Morgunblaðið - 19.01.1965, Síða 15

Morgunblaðið - 19.01.1965, Síða 15
15 Þriðjudagur 19. janúar 1965 MORGUNBLADIÐ : j ■ Hvoð er hægt Framhald af bls. 10. ur og því hægt að búa að öllu leyti á rannsóknum annarra þjóða á fyrirbærinu. Að minnsta kosti hefur til þessa ekki verið sköpuð hér aðstaða til vísindaiðkana í undirstöðu greinum læknisfræðinnar, þrátt fyrir að reglugerð Há- skóla íslands mæli svo fyrir að hann skuli vera „vísinda- leg rannsóknarstofnun og vís- indaleg fræðslustofnun.“ íslenzka þjóðin hefur sín séreinkenni eins og hver önn- ur þjóð og það er nauðsynlegt að kunna glögg deili á þeim eigi þjóðinni að vegna vel. í því sambandi kemur mér í hug, nú þegar stendur til end- urskoðun á skólalöggjöf okk- ar, það sem ég benti á fyrir nokkrum árum í útvarpser- indi, að kynþroskaaldur þjóð- arinnar hefði lækkað. Væri ekki ástæða til að hugleiða nú, hvort rétt hafi verið farið að, síðast er skólalöggjöfinni var breytt, að lengja skólaveruna-, þannig að menn verða nú stúdentar eldri að árum en áð- ur. Það er rétt að ekkert ligg- ur fyrir um það, að kyn- þroskabreytingunni hafi fylgt tilsvarandi breyting á andleg- um þroska, en það er mjög ólíklegt að hið gagnstæða hafi átt sér stað — og alla vega hlýtur það að vera ávinning- ur fyrir þjóðfélagið að fækka foreldrum á skólabekk með því áð taka tillit til breyting- arinnar sem hefur orðið á kyn þroskaaldri þjóðarinnar. Þar að auki er íslenzka þjóð in alveg einstæður efniviður til rannsókna á erfðaeiginleik- um mannsins. Þessu til skýr- ingar vil ég tilfæra aldarfjórð- ungs gömul ummæli mín: „Atvikin hafa hagað því svo, að hér á þessu landi hefir af náttúrunni verið gerð tilraun, sem hvergi á sinn líka. — Á eyðieyju voru fyrir liðlega 1000 árum settir nokkur þús- und menn. Afkomendur þeirra hafa síðan búið þar einangr- aðir og án teljandi blöndunar af framandi blóði, aðeins háð- ir ytri aðstæðum. Þeir og niðj- ar þeirra skráðu allt um ætt og uppruna sinn og síðar það sém á daga landsbúa hefur drifið.“ Um það munu varla vera skiptar skoðanir, að við jafn- ar aðstæður þá muni rann- sóknir á landinu sjálfu og líf- verum þess líklegastar til að gefa þær upplýsingar er jafn- framt hafi almennt gildi, þann ig að við gætum einnig orðið veitendur á sviði vísindanna. Þjóðfélagið má ekki álíta sig svo fátækt, að það hafi ekki efni á að sinna þeim málefn- um er hér hafa verið rakin, því þá dæmir það sig til eilífr- ar fátæktar. — Það er svo aftur álita mál, að hve miklu leyti þjóðfélagið hefur bol- magn til að halda uppi vís- indastarfsemi í þeim undir- stöðu-vísindum sem eru alger- lega alþjóðleg og sem þess vegna er hægt að stunda hvar sem er í heiminum, s. s. stærð- fræði, efnafræði og eðlisfræði. Mér þykir sennilegt að fyrst um sinn verðum við að láta okkur nægja hina hagnýtu hlið þessara greina, en eftir- láta hinum efnameiri þjóðfé- lögum unairstöðuransóknir þeirra. Það sem á að gera til efl- ingar raunvísinda hér á landi verður því eftirfarandi: 1. Að reisa hús yfir undir- stöðugreinar læknisfræðinnar og því þarf að fylgja hæfileg- ur búnaður og starfslið til að sinna vísindalegum störfum auk kennslunnar. í því ætti einnig að vera deild fyrir rann sóknir á mann- og erfðafræði þjóðarinnar. 