Morgunblaðið - 19.01.1965, Qupperneq 13
Þriðjudagur 19. janúar 1965
MORCUNBLAÐIÐ
13
Bv. Pétur Halldórsson.
Oómurinn í máli bv. Péturs
Halldórssonar
ákærðs hefur bent á ýmis atriði
því til styrktar, að þessi hafi ver
ið og sé hin ríkjandi skoðun á
þessum efnum. Hann hefur lagt
fram uppdrátt gerðan af íslenzku
sjómæþngunum, eftir að reglug.
3/1961 var sett. Á uppdrátt þenn
an er fiskveiðilandhelgin mórk-
uð eins og hún er skv. rgl.
3/1961, og einnig sýnt hvernig
hún var skv. rgl. 70/1958. Þar eru
og einkennd svæði þau sem sér-
stakar takmarkanir gilda um.
Með samningi við Bretland 11.
marz 1961 (augl. 4/196il> voru
brezkum skipum veittar heimild-
ir til fiskveiða innan íslenzkrar
fiskveiðilandhelgi í vissum „hólf-
um“ og á afmörkuðum tímum
árs og giltu undaniþágur þessar
til 11. marz 1964. Eitt slíkt hólf
er markað á þeim slóðum þar
sem skip ákærðs var að veiðum
í umrætt skipti. Samkvæmt skýr-
ingum við kortið, er islenzkum
skipum heimil veiði allt árið í
þeim hluta hólfs þessa sem er
utan 12 mílna markanna frá
1958. í Sjómannaalmanaki fyrir
árið 1965, sem gefið er út af
Fiskifélagi íslands, er rgl.
70/1958 prentuð í heild og þessi
skýring gefin í neðanmáisgrein:
„Reglugerð þessi gildir einungis
gagnvart undanþágum íslenzkra
tpgskipa til veiða í fiskveiðiland
helgi, sbr. reglugerð nr. 87/1958“
Enn hefur verjandinn lagt fram
uppdrátt sem hann kveður gerð-
an af starfsmönnum íslenzku sjó
mælinganna eftir beiðni Félags
íslenzkra botnvörpuskipaeigenda.
Er þar geiri sá sem myndast
milli 12 mílna markanna frá 1958
og markanna skv. rgl. 3/1961 og
áður var um rætt, litaður blár,
en það þýðir svo skv. skýringum,
sem 'skráðar eru á kortið: „Opið
allt árið“.
Af hálfu ákæruvaldsins er
áherzla lögð á það, að fiskveiði-
takmörkin hafi hafi færzt út með
setningu rgl. 3/1961, og þrátt
fyrir ákv. 3. gr. um að rgL
87/1958 haldi gildi sínu, finnist
hvorki í þeirri reglugerð né neins
staðar annars staðar undanþága
til veiða í landhelginni á þeim
tíma er hér skiptir máli.
• Sekur um fiskveiðibrot.
Ákvæði þau sem nú hafa ver-
ið rakin eru mjög óglögg. Ákvæði
E-liðs 1. gr. rgl. 87/1958 leiða til
þess að íslenzkum skipum er
heimilt að stunda veiðar innan
fiskveiðilandheliginnar á tímabil-
inu 15. maí til 31. desember, en
raunar er ekki ljóst, hvort undan-
þága þess tekur nú eftir gildis-
töku rgl. 3/1961 til beltisins milli
4 og 12 sjómílna frá grunnlinum
eins og þær eru nú, eða eins og
þær voru frá 1958 til 1961.
Dómurinn fær hins vegar
ekki séð, að ákvæði rgl.
87/1958 verði með nokkru
móti skýrð þannig, að íslcnzk
skip hafi undanþágu til veiða
innan fiskveiðtakmarka á því
svæði og á þeim tíma, sem hér
skiptir máli, né heldur að slík
Framhald á bls. 17
SIÐASTLIÐINN föstudag
var kveðinn upp dómur í
máli togarans Péturs Hall-
dórssonar og var skipstjórinn
fundinn sekur um landhelgis-
brot, en ekki gerð refsing.
Hins vegar var afli skipsins
og veiðarfæri gerð upptæk.
