri en 2 sl. ár. Skv. upplýs- ingum frá Jóni Sigurpálssyni, yfirmanni Útlendingaefirtlits, komu 13.712 útlendingar til lands ins á 4 mánuðum í sumar, þ. e. í júní, júlí, ágúst og september, en á sama tíma í fyrra komu 10.806. En á 4 mánuðum sumar komu jafn margir útlendingar og allt árið 1961. Ferðalög íslendinga hafa einnig aukizt mikið á sama tíma. M í fyrrnefnda fjóra mánuði komu 8.455 íslendingar til landsins á móti 7071 árið áður. Ferðamenn- irnir, bæði innlendir og erlendir, koma mest með flugvélum, og er aukningin að mestu leyti þar, en einnig með skipum. í júlí- mánuði komu t. 1. 5322 með flug vélum, en 1483 með skipum. VK samþykkir að hefja viðræður um vaktavinnu fyrir verzlunarfólk Frá aðalfundi LÍÚ í gær. Viðhorf útvegsins rœdd á aðalfundi LÍÚ V Stærri og nýrri slldarskipin háru af I sumar f GÆRKVÖLDI var fundur í Verzlunarmannafélagi Reykjavik ur, sem stóð fram til klukkan að ganga 12. Formaður félagsins, Guðmundur H. Garðarsson, lagði fram niðurstöður af viðræðum, sem fram hafa farið við k.aup- menn vegna hinna nýju viðhorfa sem sköpuðust við úrskurð félags dóms 28. október s.I. Eftir skýrslu formanns, fóru fram miklar umræður. Og sam- þykkti fundurinn síðan einróma að óskað skyldi eftir viðræðum við alla viðsemjendur Verzlunar mannafélagsins, þar sem ný við- horf hefðu skapazt varðandi 7. grein í kjarasamningum V.R., sem er um lokunar- og vinnu- tíma, en laun og kjör afgreiðslu- fólks eru meira og minna mynd uð á grundvelli þess ákvæðis. Á fundinum kom það fram, að sumir kaupsýslumenn muni hafa brotið að undanförnu umrætt á- kvæði um vinnutíma. Með til- Framhald á bls. 27 26. AÐALFUNDUR Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna var settur í Tjarnarkaffi kl. 2 í dag og sitja hann um 70 full- trúar. Sverrir Júliusson, formað- ur LÍÚ setti fundinn. f upphafi minntist hann forsetafrúar Dóru Þórhallsdóttur og vottuðu full- trúar minningu hennar virðingu sína með því að rísa úr sætum. Einnig minntist hann 6 útvegs- manna, sem látizt höfðu á árinu, þeirra Haraldar Guðmundssonar, ísafirði, Jóns Gíslasonar í Hafn- Fullkomið varöskip 1967 ÁKVEÐIÐ er að hefja undir- búning að smíði nýs varðskips fyrir landhelgisgæzluna og mun það verða af svipaðri stærð og Skuldabréfin komin SPARISKÍRTEININ vegna 50 millj. kr. ríkissjóðslánsins komu til landsins í gær með flugvél Flugfélags íslands frá Kaupmannahöfn, en þangað komu þau í gærmorgun með flugvél frá Finnlandi, þar eð þau voru prentuð í prent- smiðju Finnlandsbanka. — Þurfti að fá þau prentuð er- lendis, því að jaðar þeirra er upphleyptur í prentun, og finnst það með þreifingu á bréfunum. En það er öryggis- atriði, líkt og er á seðlum. Spariskírteinin komu í fjór- um kössum, sem vógu 230 kg. Hér sést Björn Guðmundsson, flugstjóri, afhenda Sigurði Erni Einarssyni, fuiltrúa Seðlabankans, sendinguna. — Einnig voru viðstaddir á flug- vellinum tveir lögregluþjónar. Óðinn. Pétur Sigurðsson, forstj. landhelgisgæzlunnar, skýrði frá þessu á fundi með blaðamönn- um í gær og sagði þar, að ríkis- stjórnin hefði samþykkt þetta að tillögu dómsmálaráðherra, Jóhanns Hafstein — að undan- gengnum viðræðum við land- helgisgæzluna. Sagði Pétur, að gæzlunni væri ekki fullkomlega borgið nema hún gæti jafnan haft tvö stór skip við gæzlustörf úti á hafi — og til þess að svo væri, þyrftum við að eiga þrjú skip af þeirri stærð. Að vísu væru skipin þrjú, en Ægir væri orðinn 35 ára gamall og sá