2. Reisa hús yfir náttúru- gripasafn með aðstöðu fyrir rannsóknir og kennslu í öll- um höfuðgreinum náttúrufræð innar. Jón Steffensen. Niels Dungal, prófessor, sv.ar- ar þannig: HÁSKÓL.I íslands, sem nýlega varð hálfrar aldar gamall, hef ur orðið til án þess að fyrst og fremst hafi verið hugsað um að hann yrði vísindastofn- un landsins. Á seinni hluta síðustu aldar eru stofnaðir skólar í Reykjavík til þess að framleiða þá embættis- menn, sem landið vantaði, og Iþað var fyrst og fremst fátækt in, sem réð því að farið var að kenna embættismannaefn- unum hér í stað þess að kosta þau í mörg ár í Kaupmanna- höfn. Þannig verður fyrst til prestaskólinn, síðan lækna- og lagaskólinn, sem svo renna inn í háskólann þegar hann var stofnaður 1911. Þá var bætt við heimspekideild og norrænan látin vera hluti af þeirri deild, en annars varð engrar víðindastarfsemi vart í stofnuninni. Engin starfsemi var þar í eðlisfræði eða efna- fræði, nema lítið eitt til að kenna læknaefnum efnafræði, engin náttúrufræðikennsla af neinni tegund. Þótt við höf- um átt ýmsa ágæta náttúru- fræðinga, sérstaklega í grasa- fræði, jarðfræði og fiskifræði, ^jþá hefur engin grein náttúru- fræðinnar verið kennd í há- skólanum til þessa. Það sem fyrst og fremst er iþörf á að bæta við háskólann er náttúrufræðideild. Þar vant ar prófessora í jarðfræði, dýra fræði, grasafræði, skordýra- fæði, fuglafræði og fiskifræði, en einnig í almennri líffræði. Síðustu árin hafa sýnt okkur hve mikils virði er fyrir fisk- veiðarnar að hafa góða fiski- fræðinga til þess að skipu- leggja veiðarnar af viti og var ast að þær verði eyðilagðar í framtíðinni með ofveiðinni, sem hætt er við þegar veiðin eykst með fullkomnari tækj- um, Hér þurfa fiskimennirnir að þekkja hvert kvikindi sem þeir fá úr sjónum og þeir eiga að vita allt sem máli skiptir um gagnfiskána, sem þeir sækjast mest eftir að veiða. Mér er sagt að á kanadískum togurum séu menn skyldir til að frjóvga eina fötu af þorsk- hrognum á ári, enda er það talið nægja til þess að gefa sjónum aftur það sem skipið veiðir. í Hollandi er sagt að hver tíu ára drengur viti meira um túlípana en vanalegir garð- yrkjumenn í öðrum löndum. Holland lifir meira á túlípön- um en nokkurt, annað land í heimi og flytur laukana út um allan heim. Þessi atvinnuvegur byggist á þekkingu sem unnizt hefur í háskólum þeirra og hefur síðan breiðst til allra þeirra sem á henni þurfa að halda. Hér höfum við stundað fiskveiðar í marga áiatugi án iþess að hafa nokkura vísinda- starfsemi til þess að afla nauð synlegrar þekkingar á slíkri starfsemi. Sú tiltölulega litla vísindastarfsemi sem fiskifræð ingar okkar hafa getað tekið að sér síðustu árin, hefur þeg- ar sýnt að við þurfum á miklu víðtækari hafrannsónum að halda en unnt hefur verið að halda uppi fram að þessu, ef fiskveiðarnar eiga að ganga vel og skynsamlega. Landbúnaðurinn þarf á mikl um efnarannsóknum að halda til þess að unnt sé að gera nauðsynlegar rannsóknir á jarðvegi og plöntum fyrir bændurna. En hann þarf líka á ýmiskonar eðlisfræðirann- sóknum að halda, ekki aðeins til þess að geta rannsakáð jarð veg og vatn, heldur einnig til þess að geta fundið nógu góðar aðferðir til þess að geyma fóður og mat handa mönnum og skepnum. Eðlisfræði og efnafræði eru því nauðsynleg raunvisindi til þess að geta staðið undir ýmis konar öðrum rannsóknum, sem oft er ekki unnt að fram- kvæma nema vísindastofnun sé til, sem unnt sé að snúa sér tii um ýmiskonar tilraun- ir í slíkum raunvísindum. Eðlisfræðistofnunin, sem bandariska ríkisstjórnin gaf mikla fjárupphæð til að sett yrði á stofn hér á 50 ára af- mæli háskólans, getur farið að taka til starfa áður en langt um líður, og gr enginn vafi á því, að þar fær háskólinn mikilsverða vísindastofnun, sem á eftir að