Dómur þessi hefur vakið
óskipta athygli sökum þess
að skipstjórinn mun talið
sig hafa verið að veiðum á
svæði, sem til þessa hafa ver-
ið álitin heimil íslenzku tog-
urimum. Hefur þetta í för
með sér, að ýms aflasælustu
fiskimiðin hér við land verða
nú lokuð fyrir þeim.
Hé* fara á eftir nokkur
þýðingarmestu atriðin úr for-
sendum dómsins svo og nið-
urstöður hans.
• Hvar var togarinn staddur?
Af hálfu ákærðs er því eigi
mótmælt, að skip hans rafí verið
að fiskveiðum innan 12 mílna
landhelgislínunnar, eins og hún
er ákveðin í reglugerð nr. 3/1961.
•Hins vegar er því mótmælt að
hann hafi verið að veiðum innan
12 mílna landhelgi skv. grunn-
línum þeim, sem ákveðnar voru
með reglug. 70/1958, og af ákvæð
um 3. gr. reglug. 3/1961 leiði, að
honum hafi verið heimilt að vera
að veiðum á þeim stað, sem hann
var á, enda þótt hann sé innan
12 mílna markanna skv. rgl.
• Fyrirmæli reglugerða.
Verður nú fyrst tekin afstaða
til þess, hvort heimil hafi verið
veiði á svæði því sem takmark-
est annars vegar af 12 mílna
mörkunum eins og þau eru skv.
grunnlínum þeim er greinir í
rgl. 3/1961, en hins vegar af 12
mílna mörkunum skv. grunnlín-
um í rgl. 70/1958.
Með reglugerð nr. 70/1958 var
ákveðið að fiskveiðilandhelgi ís-
lands skyldi afmörkuð 12 sjómíl
um utan við grunnlínu sem dreg-
in skyldi milli staða sem til-
greindir eru í reglugerðinni; Stað
ir þessir, þeir sem máli skipta
hér, eru Eldeyjardrangur suðvest
ur af Reykjanesi og Gáluvíkur-
tangi á Snæfellsnesi. Reglugerð
þessi var felld úr gildi með reglu
gerð nr. 3/1961, sem breytir
grunnlínupunktum á nokkrum
stöðum, þar á meðal á því svæði
sem hér er um að ræða, þar sem
grunnlína er nú dregin frá Eld-
eyjardrang í Geirfugladrang og
þaðan að Skálasnaga (á Snæfells
nesi). Við þetta færðist fiskveiði-
landhelgin á þessu svæði nokkuð
út, og staður sá, sem skip ákærðs
var á veiðum í umrætt skipti er
einmitt í geira þeim sem þannig
myndaðist við útfærsluna.
Hinn 29. ágúst 1958 var sett
reglugtrð um viðauka við reglu
gerð nr. 70/1958, og er viðauka-
reglugerðin nr. 87/1958. Segir þar
í 2. mgr. 1. gr. að íslenzkum skip-
um sem veiða með botnvörpu,
flotvörpu eða dragnót, sé frá 1.
sept. 1958 heimilt að veiða innan
fiskveiðilandhelgL en þó utan við
línu sem dregin sé 4 sjómílur ut-
an við grunnlínu, og ennfremur
með þeim takmörkunum sem síð
ar greini, og er sú takmörkun,
að því er varðar þann stað sem
hér skiptir málþ talin i E-lið
greinarinnar. Þar segir: „Frá
22° 52’ v.lg. að línu, sem dregin
er í réttvísandi vestur frá Bjarg
töngum, skulu botnvörpu-, flot-
vörpu- og dragnótaveiðar bannað
ar í fiskveiðilandhelginni á tíma
bilinu frá 1. janúar til 15. maí“.
í rgl. 3/1961, sem áður var
getið, segir í 3. gr. að íslenzkum
skipum sem veiði með botnvörpu
flotvörpu eða dragnót, skuli heim
ilt „að veiða innan fiskveiðiland-
helginnar samkvæmt ákvæðum
reglugerðar nr. 87, 29. ágúst
1958“.
Marías Þ. Guðmundsson afhendir Hermanni Jónassyni áskorunarskjal á þriðja þusund Vestfirð
inga um stofnun menntaskóla á ísafirði. Sitjandi við borðið talið frá vinstri: Sigurður Bjarna-
son, Matthias Bjarnason og Birgir Finnsson. (Ljósm. Jón Bjarnason).
