Morgunblaðið - 19.01.1965, Síða 20

Morgunblaðið - 19.01.1965, Síða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. janúar 1965 SVARTAR RAFPERLUR «••••••••••• EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY Henni var það snöggléga ljóst að hún var þarna alveg óvarin, og leit nú í kring um sig. Uppi yfir henni gægðist sólin gegn um gat á loftinu, en efri hæðin uppi yfir lá í rúst. Fuglarnir sungu ótruflaðir og Bosporus gjálpaði úti fyrir. Yasemin sat áhyggju- laus og var að þrífa sig. Köttur- inn hefði gert henni aðvart, ef einhver væri þarna á höttunum að horfa á hana. . Engu að síður var hún eitthvað óróleg. í allra fyrsta skiptið, sem hún hafði komið hingað, hafði Ahmet birtzt snögglega utan af svölunum. Þær voru einmitt eini staðurinn, sem hún hafði ekki aðgætt. Hún horfði gegn um bog ann, sem lá út að svölunum og greip andann á lofti. Þarna stóð tá af karlmannsskó fram fyrir dyrastafinn og sóiin sneri að henni. Tracy læddist í áttina eins hljóð laust og húji gat. Þarna lá karl maður á grúfu með höfuðið hvíl andi á handleggnum, steinsof- andi. Tracy flýði út úr rústunum, en greip Yasemin um leið og hún hljóp. Hún hafði þekkt mann- inn, sem lá sofandi á svölunum. Það var Hasan, sonur Ahmets. Hliðið að húslóðinni stóð opið þegar Tracy kom að því og Mil- es hallaðist upp að öðrum hlið- stólpanum, reykjandi pípu sína og starði sviplaust út í bláinn. Hún gekk til hans og samstund is stökk hvíti kötturinn úr örm- um hennar og strokaði heim á leið. Tracy tók vasaklútinn upp úr vasa sínum og rétti að Miles. — Viljið þér segja mér, hvað þetta er? sagði hún og var eins köld og fjandsamleg í málrómn um og hún gat, er hún minntist síðasta fundar þeirra. Hann fann undir eins lyktina ©g sagði: — Guð minn góður! •— Hvað hefurðu nú verið að bralla, Tracy? — Ég veit ekki, sagði Tracy. — Þessi lykt er háífvæmin, finnst yður ekki? Hann opnaði vasaklútinn og horfði á innihaldið. — Þér væri betra að segja mér, hvar þú hef ur fundið þetta. Hún sagði honum frá því ná- kvæmlega og hann gerði enga athugasemd við það. Hann dró upp úr vasa sínum tóbakspung ©g stakk vasaklútnum ásamt inni haldi hans í hann. Síðan neri hann fingurna á sér upp úr tó- baki til þess að dylja þefinn. — Þú þefjar heldur betur af þessu, sagði hann. — Þú ættir að flýta þér inn og fara í það. — Eða þá gusa yfir mig ilm- vatni, eins og Ahmet gerði í nótt, eagði Tracy. — Hvaða efni er þetta — Þú ert seig að koma þér í einhver vandræði, sagði Miles. Þetta er ópíum. Hrátt ópíum, sakleysinginn minn! Þetta hafði hana alltaf grun- að innst í huga sínum. í Tyrk- landi var ræktað talsvert ópíum, en það fór allt leyfilega fram og var eingöngu notað til meðala. — Þetta þýðir þá sama sem, að Ahmet fæst við smygl? — Það hef ég enga hugmynd um, sagði Miles. — Hasan, sonur hans, er þarna núna. Ég kom að honum sofandi á svolunum. — Og hefur líklega vakið hann til að tilkynna honum þennan fund þinn? spurði Miles. — Vitanlega ekki. Ég flýtti mér burt eins og ég gat. — Má ég óska til hamingju með þessa ágætu dómgreind þína, sagði Miles. Hún lét sem hún heyrði þetta ekki. — Ég hef heyrt um ópíum útflutning frú Tyrklandi. En þetta er ræktað undir ríkiseftir- liti, er ekki svo? , — Víst er það, en það er erf- itt að hafa eftirlit með fram- leiðslunni á öllum stigum henn- ar. Smyglið er stöðugt áhyggju- efni yfirvaldanna í Tyrklandi. Síðustu árin hefur verið hert á varúðarráðstöfunum. En vitan lega sleppur talsvert undan samt. — Hvað ætlarðu að gera? sagði Tracy. — Kalla á lögregluna og tilkynna henni um þetta? — Ég ætla ekkert að gera, sagði Miles, og tónninn var kuldalegur og