verða ekki að- eins háskólanum, heldur einn- ig landi og þjóð bæði til gagns og sóma. Þá vantar efnafræðistofnun, sem geti orðið undirstaða að öllum nauðsynlegum efnafræði rannsóknum hér, og ættu ekki að þurfa að líða mörg ár áður en sú stofnun verður til. Náttúrufræðideildin átti sam kv. áætlun háskólans þegar að vera komin upp, en hefur dregizt allt of lengi vegna fjár skorts. Við höfum marga á- gæta náttúrufræðinga, sem tekið geta að sér kennslu í öll um þessum fræðum, en vantar enn nauðsynleg skilyrði til að geta unnið og kennt. Yfirleitt eigum við nóg af mönnum sem eru færir um að taka að sér bæði kennslu og vísindastarfsemi í' náttúru- fræði og raunvísindum. Erfið- leikarnir við að koma upp kennslu á vissum sviðum eru venjulega mest í því fólgnar að fá menn til þess að taka starfið að sér, þannig að vís- indunum sé nægur gaumur gefinn. Hér er til nóg af mönn um sem færir eru til þess að leysa öll þessi störf vel af hendi. Það sem vantar er hús næði handa þeim til að geta unnið og kennt og nægilega launuð embætti, til þess að þeir geti gefið sig alla að vís- indastörfum og kennslu. Þótt þetta verði verulegar fjárupphæðir, er þess að gæta að þær spara mikinn gjald- eyri, þegar menn þurfa ekki að fara utan til að leita sér lærdóms. Hins vegar geta upp götvanir vísindamannanna oft orðið þjóðinni svo mikils virði í sambandi við atvinnugreinar hennar, að gera verður ráð fyrir að flestar vísindastofnan- ir borgi óbeinlínis kostnaðinn við þær, en allar hjálpa þær til að flytja aukna menningu inn í landið, svo að þjóðin eignast fleiri menningarstoðir en hún hefur nokkurntíma átt áður. Slíkt verður sjaldn- ast metið til fjár. Niels Dungal. Ólafur Bjarnason dr. med., yfirlæknir í Rannsóknastofu Háskólans, svarar spurning- unni á þessa leið: Þar sem ég tel þessa spurn- ingu svo yfingripsmikla, að henni verði ekki svar-að til hlítar í stuttu máli, mun ég aðeins drepa á nokkuð það, sem læknavísindi varðar. Laeknisfræðinni má eins og öðrum greinum raunvisinda skipta í hagnýt vísindi og grundvallarrannsóknir. Þó skyldi varast að draga of skörp mörk þar á milli. Miklu varðar að náin samvinna sé milli þeirra manna, sem stunda hagnýt læknisstörf og hinna er fást við grundvallar- rannsóknir í læknisfræði. Þeir síðarnefndu afla sér gjarnan verkefna úr tíðum fyrirbær- bærum hagnýtrar læknis- fræði, kanna eðli þeirra og orsakir af fróðleiksfýsn og með sjónármið gagnseminnar í huga. Þá er það mikils virði hverjum lækni, sem sjúklinga stundar áð hafa á einhverju skeiði starfsæfi sinnar feng- izt við grundvallarrannsóknir í læknisfræði. Gildir þar einu hvort aim rannsóknir á heil- brigðri starfsemi líkamans eða einhverju sjúklegu ástandi er að ræða. Við slíka vinnu venst læknirinn því, að hafa sjónarmið hinn’ar vísindalegu aðferðar efst í huga, en það leiðarljós ættu allir læknar að hafa sér fyrir hugskots- sjónum í daglegu starfi. Á tímum þeirrar gjörbyltinigar, sem átt hefur sér stað á sviði læknisfræðinnar síðustu tvo áratugi má með sanni segja, að sjónarmið listarinnar hafi þokað fyrir aðferðum vísind- anna í starfi læknisins. Enda þótt hið fyrrnefnda megi aldrei vanmeta í skiptum læknis við einstaka sjúklinga. í samræmi við það, sem að ofan er sagt, hefir viðureign við sjúkdóma á síðustu árum færzt æ meir frá sjúkrabeðn- um inn í rannsóknastofurnar. Vafalítið færist þróunin æ meir í þá átt á næstu árum og áratugum. Það sem hér á landi er mest aðkallandi í dag, til eflingar læknavísindanna, er því að skapa þeim læknum