Morgunblaðið - 19.01.1965, Page 22
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 19. janúar 1965
r>o
JLt
FH eitt er taplaust - en
Víkingur ógnaði
Víkingur komst í 7-3 en FU
vann með 24 gegn 20
ÞAÐ KOM nokkuð á óvart að
Víkingsliðið ógnaði FH-liðinu í
byrjun leiks liðanna í 1. deildar
keppninnar í handknattleik á
sunnudagskvöldið. Víkinigar skor-
uðu tvö fyrstu mörkin og þó
FH tækist að jafna, sóttu Víking-
ar í sig veðrið á ný og komust í
7—3 forystu. En þá var draum-
urinn búinn og FH skoraði 6
mörk í röð, vann fyrri hálfleik
12—8 og leikinn í heild með
ara liðið og átti 4 marka sigur
fullkomlega verðskuldaðan.
Dómari var Karl Jóhannsson
og bar mjög á því að hann veitti
liðinu sem af sér braut hærra
gengi en hinu. Kom þetta þrí-
vegis í ljós er FH-manni sem
brotið var á hafði eiigi að síður
tekizt að koma knattinum til
óvaldaðs manns í dauðafæri. Eitt
skipti hafði FH skorað á þennan
hátt en það mark var ógilt gert
til hags fyrir liðið sem af sér
braut.
í byrjun
Hjá FH bar mest á Ragnari, 9
mörk, og átti góðan leik þó kæru-
leysi bregði fyrir í skotum hans.
Kristján Stefánsson er og mjög
vaxandi og sterkari nú en nokkru
sinni.
Vörn FH er nokkuð á'bóta-
vant, einkum er gálausleig varzla
línumanna mótherjanna á köfl-
um.
Hjá Víking er Pétur Bjarna-
son hinn vísi stjórnandi en af ber
leikur Þórarins bæði taktist séð
og í skorun marka. Brynjar í
markinu átti og góðan leik svo
og Ólafur Friðriksson en of lítil
not verða af getu Björns Bjarna-
sonar.
— A. St.
Ragnar Jónsson var markhæstur FH-inga.
24—20 og er eina taplausa liðið
í 1. deild.
FH-liðið virtist koma nokkuð
sigurvisst til leiksins. I>að er ekki
laust við að kæruleysis hafi gætt
í byrjun. Mörg skotanna hjá stór-
skyttum liðsins og sendingar
liðsmanna til línumanna ein-
kenndust mjög af kæruleysi og
leikaraskap. Oig Víkingar tóku
glaðir við og náðu öruggri for-
ystu.
En staðan 7—3 fyrir Víking
reyndist FH-liðinu árangursrík
vekjaraklukka. Liðið tók sig
saman, breytti fálminu i örugg-
an leik oft með miklum hraða í
samleik og hreyfanleik og voru
margir leikkaflar hjá liðinu gull-
fallegir — jafnvel í litla salnum
á Háloigalandi. Og FH skoraði 6
mörk í röð, breytti stöðunni úr
3—7 í 9—7. Og hálfleik lyktaði
með 12—8 fyrir FH.
Síðari hálfleikur var allur
jafnari. Víkingar náðu þó enn
tökum á leiknum í byrjun hálf-
leiksins og höfðu nær jafnað 4
marka forskotið.
En þrátt fyrir virðingarverðar
tilraunir Ví'kinga var FH sterk-
Frakkar burstuðu ÍR 84-19 M9LAR
FRAKKLANDSMEISTAR-
ARNIR í körfuknattleik frá
Villurbanne við Lyon gersigruðu
fslandsmeistara ÍR í síðari Ieik
liðanna í Evrópubikarskeppn-
inni, skoruðu 84 stig gegn 19, í
leik sem fram fór í Vilieurbanne
á sunnudaginn. Eins og stigatal-
an bendir til höfðu Frakkarnir
algera yfirburði — og liðið brotn
aði algerlega eftir stormsókn
Frakkanna í upphafi leiksins.
f ísl. liðið vantaði að vísu
beittustu vopnin þar sem eru
þeir Þorsteinn Hallgrímsson
sem er í Bandaríkjunum í
keppnisför og landsliðsmenn
ina Guðmund Þorsteinsson,
Agnar Friðriksson, Anton
Bjarnason og Jón Jónsson.
