Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1964, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 27. nðv. 1964 Útgefandi: Fr amkvæmdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslus t j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÆTLAR HANNIBAL VALDIMARSSON NÚ AÐ REYNA FRAM- SÖKNARFL OKKINN? au tíðindi gerðust í gær, að Hannibal Valdimarsson, formaður Alþýðubandalags- ins og forseti Alþýðusam- bands íslands, birti grein í Tímanum einu dagblaðanna. Þótt náin samvinna hafi verið með Framsóknarmönnum og kommúnistum um langt ára- bil hefur þó Tíminn ekki ver- ið neinn málsvari Alþýðu- bandalagsins, heldur „Þjóð- viljinn“, en nú bregður svo við, að sjálfur formaður Al- þýðubandalagsins óskar ekki eftir birtingu greina sinna í málgagni því, sem flokkur hans hefur haft. Von er að menn velti fyrir sér þeirri spurningu, hvers vegna hann biðji Tímann að birta grein sína, sem er vörn fyrir aðgerðir hans á þingi ASÍ, að vísu einstaklega mátt- laus eins og eðlilegt er með hliðsjón af málavöxtum. Ekki biður hann Tímann að birta greinina vegna þess að það blað sé sérstaklega útbreitt í röðum meðlima Alþýðusam- bandsins, og naumast heldur vegna þess að hann telji Fram sóknarflokkinn sérstakan bar- áttuflokk fyrir verkalýðinn, því að á allra vitorði er, að Framsóknarflokkurinn hefur frá fyrstu tíð verið skilnings- sljóastur á allt er varðar hags- munabaráttu launþega. Sú skýring er að vísu til, að þessum flokkaflæking finnist hann ekki lengur geta lifað nema í nánu samneyti við þá, sem lúberja hann, en Fram- sóknarmenn gengu mjög vel fram í því að kúga hann til að éta ofan í sig öll fögru fyrirheitin, sem hann gaf í setningarræðu á ASÍ-þingi, og hafa gengið svo langt að segja, að hann hafi ætlað að koma „laumumönnum" inn í stjórn ASÍ og hafi viljað „tjóðra verkalýðshreyfinguna við íhaldsstaur kjaraskerð- ingarstefnunnar“. Nærtækust er þó sú skýr- ing, að Hannibal Valdimars- son hugsi sér nú að reyna Framsóknarflokkinn eftir að hann hefur beðið skipbrot í samstarfinu við kommúnista. Ef Hannibal Valdimarsson gengur í Framsóknarflokkinn hefur hann líka verið í öllum íslenzkum stjórnmálaflokk- um, sem hugsanlega vildu við honum taka. Morgunblaðið er þeirrar skoðunar, að mjög vel mundi um Hannibal Valdimarsson fara í Framsóknarflokknum, enda hæfir hann og Fram- sóknarflokkurinn hvor öðr- um mjög vel með sérstakri hliðsjón af stefnufestu. Verð- ur ekki ófróðlegt að sjá þá stefnuskrá, sem þeir semja í einingu andans, Eysteinn Jónsson, Hannibal Valdimars son og Vilhjálmur Þór. AÐSTOÐ VIÐ ÞRÓUNAR- LÖNDIN jóðir þær, sem við góð lífs- kjör búa, gera sér í vax- andi mæli grein fyrir nauð- syn þess og sanngirni að hjálpa hinum örsnauðu þjóð- um til að bæta efnahag sinn. Marshall-aðstoðin við þjakað- ar Evrópuþjóðir í styrjaldar- lokin var glöggur vottur um stórhug og drenglund banda- rísku þjóðarinnar og í kjölfar hennar hefur fylgt sá hugs- unarháttur, að þeir ríkari eigi að hjálpa hinum snauð- ari. Ólafur Björnsson hefur á Alþingi flutt þingsályktunar- tillögu þess efnis, að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórn- ina að láta fara fram