Morgunblaðið - 19.01.1965, Qupperneq 10
10
MORCU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 19. janúar 1965
Hvað er hægt að gera til að
efla íslenzk raunvísindi?
í D A G halda áfram svör
vísindamanna við spurn-
ingu blaðsins um, hvað
hægt sé að gera til eflingar
raunvísinda hér á landi. —
Fimm vísindamenn og for-
ystumenn um vísindamál
svöruðu spurningunni í
blaðinu sl. sunnudag. í dag
svara spurningunni 6
menn. Fleiri munu bætast
í hópinn, enda hefir þetta
efni vakið marga til um-
hugsunar og mun vonandi
verða til þess að sem flest
sjónarmið komi fram um
þessi efni.
Jakob Gislason, raforku-
málastjóri, segir:
RAUNVÍiSINDIN eru í eðli
sínu alþjóðleg og það er
trauðla hægt að telja neina
sérstaka grein þeirra eða sér-
stakrar vísindarannsóknir til
sérstaks þjóðernis. En þó
leggja ýnxsar þjóðir misjafn-
lega mikla áherzlu á ýmsar
vísindagreinar og sinna viss-
um rannsóknarverkefnum
fram yfir önnur. Eru það þá
oftast séreinkenni í náttúru
landsins og sérhagsmunir
þjóðarinnar, sem ráða verk-
efnavali og vísindalegum
áhugamálum hennar.
Fer það þá venjulega eða
oft og einatt saman, að hin
sérlegu einkenni í náttúru
landsins skapa vísindamönn-
unum sérstaklega góð skil-
yrði til vísindaiðkunar á viss-
um sviðum og svo hitt að
hagsmunir þjóðar þeirrar,
sem landið byggir, eru að
meira eða minna leyti tengdir
vissum sérkennum landsins.
í þessum skilningi getum
við talað um íslenzk raunvís-
indi, þau sem bezt skilyrði eru
til að iðka hér á landi og
þau, sem skipta hag þjóðar-
innar mestu máli.
Sem dæmi slíkra greina
raunvísindanna má nefna
fiskifræði og hafrannsóknir,
jarðfræði og ýmsar greinar
hennar, jarðmyndunarfræði,
jarðeðlisfræði, jarðhitafræði,
svo og vatnafræði í víðri
merkingu, jöklafræði, jarð-
skjálftafræði, viss heimskauta-
fræði og einnig veðurfræðina
og er þessi upptalning á eng-
an hátt tæmandi. Engin þess-
ara fræðigreina er alveig sér-
stök fyrir ísland og flestar
þeirra stundaðar af kappi í
öðrum menningarlöndum, en
hér á landi beinast rann-
sóknir innan þessara vísinda-
greina fyrst og fremst að því,
sem sérkennilegt er fyrir land
okkar.
Hvað er þá hægt að gera til
að efla íslenzk raunvísindi í
þeim skilningi, sem hér hefur
verið sett fram? Þeirri spurn-
ingu má svara á þá leið, að
um skilyrði til eflingar vís-
indaiðkunar og rannsóknar-
starfa gildi hér á landi, al-
mennt tekið, hið sama sem í
öðrum löndum. Það þarf að
igefa ungum hæfileikamönn-
um kost á að afla sér full-
komnustu visindalegrar undir-
búningsmenntunar, sem hægt
er að fá. An vísindamanna
verða engin vísindi til. Það
þarf síðan að skapa þessum
mönnum viðunandi skilyrði
til vísindastarfa hér' heima á
íslandi. Óhjákvæmilegt er að
bjóða .efnilegum ungum vís-
indamönnum góð laun og
tryggja þeim viðunandi lífs-
kjör hér heima, því mjög er
sótzt eftir slí'kum mönnum
um allan heim. Og jafnframt
þarf að koma upp igóðum vís-
indastofnunum velbúnum af
rannsóknartækjum, bókasöfn-
um og öðru, sem tilheyrir.
Allt þetta kostar að sjálf-
sögðu æði mikið fé og aldrei
munum við í þessu efni geta
keppt að fullu við fjölmennar
og auðugar þjóðir í öðrum
löndum. Má því búast við, að
freisting verði alltaf mikil
hjá ungum menntamönnum
að sækjast eftir tilboðum er-
lendis frá um há laun og góð
kjör og að láta heillast af
mikilvægum verkefnum og
spennandi rannsóknarstörfum
undir fullkomnum vinnuskil-
yrðum og vonum um frægð oig
frama hjá stærri þjóðum. En
án íslenzkra vísindamanna
starfandi á fslandi er ekki um
nein íslenzk raunvísindi að
ræða. Það er því alla vega
augljóst mál, að til þess að
efla islenzk raunvísindi verð-
um við að veita til þeirra
ærnu fé til muna meiru en
enn er gert. (
í því sambandi mætti einn-
ig leiða hugann að því, að vel
unnin og árangursrík vísinda-
störf er draga að sér athygli
annarra þjóða, sikapa einnig
töluverða möguleika á að fá
hingað til landsins erlent fé
til eflingar íslenzkri vísinda-
starfsemi. Þegar íslenzkir vís-
indamenn hafa sýnt getu og
áhuga í vissum greinum
raunvísinda og þegar um það
er að ræða að skilyrði til
slíkra rannsókna eru betri hér
á landi en' annars staðar, þá
stendur oft til boða að fá til
þeirrar vísindaiðkunar fjár-
hagslegan stuðning erlendis
frá, er um getur munað hjá
svo lítilli þjóð, sem við íslend-
ingar erum.