og öðrum, sem fást við rann- sóknarstörf í þágu læknis- fræðinnar stóraukna og bætta vinnuaðstöðu. Það er ekki nóig að fjölga sjúkrarúmum, það þarf að margfalda það rann- sóknastofuhúsnæði, sem nú er fyrir hendi og 'búa það nauð- legum tækjum. Það eru þegar allmargir ungir íslendingar erlendis við framhaldsnám og vísindastörf, sem bíða eftir því, að fá tækifæri til að leggja þjóð sinni lið á þessum vett- vangi og við þurfum að senda enn fleiri út af örkinni, til að afla sér framhaldsmenntun- ar í ýmsum undirstöðugrein- um læknavísinda. Þeir menn, sem nú fást við rannsóknastofustörf í þáigu læknisfræðinnar hér á landi sjá ekki fram úr aðkallandi verkefnum, sem miðast við daglegar þarfir. Ýmiskonar rannsóknartækni, sem þegar er sjálfsögð talin í nágranna- löndum okkar og ómissandi í starfi, er ekki unnt að nýta hér vegna skorts á húsnæði, tækjum og mannafla. Hér hefur aðeins verið drepið á það vandamál hag- nýtrar læknisfræði á fslandi, sem ég tel mest aðkallandi í dag. Úrlausn þess þolir enga bið. En hvað um læknisfræði- legar grundvallarrannsóknir? Með nauðsynlegu fjármaigni, aðstöðu, tækjum og mannafla getum við sinnt þeim eins og | aðrir. Og það verðUm við að sjálfsögðu að gera, ef við ætlum okkur að skapa hér 1 menninigarþjóðfélag, sem sé l á borð við það, sem tíðkast hið næsta okkur. Aðstaða til grundvallarrannsókna er hér að ýmsu leyti ákjósanleg. Ein- angrun þjóðarinnar, smæð hennar, ættfræðiáhugi og skráning ætta langt aftur í tímann, almenn lestrarkunn- átta og menntun í betra lagi, - allt eru þetta atriði, sem auð- velda athuganir á ýmsum erfðafyrirbærum og sjúkdóm- um, svo að eitthvað sé nefnt. Einnig er hér af þessum sök- um auðveldara að fylgjast með afdrifum sjúklinga, en víða annars staðar. Ýmsir er- lendir aðilar hafa komið auga á þessa sérstöðu okkar og kynnu að vera fúsir til að veita nokkurt fé til einstakra verk- efna. Ekki er þó æskilegt að byggja um of á slíku. Og verður þjóðin því sjálf að legigja að mörkum stóraukið fé til slíkrar starfsemi í fram- tíðinni. Ólafur Bjarnason. Páll A. Pálsson, yfirdýra- læknir, svarar þannig: Það hygg ég ’einna vænleg- ast til eflingar vísindastarfi hér á landi, ef takast mætti að vekja þjóðina til fulls skiln ings á þeirri staðreynd, að nú á tímum er vísindaleg vinna í hvers konar raunvís- indum meginundirstaða þró- unar og framfara í atvinnu- og efnahagsmálum í öllum löndum, líka á íslandi. Þær þjóðir, sem ekki gera sér grein fyrir þessari stað- reynd, dragast fljótt aftur úr, bæði tæknilega og menning- arlega. ( Hér á landi hafa menn yfir leitt ekki áttað sig á, hvað í húfi er, og því hefir ríkt allt of mikil fáskiptni í þessum málum. Hér er þörf fræðslu og áróð urs til að eyða tortryggni og vantrú, sem furðu víða verð ur vart gagnvart vísinda- og rannsóknastörfum. Þjóðin verður að bú.a svo að vísindastarfseminni í land inu, að við séum ávallt einfær ir um að stunda rannsóknr á landi okkar og hafinu um- hverfis það og að nota þau auðæfi, sem þar eru að finna, á sem skynsamlegastan og hagkvæmastan hátt. En jafn framt verðum við að vera þess megnúgir að nýta vísinda lega reynslu og þekkingu, sem aðrar þjóðir hafa aflað og sam ræma hana þörfum og stað- háttum hér á landi. Fjárfest- ing í þessu skyni mun reynast öðrum ráðstöfunum arðbær- ari, er til lengdar lætur. Síðustu áratugina hefur ver ið komið á fót hér á landi nokkrum stofnunum til vís- indalegrar vinnu í ýmsum greinum raunvísinda. Hafa Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.