fjarrænn. — Og ég ráðlegg þér að fara eins að. Hún horfði á hann í örvænt- ingu. — Já, en mér fyndist nú — Vertu ekki að fást um það, sem þú þekkir ekkert til, sagði hann og var nú snögglega reiður — Farðu og þvoðu af þér þenn an þef og gleymdu þessu, sem þú rakst á. Farðu heim! Að minnsta kosti burt héðan og til Istambul. Hún gat ekkert sagt við þess ari einbeitni hans að losna við hana. Hún sneri sér snöggt við og gekk gegn um hliðið. Þegar hún leit við, sá hún, að Miles gekk letilega i áttina til rúst- anna. Var það til þess að iíta á það sem þar var falið. Eða bjarga því burt? Hún vonaði með sjálfri sér, að hann dveldi þar ekki of lengi og Hasan fyndi hann, svona einn og langt frá húsinu. Hlutur unga mannsins í þessu máli var nú í jafnmikilli óvissu og allt annað. Þegar hún kom aftur í Sjávar húsið, hlýddi hún að, minnst kosti einni skipuninni, sem hún hafði fengið. Hún fór í stóra baðkerið og þvoði sig vandlega, þangað til væmna ópíumlyktin var horfin. Meðan hún var að því, mundi hún eftir Yasemin. Hún hafði tekið á kettinum, og ef til vill hafði hann fengið eitthvað af þefinum. Henni væri réttara að gá að kisu, þegar hún væri búin að klæða sig aftur. En nú lá hún aftur á bak í bað inu og reyndi að hugsa um upp götvun sína og þýðingu hennar. Systir hennar hlaut að hafa ver ið viðriðin eitthvert hættulegt fyrirtæki og vera í öðm eins uppnámi og þarna í símtalinu. Var það þetta sama? Hafði Anna bel komizt að einhverju um ein- hvern bát, sem lagði að landi í laumi um miðja nótt? En svo kom upp önnur spurn ing : Var Ahmet í slagtogi með Hasan? Eða var hann á valdi einhvers annars hér í húsinu. Og hvers þessara þriggja? Var það Sylvana, Murat eða Fazilet? Henni var nú illa við að láta sér detta Fazilet 1 hug, en það var bara óumflýjanlegt. Það var ómögulegt að vita, hvort stúlk an var með eða móti Ahmet. Hún hafði áhyggjur af honum vegna Hasans. Samt virtist svo sem Ahmet stæði gegn því, að húp/ giftist syni hans ■— engu miður en Murat hefði gert. Eða stóð Sylvana að baki þessu öllu? Hún mundi enga siðferði lega samvizku hafa af því, þótt ist Tracy viss um, og hún hafði haldið hlífiskildi yfir Ahmet. Hún hafði hummað fram af sér krabbið hans á skrautræmuna eftir Miles, rétt eins og það skipti engu máli. Og_ hvaða þýðingu 24 hafði þessi viðbót Ahmets við verk Miles? Sú spurning var fyrst og fremst dularfull og snú- in. Þriðja persónan, sem gæti staðið að þessu var dr. Erim, en þar var Tracy engu nær. Maður inn sá var heinasta ráðgáta. Hann var svo sjálfum sér ósam kvæmur, að hún gat aldrei orðið neins vísari um, hvernig hann var raunverulega. Hann gat sem bezt verið þátttakandi í einhverj um vélabrögðum — og hann hafði líka verið umburðalyndur við Ahmet. Murat var haldinn vera að heiman, í ferð til Istambul í nótt sem leið.En ef hann hefði farið yfirleitt, hefði hann verið kom- inn mjög snemma aftur, því að þegar Tracy kom út, hafði hún séð bílinn hans í skúrnum. Þarna var um óendanlega marga hugsanlega möguleika að ræða. Hún þurrkaði sér vandlega, en þóttist jafn ófróð og áður. Hún fór í innislopp og kom fram í ganginn, rétt í því bili sem Miles kom upp stigann. — Jæja, þú lyktar ofurlítið betur en áðan, að minnsta kosti, sagði hann. Svo lækkaði hann röddina. — Ég fór að aðgæta sjálfur og fann þetta. En það er ekki nema lítið brot af heildar myndinni. Það sem á vantar, kann að vera ennþá hræðilegra. Og hættulegra. Mér var alvara þegar ég vildi láta þig fara rak leiðis heim. Þínu verki fyrir mig er lokið. Það er tilgangslaust að þú sért hér lengur. Hann virtist svo áhyggjufullur, að Tracy vissi ekki hverju hún ætti að svara. En