tími nálg- aðist óðum, að endurnýja þyrfti hann. Þar að auki sagði Pétur, að ís- lenzki fiskiskipaflotinn hefði aukizt, landhelgislínan hefði verið færð út — og nauðsyn væri á fleiri fullkomnum skip- um til ýmissa starfa, sem varð- skipunum væri ætluð umfram gæzluna — m. a. björgunar- starfs. Að öilu samanlögðu væri full þörf á nýju og stóru skipi. En þetta skip verður vart til- búið fyrr en 1967. Skipasmíða- stöðin í Álaborg ætlar að að- stoða við frumteikningar að skip inu, sjá um útboðslýsingar og „tank“-prófa líkan af skipinu, sem sennilega verður líkara Oðni en hinum varðskipunum. M.a. bæði með þilfar og skýli fyrir þyrlu. Lögð verður áherzla á að skip ið verði fljótt í förum, tækni- lega búið einsog bezt er kostur, m. a.til að spara vinnuafl um borð, því oft reynist erfitt að fá nægilegan mannskiap á varð- skipin. Sagði Pétur Sigurðsson að lokum, að góður ratsjárút- búnaður væri orðið eitt hið mikilvægasta hjá landhelgis- gæzlunni — og verið væri að undirbúa uppsetningu á sérstök um Ijósmyndatækjum í sam- bandi við ratsjá Óðins þannig að hægt yrði í framtíðinni að leggja fram ljósmyndir af rat- sjármælingum sem sönnunar- gagn við landhelgisbrot. arfirffi, Ólafs E. Sv’rurfllssonar, Akranesi, Angantýs Guðmunds- sonar, Reykjavik, Ásgeirs Einara sonar, Stokkseyri og Magnúsar Ólafssonar, Njarðvík og svo 21 sjómanns, sem látizt höfðu við störf sín síðan siðasti aðalfund- ur var haldinn. Formaður rakti síðan kjaraþró unina hjá verkafólki og faglærð um mönnum í landvinnu, kjara- samninga togaranna, verðákvörð un fiskverðs, veiðar togaranna á árinu svo oig báta flotans. Þar kom það m.a. fram að 88 bátar undir 90 lestir að stærð stund- uðu síldveiðar frá miðjum júni fram í september. Var meðalafli þeirra 6.700 mál og tunnur og meðalhásetahlutur 16.700 kr. á mánuði. Meðalveiðimagn 60 báta af stærðinni 90-140 lestir var 10.072 mál fram til 19. sept. og voru meðalmánaðarlaun háseta 23.000 kr. með orlofi, og á 95 bátum yfir 140 lestir að stærð var meðaltalsafli 23.515 tunnur og mál fram til 5. nóv. og meðal- hásetahlutur 32.000 kr. á mánuði. Framhald á bls. 27 Bezta færð á vegum sem ég man eftir segir Hörður Agnarsson, bilstjóri frá Húsavík — VEGIRNIR eru ágætir, að- eins föl á þeim, hvergi það sem talizt geti snjór. Þetta sagði Hörður Agnarsson í sím- tali frá Brú í Hrútafirði í gær, en hann hafði komið þangað frá Húsavík og ætlaði til Reykjavíkur. — Það er fólks- bílafæri fyrir norðan, alla leið til Kópaskers, og hvergi fyrir- staða á leiðinni hingað suður um, sagði hann ennfremur og bætti við, að ef nokkur snjór kæmi fyrir sunnan, héldum við Sunnlendingar alltaf að allt væri á kafi í snjó fyrir norðan, en það væri nú ekki í þetta sinn. Hörður hefur ekið milli Húsavíkur og Reykjavíkur sl. 20 ár. Núna er hann með 8 tonna vöruflutningabíl og fer 1—2 ferðir í viku. Hann sagði að færðin í haust hefði verið prýðileg, stöku sinnum kom- ið hálka, en það væri allt og sumt. Aldrei hefðu vegir lok- azt fram til þessa, Hann teldi þetta bezta haustið sem hann myndi eftir. Hann reiknaði með að vera 14 klst. á ferðinni frá Húsavík til Reykjavíkur í gær, hafði farið mjög snemma af stað, en annars kvaðst hann sjald- an aka þessa leið í einum áfanga. Hann hafði gegnum talstöðina fréttir af færðinni áfram suður um Holtavörðu- heiði. Þar taldi hann vera held ur meiri snjó, en færðin samt alveg ágæt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.