Menntaskóli á ísafirði
• Uppdrættir hins opinbera.
Af hálfu ákærðs er því haldið
fram, að útfærsla grunnlínunnar
hafi aldrei átt að verða til þess
að svipta íslenzk fiskiskip rétti
til veiða umfram það sem í rgl.
70/1958 greini. Ákvæðið í 3. gr.
reglug. 3/1961 sé sett einmitt til
að koma í veg fyrir það. Reglug.
87/1958 feli í sér almenna heim-
ild fyrir íslenzk skip til þess að
stunda veiðar innan landhelgi,
allt inn að 4 sjómílna mörkun-
um, en á þeirri almennu reglu
séu aftur gerðar nokkrar sérstak
ar takmarkanir. Ljóst sé að stjórn
arvöld hafi ætlað sér með setn-
ingu 3. gr. rgl. 3/1961, að veiði
innan landhelgi sé leyfð að svo
miklu leyti sem hún sé ekki
bönnuð í rgl. 87/1958. Verjandi
mikið áhugamál Vestra
Fundur áhugamanna og þingmanna
á ísafirði s.l. sunnudag
SÍÐASTLIÐINN sunnudag
var haldinn á ísafirði fundur
áhugamanna um stofnun
mentaskóla á Vestfjörðum.
Var öllum þingmönnum Vest-
fjarða boðið að sitja fund
þennan. Var hann haldinn að
Mánakaffi á ísafirði, og hófst
kl. 5 síðdegis á sunnudag,
með sameiginlegri kaffi-
drykkju.
Marías Þ. Guðmundsson setti
fundinn, og bauð þingmennina
sérstaklega velkomna. Flutti
hann ásamt þeim Jóni Páli Hall-
dórssyni og Björgvin Sighvats-
syni stutta framsöguræðu um
menntaskólamálið. Rökstuddu
þeir þörf þess að þjóðin byggi
við sem jafnasta aðstöðu í lífi
Frá fundi um menntaskólamál Vestfirðinga að Mánakaffi á Isafirði sl. sunnudag. Mánakaffi er
í húsi því sem Hannes Hafstein byggði á ísafirði, en Jón Auðunn Jónsson alþingismaður, síðar
eignaðist og bjó í um áratuga skeið. Nú rekur Gerald Hösler og kona hans myndarlega og vist-
lega veitingastofu og gistihús í þessum húsakynnum. (Ljósm. Jón Bjarnason).
og starfi á öllum sviðum, m.a.
til þess að afla sér menntunar.
Æskilegt og nauðsynlegt væri að
menningarmiðstöðvar og æðri
skólar væru í hinum ýmsu lands-
hlutum. Lögðu þeir jafnframt
áherzlu á að menntaskóli á ísa-
firði væri ekki aðeins byggður í
þágu Vestfirðinga, heldur þjóð-
arinnar í heild.
Marías Þ. Guðmundsson af-
henti síðan þingmönnum undir-
skriftarskjöl sem gengið höfðu
um Vestfirði, þar sem skorað er
á þing og stjórn að lögfesta
menntaskóla á Vestfjörðum. Hafa
á þriðja þúsund kjósendur á
Vestfjörðum undirritað þessi
áskorunarskjöl. Er af því auðsætt
hversu geysilegur áhugi ríkir á
þessu máli.
Miklar umræður urðu á fund-
inum, og tóku þessir til máls auk
frummælanda, sem áður er getið:
Bjarni Guðbjörnsson, forseti
bæjarstjórnar ísafjarðar, Her-
mann Jónasson, alþingismaður,
Sigurður Bjarnason alþingismað-
ur, Birgir Finnsson alþingismað-
ur, Matthías Bjarnason alþingis-
maður, Einar Ingvarsson, banka-
stjóri, Sigurvin Einarsson alþing-
ismaður, Jón Jóhannsson skatt-
stjóri, Hafsteinn Hannesson
bankafulltrúi og Hannibal Valdi-
marsson alþingismaður. Var þessi
fundur allur hinn ánægjulegasti,
og sýndi mikinn einhug Vestfirð-
inga um menntaskólamálið.