hann hélt á- fram inn í herbergið sitt, án þess að bíða eftir svari. Þegar Tracy hafði klætt sig, fór hún að leita að Yasemin. Hvíti kötturinn var ekki á nein um venjulegum stað, og hún gat hvergi fundið hann. Það sem eftir var dagsins og svo næsti dagur v»r lengi að líða. Vörusendingin var tilbúin og Sylvana fór með hana á flugvöll inn, með aðstoð Ahmets. Nú hafði hún lítið að gera. Enginn minntist framar á, að hún færi heim. Hún var látin vera sjálfri sér ráðandi og hún tók að velta því fyrir sér, hvort vera hennar hér væri að nokkru gagni. Kæmist hún burt frá Miles, kynni hún að geta hætt að hugsa um hann. Enda þótt þessar til- finningar hennar til hans væru tilgangslausar og einskisverðar, gat hún ekki lengur dulið þær fyrir sjálfri sér. Að visu hafði hún farið á eftir Annabel, en hún var nú samt engin viðkvæm skóla stélpa að njóta kvalanna af árang urslausri ást. Það væri betra að herða sig upp og komast burt frá honum, og þurfa ekki að vera nærri honum. En jafnvel þótt hún gæti íhug að þetta mál af fullri skynsemi, vissi hún með sjálfri sér, að nú gat hún ekki farið burt úr Tyrk landi. Eiturlyfjasalar fengust ekki við neina barnaleiki. Mil- es var í aðstöðu, sem gat orðið honum hættuleg, en hinsvegar vissi hún, að hann var aðeins að bíða eftir tækifæri til að nota sér þá aðstöðu. EF hann þá fengi tækifæri til þess. Eins og tilfinningum hennar var háttað, gat hún beinlínis ekki farið heim, úr því að hún vissi um hættuna, sem hann var staddur í. Meðan hann væri þarna, gat hún orðið honum að gagni á einhvern óvæntan hátt. Að minnsta kosti yrði hún þá sú eina, sem stæði hans megin, hvort sem honum væri þægð I því eða ekki. Síðdegis þriðja daginn eftir að Tracy gerði uppgötvun sína í hallarrústunum, var hún stödd í herbergi sínu, þegar Fazilet kom þangað inn. Hún leit á Tracy með afsökunarbrosi. — Má ég koma ínn. Við höf- um vanrækt þig. Þér líður illa, það er greinilegt. Við höfum öll séð það. En nú kem ég með nokkuð til að bæta úr fyrir þér. Tracy hafði enga trú á þessum vinahótum stúlkunnar. Fazilet kom inn og lagði eitthvað á borð ið hjá Tracy. Flugfélagsmerkið á heftinu var auðþekkt. — Sylvana sendir þér þetta. Allt er undirbúið. Flugferðin þín til London er í fyrramálið. — Ég fer ekkert fyrr en hr. Radburn sendir mig, svaraði Tracy. JKorðtui&foMfr í Vtri-Njarðvík ORÐIÐ hafa umboðsmannaskiptl fyrir Morgunblaðið í Ytri-Njarð- vík. Sveinn H. Jakobsson sem verið hefur umboðsmaður blaðs- ins ur.danfarið, hefur látið af störfum. Hinn nýi umboðsmaður er Ásmundur Þórarinsson bif- reiðastjóri Þórustíg 12. Hefur hann framvegis veg og vanda af allri þjónustu Morgunblaðsins við kaupendur þess í Ytri-Njarð- vík. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi eir að Hlíðarvegi 61, sími 40748. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vifilsstaðaveg, simi 51247. AKUREYRI Afgreiðsia Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, simi 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akúr- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar. KALLI KUREKI •*- - Teiknari: J. MORA 1. Næsta dag. „Ég hef tínt upp tnilljónir grjóthnullunga en enginn ítf þeim líkist gulli af því að mér finnst.“ „Ef til vill er ekkert gull hérna. Það gæti verið að Rauðkollur hefði leikið á okkur. Hann við vorum á eftir honum.“ 2. „Ég er farinn að halda það. Ef hann hefur gert það, þá munum við aldrei komast að því hvar gullið er falið, vegna þess að hann liggur dauður í skjóli kletta. Við hefðum .“ 3. „Hvað gengur að þér. Ertu með hita.“ SJÁÐU! Vofa hans, hún stefn ir hingað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.