athugun á því, með hverju móti ísland geti tekið virkari þátt í því en nú er, að veita þróunarlönd- unum aðstoð til eflingar efna- hagslegum framförum. Bend- ir flutningsmaður á, að með orðinu þróunarlönd sé jafnað- arlega átt við þau lönd, þar sem þjóðartekjur á íbúa eru undir 4—500 Bandaríkjadoll- urum eða um þriðjungur þess, sem þjóðartekjur á íbúa nema hér á landi. Hér eru þjóðartekjur á íbúa svipaðar og í Danmörku og Noregi en nokkru lægri en í Svíþjóð, en aftur á móti tals- vert hærri en í Finnlandi. Hin Norðurlöndin hafa með höndum umfangsmikla starf- semi til hjálpar þróunarlönd- unum, og sannarlega er tíma- bært að við íslendingar látum eitthvað af hendi rakna í þessu skyni. Við erum að vísu ekki auðug þjóð, og við höfum í mörg horn að líta við upp- byggingu innanlands, en engu að síður búum við nú við ein- hver beztu lífskjör, sem þekkj ast, og þurfum engu fé að verja til landvarna. Ber okk- ur því siðferðileg skylda til Var Napóleon myrtur? Brezkur læknir segist hafa sannað, að keisaranum hafi verið gefið inn eitur Sá, sem síðast lagði eitt- hvað til málanna í þessu sam bandi, er brezkur læknir, Hamlinton Smith, sem starf- ar við háskólann í Glasgow. Hann segist hafa sannað með frumeindarannsóknum á hár- um úr höfði keisarans, að hann hafi verið myrtnr með arseniki, sem honum hafi verið gefið í smásklömmtum langan tíma. Rannsóknirnar fóru fram í rannsóknarstöð í Harwell í Bretlandi og hárið var fengið úr safni, nokkrir lokkar, sem klipptir voru af keisaranum á tima- bilinu frá 1816—1821. Segir Smith, að keisaranum hafi verið gefið arsenik, að minnsta kosti 40 sinnum síð- ustu árin í lífi hans. En í erfða skrá, sem Napóleon gerði, skömmu fyrir lát sitt, segir hann að hann deyi of snemma, myrtur af leigu- morðingjum brezku stjórnar- innar. Daginn eftir, að Smith skýrði frá niðurstöðum rann- sókna sinn, sagði franskur lækmir, Guy Godlewski, sem skrifað hefur nokkrar bækur um sögulegar rannsóknir sín- ar á síðustu árum Napóleons, að kenningin um að hann hafi verið myrtur sé fjarstæðu- kennd. Hann segist draga mjög í efa, að hárin, sem Smith rannsakaði, séu raun- verulega af höfði Napóleons. Þótt þau hafi verið fengin í safni, sé það engin trygg- ing. Þau geti verið úr hinum fjöimörgu fölsku hárlokkum, sem fullyrt hafi verið að væru úr höfði keisarans, og kaupsýslumenn hafi dreift í gróðraskyni vegna hinnar miklu eftirspurnar eftir minj um um keisarann. Paul Ganiére, sem ritað hefur ævisögu Napóleons, bendir á, að eitt sinn hafi það tíðkazt að bleyta hár upp úr arsinik/upplausn til þess að þau geymdust betur, og þannig geti verið farið um hárin, sem Smith rannsakaðú Sagnfræðingar benda á, að erfitt hafi verið að gefa keis- aranum inn eitur um langan tíma án þess, að allir, sem með honum voru á St. Hélenu, vissu það. ★ ★ ★ Það, sem hér fer á eftir um síðustu ár Napóleons, er byggt á frásögn veraldarsögu Grimbergs. Napóleon var fluttur til St. Helenu um jniðjan júlí 1815 eftir að „Hundrað daga stjórn“ hans hafði verið kollvarpað. Napó leon framseldi sig Englend- ingum og vonaðist til að hann fengi að setjast að í Englandi, en þær vonir brugð ust og hann