Raunvísindastofnun Há-
skóla íslands og þær rann-
sóknarstofnanir, sem frum-
varp til laga um rannsóknir í
þágu atvinnuvaganna gerir
ráð fyrir, munu án efa efla
raunvísindi á íslandi, ef vel
verður að þeim búið. Að
tryggja þeim góð þróunarskil-
yrði er því eitt af því, sem
hægt er að gera til að efla ís-
lenzk raunvísindi. Milli slíkra
rannsóknarstofnana er að
sjálfsögðu eðlileg verkaskipt-
ing, sem byggist á skiptingu á
ýmsar vísindatgreinar, en
hitt er ekki síður nauðsynlegt
að góð samvinna sé á milli
ýmsra rannsóknagreina. „Hóp-
vinna eða „Teamwork"
er nauðsynleg og óhjákvæmi-
leg við hin margvíslegustu
verkefni raunvísindarann-
sókna, svo sem Surtseyjar-
rannsókn og sitthvað annað.
Jafnframt er nauðsynlegt að
yfirleitt séu mikil og góð
kynni meðal raunvisinda-
manna í ýmsum greinum ag
þeim gefist tækifæri til þess
að ræða sín á milli viðfangs-
efni sín og vxsindaleg áhuga-
mál. Er ástæða til að gera
beinlínis skipulegar ráðstaf-
anir til að auðvelda þetta.
Hvað snertir rannsóknarstofn
anir, sem komið er upp, þá er
viðsjárvert að dreifa þeim
alltof mikið sitt á hvorn stað-
inn og ber heldur að safna
saman rannsóknastofum
ýmsra greina, svo sem við
getur átt, í rannsóknarmið-
stöðvar á þann hátt sem gert
er víða með erlendum þjóðum
á seinni árum og svo sem nú
er að nokkru áformað að igera
að Keldnaholti við Reykjavík.
Kannske má í fáum orðum
segja, að íslenzk raunvísindi
verði efld með því að veita
enn fleiri efnilegum mönn-
um skilyrði til þess að afla
sér fullkominnar vísinda-
menntunar, að veita enn
meira fé til raunvísindaiðkun-
ar og rannsókna hér á landi,
að tryggja það skipulagslega
enn betur en hingað til hefur
verið gert, að sinnt verði öll-
um þeim raunvísindarann-
sóknum og sérstöku rann-
sóknarviðfangsefnum, sem ís-
lenzk teljast samkvæmt þeirri
skilgreiningu er gefin var hér
að framan, til dæmis með því
m.a. að koma á fót allsherjar
vísindaráði er hafi það að sér-
stöku verkefni að vaka yfir
þessu. Og loks að auka enn
meir samvinnu og samskipti
við erlendar vísindastofnanir
og vísindamenn á þann hátt að
íslenzk raunvísindi verði í
senn íslenzk og þó um leið lif-
andi grein á meiði alþjóðlegr-
ar vísindastarfsemi.
Jakob Gíslason
raforkumálastjóri.
Jón Jónsson, forstjóri Fiski-
deildar, segir:
Takmark hagnýtra fiski-
rannsókna er að afla þeirrar
þekkingar, sem nauðsynleg er
til skynsamlegrar nýtingar
fiskistofnanna. Þessarar þekk-
ingar er aflað með kerfis-
bundnum athugunum á eðlis-
háttum fisksins sjálfs, áhrif-
um umhverfisins og áhrifum
veiðanna á fiskistofnana.
Rannsóknir á eðlisháttum
fisksins eru t.d. fólgnar í at-
huigunum á hrygningu fiska,
árgangaskipan, vexti, fæðu,
göngum o.fl. Með rannsóknum
á umhverfinu er t.d. átt við
athuganir á hinu eðlisfræði-
lega og efnafræðilega ástandi
sjávarins, svo og svifdýrum
sjávarins, bæði plöntu- og
dýrasvifi. Þetta hvorttveggja
er grundvöllurinn fyrir mati
okkar á áhrifum veiðanna á
stofninn, en þar til kemur
einnig nákvæm þekking á
hinni raunverulegu sókn í
einstöku tegundir á ákveðn-
um svæðum og tímum.
Nú er svo komið að á ár-
inu 1965 verða starfandi á
Fiskideildinni 14 sérfræðingar
og 20 aðstoðarmenn við sjó-
og fiskirannsóknir. Hefur
stofnunin með höndum þau
verkefni, sem talin eru hér að
framan auk ýmissa annarra,
t.d. heyrir undir hana síldar-
leit og fiskimiðaleit.