Það má því segja að í Frakk-
landi hafi mætt aðeins „brota
löm“ af meistaraliði ÍR, en
það er til leiðinda og vanvirð
ingar að svona skuli vera í
KR vann skipulags-
laust Ármannslið
nieð 24-18 eflir jafnan fyrri
pottinn búið, þvi ótilneyddir
fóru ÍR-ingar í þessa keppni
og bar því skylda til að vera
með sitt hezta lið er til henn-
ar kom. En í báðum leikjun-
um við Frakka hafa ÍR-ingar
mætt lakari til leiks en efni
stóðu til. Það lítur því út að
þeir hafi ekki gert ráð fyrir
að leika nema eina umferð i
keppninni.
Fréttaritari Mbl. á staðnum
og fréttaritari AP-fréttastofunn-
ar segja að franska liðið hafi haft
svo algera yfirburði, að leikur-
inn hafi fyrir þá aðeins verið
eins og æfing.
Frakkarnir tóku örugga for-
ystu í byrjun, en ÍR-ingar héldu
þó sómasamlega í við þá. Eftir
nokkra stund stóð 23—15 og
skipti þá þjálfari Frakkanna
alveg um lið (eins og hann gerði
líka í Keflavík) og setti 5
óþreytta menn inná. Tóku nú
tölurnar að breytast ört í óhag
ÍR-inga og fengu þeir hvergi
rönd við reist og töpuðu með
84—19 sem fyrr segir.
Stig ÍR skoruðu Viðar Ólafs-
son 7, Hólmsteinn Sigurðsson 6,
Birgir Jakpbsson 2 og Helgi Jó-
hannsson 4.
KR sigraði
hússmóti
a mnan-
Þróttar
AFMÆLISMÓTI Þróttar í innan
hússknattspyrnu lauk á föstu-
dagskvöldið og fór KR með sigur
af hólmi.
Úrslit eihstakra leikja urðu
Iþessi:
FH—Fram 2—1
Akranes—Vík. 9—2
Valur—Haukar 7—2
ÍBK—FH 11—3
KR—Þróttur 3—2
Haukar—Fram 5—4
Akranes—KR 3—2
ÍBK—Valur 10—4
í A-riðli var Keflavík lang-
hæst með 8 stig, FH og Valur
4 stig, Fram og Haukar 2 stig.
I B-liðli voru efst og jöfn
Akranes og KR 4 stig; Þróttur
hafði einnig 4 stig, en lakara
markahlutfall. KR og Akranes
léku aukaleik og vann KR 8—4.
Úrslitaleikurinn í mótinu varð
því milli KR og Keflavíkur og
vann KR 4—2.
efndu til landskeppni í skauta
hlaupi um helgina. Kepptu 10
menn frá hvorum í hverri
grein. Keppnin varð mjög
jöfn og tvísýn en lauk með
sigri Sovétríkjanna sem hlutu
279 stig gegn 265. Sýnir þetta
hver styrkleikur hinnar fá-
mennu norsku þjóðar er mið
að við það þar sem fjöldinn
er mestur.
Ron Clarke frá Ástralíu
setti nýtt heimsmet í 5 km.
hlaupi í Hobart í Ástralíu á
laugardaginn. Timinn var
13.34,6 mín. Eldra metið átti
Kutz, Sovétr. og var það
13.35,0. Clarke hafði forustu
frá byrjun til loka og var næst
um hring á undan næsta
manni er hann sleit snúruna.
Clarke á einnig heimsmet í
10 km. hlaupi 28.15,6 og í 6
mílna hlaupi.
Jamaica vann Kúbu 2—0
í undanrásum heimsmeistara
keppninnar í knattspyrnu. —
Leikurinn var grófur og slags
málakenndur en lítt brá fyrir
góðri knattspyrnu.
Santos í Sao Paulo sigraði
tékkneska landsliðið í knatt-
spyrnu með 6—4 í kappleik
í Santiago á sunnudaginn. —
Pele skoraði 3 markanna og
var „stjarna“ leiksins.