var fluttur til eyjarinnar St. Helenu undan Suðvesturströndum Afríku. Þar dvaldist hann í tæp sex ár, eða þar til hann lézt í maí 1821. Mikið hefur verið skrifað um þessi síðustu ár keisarans og kernur öllum saman um, að þau hafi verið harla ömurleg. Húsið, sem hann dvaldist í var aðeins samansafn skúra og fanga- vörður hans, Sir Hudson Lowe, var lítilsigldur og óheflaður og lifði í stöðugum ótta við að fanganum tækist að flýja. Napóleon gat ekki horft út um gluggann án þess að sjá vopnaða verði og öil bréf, sem honum bárust, las Lowe á undan honum. Hann réttur og sléttur fangi og hann var látinn skilja það. Síðustu mánuðina, sem Napóleon lifði, þjáðist hann af magaverkjum, hitaköstum og krampa. Hann átti erfitt með að borða og kastaði oft upp. Vegna veikindanna hélt hann sig mest innan dyra, en einnig vegna þess að hann þoldi illa loftslagið á eyjunni. Hann vissi sjálfur, að hann átti ekki langt eftir, en hann fylgdist vel með fréttum frá Evrópu og vonaði, að enska stjórnin félli, því að hann var sannfærður um að ný stjórn myndi taka aðrar ákvarðanir um dvalarstað hans. Mest langaði hann til Ameríku. En honum varð ekki að ósk sinni og hann lézt á St. Helenu 5. maí 1821. Napóleon á dánarbeði sínu á S t. Helenu. Eftirmynd af mál- verki eftir Karl Steubens. þess að greiða nokkuð til hjálpar þeim, sem verst eru settir í veröldinni. Er vonandi að þingsálykt- unartillaga Ólafs Björnsson- ar verði til þess, að bráður bugur verði undinn að því, að íslendingar taki þátt í þess- ari samhjálp. FLUGVÖLLUR í FÆREYJUM ræreyjaflugi Flugfélags ís- 4 lands hefur mjög verið fagnað bæði hér og í Færeyj- um. Vissulega er það ánægju- legt, að samskipti þessara þjóða aukast, enda ekki vafi á því að báðar þjóðirnar geta haft margháttaðan hag af greiðari samgangi, bæði menn ingarlega og efnahagslega. Færeyjaflugið er þó hvergi nærri komið í eins gott horf og vera þyrfti. Hvort tveggja er, að ferðir hafa verið of strjálar og eins hitt, að nota hefur þurft of litlar flugvélar, þar sem ekki er til fullkom- inn flugvöllur í Færeyjum. Efnahagur íslendinga hefur á undanförnum árum styrkzt svo, að alls ekki væri úr vegi að hugsa til þess, að við ís- lendingar byðumFæreyingum lán til þess að byggja flug- völl. Við höfum safnað veru- legum gjaldeyrisvarasjóðum og verðum að takmarka pen- ingamagn í umferð hér inn- anlands vegna vinnuafls- skorts og ofþenslu. Varla gætum við gert ann- að betra við nokkurn hluta þess fjár, sem okkur hefur á- skotnazt en að lána hann Fær eyingum í þessum tilgangi, enda ekki vafi á því, að sæmi legur flugvöllur þar í landi mundi mjög örva þróunina í Færeyjum og þar með verða mikil lyftistöng fyrir Færey- inga. Kaupir Braatlieu þotur? Osló, 25. nóv. — NTB. Ludvig G. Braathen, útgerðar maðurinn norski, hefur sagt i viðtali við NTB að hann eigi enn í samningum við bandarísk fyrir tæki um þotukaup fyrir flugfé- lag sitt SAPE. Hins vegar segir hann of snemmt að ræða málið, en býst við að endanleg ákvörð- un verði tekin eftir nýár. SAFS hefur nýlega fest kaup á fjórum DC-6 flugvélum af tveimur bandarískum flugfélögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.