Ríkisstjórnir undanfarinna
ára hafa sýnt þessum málum
mikinn skilning og má segja
að við séum komnir all-veru-
lega áleiðis. Þó vantar okkur
í rauninni þýðingarmesta
hlutinn, en það er fullkomið
hafrannsóknarskip. Ýmsar
kerfisbundnar rannsóknir
okkar eru í molum, vegna
þess að okkur vantar hentugt
skip, eða að þau sem fyrir
hendi eru, verða að sinna
öðrum aðkallandi verkefnum.
Nú er hinsvegar langt kom-
ið undirbúningi að smíði
fuillkomins hafrannsóknaskips
og er það von okkar, að bygg-
ing þess geti hafizt á þessu
ári. Þetta mál hefur verið
lengi á döfinni, en allur undir-
búningur hefur verið þeim
mun gaumgæfilegri og vand-
aðri.
Það er ekkert vafamál, að
starfsemi þessa skips á eftir
að verða íslenzkum sjávar-
útvegi mikil lyftistöng. Sjór-
inn umhverfis ísland og dýra-
lífið í honum er merkilegt
vísindalegt verkefni. Á því
sviði getum við lagt fram
þýðingarmikinn skerf, þótt
smáir séum.
Nýtt og fullkomið hafrann-
sóknarskip er því það sem
bezt er hægt að gera.til efl-
ingar íslenzkum hafrannsókn-
um.
Jón Jónsson.
Jón Steffensen, prófessor,
segir:
Svar við þessari spurningu
hlýtur að verulegu leyti að
óyggjast á mati hvers og eins
á getu þjóðfélagsins annars
vegar og hins vegar á mögu-
leika raunvísindanna til að
skila arði. Spurningunni verð-
ur naumast svarað á einhlítan
hátt, því sínum augum lítur
hver á silfrið. Ég vil ræða
nokkuð þá lámarksaðstöðu er
ég tel að þjóðfélagið geti ekki
sér að skaðlausu látið undir
höfuð leggjast að veita raun-
vísindum hér á landi.
Raunvísindum er stundum
skipt í tvo megin flokka, und-
irstöðu- og hagnýt vísindi, en
það verður að hafa hugfast, að
bágt er að segja hvenær und-
irstöðuvísindi verða hagnýt
og að öll hagnýt vísindi byggja
á þeim fyrrnefndu. Afrakst-
urinn af hagnýtu vísindunum
kemst fyrr í askana en af und
urstöðuvísindunum og af þeim
sökum eru þjóðfélögin mun
örlátari við þau fyrrnefndu en
hin síðartöldu. Þett* á við í
ríkum mæli um íslenzka þjóð-
félagið og segir þar til sín
getuleysi fámennisins.
Um það mun vart ágrein-
ingur að þeim fjármunum sem
varið hefur verið til hagnýtra
vísinda hér á landi hafi skilað
sér með rentu og nægir í því
efni að leiða hugann að fisk-
veiðum og fiskiðnaði okkar,
landgræðslu, jarðhitanýtingu
og útrýmingu manna- og bú-
fjársjúkdóma. Allt eru þetta
greinar á sama meiði, ís-
lenzkri náttúru, en greinarn-
ar halda því aðeins áfram að
bera ávöxt og auka við hann,
að maður kunni góð skil á
meiðinum. En rannsókn á
náttúru landsins í víðtækum
skilningi (loft, sjór, land og
lífvérur þeirra) er að miklu
leyti sérmál okkar, sem ekki
verður unnið að nema á land-
inu sjálfu og þess vegna ekki
þess að vænta að aðrir greiði
úr því fyrir okkur. Það verð-
um við að gera, annað væri
vansæmandi fyrir okkur.
Nokkrum fjármunum ver
þjóðin nú til rannsókna á nátt
úru landsins, en hvergi nærri
nægjanlegra til þess að koma
þeim á æskilegan grundvöll.
Þar sem um er að ræða sér-
hæf íslenzk verkefni þá verða
þau ekki lærð til hlítar nema
í landinu sjálfu. Þessar náms-
greinar þarf því að kenna við
háskóla okkar. Það hefur
þann kost að nemandinn kynn
ist þá þegar í stað íslenzkum
staðháttum og hvaða verk-
efni bíða hér úrlausnar og þau
gætu orðið námsverkefni við
kennsluna hér og þannig til
hagsbóta fyrir þjóðfélagið.
En þeim, er erlendis nema, er
oftast beint að verkefnum er
ekki snerta ísland sérstaklega.
Svo ég snúi mér að þeirri
grein raunvísindanna er veit
að mér sérstaklega, mannin-
um, þá hefur í því efni skip-
ast svo sérkennilega til hér á
landi, að helzt er sem maður-
inn sjálfur sé talinn óviðkom-
andi náttúru landsins, eða að
litið sé svo á að fslendingur-
inn sé eins og hver annar mað
Framhald á bls. 15.