S/œm byrjun - en saxað á
forskot géðs liðs I lokin
*
Þorsteinn Hallgrimsson stighæstur Islendinga
hálfleik
KR og Ármann léku í 1. deild
handknattleiksmótsins á sunnu-
dag. KR fór með sigur af hólmi
24—18 eftir jafna og spennandi
byrjun, en yfirburði í síðari hálf
leik vegna varnarmistaka Ár-
menninga.
Mikil barátta var í leiknum
framan af og lítið skorað. Eftir
15 mín leik haföi KR náð 3
marka forystu en Sigurður
Jolhnny varði mjög vel í KR
markinu og hélt því hreinu
fyrsta stundarfjórðunginn og
varði þá m.a. vítakast frá Herði
Kristinssyni.
En á næstu 3 mínútum missti
Sigurður 3 skot framtojé sér og
í netið. En KR náði aftur 3
marka forystu, sem Ármenning-
um tókst þó að jafna fyrir hlé.
í leikihléi stóð 7—7.
í síðari hálfleik ná'ðu KR-ing-
ar undirtökunum. Upphaf þess
voru þó ekki sízt mistök Ármerm
inga. Þeir fengu tvö vítaköst
sem voru fljótfærnislega og illa
framkvæmd hjá Arna og Lúð-
vík. Ofan á bættist að vörn Ár-
manns hengdi sig á ákveðna leik
menn KR og aðrir brunuðu svo
óvaldaðir í dauðafærin í staðinn
og Ármenningar horfðu aðeins
á tiltækfð. Þannig komst KR í
11—7 og litlu síðar í 13—8. Þar
með var leiknum nánast lokið,
og var heldur lítið um skipulega
baráttu að ræða eftir það.
Langbeztu menn KR-inga voru
Karl Jóhannsson og Sigurður í
markinu og má segja að sigur-
inn sé þeim að þakka. Ármanns-
liðfð vantar herfilaga fastara
skipulag í leik sinn. Hefus slíkt
áður komið í ljós. Einstaklinga
á félagið, en samstarfið vantar.
Dómari var Magnús Pétursson
og voru dómar hans nú sem oft
áður torskildir, óútreiknanlegir
og ollu glundroða í leiknum.
ÍSL. körfuknattleiksliðið í Banda
ríkjunum tapaði síðasta leik sín-
um í keppnisförinni með 80 stig-
um gegn 64. Leikurinn fór fram
á laugardagskvöldið og mótherj-
arnir voru úrvalslið Massaehu-
setts Institute og Technology, en
það lið sigraði í 14 leikjum sín-
um s.l. vetur én tapaði aðeins
einum. Er þessi skóli með sína
4 körfuknattleiksþjálfara og þús-
undir nemenda, með eitt sterk-
asta skólalið í Bandaríkjunum.
Má geta þess að s.l. vetri skoraði
liðið að meðaltali 73.7 stig í hverj
um leik sínum en hélt andstæð-
ingunum í 66.6 stigum að meðal-
tali.
Á laugardáginn var sem
oft áður í leikjum ísl.
liðsins byrjunin ai'drifarik.
var byrjunin afdrifarík.
Bandaríkjamönnum tókst að
ná öruggri forystu og kom
það engum á óvart. 10—1
fyrir bandaríska liðið stóð á
töflunni eftir skamma stund.
Síðan hélt bandaríska liðið
forystunni og sigraði með 16
marka mun og má kalla
frammistöðu ísl. liðsins mjög
góða, ekki sízt ef miðað er
við byrjunina. f hálfleik hafði
bandaríska liðið 24 stiga for-
ystu — svo ísl. liðið sigraði í
síðari hálfleik með 8 stiga
mun.
Bob Grady var stighæsti mað-
ur leiksins með 24 stig og næstur
kom Jack Mazzola með 20 stig.
Af íslendingum var Þorsteinn
Hallgrímsson stigahæstur með 1*
stig, en næstir Guttormur Ólafs-
son og Einar Bollason með li
stig hvor.